Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, sannudaginn 8. maí 1960. 9 9 / * z i * dl/TT? rZJi Uc&œa u#n nz* c&íœa Vísitasía á Narfeyri I: Næturgestur í kansellíinu eftir Jón Helgason, ritstjóra r. Það er síSsumar við Breiða- fjörð og stafar á lognvæi'an sjó- inin. Eyjarnar hreykjast upp í tí- bránni, torkennilegar að svip og yfirbragði, ímynd þeirra kynja, þegar stapinn eða bergnöfin kast- ar hamnum og breytist í álfa- ' bor'g. Handan Hvammsfjarðar rísa fjöHin upp af Fellsströnd- inni, sveipuð blárri móðu, þokka- full og slétt á vanga. í dag tjald- ar Breiðafjörður öllum sínum un- aði og töfrum. Láin leikur við steina, O'g æð- arfuglinn fer úandi í flokkum um vog oa lón: Friður á jörðu og velþóknun guðs með allri' skepnu. II. Þetta er árið 1713 — hinn fimmta dag septembermánaðar. Biskupinn í Skálholti, sjálfur Jón Vídalín, vísiteraði í morgun suður á Kolbeinsstöðum og í dag á Breiðabólstað á Skógarströnd, og nú ríður hann út sveitina með föruneyti sínu. Þetta er mikill flokkur, því að bæði hefur bisk- upinn að meðreiðarsveinum lærða menn úr Skálholti og hesta stráka og lestreka, sem slá tjöld- um í náttstað, gæta fararskjót- anina og búa á þá og hafa reiður á fararbúnaði öUum. Jón Vídalín fer um héruö við níunda mann, og farteski þeirra biskupsmanna er mikið og margvíslegt og ekki fáir hesfar undir klyfjum, því að um langan veg er að sækja frá Skálholti og heim aftur, en emb- ættiserindi mörg og tafsöm. Þeir ríða ekki neina þeysireið, biskupsmenn, jafnvel þótt götur séu greiðar, heldur síga áfram jafnt og þétt. Það er Hfca löng leið, er þeir eiga að baki í dag, og menn og hestar eru teknir að iýjast. Það er aðeins biskupinn sjálfur og hinir lærðu förunaut- ar hans', sem hafa viðdvöl, þegar þeim býður svo við að horfa, eða ríða á undan lestinni, er nálægist bær, þar sem ekfci hæfir, að riðið sé hjá garði. Og nú er förinni heitið að Narfeyri við Álftafjörð, þar sem býr Oddur Sigurðsson, fulltrúi stifbamtsmanns á íslandi og vara- lögmaður að norðan og vestan, ásamt móður sinni, Sigríði Há- konardóttur frá Bræðratungu. III. Það er komið sólsetur, og Breiðafjörður er sem guU undir sól að sjá. Goft er að koma í nátt- • stað á höfðingjasetri á slíku kvöldi. Hestarnir hvetja sporið, þegar kemur að túngarði á Narf- eyri, því að þeir skynja af næm- lei'k sínum, að hér er komið í áfangastað. Að vörmu spori stíga þeir af baki á bæjarfilaði, biskup- inn og förunautar hans, Þorieifur Arason frá Reykhólum, rektor í Skálholti, og Þorgils Sigurðsson heyrari. Húsbóndinn á þessum fremdargarði stendur þó ekki fyrir dyrum úti, en þeir gerá boð fyrir hann, því að ekki hæfir, að Skálholtsbiskup taki sér hér nátt- stað að boði annars manns en hans. Jón Vídalín á því ekki að venj- ast að þurfa lengi að bíða þess, að hann sé boðinn velkominn, þar sem hann vill taka sér gist- ingu á yfirreiðum sínum. En hér bregður svo við, að býsna löng bið verður á því, að varalögmað- urinn ræbi gestrisnisskyldu sína við svo tigna menn. Hann situr sannai'lega ekki á stól í varpa úti og laðar gesti, eins og sú kona, sem forðum reisti skála um þjóð- braut þvera við þennan fjörð. Biskupinn tekur að ókyrrast. * itað lögmann.sins sjálfs kem- ur einhver undirtylla hans, lýkur upp hálfrokkinni kirkjunni og býður biskupi og mönnum hans þar inn að ganga. Og nú leynir sér ekki lengur, að hinum tigna komumanni er tekið að renna í skap. Hann hefur sopið nokkuð á nestispela sínum, er leið á dag- inn og ferðaþreytan fór að segja til sín, og skapið er ört. Hann skálmar út úr kirkjunni eftir litla viðdvöl, geingur rakleitt til hesta sinna og snarast á bak. Menn hans fara að dæmi hús- bónda síns. Aumingja kláramir leggja kollhúfur, því að þetta var sannariega annað en þeir höfðu búizt við. Biskupiinn sat gneypur á hesti sínum, er Oddur Sigurðsson birt- ist loks á hlaðinu, en þótt hann kæmi berhöfðaður og bæri sig að því að heilsa virðulega, svaraði kirkjuhöfðinginin stuttlega og hirti ekki um að taka ofan. Hann fati sínu. Léti Oddur Sigurðsson Skálholtsbiskup bíða eftir sér tímum saman fyrir dyrum úti, þá var Jón Vídalín e'kki svo skapi farinn, að hann færi að dylja þykkju sína og misþóknun, jafn- vel þótt við fulltrúa og umboðs- mann stiítamtmannsins væri að skipta. Það þjónuðu sumir ríkari herra en sjálfum Rristjáni Úlrik GuIIinlöve, þótt aldrei nema hann væri sonur Kristjáns fimmta, nddari af fílaorðunni, greifi tiil Sámseyja, fríberra til Marseilleborgar, marskálkur í sjóhernum. aðalpóstmeistari í Noregi og sfiftamtmaður yfir fs- landi og Færeyjum. Oddur Sigurðsson sá sig til- i.eyddan að fara enn mjúklegar að biskupnum, því að ekki var gott afspurnar, að hann riði brott frá Narfeyri undix nótt eða tæki sér náttból í tjaldi fyrir utan tún. Hann bað hann gera sér þann sóma að ganga í bæinn og þiggja hjá sér gistingu. Jón Vídalín mýktist heldur við þetta: „Ja, nokk“, svaraði hann. Enm hæfðu stutt svör, úr því að ekki var skjótar við brugðið en þetta. IV. Oddur Sigurðsson hafði dregið saman mikinn auð að Narfeyri og hýst þar allveglega. Þar var gestastofa alþiljuð og sessur á bekkjum, og þar hjá karners, þar sem Oddur hvíldi sjálfur um nætur og sat að skriftum um daga, er hann sinnti þeim. íburð- armesta herbergið á Narfeyri var þó portlort alþiljað yfir bæjar- dyrum með tveim hurðum læst- um og rekkju, tjaldaðri sparlök- um. Inn í þennan reisulega bæ leiddi Oddur nú biskup og hina lærðu förunauta hans, en annað fylgdar'lið hans sló tjöldum á velinum, þar sem sveinar sprettu af hestunum og viku þeim á haga. Borðið í gestastofunni var dúk- að, kveikt á tveimur kertum og biskupi vísað til sætis fyrir hin- um imnri enda borðsins, þar sem hinum mestu virðingarmönnum var ætlaður sess. Síðan var borið inn franskt brennivín og gott öl harnda gestunum og hús'bómdam- um. En þótt hvorki skorti viðhöfn né veitingar, er inn var komið, var eins og nokkur kerskni væri í mönnum. Sjálfur var Oddur Sigui'ðsson ekki nema í meðal- lagi vel við mikiMi drykkju bú- inn, því að hamin hafði ekki sofið hina næstu nótt á undan, og bar því við, að hann hefði vakað við skriftir, þar eð Stykkishólms- skip ætti að láta úr höfn innam fárra daga. Einhvern kann líka að gruna, að hann hafi ekki vak- að með öllu þurrbrjósta við bréfagerðirnar og jafnvel dreypt eitthvað í franska brennivinið þennan dag, áður en biskup bar að garði En hvort sem þessu hefur ver- ið svo varið eða það hafa verið embættisannirnar einar sem vöinuðu varalögmanninum á Narfeyri svefns nóttina áður, þá fer hitt ekki milli máia. að fíjót- lega hófust ertingar á milli þeirra biskups þarna í gestastof- unmi. Einkum mæltist bis’kup fastlega til þess að fá að sjá kamers Odds, en Oddur þóttist ekki geta sýnt honum það, því að þar lægju skjöl og bréf á víð og dreif. „Inn þangað vil ég endilega koma,“ sagði biskup. „Er þar kanselHið?" Um þetta þráttuðu þeir um’ hríð yfir brennivíninu franska, unz bis'kup lézt vilja ganga tl hvílu. Kvaðst Oddur ætla honum svefnstað í portloftinu, þar sem honum væri búin rekkja af beztu efnum, er til væru á Narfeyri. Þangað kvaðst biskup alls ekki vilja fara, heldur ætla að sofa í iögmammskamersinu. En Oddur bar því enn við, að þar lægju bréf sín hálfskrifuð, því að bisk- upinn hefði komið sér að óvöru og á óhentugum tíma. „Ei!“ sagði biskup. „Er ekki víslögmaðurinn ennþá búinn með sín bréf? Þú skyldir gera fólki viss boð eða senda þeim ordrur um það, á hverjum tíma menn mættu þig besækja!“ Sagðist biskup eiga það ei'indi að Narfeyri að skoða bækur Odds og vilja þangað inn, er þær væru. Þjörkuðu þeir um þetta enn um stund og sagði biskup jafnan: „Ég vil koma í kans'ellíið". Kom þar loks, að Oddur gaf kost á því, að hann fengi að koma þar inn, en eigi að sofa þar. „Ja, vel*, sagði þá biskup. Nú var ljós kveikt og borið inn í kamersið á undan biskupi, og er hann kom þangað inn, stað- næmdist hann á gólfi, svipaðist um og mælti' „Er hér kanselHið? Hér vil ég endilega vera“. t Hófust nú nýjar þrætur um það, hvort bisfcup skyldi sofa þar eða á portloftinu, unz hann tók af skarið. „Ég fer héðan aldeilis ekki. Að vísu skal ég vera hér í nótt.“ Gekk hann að svo mæltu að rúmi Odds er þar stóð á gólfi og sængurhiminn yfir, og fleygði sér upp í það alklæddur með stígvél á fótum. Sá þá Oddur, að hann hlaut undan að láta, og skipaði hann svo fyrir, að sótt skyldu rúmfötin þau hin góðu í rekkjunni á portloftinu. „Ja, nokk“, sagði þá biskup. Öðrum manni skipaði Oddwu að taka brott bréf og skjöl, er lágu á borðinu og bera í annað herbergi. Biskup horfði á og mælti: „Er þetta sekreterinn í kans- ellíinu?" Þó fannst glöggt á, að honum þótti það meiri tortryggni en hæfði að bera burtu skjölin. Svo var um búið í kamersi varalögmannsins, að þaðan var greiður gangur til þess staðar, þar sem ölföngin á Narfeyri voru geymd. Þau voru í kjallara undir bænum, og var hlemmur í gólf- inu og stigi niður. Þótt tvíveðiungur væri í þeim biskupi og mjórra muna vant, að hvessti betur, sendi Oddur mann í kjallardnn til þess að sækja meira öl í tunnur þær, sem hann átti þar á stokkum. Það lét bisk- up sér vel Hka og sagði við þann, er skyldi niður fara: „Descende igitur ad inferos — fai'ðu þá til neðri byggða !“ En á annan mann Odds, er þar var innr hjá þeim, reizt honum öllu verr, því að við hann sagði liann: „Þar skalt þú nú snart hálsbrjóta þig niður!“ Þegar menn höfðu bergt ölið, sem upp /ar borið, spektust þeir heldur, þott sjá mætti, að Oddi var mjög gramt í geði. Nú var líka liðið á nót't. svo að-svefn tók að sækja bæði gesti og heima- menn. Urðu því ekki frekari vær- ingar að sinni. Brátt er allt orðið hljótt á Narfeyri. Dimm septembernóttin hjúpar láð og iög Biskupinn í lögmannsrekkjunn; ag hesta- strákurmn í tjaldi Ikálhyltinga sofa báðir vært. Varalögmaður inn, fultrúi lrns konungborr.a stiftamtmanns á ístandi. byltir sér í annarri rekkjunni en beirri, sem hann er vanur að eiga næt- urhvíld í. því að ráði-n hafa verið tekin af honum á hans eigin lieimili. Og á morgun hefur verið boðað til vísitasíu á Naifeyri. Þá mun Jón biskup Vídalín líta eftir eignum og reikningum kirkjunnar, sannfæra sig um, að öl'lu sé sómasamlega viS haldið, og skipa fyrir með valdsmanns- brag um lagfæringar, ef honum þykir eitthvað fara aflaga. Þá mun hann krefja söfnuðinn sagna urn það, hversu honum falli við prest sinn, séra Jón Jónsson á Breiðabólstað, og prestinn, hversu honum getist að hátterni sóknarbarna sinna. Sjálfsagt ber ' biskupinn ekki mikinn kvíðboga fyrir samskipt- um sínum við prestinn. Þetta er sæmdarklerkur, og þeir biskup eru systkinasynir — Arngrímur lærði afi beggja. Að sönnu henti hann dálítið víxlspor endur fyrir löngu: Holdsins lyst tældi hann af hinum þrönga vegi á stúdents- árunum. Hann gat bam í synd og missti prestsskaparréttindi. Níu ár í iðrun og yfirbót nægðu samt tl þess, að hann hreppti þau aft- ur og fékk vonarbréf fyrir Breiðabólstað á Skógarströnd biðlundar sinnar. En hversu mun fara fram með biskupinum og húsbóndanum, þegar nýj dagur rennur? hrærði ekki einu sinni við höfuð- „Nú er förinni heitið að Narfeyri við Álftafjörð."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.