Tíminn - 15.07.1960, Síða 5

Tíminn - 15.07.1960, Síða 5
TfTttlNN, föstaðagkm 15. JÚK 1960. 5 Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdast.ióri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.)s Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjamason. Skrifstofur f Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Gísli svarar Gröndal Alþýðublaðið birti í fyrradag forystugrein eftir Bene- dilct Gröndal, þar sém mjög eindregið er tekið undir árásir Mbl. á Tímann fyrir gagnrýni þá, sem hann hefur haldið uppi undanfarið á ríkisstjórnina og yfirstjórn landhelgisgæzlunnar fyrir lélegan fréttaflutning af land- helgisbrotum Breta og ofbeldisverkum, er þeir hafa íramið í sambandi við þau. Gröndal gengur svo langt að kalla þessi skrif Tímans stórhættuleg. í gær birtir svo Alþýðublaðið grein, sem er bersýnilega eftir hinn ritstjóra blaðsins, Gísla Ástþórsson, og kveður þar vissu- lega við annan tón. Greinin hljóðar á þessa leið: „Fregnin um frásagnir brezkra blaða af „loftárásum" á enska togara sýnir, hversu fáránlegar fréttir eru birtar í Bretlandi — og raunar annars staðar í heiminum, af árekstrunum í íslenzkri landhelgi. í þessum fréttaflutn- ingi virðast brezkar fréttastofur vera einráðar, og frétt- irnar eru nálega eingongu eftir brezkum heimildum. Árangurinn er sá, að heimurinn les frásagnir af þessum atburðum, sem gefa þá mynd, að allt sé íslendingum að kenna og við vöðum uppi gegn saklausum togurðm með skammbyssum, fallbyssuskothríð og loftárásum, fslenzk yfirvöld virðast vera steinsofandi í öllu, sem snertir upplýsinga- eða fréttastarfsemi í landhelgismál- inu, að ekki sé minnzt á áróður fyrir oklcar málstað. Jafnvel íslenzku blöðin fá ekki fréttir fyrr en eftir dúk og disk, nema í undantekningum. Það eina, sem dugir í þessum efnum, er að koma fregnum af þeim árekstrum, sem verða, tafarlaust til fréttaritara erlendra blaða og fréttastofnana hér á landi, svo að íslenzka frásögnin liggi fyrir hjá blöðum og út- varpsstöðvum samtímis tilkynningum flotamálaráðu- neytisins í London. Það er tilgangslaust að ætla sér að leiðrétta mikið eftir á miðað við þau sjálfsögðu nútíma vinnubrögð að koma fréttunum strax á framfæri. Ekki er ástandið betra með fréttamyndir í gær fékk Morgunblaðið mjög athyglisverðar myndir frá skips- manni á Óðni, og sýndu þær greinilega þvernig togari reyndi að sigla á varðskip. Slíkar myndir hefði land- helgisgæzlan átt að afhenda opinberlega og tryggja, að þær væru sendar til blaða yíða um lönd. Það virðist undantekningarlítið, að Bretar segja skip sín fyrir utan 12 mílur, þegar atvik koma fyrir. Það eitt að koma staðsetningu okkar á framfæri er verulegt at- riði í þessu máli. Að kasta Ijósblysi er allt annað en „loftárás", og mætti svo lengi telja. Það er furðulegt, hvílíkt skeytingarleysi ríkir hjá ís- lenzkum yfirvöldum í þessum efnum, og virðast ráða- menn alls ekki gera sér Ijóst, hverníg fréttakerfi nútím- ans starfar. Rangur fréítaburður af árekstrum við ís- land hefur þegar stórskaðað þjóðina í áliti erlendis, og hvar er ein smáþjóð stödd í slíku máli, ef hún missir samúð almennings?" Við þetta þarf Tíminn engu að bæta. Hann tekur eindregið undir allt það sem hér segir, enda er það í samræmi við það, sem hann hefur áður sagt Með þessu er líka fullsvarað árásum þeim sem Mbl og Grön- dal hafa beint að Tímanum fyrir gagnrýni hans á frétta- fiutningi ríkisstjórnarinnar og yfirstjórnar landhelgis- gæzlunnar af þessum málum að undanförnu. Þess verður svo að krefjast, að ríkisstjórnin breyti hér tafarlaust um starfshætti og sýna Bretum enga hlífð í þessum efnum. Þjóðin sættir sig ekki við neina lepp- stjórnarhætti í þessu máli. ERLENT YFIRLIT Kennedy varð hlutskarpastur Demokratar marka sér enn róttækari stefnu e'n áður ÞAÐ FÓR eins og yfirleitt hafði veriS spáð, að John Kennedy öMungadeitdarþin.g- maður var valinn forsetaefni demoíkrata á flokiksþiingi þeirra, sem hefur staðið yfir undan- fama daga í Los Angeles. Val 'hans byggist að sjiálfsögðu fyrst og fremst á því, að hann var iþað forsetaefni demokrata, sem þótti ISdegast til að vinma sig- ur í bosningunum. Margir for- ráðamenn demokrata munu hafa talið þá Stevenson og Joihnson hafa meiri reynslu til að hera en Kenmedy, en. þeir höfðu það á móti sér, að Stev- enson er búinn að fal'la tvisvar og Johnson iþykir of hægri sinnaður til að ná fylgi ýmsra róttækra manna. Kenmedy hef- ur það umfrarn þá báða, að hann er líklegri til að vinna fylgi '’missa óháðrá kjósenda, t. d. meðal kvenfólks og ungs fólks. Við þetta bætist svo, að Rennedy þykir af flestum væn- legux til hyg.gilegrar og far- sællar forustu, þrátt fyrir ung- an aldur hans. Allt, sem hann hefur gert, bendir til þess, að hann sé traustur og íhugull, rasi yfirleitt efcki um ráð fram og sé glöggur í vali samstarfs- manna. Þetta eru ebki sízt þeir kostir, sem forseti Bandaríkj- anna þarf að hafa. Móti Kenmedy v--ður það einkum haft, að hann sé of ungur og óreyndur, aðeins 43 ára, katólskur að trú og eigi til auðugra að telja. Cegn hessu kemur það, að hann á að baki frækilegan feril sem hermaður, hefur setið 4 þingi - 14 ár við góðan orðstýr og hefur ekki látið auðinn hafa áhrif á skoð- a-nir sínar. Trúarskoðanir han-s munu vart spilla fyrir hi. um, eins og nú er komið í Banda- ríkjunum, en geta styrbt fylgi hans m-eðal katólskra manna. í ÞVf TAFLI aiiþjóðamála, sem nú stendur yfir, myndi vafalaust einn maður hafa verið heppiLoi'i til þess að veita Bandaríkjun-um forustu en nokk ur annar, en það er Adlai Stev- enson. Því veldur hin mikla til- trú, s-.m ha-nn nýtur utan Banda ríkjanna. Það eyðilagði hins vegar möguleika hans sem for- setaefnis, að hann hefur.tvisvar fallið fyrir Eisenhower. Næst honu-m er Kennedy vafalaust það forsetaefni de-.._krata, er mún mælast bezt fyrir utam Bandaríkjamna. Har. virðist að flestu eða öllu leyti vera sömu skoðunar og Stevenson í al- þjóðamálum, og hefur marg- lýst yfir því, að hann myndi ekki óska eftir öðrum manni fremur en Stevenson sem utan- ríkisráðherra, ef hann yrði for- seti. Afstöðu Kennedys ti! alþjóða mála má nokkuð ráða af því, að hann hefur krafizt s.iálfstæð is fyrir Alsír, hvatt til þess að Pólland fengi e' ' - • ’.sgan stuðning og að smám saman yrði unnið að því að taka Kín-a inn í alþjóðlegt samstarf, t. d. varðandi samninga um afvopn- un. Hann vill veita hinum óháðu löndurn Asíu og Afríku stóraukna aðstoð. Hann leggur áherzlr : öflner’ varnir Banda- ríkjanna, þvi að hernaðarlegt JOHN F. KENNEDY jafnvægi skapi beztan grundvöll fyrir isamninga við komménista. Hann leggur meiri áherzlu á framleiðslu flugskey.ta og slíkra vopna en herbækistöðvar er- lendis, enda er það vaxandi skoðun í Bandaríkjunu að herstöðvastefnan sé að verða úrelt, þótt hún hafi gefið góða raun við- fyrri aðstæður og þá hjálpað til að tryggja frið í hei-mmum. SIGLL KENNEDYS á flokks þinginu er mikill sigur fyrir hin framfarasinnuðu öfl í flokki demokrata. Kennedy skipaði sér f fararbrodd þeirra, en Johnson var fulltrúi hi-nna hæ-gri sinnnðu. Ef demokratar sigra í haust undir forustu Kennedy.s, mun það þýða stór- aukin framlög hins opinbera til margvíslegrar uppby-ggmgar, t. d. sk-ólabygginga, vega-ærðar, íbúCuuygginiga o. s. frv. Fra-m- lög til landvarna verða einnig vafalaust aukin. Stjórnin mun sennil-ega að mörgu leyti f-ær- ast í svipað horf og á tímum Roosevelts. Stefnusfcrá d-emokrata, sem var samþykkt - flo,'ksiþinginu í Los An-geles, er talin róttæk- ari en nokkur fyrri stefnuyfir- lýsing þeirra. M-eð henni hefur því m. a. v-erið stefnt að því að skýra línurnar í band"rísk- um stjórnimálu-m. Deir Lratar verða enn greinilegar en áður vinstra m-egin og republikanar hægra megin. Þetta mun svo skýrast enn betur við það, ef Nixon verður valinn forseta- efni republikana, eins og full- víst er talið. Hann hefur í sein- ustu ræðum sínum verið mikill talsmaður sem minnstra ríkis- afskipta, þótt sennilega skipi han-n sér til vin-stri við Eisen- hower. Annað mál yrði hins vegar uppi á .snin-gnum, ef N-elson Rockefeller næði for- ustunni hjá republikönum. Þá myndi bilið milli flokkanna mjög minnka, því að á mörgum sviðum virðisi •' 'p"ller sam- n. i hinum róttækari demo- kröturn. / ? 't ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? i t ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ) ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? '? ? ? ? ? ? ? ? ? ? f ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ÞAÐ er ljóst mál, að Banda- ríkin verða í eins konar öldu- da-1, þegar El .snhower lætur af -stjórniinni. Þeirn veitir nú yfir- 1-eitt verr í áróðursbaráttu-nni við Sovétríkin, því að frum- kvæði hefur skort af hálfu þeiira í alþjóðamálum allt stjórnar-tím-ahil Eisenhowers. Alvarlegast er þó það, að kyrr- staða hefur verið að myndast í athafnalífi og atvinnulífi Bandaríkjamna, svo að fra-m- leiðsluaufcningin hefur orðið þar minni en í flestum öðrum lön-dum. Ef svo héldi áfram, myndu Bandaríkin fljótleg-a dragast aft-ur úr. Ra. Tt væri að segja, að þetta stafaði af því, að Eisenhower væri eitthvert -smámenni og skcr-ti hœfileika til að vera dugandi forseti. Fyrst og fremst stafar þetta af þeirri þjóðmálastefnu, sem han-n hefur valið sér að fylgja — íhalds- og samdráttarstefn- unni. Stefn-a hans hefur verið sú, a,. ríkið ætti að hafa sem allra. minnst afskipti af málum og sþara -sem mest hvers kon-ar framlög ti-1 upbyg-gingar, heldur ætti að láta einkaframtakinu eftir að leysa verfcefnin. Það hefur hins vegar orðið niður- staðan, að einkaframtakið hefur fyrsí og fremst snúið sér að því, sem var arðvænlegt í þann og -þann svipinn, annað hefur mr af rnrrí og dreg.izt samam. Þetta er aðalorsök þess, að Bandaríkin hafa komizt í þann öldudal, sem þau eru nú í. Skýri-ngin á þessu er ekki sú, að Eisenhower sé e'.dd að mörgu leyti mi-kilhæfur maður. Va-fasamt er líka, hvor-t annar forseti Bandaríki -na hafi ver :ð öllu sáfaðri en Hoover. Samt myndaðist hei-mskrepp-n undir foru-stu hans. Léleg forseta- stjórn Ei-senhowers og Hoovers hefur legið í því, að þeir hafa fyl, rangri stjórnarstefnu — íhalds- og samdráttarstefnunni. • Þess vegna er það von þeirra, sem sfcilj-a hið mikilvæga hlut- v-erk, sem hvílir nú á Banda- ríkjunu-m, að æskifcg stefnu- brevt'r-" fylg í kjölfar forseta- kosninganna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.