Tíminn - 15.07.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 15.07.1960, Qupperneq 14
14 TÍMINN, föstndaginn 15. júlí 1960. Hún féfek W5íck 1 hálsínn. Hvers vegna voru þau alltaf a?5 rífast? Hún hafði búizt við svo mlklu af þessu leyfi, og svo hafði allt farið á ann an og verri veg. Hún gekk að ammum og settist; Frin kom ekki til hennar og hún var fegin því, henni fannst gott að vera ein um stund. Hún varð að hugleiða það, sem Clark hafð sagt, en það sem hús festi hugann þó mest við var að hann hafði sagzt elska hana. Hún fann, að hún hafði vonað þetta lengi. — Ungfrú Finchamps sting ur upp á að við förum að leita að blóðbergi, svo að við get- um búið til reglulega sterkt og gott te, sagði Clark hátt og snjallt. — Hvað finnst ykk ur? — Það er hellingur af blóð bergi hérna i kring, sagði Meg. — Og svo er tunglskin — ég veit ekki hvort þið hafið áhuga á þessu, bætti hún við og horfði leyndardómsfull á Frin. — En mig langar að minnsta kosti. Flestir voru uppástungunni hlynntir, þar á meðal Clem og Adrian. — Eg hef aldrei drukkið blóðbergste, þaðan af síður farið að leita að því um miðj a nótt, sagði Clem, svo að mig langar. — Við skulum keppa um, hver finnur mest, sagði nú Celia. Verðlaunin verða ein kampavínsflaska, en til von ar og vara ætlar Reginald að keyra heim og sækja f>3iri flöskur, svo að alli'r fái áreið anlega nóg. — Ætla ég að gera það? sagði ofurstinn og brosti. — Auðvitað. Þú vilt miklu frekar gera það heldur en ráfa um og leita að blóðbergi sagði Celia og brosti til eigin manns síns. — Eg neyðist víst til að hlýða, sagði ofurstinn og reis á fætur. Hin fóru fram í eld- húsið og fundu ílát og svo lögðu þau hlæjandi af stað. Við megum ekki vera öll saman í hóp, sagði Meg og hljóp burt frá hinum. Skömmu seinna heyrðu þau hana kalla. — Það er bezt að athuga, hvort hún hefur fundið eitt- hvað, sagði Frin og hljóp í sömu áttina. Þau dreifðu sér, en Natalía sá, að Adrian hafði ekki í hyggju að missa sj ónir af Clem. Hún notaði tækifærið og laumaðist burt frá fólkinu. Frin hafði farið með Meg. Hún varð að láta sér á sama standa. Natalía klifraði yfir girð- ingu og hóf að leita. Meg hafði sagt að hér væri mikið af blóðbergi, kannski það væru tárin, sem blinduðu hana, svo að hún sá ekkert. En henni fannst ófært að koma aftur tómhent, svo að hún hélt áfrarr að leita. Skyndilega heyrði hún rödd að baki sér og hrökk við, hún hafði ekki heyrt fótatak. — Mér datt í hug að ég gæti hjálpað yður, Natalía. Eg hef lengi átt heima hér, svo að mér ætti að vera kunn ugt um, hvar er helzt að leita. Hr. Valentine talaði mjög lágt. Hún sneri sér við og hann stóð rétt hjá henni. Hann var ekki' hár maður en í daufu tunglskininu virtist hann hávaxnari og andlits- drættirnir skarpari en venju lega. — Leyfið mér að hjálpa yð- ur, vina mín. Hann rétti út höndina eftir skálinni. Hann snerti um leið hönd hennar og hún beitti sig valdi til að hrópa ekki hátt af skelfingu. Og hún hafði aldrei verið sannfærðari' en einmitt núna í fölu skininu frá tunglinu, hún hafði séð þennan mann fyrir þremur árum . . . nótt- ina ægilegu . . . hún hafði séð hann ljóstra særða manninn í höfuðið . . . hún hafði áður horft inn í þessi tindrandi1 augu . . . áður en hún missti meðvitundina. Þetta var mað urinn. — Hvað er að yður, vina' mín? Þér skjálfið? Er yður‘ kalt. Hún reyndi að brosa. — Já, eiginlega. Eg hefði átt að vera í jakkanum mínum eða taka peysu með. — Héma er jakkihn minn. Hann fór úr jakkanum og lagði hann um axlirnar á henni. — Þetta er mjög fallega gert af yður? En nú verður1 yður sjálfsagt kalt. — Eg er nógu ungur enn til að hafa heitt blóð í æðum. Hann brosti dauflega. — Eruð þér ekki sammála mér, Natalía? — Auðvitað. — Eg kann enn að sýna konum kurteisi .... mér finnst ég vera ungur og kurteis í kvöld. Finnst yður það einkennilegt? — Nei, því þá það? Hann brosti enn og horfði undarlega á hana. Það var eins og augu hans brenndu sig inn í vitund hennar. — Eg er að vísu stjúpfaðir Frins . . . en það er stutt síð- an ég varð fertugur. Það þykir ekki mikill aldur nú til dags, eða hvað segið þér um það, Natalía? — Fjörutíu ár er enginn aldur. — Mér þykir vænt um að þér lítið sömu augum á málið og ég geri sjálfur. Eins og þér vitið var konan mín sáluga allmiklu eldri en ég. Það var — hann hikaði — erfitt hjóna band. En ég er kurtei's að eðlisfari og sennilega einum of nærgætinn, þegar konur eiga í hlut. Og þegar roskin kona fellir ást til ungs manns skildi ekki af hverju. En hr. Valentine leiddi hana áfram. Hún reyndi að hreyfa and- mælum. — Við finnum ekkert hér, sagði hún. — Jú, ég býst við því. Eg sagðist vita um dálítið. Hann nefndi ekki blóðberg, enda hafði hana grunað að hann hefði aldrei átt við það . . . Og það var ekki blóð berg, sem þau fundu. Þau fundu, eða réttara sagt sáu, Meg og Frin í áköfum faðm- lögum, að ekki lék vafi á, hvað var að gerast . . . þau voru svo upptekinn að þau urðu alls ekki vör við Natalíu og hr. Valentine . . . á öxl sinni . . . Eitt augnablik vonaði hún að það væri Frin . . . að hann hefði séð hana og hefði komið á eftir henni til að útskýra. Það hefði verið misskilningur, harm hefði aðeins verið að hughreysta Meg . . . Allt þetta þaut í :gegn um huga hennar áður en hún leit upp. En það var ekki Frin, og enn einu sinni starði hún í andlit hr. Valentine. — Mér þykir reglulega fyrir því að þér skylduð sjá það, sagði hann. — Þér vilduð láta mig sjá það, sagði hún með ásökunar hreim í röddinni. — En hvernig átti ég að 20. Hættulegt sumarleyfi Jennifer Ames ; 25. . . . ja, maður er náttúrlega stoltur yfir því. — Já . . . já, ég geri ráð fyrir því. Hún fann til ógleði. Hvað var hann að fara. Hún reyndi að vera glaðleg í bragði og leiða talið að öðru. — En eigum við ekki að leita? Eg vil ekki koma tóm- hent aftur og þér sögðust vita hvar væri að finna blóð berg. Hann lagði hönd sína á arm hennar og leiddi hana af stað, vingjarnlega, en ákveð- ið. — Já, komið með mér. Eg skal sýna yður staði’nn. Hann leiddi hana yfir aðra girðingu, síðan yfir lítinn grasflöt og að enn einni girð ingu í áttina að rjóðri skammt frá litllli lækjarsprænu. Hún sá hvérgi blóðberg. — Dálitið lengra, sagði hann. — Eg get lofað yður, að við finnum eitthvað. — Hann hélt þétt um hönd henn ar og hún fann að hann leiddi hana að einhverjum ákveðn um stað. Þau nálguöust rjóðrið og allt í einu fann hún, að hún vildi ekki fara lengra, hún 15. kafli. Langa stund starði Natalía á þau, svo dró hún hendina til sín og hljóp eins hratt og hún gat út úr skóginum og út á engið. Hún bara hljóp og hljóp án þess að vita hvert, hljóp og hrasaði og sá ekk- ert, því að tárin streymdu niður kinnar hennar . . . Það er sagt, að ást geti kulnað á slíkum augnablik- um, en þannig var því ekki varið með Natalíu. Það var verst af öllu. Og ef ást henn ar var að kulna, þá var það að minnsta kosti mjög sárs- aukafullt. Hún komst yfi'r girðinguna en svo hrasaði hún og datt. Hún lá kyrr, og það var henni léttir að liggja þarna og grúfa andlitið niður í jörðina. Eitt augnablik var allur grunur og öll hræðsla gleymd. Hún gat ekki hugsað um neitt | annað en myndina af Meg í örmum Frtns, fann ekki ann að en sársaukann yfi’r hinni óhamingjusömu ást, og alla sína drauma og vonir sem nú höfðu brugðizt. Hún vlssi ekki hve lengi hún hafði legið þama, þegar hún fann hönd vita, að þau voru þarna? Góða min, hvernig átti ég að vita það? Þetta var óheppi- legt, og þó var það kannski ekki svo skelfilegt. Eg meina að fá að vita það . • . Hún svaraði ekki, en hún var viss um að hann hafði vitað að Meg og Frin höfðu verið þarna I skógarrjóðrinu. Hún var sannfærð um að hann hafði farið þangað með hana með vilja. — Mér þykir fyrir því að ég skyldi hegða mér svona, muldraði hún. — En góða mín, hver gæti áfellst yður fyrir það? Auð- vitað var þetta áfall fyrir yður. Það hlyti að vera áfall fyrir sérhverja unga stúlku sem hafði haldið að karlmað ur . . . ja, værl annt um hana. Eg skal koma yður beint heim Natalía. — Beint heim? En . . . . en . . . — Auðvitað. Þér ættuð ekki að fara aftur til veizlunnar svona á yður komin. Þér ætt- uð ekki að láta sjá yður í svona miklu uppnámi. Það mundi engin kona vilja, ekki ef hún hefur stolt til að bera, EIRIKUR víðförli Töfra- sverðið 177 Vfldngamir stamda þöðulir með an hringurinn lýkst um þá. Bor Rhan náligast Eirí'k. Hamn kemur auga á lík Tsacha og s-pyr: — Hvar er sverðið? — Það er horfið, — horfið, segir Eiríkur. — Rolf! akllar Ervin skyndilega. Tryggðatröllið Rolf er heill á húfi. Tveir af mönnum Bor Khans hafa komið með hann og leiða hann nú fram. — Þakka þér fyrir hundinin, Bor Khan, segir Eiríkur. — Segðu mönnum þínum að leysa hann, svo að hann geti komið til húsbónda síns. — Hér er ekki nema einn hús- bóndi, Eiríkur. Reyndu að halda þig við staðreyndir. Fáðu mér sverðið og þið eruð frjálsir. Gættu að því að þið eruð umkringdir af hundraðföldu ofurefli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.