Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1960næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, ÉSsto^aginn 15. júlí mu Hér er einn af mörgum ágætisgripum, sem elliheimilið Stafholt á. Það er skipslíkan gert af Einari Einarssyni, skipstjóra, og segir undir myndinni, að þetta sé eftirlík- ing af íslenzku seglskipi. Hér er 85 ára gamatl maður, Sigurður Oddsson, að skoða skipið, er honum þykir hin mesta gersemi. í Stafholti á Kyrrahafsströnd er spunnið, prjónað oghekiað Vestur á Kyrrahafsströnd býr margt Islendinga, einkum norÖur í Seattle og Vancouver. Hefur íslenzkt fólk flutt á þessar slótSir frá Dakota og Manitoba hina siðustu áratugi. Á þessum slótSum er fagurt landslag, ve(S- urblíða mikil og loftslag vel viS hæfi NorSuriandabúa. Þarina er nú íslenzkt elliheimili í Blaine, sem heitir Stafholt, og þar dvelja tveir eÖa þrír tugir aldraðra íslendinga. BlaSiS Seattle Time birti s. 1. vor allmikla myndagrein um þetta elliheimili og Islendingana þar. Hér birtast allmargar þeirra mynda, se^ voru í blafönu, og geta kannski einhverjir sé<S þar ættingja e«Ja kunningja, er þeir eiga barna vestra. Einn glaðasti og skrafhreyfasti heimilis- maðurinn í Stafholti er Vigfús Vopni, 87 ára að aldri, segir Seattle Time. Hann kom þangað frá Kanada. — íslendingar eru sí- talandi, segir hann við blaðamann Seattle Time. Frú Sigríður Björnson, 84 ára að aldri, unir enn löngum við íslenzka rokkinn sinn og raular vafalaust vísuna alkunnu: Úr þeli þráð að spinna. Maður hennar, Runólfur Björnsson, einnig 84 ára að aldri er einnig heimilismaður í Stafholti. Hér er frú Björg Þórðarson, 87 ára að aldri, hin snjallasta hannyrðakona og hefur löngum fengizt við prjónaskap, hekl, vefnað og sauma. Þessar hannyrðir allar lærði hún á ung- lingsárum heima á íslandi. Hún saumar nú mjög falleg brúðuföt og vefur og prjónar ýmislegt smálegt. Hún ber á herðum íslenzka, heklaða hyrnu. Og hér að neðan bera íslenzkar konur 5 íslenzkum þjóðbún- ingum fram kökur handa gestum. Vafalaust eru þar á meðal gómsætar íslenzkar pönnukökur. Eins og auglýst hefur verið í blöðum og útvarpi undanfarið, hefur Styrktarfélag vangefinna efnt til happdrættis í fjáröflunar- skyni, til þess að koma í fram- kvæmd áhugamálum sínum, til hagsbóta fyrir vangefið fólk í landinu. Má þar nefna byggingu dagheimilis í Eeykjavík, bygg- ingu starfsmannahúss við Kópa- vogshæli, sem þegar er hafin fyrir nokkru, og vonir standa til að á þessu ári verði hafizt handa um byggingu nýs hælis fyrir van- gefna að Skálatúni í Mosfellssveit. Happdrættí Styrktarfélags vangeflnna Til þessara framkvæmda þarf mikið fé, og er happdrætti Styrkt arfélagsins einn liður í fjáröflun íii þessara framkvæmda. Happdrættið er þannig skipu- lagt, að bifreiðareigendur um land allt eiga þess kost að kaupa einn happdrættismiða á númer bifreiða sinna. Miðinn kostar kr. 100.00 og vinningar eru að '"lrðmæti 320 þús. krónur Aí‘>' -■ - s» Op- el Kapitan de ^axt sex. manna bifreið, að verðmæti kr. 250 þús. Aðrir vinningar 9 talsins eru að verðmæti kr. 70 þús. Ákveðið er að dráttur iari fram 1, nóv. n.k. í Reykjavík eru happdræftis- niiðarnir afgreiddir á skrifstofu félagsins A ikólavörðustíg 18. sím- ar 15941 ->g 3435'. Enn fremur má panta r;ða á öilum benzínaf- greiðslum ; Reykjavík. HappdraRt ismiðarnir verða sendir heim til þeirra er pantanir hafa gert. Úti á landi hefur Styrktarfélag ið umboðsmenn á þessum stöðum: Akureyri: Frú Björg Benedikts-j dóttir, Bjarkarstig 1. Ólafsfjörður:; Frú Ragna Pálsdóttir, verzl. Lín. S.glufjörður; Frk. Kristín Hannes- dóttir bóksali. Húsavík: Frú Þóra Hallgrímsdóttir. Reyðarfjöiður: Sigurður Sveinsson bifr.eftirlm. Neskaupstaður: Pétur Waldorff kt upm Vík í Mýrdal:' Oddur Sigur bergsson kaupfélagstj. Selfoss: Grímur Thórarensen. Hvolsvöllur: Magmús Kristjánsson kaupfélags- stj. Vestmannaeyjar: Már Frí- mannsson bifr.elm. Kópavogur: Sigurður Ólafsson, Bræðrafungu 47. Hafnarfjörður: Frú Lilja Ejarnadóttir, Hraunkambi 7. Kefla vík: Haukur H. Magnússon, Faxa- braut 22. Keflavíkurflugvöllur: Þórður Halldórsson póstm. Akra- nes: Helgi Júlíusson úrsm. Borgar- nes: Þorleifur Grönfeldt verzlm. Búðardalur: Frú Kristjana Ágústs dóttir. Pafreksfjörður: Bogi Þórð- (Framh á 15. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 155. tölublað (15.07.1960)
https://timarit.is/issue/61383

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

155. tölublað (15.07.1960)

Aðgerðir: