Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 1
 ■HBPHHPHMMIippMMMnni Áskriftarsíminn er 1 2323 ’- '-irriniriil»tr«-i in iw—i : m 148. tbl. — 44. árgangur. EHífSin viS Faxaflóa, bls. 8—9 Í'TÍÉÉMÉiÍÉÉiiiíilÍliÉÍyw'lWÍ dHl'É'láálii1 Ui jriMMÉÉT WblPIW FnnmtwSagur 7. Jólf 1960. Flugmannadeilan: RiKISSTJÚRNIN KOM I VEC FYRIR SAMKOMULAG Tilgangur hennar er að stofna fordæmi fyrir því að afnema verkfallsréttinn Allar líkur benda til þess, a3 samkomulag hefði náSst í flugmannadeilunni, ef ríkis- stjórnin hefði ekki skorizt í leikinn á seinustu stundu og afskipti hennar orðið til þess, að atvinnurekendur drógu til baka þau tilboð, sem þeir höfðu gert flugmönnum og samkomulag var orðið um Á- stæðan til þessara afskipta ríkisstjórnarinnar er bersýni- lega sú, að hún vill nota flug- mannadeiluna sem áfanga að því marki að afnema alveg verkfallsréttinn. Samkvœmt upplýsingum, sem telja má áreiðanlegar, hafði náðst samkomulag um miðjan dag í fyrradag um mörg helztu atriði í I deilu flugmannanna og flugfélag- anna. Eftir var að jafna ágrein- ing um ýms minni atriði, eins og hvíldartíma flugmanna, en af ör- yggisástæðum vilja flugmenn fá ákvæðum um hann breytt. Þeir þurfa nú stundum að vinna í 20— 30 klst. samfleytt og eru þá orðnir illa færir til að vinna störf, sem krefjast mikillar nákvæmni. Ný- Vtð blrtum mynd af þessari fallegu og sumarlegu stútku I dag vegna þess hve veðrið er orðið gott, bjart og hlýtt. Myndin er tekin í Hliómskálagarðinum og mlnnir dálítið á hafmeyjuna sálugu. Stúlkan heitir Edda Gunn arsdóttir og er 18 ára. Enn færir Bretinn sig upp á skaftið Alþýðusambandið mótmælir bráðabirgðalögunum Miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur á fundi sínum rætt um bráðabirgðaiög ríkisstjórnarinnar, sem banna boðað verkfall at- vinnuflugmanna. Miðstjórnin mótmælir harðlega setningu þessara bráðabirgðalaga og lýsir yfir því, að hún telur lagasetninguna óréttmæta og harka- lega árás á helgasta rétt verkalýðssamtakanna. Skorar miðstjórnin því á ríkisstjórnina að nema lögin þegar úr gildi. Samþykkt gerð á fundi mlðstjórnar A.S.f. að kvöldi 3. júlí 1960. Meðal þelrra, sem samþykktu þessa ályktun, voru þeir Eggert G. Þorsteinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, og Óskar Hallgrimsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins. MWlWiaMf Ulf’l Fréttiv frá iandhelgisgæziunni koma eftir dúk og disk Seint í gærdag barst blað- inu fréttatilkynning frá land- helgisgæzlunni um atburði, sem áttu sér stað um miðjan dag í fyrradag, er varðskipið Þór kom að brezkum togara að veiðum fyrir innan 4 mílur eða 8,6 sjómílur innan fisk- veiðitakmarkanna við Ingólfs- böfða. Af skiptum herskips og varðskips má það ráða, að Bretar ætla sér að virða einn- ig 4 mílna fiskveiðimörkin gömlu að vettugi Tilkvnning landhelgisgæzlunnar fer hér á eftir: Síðari hluta dags í gær (þ.e. fyrradag) kom varðskip ið Þór að brezka togaranum Lifeguard, þar sem hann var að veiðum 8,6 sjómílur innan (Framhald á 11. siðu) lega þykir hafa orðið uppvísf í Bandaiíkjunum, að tvö stór flug- siys hafi stafað af ofþreytu flug- manna. Samkomulag hindrað Allar líkur þentu til þess, að u.nnt yrði að jafna þau ágreinings- atriði, sem eftir voru, áður en til verkfalls kæmi kl. 12 um kvöldið, ef ekki hefðu borizt skyndilega þau boð inn á sáttafundinn, að at- vinnurekendur drægju tilboð sín til baka og væru ófáanlegir til að koma nokkuð til móts við flug- menn. Það kom svo fljó'tt í ljós, hvað- an þessi óvænta synjun atvinnu- rekenda var runnin, því að næst- um strax á eftir gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög, sem bönnuðu verkfall flugmanna. Var það gert 5 klst. áður en verkfallið átti að hefjast Hér er um fullkomlega óvenju- leg vuinubrögð að ræða. f stað þess að reyna samkomulagsum- leitanir alveg til seinustu stund- ar, eins og venja er. er viðræð- um slitið alllöngu áður og gefin út bráðabirgðalög, sem banna verkfall. Þess munu ekki dæmi að ríkisvaldið skerist þannig í leikinn áður en verkfall er skoll ið á, þar sem rétt þykir að reyna áður alla möguleika til samkomu lags. Þess eru nefnilega fjölmörg dæmi, að kaupdeilur hafa leystst á allra seinustu stundu. Stefnt að afnámi verk- fallsréttarins Ástæðan fyrir þessu er sú, að rikisstjórnin hefur alltaf ætlað að fara lögbannsleiðina. Því eru v'nnuveitendur iátnir kippa að sér hendinni og ekki reynt til þrautar að r.á samkomulagi. Ríkis- stjórnin hefur talið. að kröfur flug manna stæðu höllum fæti hjá al- n,enningsálitinu, og því væri klókt að byrja árásina á verkfallsréttinn með því að taka hann af flug- mönnum. Ef það heppnaðist, væri ferdæmið fengið, og þá yrði auð- veidara að taka hann af öðrum. Með bráðabirgðalöguiium er þannig fyrst og fremst stefnt að því að afnema verkfallsréttinn, ekki aðeins hjá fiugmönnum, iieldur öllu launafólki. Bráða- birgðalögin eru stór áfangi að bví marki að koma verkalýðs hreyfingunni á kmé, en verka- (Framhald á 15. siðu). Aneurin Bevan lézt í gær — bls. 16 -— — —-^imnn J . . aaaaaai<<i^i<»AÆV-^A^e^wgjwMi»iin^iír ■'tTffliMMPMBBWBBWBiÉilllWBWBHHBITnílTBBff i1! ffj'; ílliwrt rænliMj.% Jil. ^I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.