Tíminn - 28.05.1960, Qupperneq 16

Tíminn - 28.05.1960, Qupperneq 16
118. blað. Laugardaginn 28. maí 1960. ÞaS er engu líkara en hún taki sig beint upp af staðnum og fari ská- hallt upp í loftið án atrennu Caribou þurfti aðeins 30 metra til flugtaks Menn koma sér fyrir í sæt- um sínum, spenna öryggis- beltin, flugmennirnir tveir klifra upp í stóla sína og flug- vélin rennir sér út á braut- ina. Á pappírspokum sem ætl- aðir eru flugveikum standa leiðbeiningar á arabísku og utan á skrokk vélarinnar eru málaðir fánar allra þeirra þjóðlanda sem Caribou-vélin hefur sótt heím undanfarið á 70 þúsund mílna ferðalagi. Málningin hefur varla þornað á íslenzka fánamerkinu en við skjóta sýn má sjá að vélin hefur farið um alla Vestur-Evrópu, Norður- Afríku og heimari Austurlöind. Hélt að það væri ekki hægt! Seint á s. I. ári var lagt upp frá Kanada í þessari flugvél sem ber verksmiðjunúmerið 9 og Reykja- vík er síðasti áfangastaðurinin á leiðinni heim. Caribou-vélin er ti'l- tölulega ný af nálinni, en þó hefur komið í Ijós að hún hentar vel landslagi eins og það gerist hér. Það er ekki tími til fiekari hug- leiðinga, vélin er komin út á miðja braut, hreyflarnir eru knún- ir öllu afli og menn bíða spenntir eftir því hvað snemma hún hefji sig á loft. Einn aðalkostur hennar Gæs stolið af eggjum Á fimmtudagsnóttina var stolið gæs, sem lá á eggjum í skúr hjá Litlagerði 2 hér í bæ. Þegar eigendur gæsarinnar komu á fætur á fimmtudags- morguninn, uppgötvuðu þeir, að skúrar tveir, þar sem þeir hafa alifugla, höfðu verið brotnir upp. Gæsin., sem hafði legið á tólf eggjum, var horf- in, en eggin höfðu verið færð yfir í næsta skúr. Þetta gæsar- mál hefur nú verið kært til rannsóknarlögreglunnar, sennilega i því augnamiði, að hún fari að leita að gæsinni. —b | er sá hvað hún þaif stutta braut i til að lenda og hefja sig til flugs. I Flugráðsmenn og fulltrúar flug- ! málastjórnar sitja grafkyrrir og . stara á armbandsúrin sín, þing- mennimir gæta að öryggisbeltun- um og gægjast út um gluggana og ■ blaðameenimir þagna. Flugvélin þýtur af stað en í stað þess að 'renna langa vegalengd eftir flug- ! brautinni er engu líkara en hún 1 taki sig upp á staðnum og fari | skáhallt upp í loftið án atrennu. Menn eru furðu lostair og þegar þeir hafa náð sér eftir undrunina, i líta þeir hver á amnan og brosa. | „Þetta hélt ég væri ekki hægt,“ sagði Thorolf Smith við sessunaut sinm, flugráðsmanniinn, og nú voru þeir búniir að steingieyma 25 ára stúdemtsafmælmu sem þeir höfðu verið að ræða um fyrir flugtak. Nú eru allir með hugann bundinn við flugið. Fairbanks flugstjóri sagði að vísu að vélim hefði í þetta sinn notað óvenju stuttan spöl af biautinmi til flugtaks, aðeins 25— 30 metra og vaeri það að þakka sterkum vindi. En í logni er hæfni vélariinnar engu trúlegri, fullhlað- in þarf hún ekki nema 165 metra til að lyfta sér frá jörðu. Hentug leitarflugvél Flogið var upp á Sandskeið og lent þar eftir nokkurra mínútna fíug. Þar voru farþegar skildir eftir á jörðu niðri en vélin hóf sig til flugs á ný og sýndi hæfni sína. Meðal anmars fóiu flugmennirnir afar hægt yfir og er sá eigimleiki vélarinnar ómetanlegur þegar um leitarflug e.ða björgunarflug er að ræða. En mestur hraði henmar (Framhald á 3. síðu) Efri myndin sýnir greinilega lagið á fiugvélinni. Sú neðri sýn- ir „innganginn" í flugvélina. Hann er aS aftan — undir stél- inu. Þar mé aka jeppa inn i vél- ina. 5 þúsund manns fórust í Chile og eignatjóniö er óskaplegt Stórmikill hnekkir fyrir atvinnu- og efnahag landsins. Tilgangslaust næstu ár aS byggja hús á föstum grunni. Skúrir Spá veðurstofunnar var sú, að norðan hvassviðri yrði í nótf, en hann myndi lygna í dag. Þá spáði hún einnig skúrum en björtu á mllli. NTB—Santiago, 27. maí. — Yffrvöldiri í Chile gizka nú á, að farizt hafi í landinu 3500 til 5000 manns af völdum jarð- skjálfta, flóðbylgja , eldgosa og skri(5ufalla. Talið er, að talan muni liggja nærri 5 þús. Þetta eru einhverjar mestu hörmungar, sem yfir Chile hafa dunið fyrr og síðar Fyrir utan manntjónið, munu afleið- ingarnar á sviði efnahagsmála Jarðskjálfti í Albaníu Þúsund íbúðarhús löskuðust - tilkynnt að sex manns hafi látið lífið og margir meiðzt Bonn og Albaníu, 27. maí. Jarðskjálfti allmikill varð í Albaníu í morgun. Fregnir eru ekki ítarlegar, en opinbera fréttastofan í Albaníu til- kynnir, að sex manns hafi látið lífið og allmargir meiðzt. 500 íbúðarhús löskuðust mikið og önnur 500 skemmd- ust talsvert. Tjónið varð að- allega í bænum Kortsiha, þar sem bæði rafmagn og vatn tók af. Þeir sem misstu heimili sín hafa fengið bráðabirgða- skjól í skólahúsum og einnig hafa verið sett upp tjöld og fluttar ýmsar nauðsynjar til nauðstaddra. og atvinnulífs verða mjög miklar og stórmikill hnekkir fyrir afkomu þjóðarinnar í heild. Til dæmis um það, hve afleið- ingarnar eru stórkostlegar er þess getið, að vísindame-nn telja að ekki þýði næstu árin að byggja íbúðar- hús á ver'stu jarðskjálftasvæðun- um á föstum grunmi. Héruðim í S-Ohile, þar sem náttúruhamfar- irmar hafa verið mestar, eru auð- ugustu og beztu hlutar lamdsins bæði sem lamdbúnaðar og iðnaðar- sveitir. Jarðskjálftahéruðin eru um 120 þús. ferkm. að stærð og þar búa 1.9 miiljón manna, en alls eru 7,5 milljónir íbúa í Ohiie. Enn jarðskjálftar Víða í Ohile voru enn jarð- skjálftakippir í dag. Röð eldgíga í suður-hluta Andesfjalla gýs hraun- leðju og ösku af fádæma kráfti. Mörg eldfjöll, sem talim voru út- brannin eru tekin að gjósa. Þá hafa sumstaðar hlaupið fram stór- skriður og orðið af þeim mikið tjón. Á einum stað grófst þorp undir skriðuhlaupi og varð mikið manntjón. Alþjóða Rauði krossinn vinnur af alefli að hjálparstarfi. Hafa all- ar þjóðir verlð beðnar að senda þá hjálp, sem þær geta í té látið. Framhaid á 3 síð»\ i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.