Tíminn - 07.07.1960, Qupperneq 8

Tíminn - 07.07.1960, Qupperneq 8
8 TÍMINN, finuntudaginn 7. júlí 1960. Sá guli dreginn úr djúpinu. ☆ Hrafcningunum lauk áður en sjóferðin hófst. Það var farið að falla að, þegar blaðamaðurinn og laganeminn komu að grandanum, sem tengir Gxóttu við land á fjöru. Þessir tveir blýantsnag- arar áttu ekki bússur í fórum sínum en höfðu orðið sér úti um hnéhá stígvél og voru bullandi votir í lappirnar, þegar þeim hafði loksins tekizt að klöngrast yfir þang- brúskana og hált grjótið. Albert vitavörður er að bera segl út í bátinn, þegar þá ber að. Hann er öldungis hlessa á fóta búnaði gesta sinna. — Mér datt ekki í hug að þið vaeruð á götuskóm, segir hann og hlœr við. — Farið úr sokkunum, við þerrum þá á mótorn- um á leiðinni út, það er ekki amalegt að vera ber- fættur í þessu blíðskapar veðri. Þetta er nokkuð stór bátur með 10 hestafla vél og Albert á í ein- hverju brasi með að koma vélinni í gang. — Hef ég nú gleymt að gefa henni benzín- sjúss, segir hann svo, — það hefur aldrei komið fyrir mig áður. Svona eru nú áhrifin frá blaðamönn unum. Æðarfuglinn í flæðar- málinu gefur þeim eng- an gaum og kollumar úti á sundinu ýfa ebki fjöð- ur, þótt báturinn strjúk- ist framhjá þeim. Þetta eru vinir Alberts, æðar- fuglinn þekkir manninn og þegar hann kemur niðrí fjöru með hrogn í hendinni og kallar púta- pút, þá flykkjast fuglarn ir til hans. Það er gott að eiga æðarfuglinn fyrir vin. Vélin fer í gang strax og hún fær benzínsjúss- inn sinn og báturinn skríður fyrir tangann, stefnan er tekin út á Svið. Blýantsnagararnir sitja berfættir meðan sokkaplöggin þeirra þorna á mótornum en Al- bert við stýrið og fær sér í nefið. Sjórinn er spegilslétt- ur og rjómalogn, það gár ar ekki einu sinni á haf- fletinum. Snæfellsnesfja]] garðurinn hulinn hita- móðu og mistri og það er að sjá sem himinn og haf renni saman gráleita hln’iu. Það ' ský á lofti inm með trollum. Þeir skófu allan þörunginn af botninum og þá hvarf fiskurinn. Og Albert fær sér í nefið í minningu liðinna afladaga. Fleiri trillubátar eru á sveimi lengra úti, en þeir eru ekki fiskilegir. Það er veifað á báða bóga, það ríkir mikil kurteisi meðal trillubátanna. — Ég ætla að sjá, hvort ég get ekki látið ykkur fiska steinbít, seg- ir Albert og glottir, — þetta er svo dæsmalaust geðugur og háttprúður fiskur. Það fer dálitidl skjálfti um blýantsnagarana, en þeir reyna að láta á engu bera, spyrja bara hógvær leg hvort ráðlegt sé að eiga við isteinbítinn ber- fættur. Albert hlær. — Það var nú ekfci meiningin, svarar hann, — ammars lœtur steinbít- urinn efcki stígvél á sig fá, hann læsir þessum faílegu tönnum sínum gegnum allt. Við förum þangað, sem kölluð eru Seltirnimgaisvið, það er þegar stóra steininn í SkarðSheiðinni ber und- an Akrafjalli. Þá ætti að vera óhætt að renna fær- unum. — Hverju beitirðu? spyr lögkrókalærlingur- inn. —; Berum ömglinuim, svarar Albert, þegar en í dimmviðri. Hann spurði mig, hvernig ég kæmist á miðin án þess að sjá út úr augunum. Ég sagðist sjá fiskinn á kompásnum. Þá hristi hann höfuðið. Svo sigld- um við út og ég stoppaði vélina, hér skyldum við renna. Haraldur Á. var með í förinni og hann var líka hálf vantrúaður á mig, spurði mig hvað dýpið ætti að vera hér. Það gerði hann til að prófa mig. Ég sagði, að það væri hér um bil 16 faðmar. Og Haraldur lóð aði dýpið, það reyndist vera 16 faðmar. Þá fóru iþeir að trúa mér. — Mað ur er nú farimn að þekkja þetta eftir 60 ár. Gilehrist þótti mikið gaman að veiða lunda, segir Albert, — hann er afbragðs skytta, en þó gekk honum illa að hitta skarfinn. Hann trúði mér ekki, þegar ég sagði hon- um, að hann þyrfti að miða meter fyrir framan skarfinn, hann fæTÍ svo hratt á fluginu. Gilchrist var vænsti maður, enda skozkur að ætt. Það var upplyfting fyrir hann að koma á sjó- inn og hann hafði geysi- mikið nesti með sér. Hann lét aldrei vanta viskí. Ég afþakkaði alltaf hjá honum á útleið, sagði að það væri föst regla hjá mér. Svo einu sinni skildi hann eftir flösku á og hvergi sér til sólar, það er engu líkara en birt an komi öll úr sjónum, mild og hlý. Og kyrrðin sem ríkir þennan dag, hlýtur að vera helmingi dýpri en dýpstu álar hafs ins. Það er blámóða yfir Akrafjalli og Esju. Esja og Vífilsfell nieð græna Mosfellssveitina í fanginu lítur út eins og ókláruð vaUiolitamynd eftir mik- inn meistafa. Eilífðin sjálf hefur sezt að við Faxaflóa. Það getur ekki verið að víxlar falli í bönkunum á svona degi. Það er farið fram hjá sexbaujunni og þar skammt frá liggur trillu- bátur, þeir veifa um borð og Albert á móti. Þeir segjast varla hafa orðið varir. — Mig grunaði það, sagði Albert við háseta sína, þegar þeir eru komnir lengra f-á. — Það hefur ekki verið neinn fiskur í sumar, þorskurinn hefur flutt sig vestur fyrir, þegar lín an var færð út. Fyrir stríð þurfti ekki að fara lengra út en að sexbauj- unni til að fá góðan fisk. Og einu sinni fyllti ég bátinn á tveim tímum úti á Sviði, það var áður en þeir fóru að skafa botn- Eiiífðin sjálf hefur sezt að við Faxaflóa hann vill bíta þá er ber öngullinn beztur. Þegar hann vill ek'. bíta, þá er engin beita nógu góð. Blýantsn''" hug- leiða þennan lærdóm og Albert fer að segja þeim frá.Gilkristi sendiherra. Hann fór oft í róður með Albert til að prófa land- ‘helgina. — Einu sinni fórum við frá Reykjavík í svartaþoku, segir Albert. Gilchrist var um og ó að fara í svona þoku, en ég sagði honum, að það væri aldrei betra að fiska borðinu hjá mér, þegar við komum úr róðri. Það var lúsarlögg í flöskunni. varla munnsopi eftir. Svo ég sagði honum að ég safnaði ekki tómum fiösk um. Þá hló hann og þeg- ar ég kom aftur upp í hús, hafði hann sett óátekna flösku við hlið- ina á hinni. — Já. Gil- christ skrifaði mér um daginn, hann vill ólmur koma aftur til íslands að skjóta lunda. Eftir klukkutíma sigl- ingu á hálfri ferð, dreg- ur Albert úr benzíngjöf- inni og sýnir hásetum sín um stóra steininn í Skarðsheiði, nú ber hann undan Akrafjalli. Beint fraimundan ligg- ur skitp. Albert segir að það sé María Júlía að f iskirannsókmim. — Hún liggur ofan á steinbítnum okkar, segir hann, — sennilega er hún búin að toga þarna í allan morgun. — Eigum við efcki að skrifa hama upp og kæra hama fyrir Iandhelgisbrot, segir lögkrókalærlingur- inn. Hann hefur varla sleppt orðinu, þegar María Júlía setur í gang. Innan skaimms heldur hún til norðurs með þungum skriði. — Það var rétt hjá henni, segir Albert, — hún átti ekkert með að vera þarna fyrir okkur. Svo drepur hann á mótornum, það gjálfrar nokkra stund við kinn- unginn, andante. Svo er allt kyrrt og hljótt. Það blafctir ekki hár á höfði. Hér og hvar á sjónum gefur að líta álfarákir, það er kjölfar álf-abát- anna. Sjálfir eru þeir huldir sjónum manna eins og álfafólkið sjálft. — Þeir róa víst aldrei neana í svona blíðu, segir Albert og fær sér í nefið. — Nú skulum við renna og gá að sfteinbítnum. Hanm verður að búa í hendurmar á blýamtsnög- urunum, setja upp vað- beygjuma og koma fær- inu fyrir, finma grumnmál ið. Svo fá landfcraibhamir færin í hendur. Þeir koim ast fljótt upp á lag með að finna grunmmálið, láta færið renna út imz sakk am kenmir botns, draga þá svo sem hálfan meter upp, þá er óhætt að fara að sfcaka. — Slakið ekki mikið á og rykkið heldiir fast, segir Albert. Þeir halda sig mest við botninn. Svo sezt harnn á vélar- húsið og lætur hásetana um að skaka. Lundar fljúga saman í hóp suður yfir og fara með sjávar- fletinum. — Þeir koma ofan af Kjalarnesi og eru að leita sér að síli, segir Alhert, — það er nú meira hvað þeir geta troðið í kjaft- inn á sér af sílum. Kjaft- urinn á þeim er svo hag- anlega útþúinn. Þarna er líka einstök kría á sveimi og múkfcar margir í flokki, Albert kallar þá malamúkka. Einn þeiira sezt á sjóinn rétt hjá bátnum og horfir á okkur. Landkrabbsrnir hafa ekki gert sér háar vonir um aflasæld. Þess vegna verður almennur fögnuð- ur um borð, þegar bítur á hjá blaðasnápnum. Hann kallar til Alberts í óðagoti: Eftir Jökul Jakobsson tfclfcHfcH»»»»»fctfctfcl»fctfc>fc>fctfc>fctfcWWfcWWfcUMWfcl»fcWWfclfclfcWfcmfcmfcmfc>fcWfcHmfctflWWrtMUIUWfc>fclfclfclfcM*fcU>MIMWWfcWWW

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.