Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 11
(ÍTNi föstudagiim 15. m ■**$>•
mmmt wm \'t 'X' . i ímm
■ : : y
iiiéiímiiiiiiMiawgiMpa^i*a^^M*ttia«É<ftÉa^MÉMai
H
Stundarkorn á hað-
strönd sóldýrkenda
Við stungum á okkur
tveim vel yddum blýöntum,
nóg af pappír og hengdum
og beztu gerð, því mynd-
irnar eiga að vera góðar.
Síðan lögðum við leið okk-
ar suður í Nauthólsvík upp-
fullir af hugmyndum um
það hvernig myndamótívin
ættu að vera og hvaða
spurningar ætti að leggja
fyrir baðgesti.
Eftir flugvallarveginum gengu
sóldýrkendur annað hvort
í hópu-m eða einn og einn, með
fangið fullt af teppum, nesti
skemmtiritum, sundfótum og
síðast ein akiki síst stóðu flösk-
ur með sólarolíu upp úr vösum
fólksims.
STEINUNN
— í sjóinn piltar
á axlir okkar tvær mynda-
vélar, auðvitað af dýrustu
í>að var eikki mangt um
manninn er við komum ó bað-
staðinn, enda ekki von þar
sem Iduikkan var rétt rúmlega
eitt, en fljótlega fór fólkið að
koma og þegar við yfirgáfum
Iþessa einu nýlendu sóldýrkr
enda á íslamdi var hver smá
blettur setinn. Þó nobkuð marg
ir toættu sér í „beitann" sjó-
inn, en urðu að skokka ber-
fættir hundrað til tvöhundruð
metra eftir fjörunmi, þar sem
útfall var og ekki von á flóði
fyrr en undir sex. Smá sárs-
aukastunur komu frá þeirn er
gengu eftir fjörunni, steinvöl-
ur borðuðu sér illilega upp í il-
ina. „Ó, ég er að deyja, ég er
svo sárfættur", stundi einn
Joinnur bisnissmaður er við
hittum hann á bakaleið frá
■sjóbaði. „Það er varla hægt að
leggja þetta á sig, en gott er
að demba sér í sjóinn, strákar."
Eina sálan sem við þekktum
þarna persómiulega var Steinum
Bjamadóttir gamamleiikari. —
— Strákar, nú komið þið í
sjóinn, þið hafið gott af því.
—Nei, ekki í daig, kannski
á morgum. Ert þú hér á hverj-
um degi, Steimumm?
— Já, ég er hér alla daga
á rnilli riíu og fimrn. Er ég
ekki orðin brún, ha?
— Nei.
— HA?
— Jú, jú, afskaplega mikið
torún. Hver er þessi maður
þama?
— Þessi viðbrenmdi, það er
baðvörðurinn hérna,
elsbulegur, sjáið þið bara hve
vel hann setti plásturinn á il-
ina á mér. Ég skar mig á stein
unum hér í fjörunni. Stráikar,
segið að þetta sé svabalega
gott við timhurmönnum, að fá
sér sjóbað, helst daglega eims
og ég.
Skammt frá þar sem Steim-
un lá og sleikti sólina, voru
fjórar litlar stelpur og einn
strákur. Stelpurnar vildu sem
minnst við okkur tala, en
stráksi var aftur til í að svara
spumingunum.
— Hvað heitir þú?
— Snorri.
— Fimmst þér gamam
li'ggja í sólbaði hér?
— Já, afhvurju sbrifa þú
svona mikið sem ég segi?
— Ammars gleymi ég þvl
öllu saman. Ertu ekker.t feim-
inm við allar þessar stelpur?
— Nei, nei, þú skrifar svo
voðalega mikið. í hvaða blöð-
um á þetta að prentast?
— Þetta verður bara prentað
í einu blaði og það heitir Tím-
inm.
— Nú svoleiðis, sagði Snorri
og máði sér í eima kók og kex.
Klukfcan var orðin þrjú og
tími til korninm að snúa við
upp á blað til að skrifa þetta
og framkalla myndirnar, þótt
svo við vildum helst fá að
liggja svolítið í sólinni eins
og annað fólk..
Ljósm.: Kristján Magnússon
Texti: Jón H. Magnússon