Tíminn - 19.06.1960, Side 11

Tíminn - 19.06.1960, Side 11
gnaaqéagbm t9. Jtní 1960. 11 Blái vasinn (Framhald af 8. síðu). skiltið. Þar stóð skýrt og greini lega: B. Chon — fornsali. — Anzkotinn, muldraði Peck með sjálfum sér. — Ég hefði getað dáið upp á að það væri stafað með E. Hann hljóp aft- ur til Palace hotel skipti meiri peningum og tók aftur að hrlngja. 8 B. Chonar voru í San Francisco. 6 þeirra voru ekki heima, sjöundi draugfull ur og áttundi heyrnarlaus. Þá byrjaði hann á ný að hringja í nágrannahéruðin. Við sjöttu hringingu utan- bæjar náði hann sambandi við heimili hins rétta B. Cohn. Þar var honum sagt, að B. Cohn væri í miðdegismat hjá einhverjum Caslon í Mill Val- ley. Þrír Caslonar í Mill Val- ley. Við síðustu hringingu var kannast við, að B. Cohn væri þar staddur. Hver talaði? William Peck? Hvað var það fyrir mann? — Þögn um hríð, og svo: Hr. Chon segist ekki þekkja neinn William Peck. — Segið honum þá í anzk- otan s nafni, að búðin hans standi í ljósum loga, æpti Peck. Skjótar en hundur gæti gelt var B. Cohn kominn í símann: — Hvað segið þér, er búðin að brenna? — Nei, verið bara rólegur, hr. Cohn, ég neyddist bara til þess að segja það til þess að fá yður í símann. Ég þarf nefni lega að fá bláan vasa, sem stendur í glugganum yðar í einum grænum hvelli. — Hafið þér nokkra hug- mynd um, hvað sá vasi kost- . ar? — Nei, og varðar ekki um það. Ég verð bara að fá hann í hvelli. — Þá verðið þér að hringja í verzlunarstjórann minn. Hermann Joost heitir hann, í síma 3249. Segið honum bara, að ég hafi vísað á hann, þá kemnr hann. Peck hringdi í 3249. Fjör- . gömul móðir Hermanns Joost svaraði. Nei, Hermann var í tennisklúbbunum. Hvað hann héti? Það vissi hún bara ekki. Þá var að hringja í klúbbana, og þegar klukkan sló átta hafði hann fengið þann fróð- leik, að hr. Troost væri ekki meðlimur, hr. Moost hefði ekki komið, hr. Zoost væri ný- farinn ,eða hr. Hoost hefði ekki heyrzt nefndur. — Nú er ekki um nema eitt að ræða, sagði Peck við sjálf- an sig. — Ég fer niður eftir og mölva helvítis rúðuna. En þegar þangað kom, stóð lög- regluþjónn þar rétt hjá Úti- lokað. . . Myrkrið var lagzt á. Þreytt- ur, bugaður og glorsoltinn settist Peck á gangstéttar- brúnina og hugsaði ráð sitt. Skyndilega reis hann á fætur, ákveðinn í fasi, fór til hótels- ins og hringdi svo aftur í 3249. í fyrsta sinn var heppnin með honum, Hermann Joost var ■ að koma inn úr dyrunum. Klukkan kortér yfir niu kom Joost i fylgd með lögreglu- manni. Þeir gengu inn, og Joost sótti vasann út í glugg- ann. — Hvað kostar svona nokk- ”«? spurði Peck. — 400 dollara. ættið í Buenos Aires upp á 10 þúsund dollara á ári. — Ha — hvað segið þér? — Jú, ég veit hvað ég er að segja. í hvert sinn, sem ég þarf að útnefna einhvern til mjög ábyrgðarmikilla starfa fyrir fyrirtækið, legg ég þetta þrælslega vasapróf fyrir hann. Og í öll þessi ár eru það að- eins tveir menn af fimmtán, sem hafa útvegað mér bláa vasann. Tárin stóðu enn í augum Pecks: — Þakka yður fyrir Ricks. Þakka yður kærlega fyrir. Ég skal nokk standa mig þarna niðri í Buenos Aires. — Já, ég efast ekki um það. En segðu mér nú — langaði þig ekki mest til að vísa þessu öllu frá þér, þegar þú sást hvernig allt snerist á móti þér? — Jú, ekki get ég neitað því. En skipun er skipun, | hverníg sem landið leggst. — Menntun þín sem sölu- maður hefur hjálpað þér vel. En það sem mestu máli skift- ir er það, að þú ert af þeim j flokki manna, sem alls ekki lætur stöðva sig. Það er svo- lítill töggur í þér, og það lík- ar mér vel. En hvernig í fjandanum náðuð þér í þessa 400 dollara? — Ég á hring .erfðahring, sem af sérstökum ástæðum er mér meira en peningar. Það er einasta verðmætið, sem ég hef nokkurn tíma eignazt. Ég setti hann sem tryggingu. — Datt þér aldrei i hug, að mér kynni að þykja vasinn svo dýr, að ég vildi ekki sjá hann? — Nei. Þér sögðuð mér að útvega vasann, og þá vissi ég að þér vilduð fá hann. — Gott. En þegar við för- um á fætur í fyrramálið, get- ið þér gefið lestarþjóninum hann — ég keypti þetta vasa- grey fyrir fimm dollara. En nú skuluð þér drífa yður í kojuna og sofna. Þér hafið svo sannarlega unnið fyrir því. — En hvað með þessa brúð- kaupsveizlu? En hún liður í ' prófinu? — Já, hún er lygi eins og allt annað. Sn ég hef gott af að komast út úr borginni endrum og spila svolítið golf, — og reyndar alveg sérlega mikilvægt eftir að einhver hefur útvegað mér bláan vasa. Nú komið þér til Santa Barb- ara, og við skulum taka okk- ur gott frí saman. Og svo — beint til Buenos Aires. Þar er nóg að gera, gamli minn! Hornsteinn Háteigskirkju lagður Peck gaf verði laganna hom j auga og hætti við að ræna j vasanum, áður en hann hefði hugsað þá hugsun til enda. — Takið þér ávísun? spurði hann titrandi röddu. — Ég þekki yður ekki, svar- aði Joost. Peck fór í símann í búðinni og hringdi til Grey. — Hvað segið þér?, spurði Grey, mjúúkmáll. — Hafið þér virkilega verið allan þenn an tíma að þessu? — Já. Viljið þér lána mér 400 dollara? —Góði minn, ég hef ekki svo mikið heima í reiðufé. — Komið þá með mér á aðalskrifstofuna til þess að taka þessa upphæð út. — Læsingin á skápnum þar er svo flókin að ég hef aldrei getað lært hana. — Jæja, komið þá hingað og gangið í ábyrgð fyrir mig. ■ — Er þá nokkur innstæða fyrir ávísuninni? — Snemma í fyrramálið skal ég koma og berja sundur hvert einasta bein í yðar bölv- uðum skrokk. Peck var hás af reiði. — Djöfullinn hengi yður í yðar eigin görnum! Ekki gekk betur með Port- er. Þá var aðeins eftir að reyna einn útveg. Hann gekk til Joost aftur: — Segið mér — kunnið þér að meta demantshring? Það var ekki laust við að Joost þætti: — Það hefði ég nú haldið. — Bíðið þá hér. Ég ætla að skíeppa heim og ná í hring. Nokkrum mínútum síðar kom Peck með hringinn, þétt- setinn demöntum allt um kring. Joost rannsakaði hann vandlega, mat hann á 600 dollara, og féllst á að taka hann sem tryggingu fyrir ávísun Pecks. ■ Stundarfjórðungi síðar jhafði Peck fengið vasann í jöskju, og var setztur inn í i leigubíl á leið til nærliggjandi flugvallar. Þar náði hann sím- , leiöis í vin sinn sem átti litla sportflugvél, og um miðnæt- urskeið stigu þeir Peck og blái vasinn hans til himna móti fölu skini tunglsins. Hálftíma síðar lentu þeir á ósléttum akri í Salinas Valley, og eftir að hafa kvatt vin sinn og þakkað honum fyrir flug- ferðina, gekk Peck yfir að járnbrautarteinunum og sett ist við þá. Þegar Suðurhrað- lestin kom öskrandi niður gegnum dalinn, vafði Peck' saman dagblaði og kveikti í því. Síðan tók hann sér stöðu á miðjum teinunum og veif- aði logandi blaðinu fram og aftur. Lestin stanzáði, og einn lestarþjónanna opnaði vagn- dyr. Peck snaraðist inn hjá honum. — Eruð þér vitlaus maður?, spurði lestarþjónninn. — Hvað meinið þér með þvi að stöðva lestina svona milli stöðva? Um leið gaf hann lestarstjóranum merki um að halda áfram. — Ég þarf að hitta mann í klefa nr. 3 í svefnvagni nr. 6, svarið Peck. — Ég myndi ráð- leggja yður að hindra mig ekki, því þá verður framið morð hér í lestinni. — Meinið þér gamla mann- inn með hvíta yfirskeggið? Lestarþjóninum varð ekki um sel, er hann sá svipinn á Peck. — Ég skal vísa yður til hans. Eftir að hafa hamazt langa stund á klefahurðinni, kom Cappy gamli Ricks og opnaði. — Mér þykir fyrir því að þurfa að vekj a yður, hr. Ricks, sagði Peck, — en mér var ó- mögulegt að ná lestinni áður en hún fór. En hér er vasinn. Ricks starði á Peck eins og hann sæi afturgöngu: — Gpð á himnum hjálpi oss, hrópaði hann upp yfir sig. — Við skiptum um skilti, við settum lögregluþjón til að gæta búðarinnar, við sáum til þess að þér urðuð að útvega 400 dollara á sunnudagskvöldi í borg, þar sem þér eruð svo til óþekktur — já, reyndum allt sem við gátum til þess að gera yður þetta sem erfiðast, en anzkotinn eigl mig sem þér ekki stanzið hraðlestina um hánótt, miðja vega milli stöðva og afhendið vasann. í guðanna bænum komið inn og setjizt, kæri vinur! Peck lét fallast niður í eitt sætið í klefanum. — Nú, svo þið voruð að gera grín að mér! — Rödd hans titraði af reiði. — Þá það, hr. Ricks. Þér eruð gamall maður, og þér útveguðuð mér vinn- una, svo ég skal reyna að fyr- irgefa yður þetta svokallaða gtín — en ég læt það samt ekki viðgangast. Tárin stóðu í augum hans, hann ræskti sig ' og kingdi nokkrum sinnum: — Mér var í æsku kennt að hlýða skipunum, þótt mér þættu þær asnalegar, ,án þess að koma með spurningar og þras. Mér var kennt að vera húsbónda mínum 100 prósent trúr, og þess vegna særir það mig, að húsbóndi minn skuli gera sér gaman að því að spila með mig. Ég var þó farinn að vona, að ég væri loksins kom- inn til fyrirtækis, sem------ — en héðan í frá getið þér sjálfur selt yðar helvítis spýtnarusl! Capy gamli Rickps strauk föðurlega yfir hár hans. — Þetta var skítlegt, sonur sæll, skammarlegt skítlegt. En ég varð að reyna yður. Þess vegna beitti ég þessu vasa- prófi — þessu sérstaka vasa- prófi. Þér haldið, að þér sitjið þarna með vasaræksni, sem kostar 400 dollara, en í raun- inni er það útiþússtjóra emb- í dag, 19. júní, verður stutt helgiathöfn í Háteigskirkju. Mikilvægum áfanga við bygg ingu kirkjunnar er lokið, er hún nú er komin undir þak. Að sjálfsögðu er mikið verk enn óunnið, en þess er að vænta, að úr þessu líði ekki langur tími þar til kirkjan verður tekin í notkun. Til þeirrar stundar horfa margir með eftirvæntingu. Athöfnin hefst kl. 2.30 sið- degis. Mun þá biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, leggja hornstein kirkjunnar. Stutt ávörp verða flutt og kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Gunnars Sigurgeirssonar. Að lokinni athöfninni i kirkjunni hefir Kvenfélag Há- teigssóknar kaffiveitingar í Sjómannaskólanum tl fjáröfl unar. Á hhverju ári hefir félagið haft kaffisölu og er það vin- sæll þéttur í fjölþættu starfi þess. ' uð manna, bæði safnaðui.*ólk og aðrir góðir Reykvíkingar hafa hverju sinni heimsótt konurnar, not- ið þeirra viðurkenndu veitinga og átt hjá þeini ánægjustund um leið og þeir styrktu gott málefni. Sannarlega verð- skulda konurnar góðan stuðn ing í miklu og fórnfúsu starfi þeirra að málum safnaðarins. Stærsta verkefni hans er að leysa farsællega kirkjubygg- ingarmálið. Það er að vísu mik ið átak, en söfnuðurinn er einn hinna fjölmennustu í landinu og „margar hendur vinna létt verk.“ - Velkominn til athafnarinn- ar 1 Háteigskirkju og í Sjó- mannaskólann í dag. Jón Þorvarðarsson. STEYPUHRÆRIVELAR 150 fítra vélarnar eru á gúmmíhjólum og mjög þægilegar í drætti. Samband ísi samvinnufélaga VÉLADEILD

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.