Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 8
6
TÍMINN, sunnudagmn 8. mai 1960.
M?ZL áetgMza
wm /le/fíing.
ó.'.'s
SM Á
inc-. WMj
Smásaga eftir HANNE KAUFMANN
★
Hún sat á rúmstokknum
sínum og horfði á skóna.
Þeir stóðu þama við stól-
fótinn eins og heima hjá sér,
og innan í þeim voru sokk-
arnir kuðlaðir saman. Skóm
ir voru svartir og mjög ryk-
fallnir. Það var vafalaust
mjög langt síðan þeir höfðu
verið burstaðir.
Hún ætlaði að rísa á fæt
ur, taka skóna og hreinsa
þá, en hikaði við af ein-
hverri óljósri ástæðu. Átti
hún að fara að bursta skó
ókunnugs manns? Það var
svo náinn verknaður. — Það
að fjalla um föt annarrar
manneskju — snerta nærföt
hennar, þvo klæði hennar,
eða stinga hendinni niður
í skó, sem hafði hulið fót
apnarrar mannveru.
Var nokkur ^ástæða til
þess að hún væri að sýna
öðrum slíka umhyggju, slík-
an innileik, þótt hann lægi
sofandi þarna í herberginu
inn af stofunni? Þetta her-
bergi var svo lítið, að hann
hafði orðið að afklæðast í
dagstofunni hennar, þar
sem svefnbekkur hennar
sjálfrar var. Þau höfðu tal-
ast við, því að dymar inn
í herberglð stóðu opnar með
an hún bjó um hann.
Já, það voru mörg ár síð
an karlmannsskór höfðu
staðið á stofugólfi hennar.
— Það voru rétt og slétt
fimm ár síðan hún hafði
harkað af sér og troðið
tösku fulla af fötum, sem
Georg hafði átt og gefið þau
í fatasöfnun handa fátæk-
um. Það voru fimm ár síðan
hún gerði sér fyllilega ljóst,
að hún hafði alveg misst
hann, og að hann mundi
aldrei koma aftur.
Og önnur 5 ár hafði hún
áður lifað í voninni, haldið
dauðahaldi í þá von, að bréf
ið, sem hún fékk fyrir tíu
árum, hefði verið skrifað af
misskilningi — að þar hefði
verið átt við annan mann
— annan Georg Johnson.
Hvaða ástæða var til að
ætla, að það væri hann,
þessi Georg Johnson — einn
af mörg hundruðum með
sama nafni í flugmannaskól
um Kanada og Bandaríkj-
anna, sem hefði hrapað með
flugvél sinni. Og því oftar
sem hún las bréfið, því ó-
trúlegra fannst henni það
og hún varð æ sannfærðari
um það, að þetta hlytu að
vera misgrip.
Hvers vegna ætti hún,
sem aðeins hafði verið gift
í tvö ár og var aðeins 28
ára að aldri, endilega að
missa mann sinn fremur
en aðrar konur. Hún las bréf
ið aftur og aftur — í hljóði
og upphátt fyrir móður sína,
sem hafði dvalið hjá henni
vikum saman ög haft þung
ar áhyggjur af henni, þar
sem hún vildi ekki trúa bréf
inu. Og því meir sem hún
ræddi þetta við móður sína,
því fjarstæðari þótti henni
boðskapur sá er bréfið
flutti.
Og svo liðu mörg ár þann-
ig, að hver símahringing og
hver dyrakvaðning lífgaði
vonina í brjósti hennar, og
svo varð hún jafnoft að
kljást við þá örvæntingu,
sem vonbrigðin ollu.
Loks eftir fimm ár varð
henni sá grimmilegi sann-
leikur ljós, að Georg var
horfinn og mundi aldrei
koma aftur. Hún hafði stað
ið við skrifborðið hans og
verið að þurrka ryk af hús-
gögnunum þarna inni, þvi
að hún vildi um fram allt,
að allt væri hreint og fágað
þegar hann kæmi heim,
svona rétt fyrir veturinn.
Það væri laglegt, ef allt
væri mölétið og myglað.
Hún hafði opnað klæðaskáp
inn og séð skóna hans í röð
á skápgólfinu.
En svo hafði hún stað-
næmst við skrifborðið, og
þegar hún stóð þar með ljós
mynd af sjálfri sér í hend-
inni — Ijósmyndina sem
hún hafði gefið honum til
þess að hafa í ramma á skrif
borðinu — og sá hve henni
var nú aftur farið, Þá varð
henni allt í einu lóst, hve
langur tími var liðinn og
nú var öll von úti um að
hann kæmi heim aftur. En
samtímis greip hana kyn-
legur ótti við, að hann kæmi
heim þrátt fyrir allt og
fyndi hana svona breytta
— gamla og hrukkótta. Já,
hún hafði látið meira en lít
ið á sjá þessi fimm ár —
það sýndi myndin. Þá varð
henn ljóst, að það vær bezt
að hann væri dáinn, og hún
fann um leið með vissu að
hann var dáinn.
Það var undarleg saknað
arkennd, sem gerði vart við
sig, er hún hugsaði um þessi
fimm týndu ár. Hún reyndi
að bjarga sér úr auðninni
með því að hverfa til starfs
ins, og möðir hennar var
henni innan handar, því að
hún var starfsöm og fram-
taksmikil kona og hafði séð
það fyrir, hvað helzt mundi
verða dótur hennar til
bjargar. Nú var öllu bylt um
i litlu íbúðinni og herbergi
Georg tæmt. Nú fannst
henni, að ekki væri unnt að
gera það nógu fljótt, það
varð að gerast í einu vet-
fangi — hún vildi um fram
allt losa sig sem allra fyrst
við allt, sem vakti þessar
þjáningarfulu minningar.
Hún bjó allt sjálf niður
í töskur — kvaddi þannig
hvern smáhlut, sem hann
hafði átt. Hún tók einnig
skóna hans, og síðan þann
dag höfðu karlmannsskór
aldrei staðið í stofu herinar
— nema á gestsfótum. .
Sylvía andvarpaði og rétti
úr sér. Hún óttaðist þessa
áráttu sína að sökkva sér
niður í hugsanir, þegar sizt
skyldi hugsa um fortíðina.
Hún óttaðist að missa fót-
festuna í þeirri veröld, sem
hún hafði búið sér, þar sem
hún gætti starfs síns í aug
lýsingaskrifstofu og var þar
ætíð hinn rólegl og iðni
einkaritari.
Það hafði verið mjög álið
ið í gærkveldi, þegar dyra-
bjallan glumdi. Það var ein
mitt slík hringing, sem fyrir
fimm árum hafði ætíð vak
ið von hennar. En nú hafði
hún ekki einu sinni hrokkið
ið, heldur gengið hiklaust
•ólega til dyra og lokið
upp til þess að sjá, hver það
gæti verið sem væri svona
seint á ferð.
— Er þetta frú Sylvía
Johnson, hafði komumaður
spurt dimmri en vingjarn-
legri röddu, og hún sá að
hann var í flugmannsbún-
ingi. — Eg heiti Thomas
Jefferson. George var van
ur að kalla mig Tomma.
— Þekktuð þér Georg?
hafði hún spurt, og hún
vissi að hann hlaut að heyra
það á rödd hennar, hve mik
ið henni var niðri fyrir.
— Viljið þér ekki gera
svo vel að koma inn?
Hún hafði boðið honum
til stofu og borið honum te.
Hann sagði henni margt af
Georg, og það meðal ann-
ars, að þeir hefðu hitzt lít-
illi stundu áður en slysið
varð. Hann sagði henni hve
mikið hann hefði talað um
konu' sína, og ætíð með.
hreykni og aðdáun, svo að
menn urðu forvitnir og báðu
hann að sýna sér mynd af
henni.
En meðan hún hlustaði og
sýslaði við hressingu gests-
ins fannst henni það und-
arlegt að sinna kaflmanni
— bjóða honum meira te,
vindling, kveikja í honum
og færa honum öskubakka
— spyrja hvort hann væri
ekki þreyttur — alveg eins
og hún hafði gert áður í
hjónabandi sínu með Georg
þegar henni var ekkert ann
að í huga en að gera hon-
um til geðs.
Loks hafði hún boöið
Tomma að gista í litla her-
berginu inn af stofunni, og
hann hafði þegið boðið með
þökkum, því að hann var
ókunnugur í borginni.
Og nú lá hann sofandi
þarni inni, og hún heyrði
reglulegan andardrátt hans.
Það hélt fyrir henni vöku að
vita af honum þarna inni.
Hugsanirnar sóttu að henni
og ósk fæddist um það að
geta á ný lifað lífinu í sam
félagi við einhvem.
Tommi var einhleypur.
Hann hafði sagt henni það
í samtalinu um kvöldið, að
hann dirfðist ekki að tak-
ast á herðar þá ábyrgð að
sjá heimili farborða, og ef
hann ætti konu og börn,
mundi hann aldrei leyfa
sér að gegna svo hættuíegu
starfi sem flugið væri. Það
væri ekki leggjandi á
nokkra manneskju að lifa í
sífelldum ótta um að eitt-
hvað kæmi fyrir.
— Það er ekki bærilegt
að lifa í sífelldum ótta,
sagði hann — ótta um að
missa það dýrmætasta, sem
maður á, hafði hanri sagt.
Hún hugleiddi þetta og
komst að gagnstæðri niður
stöðu. — Það var betra að
eiga góðan ævifélaga en
engan, þótt maður ætti það
sífellt yfir höfði sér að missa
hann — betra en eiga eng-
an að — eiga ekkert að
missa. Hún hafði svarað
(Framhald á 13. síðu'.