Tíminn - 07.07.1960, Qupperneq 6

Tíminn - 07.07.1960, Qupperneq 6
6 TÍKINN, finantndagiim 7. j«í 196«. Framhald „Miðvikudagsgreinar” Starfsfræðsla eftir Ólaf Gunnarsson, sálfræðing Það mun því miður vera of algengt að unglingur ræðst til ákveðinna starfa og gerir þau siðan ag ævi- starfi af mjög tilviljunar- kenndum ástæðum. Ef til vill tryggð hans við góðan félaga, ef til vill kunnings- skapur foreldra hans við á- kveðinn vinnuveitenda og svona mætti lengi telja. Ekk ert af þessu er þó einhlýt- ur né eðlilegur grundvöllur fyrir starfsvali. Það sem unglingurinn þarf fyrst og fremst að fræðast um er hvaða störf þjóðfélag hans hefur uppá að bjóða, þegar hann hefur kynnt sér það gerir hann sér grein fyrir hvaða störf hann muni helzt vilja vinna. Þá er að athuga hvort það starf sem haft er í huga muni veita ungling- um sæmilega örugga lifsaf- komu. Hvort líklegt sé að hægt sé að vinna starfið meðan starfskraftar endast eða hvort skifta þarf um starf á miðjum aldri og velja annað í staðinn. Hvort at- vinna í starfsgrein sé árs- tíðabundin eða líklegt sé, að hún veiti manni atvinnu allt árið, hvort starfsgrein- in er mjög háð almennri vel gengni í þjóðfélaginu eða hvort gera megi ráð fyrir sæmilega öruggri vinnu þótt eitthvað harðni í ári. í þessu sambandi kemur oft í ljós að starfsvalsóskir sumra unglinga eru í raun og veru ekki óskir þeirra sjálfra, heldur óskir foreldm eða annarra aðstandenda. Slíka róskir geta verið ung- lingum miður heppilegar. Það er ekki fátítt að fólk sem ekki hefur náð ákveðnu takmarki í lífinu vinnur að því með öllum ráðum að börn þess nái þessu marki. Nú er það engan veginn víst að börn erfi sömu hæfileika og hugðarefni og foreldrarn ir og getur því slík ósk- hyggja, fyrir hönd barn- anna, orðið ungu kynslóð- inni mikill fjötur um fót og jafnvel valdið óbætanlegu tjóni á sálarlífi þeirra. — Ákveðin störf virðast af og til verða sérstaklega fín í augum almennings, önnur ófín. Þetta mat á störfum er sjaldnast skynsamlegt, en oft og einatt mjög óheppi- legt. í raun og veru er hvert það starf, sem veitir manni vinnugleði og tryggir honum góða afkomu í lífinu, gott starf, en hæfileikar manna og áhugaefni eru svo ólík, að engin ástæða er til að ætla að sama starfið verCi fínt í augum allra. Hitt er svo lágmarkskrafa til þeirra, sem mesta hafa hæfileikana og vinna vandasömustu störfin, að þeir láti ekki í ljós fyrirlitningu á störfum hinna sem minni hæfileikar voru gefnir og sem eðlilega velja sér vandaminni störf. Þjóðfélaginu er hvort tveggja nauðsynlegt og eng inn skyldi státa af þeim hæfileikum sem hann hefur hlotið í arf, þvert á móti ættu slíkir menn að finna til ábyrgðar gagnvart þeim, sem minna pund hefur ver- ið gefið. Allir sem við starfs fræðslu fást, verða að taka öllum, sem til þeirra leita af jafnmikilli ljúfmennsku, alveg'án tillits til þess hvort sá sem leiðbeininga leitar, ætlar að fara beint úr skyldunámi til ákveðina ein faldra verka, eða hann ætl- ar að fara lengstu hugsan- legu leið gegnum háskóla og framhaldsnám. í sambandi við starfskynn ingu þá, sem eölileg er þeg- ar rætt er um áhugaefni, hæfileika og atvinnuöryggi, má neita ýmsra bragða til þess að kynna unglingunum Ólafur Gunnarsson í sambandi við aðrar náms- greinar þótt orðið starfs- fræðsla sé ekki endilega nefnt. Einkum er eðlilegt að hún beri á góma í sambandi við félagsfræðikennslu skól anna, þótt ekki hafi gefizt vel að blanda þeim náms- greinum saman, þar sem til raun hefur verið gerð til þess. Þegar kennararnir hafa rætt um nokkur helztu at- riði starfsfræðslunnar er atvinnulífið. í skólum þar sem kennaramir hafa al- mennt skilning og þekkingu á eðli starfsfræðslunnar má oft og einatt koma henni að eðlilegast að unglingar lesi fræðslurit um atvinnulífið, bæði almenn yfirlitsrit í svipuðu formi og leiðbein- ingakverið „Hvað viltu verða?“ Og eins ákveðnar upplýsingar um hina ýmsu atvinnuvegi. Þá er mjög gott að sýna kvikmyndir úr atvinnulífinu, og eins er nokkurs fróðleiks að vænta í sambandi við heimsóknir á vinnustaði Þar verður þó að gæta mikillar varúðar. í fyrsta lagi má vinnustaður inn ekki vera hættulegur ef fara á með hóp unglinga á hann. Kennarinn verður að gera sér grein fyrir hvort vinna sú sem unnin er á staðnum er þess eðlis, að líklegt sé, að unglingar hafi gagn af að horfa á hana. Athuga þarf hvort fram- leiðsla sú, sem unnið er að á vinnustaðnum sé þess eðl is að líklegt sé, að allur þorri nemenda eins bekkjar hafi áhuga á að kynnast henni. Athuga þarf hvaða menn munu taka á móti ung lingunum af hálfu fyrirtækj anna. Hafi þeir ekki áhuga á að leiðbei'na ungu fólki eða séu haldnir einhverjum þeim skapgöllum, sem gera þá lítt færa til sliks, er ekki ráðlegt að fara með ung- linga á fund þeirra. Yfirleitt má þó treysta því, að fyrir- tæki hafi mjög liprum mönn um á að skipa til slíkra leið beininga og oft og einatt ágætum. Þegar búið er að kynna unglingum störfin á þennan hátt er eðlilegt, að þeir skrifi ritgerðir um það, sem fyrir augun hefur borið, ræði það sín á milli undir leiðsögn kennarans, og ef þess er kostur velji sér síð- an einhvem vinnustað til bess að prófa eitthvað starf. í Sviþjóð, þar sem starfs- fræðslan í sambandi við vinnustaði mun vera einna bezt skipulögð, sjá kennar- arnir um það, í samráði við starfsfræðslustjórana að út vega unglingum störf á hin um ýmsu vinnustöðum. Fær þá hver unglingur venjulega að reyna 3 mismunandi starfsgreinar, sem hann ósk ar sér, 12 vikur hverja grein, fyrri veturinn sem starfs- fræðslan er veitt, ef aðeins er um tvo vetur að ræða. — Síðasta skólaárið reynir hann yfirleitt aðeins eina grein. Með þssum hætti verður helmingurinn af skólanámi unglingsins störf á vinnustað og hefur slfk fræðsla gefið góða raun. Skólaleiði sá sem oft er talið að unglingar fyllist þeg ar líða tekur að lokum skyldunáms, er í raun og veru oft fremur spenningur í sambandi við það sem koma skal. Sá spenningur hverfur af sjálfu sér þegar unglingurinn fær að reyna hin ýmsu störf, sem honum eru hugleikin og það hjálp ar honum í skólanum. Hegð unarvandkvæði, sem oft ber á hjá unglingum þessa ald- urskeiðs hverfa oft gjörsam lega þegar starfsfræðsla í sambandi við vinnustaði hefst. Eg skal sem dæmi um það hversu umfangsmikið þetta samstarf skóla og atvinnu rekenda er, geta þess, ag í Stokkhólmi verða 15.000 unglingum útveguð svona vinnupláss á árinu 1960—61. Unglingurinn fær ekki kaup fyrir það sem hann gerir á vinnustöðunum, en borgar hins vegar ekkert fyrir þá tilsögn sem honum er veitt. Bæði 1 Flnnlandi og Sví- þjóð vlrðist starfsfræðsla riú vera hvað skipulagningu snertir komin í fast form. Starfsfræðslustjórarnir sjá um alls konar fræðsluefni handa skólunum i samráði við fræðsluyfírvöld og at- vinnurekendur, þeir eru þanr.ig eins konar millilið- ir milli skóla og atvinnulífs. Skólamir láta starfs- fræðsluskrifstofunum í té upplýsingar um hvern þann nemanda sem líkur námi, þannig að starfsfræðslu- stjórarnir geta fljótlega gert sér nokkra grein fyrir hvernig haga skuli aðstoð við hann þegar hann leitar einstaklingsbundinnar starfs fræðslu á starfsfræðsluskrif stofunum annað hvort að skólanáminu nýloknu eða síðar. Finnar hafa lagt sérstak- lega ríka áherzlu á að ráða vel menntaða starfsfræðslu stjóra til starfa og á það vafalaust sinn ríka þótt í hinni hröðu og öruggu fram vindu þessara mála í Finn- landi. Það sem við íslendingar þurfum fyrst og fremst að gera i sambandi við starfs fræðsluna er að koma á ein hverju framtíðarskipulagi, sem eðlileg væri að miða fyrst um sinn við þá reynslu sem bezt hefur fengizt á Norðurlöndum. Mjög aðkallandi er að sjá kennurum fyrir nokkurri starfsfræðslumenntun og hefja starfsfræðslukennslu í skólum í smáum stíl, en þannig skipulagða, að sem mest reynsla fálst á ser*. skemmstum tíma. Sú reynsla sem þegar hef ur fengizt hér á landi hefur sýnt að starfsfræðslu er mikil þörf, ekki aðeins I Reykjavík, þar sem þegar er vísir að henni, heldur um allt land. Starfskynninguna verður að skipuleggja með tilliti til þess atvinnulífs sem völ er á að kynna á hverjum stað, en starfsfræðslan sjálf verður að vera umfangs- meiri og gefa hverjum ung lingi kost á því ag vita nokk ur skil á því, sem unnið er í þjóðfélaginu. Fyrir liðlega 10 árum hélt ég í fyrsta sinn útvarpser- indi um þessi mál og endaði erindið með þessum orðum, sem mér finnst eiga sama erindi til þióðarinnar nú eins og þá: „Starfsval í samræmi við hæfileika og áhugaefni ein staklins-anna er einn traust asti hvrningarsteinninn að lífsh^rni-nain manna. Þeim mun fleiri hamingjusamir einstaklingar, beim mun traustara og betra þjóðfé- !ag. Þeim mun betur sem æskimni er leiðbeint í sam bandii við starfsval, hnim mun síður er hætta á að hún lendi á villigötum. Við íslendingar erum svo fá- menn bjóð, að hver einstakl ingur er okkur dýrmætari en stærri biöðum. við meg- um engan efnilegan mann missa sökum vanrækslu. í þessu máli eins og mörgum öðrum framfarariiálum rið ur íslenzku þjóðinni á að enginn skerist úr leik.“ .*V*X»V«‘V*V‘X ••V«V-»"V *V*V«V*V*' RANGÆINGAR — FERÐAFÓLK Sumar-áætlunarferðir í Fljótshlíð Engin ferð á mánudögum. Alla aðra virka daga frá Múlakoti kl. 9, frá Reykjavík sömu daga kl. 18, nema laugardaga kl. 14. Sunnudagsferðir frá Múlakoti kl. 17. frá Reykja- vík kl. 21,30. Afgreiðsla í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 18911. Sérleyfishafi ÞAKKARAVÖRP Hjartans þakkir til allra þeírra, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á níræðisafmæli mínu 2. júlí s.l. Jóhanna Stefánsdóttir frá Arndísarstöðum Innllegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, Guðrúnar Kristjánsdóttur, Klapparstíg 13. Börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.