Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 16
Kennedy vann glæsilega Fékk 377 afkvæðunt fleira en Lyndon John- son, sem var næstur einróma Ikosinn. Lyndon John son fékk 409 atkvæði, en í þriðja og fjórða sætinu voru þeir Symiogton og Adlai Stev- enson. Þegar við' kosningarnar 1956 komst Kennedy mjög nálægt því að vera útnefndur sem varafor- setaefni flokksins, en ætíð síðan hefur hann mjög verið nefndur sem líklegur frambjóðandi í kom- andi kosningum. Vakin er sérstök athygli á því, hve barátta Kenn- cdys frá upphafi hafi verið þaul- skipulögð, enda hafi sú skipulagn- ing nú borið mikinn árangur. Hugsa hinir fagnandi demókratar í Los Angeles nú gott til glóðar- innar til næstu kosninga með eins vinsælan mann og Kennedy er og er sigurvissa mjög ríkjandi þó að vitað sé, að við engan aukvisa sé að eiga af hálfu andstöðuflokksins, er. fullvít er talsið, aö það verði Nixon varaforseti, en það verður ákveðið á flokksþingi republikana, sem kemur saman síðar í mánuð- inum. Viðfelldinn maður John F. Kennedy þykir einkar viðfelldinn maður, er nú 42 ára (Framhald á tð síðuV Bátur og nót í sjóinn Raufarhöfn, 14. júlí. — í fyrrinótt missti sildarbátur á leið fyrir Langanes, nótabát sinn með nýrri nælonnót. — Tjónið er, varlega áætlað, ekki undir hálfri mllljón kr. Báturinn, Snæfell frá Ólafs- vík, var á leið til Raufarhafn ar austan fyrir Langanes. Veð ur var gott er báturinn lagði upp, og hafði hann bátinn með nótinni í togi. En fyrir Langanesi snögghvessti, og skipti það engum togum, að allt fór í kaf, nótabáturinn og nótin, án þess nokkuð færi væri til björgunar. J.Á. Léttskýjað Enn er spáS sólskini og eflaust á margur eftir aS roSna hér og þar í dag, ef ekki brenna. Einnig er spáð norðan golu eða kalda og ráðlegast er að veðja á goluna, Los Angeles, 14.7. — Eins og búizt hafði verið við vann öldungadeildarmaðurinn John F. Kennedy frá Massachusetts glæsilegan sigur í gærkveldi er hann við fyrstu atkvæða- greiðslu var kjörinn forseta- cfni flokksins í kosningunum í haust með 786 atkvæðum, en í næstu umferð var hann KENNEDY f augum Castros er frelsisstyttan persónugervingur olíuhringanna. Auknar viðsjár á milli Kúbu og Bandaríkjanna Castro endursendi Washington 2000 dollara ávísun — reis úr rekkju og talafti í 45 mín. í græna stakkinn Kalda stríðið, sem nú í nokkurn tíma hefur staðið á milli Kúbustjórnar og Banda- ríkjanna virðist sízt vera í rén un. Fyrr í vikunni lagðist Castro forsætisráðherra á sjúkrahús vegna lungnasjúk- dóms og ofþreytu og setti vin sinn Ernesto Guavara, banka- stjóra í sinn stað og lét hann á næsta ijöldafundi daginn eftir að Castro lagðist á sjúkra húsið, lýsa yfir innilegu þakk- læti sínu til Sovétríkjanna fyrir þá ákvörðun Rússa að kaupa af Kúbu þann sykur er Bandaríkjamenn vildu ekki, auk hernaðarhjálpar, ef á reyndi. Lét Guavara, sem talinn er vera kommúnisti, hylla Sovétríkin á fjöldafundinum. Á sama fundi talaði Dorticos forseti, og lýsti því yfir, að stjórnin hefði ákveðið að skila Bandaríkjamönnum aft ur ávísun að upphæð 2000 dollara. en það er sú upphæð er Bandaríkin greiða í leigu fyrir Guantanmo-herstöðina á Kúbu. í miðri sjónvarpsdagskrá í gærkvöldi birtist skyndilega Oastro forsætisráðh., kominn í græna hermannastakkinn utan yfir náttfötin, og flutti ræðu í 45 mínútur af sjúkra beðinu. Réðst hann heiftúð- lega á Bandaríkin og sagði, að með rússneskri hernaðar- aðstoð myndu Kúbumenn ekki vera í vandræðum með að stöðva bandaríska íhlut- un. Svik við byltinguna Sex fyrrverandi fylgismenn Castros í ambassadoraembætt um hafa sagt af sér störfum. Sá síðasti þeirra var Eric ‘Montoro, sem í vikunni lýsti í því yfir í Bonn, en þar hefur i hann aðsetur, að Castro hefði lofað frjálsum kosnihgum ' nokkru eftir byltinguna, en (Framnald á 15. síðu). Er ljósmyndari blaðsins var á gangi niður í ba' í gær, kom hann þar að sem árekstur hafði orðið milli rciðhjóls og bíls á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis. Engin meiðsli eða skemmdir urðu, en myndin sýnir er lögreglan reisir við hinn fallna hjólreiðarsvein. (Ljósm.: KM).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.