Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 4
4 .M&œsam' ■ i\í "■ LOS ANGELES borg þeirra sem nota ekki fæturna í nótt vaknaði ég við að kona hrópaði á hjálp svo hátt og tryllingslega að obbinn af hótelgestunum hlýtur að hafa hrokkið upp frá draum- um sínum. Sjálf vaknaði ég við vondan draum sem kann- ski hefur orsakazt af fyrstu ópunum, skynjað gegnum svefninn, og sat nú uppi í rúminu og hlustaði á hrópin, fótatakið og skvaldrið úti á ganginum. Einhver hrasaði og bað fyrir sér og æpti svo: — Nú verð ég drepin! Á þessari stundu minntist ég þjónustuliðsins og hrein- gerningafólksins sem jafnan er á ferli á göngunum á nótt unni og allra þeirra stóru og sterku og herðabreiðu for- retningsmanna sem sváfu í næstu herbergjum. Þetta fólk hlaut að vera komið á stúf- ana. En enginn kom. Konan hélt áfram að hljóða, ég náði í símann og hringdi og sagði dyraveröinum að ofbeldisverk væri framið í þessari andrá fyrir utan herbergið mitt á ganginum, og hann tók þess- um fréttum eihs og ekkert væri um að vera. Eg hefði eins vel getað sagt honum það læki úr krana einhvers staðar. Svo kom lögreglan. Með gát Aðspuröur sagði dyravörð- urinn í morgun að kallpúta hefði verið stórslösuö með barsmíð um nóttina. Önnur kallpúta framdi verknaðinn. Hann sagði að þær hefðu ver ið prúðar stúlkur þegar þær komu inn, vel klæddar, önn- ur í rauöum kjól og hin í hvít- um. Það var stúlkan í rauða kjólnum sem hefði öskraö. Hin hafði brotiö úr henni framtennumar og klóraö skinnið af andlitinu. Kjóllinn var rifi'nn í hengla. — Ónothæfur, sagði dyra- vörðurinn og hallaði undir flatt. Hin hafði sloppiö bill- ega — með glóðarauga. Þær voru handteknar. — En yður að segja, hélt dyra- vörðurinn áfram, — þá er lang bezt að fara að öllu með gát, þegar svona lagað kemur fyrir. Þetta voru bara tvær kallpútur. Aldrei að hreyfa sig þegar hávaði' er á göngun um. Annað alvarlegra getur nú komið fyrir. Afskiptaleysi — Hér lifi'r maður eftir þeirri reglu, að lát'a sér flest óvið- komandi. Enginn maður skyldi láta það raska nætur ró sinni þótt stúlkukind sé lamin hinum megin við næstu dyr. Hér er yfrið nóg af stúlk um. Þessar í rauða og hvíta kjóln ■ um sem komu inn á hótelið I gærkveldi og voru svo sæt- ar og eru nú hjá lögreglunni, skrámaðar og illa til reika, eru aðeins tvær af þeim þús- undum ungra kvenna sem koma árlega til Hollywood til að freista gæfunnar. Fallegar stúlkur sem hafa veriö Miss Bómull eða Miss Rjómaís eða Miss eitthvaö land eða einhver borg. Áreiðanlega hafa birzt myndir af þeim í blöðunum heima, myndir af Milly og Doris og Winnie og hvað þær nú aftur heita, tekn ar af þeim í lúxusbílum, sem þær hafa eignast fyrirhafnar lítið og á skömmum tíma með tilstyrk síns góða útlits. Þar gefur að líta hve hamingjan var örlát við hina útvöldu feg urðardrottni'ngu. Hún líefur þegar átt velgengni að fagna í Hollywood. Auðvitað hefur einginn séö hana á kvikmynd og það er líka dálítið óljóst um samninginn. En í svona bíl og með svona stríðsmáln ingu hlýtur allt að fara vel. Fleiri bjargir Heima vita menn nefnilega ekki að það er hægt að bjarga ’ sér á margan hátt í Holly- wood. Það er hægt að fá sér ; ósköp algenga vi'.mu og það | er tiltölulega auðvelt að fá hana. Og það er lítið um svo 1 illa borgaða vinnu hér að j tekjuafgangurinn hrökkvi ekki fyrir því að taka notað- an bíl á leigu. Það er líka jhægt að fara fljótt yfir sögu j og fá orð á sig þó ekki sé um beinlínis frægð að ræða, með j því að leggj a fyrir sig heims i ins elztu atvinnu með nú- tímasniði. Kvenleg fegurð er brúkleg á fleiri sviðum en kvikmyndanna. Það er freist andi fyrir stúlkur með falleg- an líkama og tómt höfuð að fara inn á þessa braut, og svo er nú hitt að menn veita kvenlegum þokka meiri at- hygli ef honum er stillt upp við bar í þokkalegum umbúð ! um, heldur en ef honum er Eftir Lise Nörgaard pakkað inní slopp eða skrif- stofudragt á hversdagslegum vinnustað. Enginn mælikvarðí Lengdin á b'ílnum sem stúlk an sendir mynd af heim til ■sín frá Hollywood er enginn mælikvarði á velgengni henn ar í þeim stað. Hér eru allir bílar langir — líka þeir gömlu sem enn eru nýir og fallegir í erlendum augum. Og bíl- arnir eru jafn nauðsynlegir þeim sem búa í Los Angeles og nágrenni og reiðhjól ungri stúlku í Kaupmannahöfn. Bíl laus kemst maður ekki um borgina. Sá sem hefur ekkert farartæki til umráða getur eins vel farið heim aftur strax. 58x28 mílur Los Angeles og útborgin Hollywood eru samanlagt 28 mílur á breidd og 58 mílur á j lengd. Þaö er tómt mál að j ganga fram og aftur á hinum f fræga Sunset Boulevard í því ! skyni að vekja athygli' kvik- myndagerðarmanna, því Sun set Boulevard er engu styttri ! en vegalengdin frá Hróars- keldu til Kaupmannahafnar. Það er yfirleitt ekki hægt að ganga á þessari götu án þess að koma andkanalega fyrir sjónir. Gangandi fólk er sjald séð hér og bilarnir eru í notk un ef eigendur þurfa fyrir húshorn. Á næturnar er gang andi maður ekki einasta skringilegt fyrirbæri, heldur er hann líka grunsamlegur. Hér segja menn sögur af því þegar ókunnugir eru fluttir á lögreglustöðina, því verðir laganna héldu þá fyrir bófa er þeir sáu þá á gangi að næt urlagi. Gangandi menn verða að hafa með sér hund í bandi á næturnar, annars vekja þeir grunsemdir lögreglunn- ar. Bílastæði fjölskyldunnar Tveir að hverjum þremur fullorðnum í Los Angeles, en þar eru sex milljón ibúar, eru bíleigendur. Og farirðu að heimsækja fjölskyldu sem er efnuö í betra meðallagi, gætirðu látið þér detta i hug að húsið væri fullt af gestum, því heilt bílastæði er utan við dyrnar. En það geta allt eins verið taíll sonarins, dóttur innar, húsbóndans, frúarinn ar og vinnukonunnar, sem standa þar. Þrátt fyrir hina gífurlegu stærð er Los Angeles sú borg í heiminum, sem hefur hvað lítilfjörlegast opinbert sam- göngukerfi. Herfilega ljótir og skítugir strætisvagnar ganga um mestu umferðargöturnar á hálftíma fresti, og þess er ekki að vænta að nokkur sæmilegur maður hér stigi nokkru sinni fæti uppi þess háttar farartæki. Hér er eng inn neðanjarðarbraut og eng in stöplabraut. Fólk er yfir- leitt látið sjá fyrir því sjálft hvernig það kemst leiðar sinn ar. Þess vegna hefur bílinn sömu þýðingu hér og skósól- arnir annars staðar. THheyrir námskostnaði Fólk er afyant því að ganga. Húsmóðirin ræsir bil inn ef hún þarf tvær hús- lengdir meðfram götunni til að heimsækja vinkonu sína. Bílarnir eru notaðir við mat- arkaup, menn „spásséra“ í bíl og börnin eru flutt og sótt í skólana í bílum, hvort sem skólinn er nærliggjandi eða ekki. Börn eldri en 16 ára fá sérstakt ökuskírteini sem aðeins gildir á leiðinni til og frá skóla. Nemendur í æðri skólum hafa svo að segta alf- ir bíl til umráða. Það tilheyr ir blátt áfram námskostnaði. Stundum mætir maður bömum sem veifa og biðja um far þegar maður keyrir eftir búlevörðunum. Hvað er þetta? Lítill drengur sem hef ur villzt að heiman? Nei, hann þarf bara að komast í næsta eða næstnæsta hús. Af hverju nota fæturna þeg- ar bílar eru til? UmferSarmenning Bílaborgin er líka borg um ferðarmenningarinnar. Sá, sem hefur hlaupið yfir götur í evrópskum borgum, hálf- dauður af hræðslu við bíl- ana, hann þakkar sínum sæla fyrir umferöina í Los Angeles. Hér ganga skiptingarnar í um ferðinni tvöfalt hraðar en í Danmörku. Og þó hafa bil- stjórar alltaf tíma til að nema staðar fyrir þeim sem þurfa gangandi þvers yfir götuna. Það er ekki einasta að bíl- stjórar sýni einstæða var- kámi við skóla og gangstíga, þeir sýna líka tilhliðrunar- semi við fólk sem ranglar útá götuna þar sem engar gang- brautir eru merktar. Þótt öku menn fari hratt yfir þá aka þeir vel og varlega. Þetta stafar ekki eingöngu af því að Kalifomíumenn eru gott fólk. Þeir vilja ógjarnan missa ökuskírteini sín og til þess að eiga það á hættu þarf hvorki árekstra né fyllirí við akstur. Óaðgætni í þriðja sinn — og skírteinið er tekið og fæst ekki aftur í bráö. Dr. Beck kominn að norðan Prófassor Riohard Beek, senr verig hefur á ferðalagi norður í landi og farið út í Grímsey, er ný- kominn til borgarinnar. Hann flutti ræður á ýrnsum samkomum norðan lands, meðal annars á 30 ár afmælissamkomu Skógræktar- félags Eyfirðinga, sem baldin var í Vaglas'kógi, og við g - tsþjónustu í Matthíasarkirkju á Akureyri. Dr. Beck fer til Noregs á laugardag- inn kemur þ. 16. júlí, en ketruir hinigað aftur þ. 27. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.