Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1960, Blaðsíða 3
3 Hvar á boli að vera? Eftirfarandi athugasemd barst til blaðsins í gær, út af fréttinni um átök út af nauti í Skorradal, og er hún birt hér orðrétt: Hr. ritstjóri. Vegna fréttar er birtist í blaði yðar í dag, um átök í Skomadal út af nauti, vildi ég biðja yður að birta eftir- farandi atlrugasemd. Veit ég að ég mælf þar fyrir munn allra, sem hlut eiga aQ máli, bæði hreppsbúa og hinna mörgu ferðamanna, sem um þetta fagra hérað ferðast. Eg vil beina þeirri spum- ingu til hinna „ágætu“ for- ráðamanna Sæðingarstöðvar. innar að Hvanneyri, hvort þeir geri sér IJóst, hvaða á- byrgð þeir eru að taka sér á herðar, að láta sllka háska gripi, sem svona naut eru, ganga — mér liggur við að segja — laus. Gera þeir sér grein fyrir því, að fyrir svona skepnum eru fullorðnir alls ekki óhultir, hvað þá heldur börn. Það á því ekki að eiga sér stað, að þau séu látin út fyrir hússins dyr. Engin girð ing er fullkomlega held fyrir þeim, hvað vel sem frá henni er gengið. Liggur því í aug- um uppl, að sú girðing, sem um ræðir í fréttihni er ekki beinlínis heppileg til að halda 9 vetra gömlum nautum. Vítavert er það ábyrgðar- leysi umrædds „tarfsstjóra“ að ætla að setja nautið í girð inguna aftur, þegar sýnt var, að hún var eins og fis, er nautið ætlaði út úr henni. Það er skýlaus krafa allra, að þau naut, sem eftir eru I girðingunni, verði fjarlægð þaðan tafarlaust. Þó ekki hafi Hjó á vörpuna CFramh. af 1. síðu). dró brátt undan Albert. Pétur Sigurðsson skýrði blaðinu svo frá í gær að tíð- indalaust væri innan land- helgi. Við Langanes voru 8 —9 togarar að veiðum, en all ir uban línu, og í eftirlitsflugi hafði ekki örðið vart við neina landhelgisbrjóta. Ó. hlotizt slys af i þetta skipti, er enginn komihn til að segja um, hvað af getur hloti'zt, ef annað eins endurtekur sig. Þá er of seint að ranka við sér. Ef ráðamenn nautanna eru svo skyni skroppnir, að þeir sjái' ekki hættuna og fjarlægi nautin úr girðingunni, verða viðkomandi yfirvöld að grípa í taumana. Með þökk fyrir birtinguna. Ferðamaður. Flytja fisk loft- leiðis til Evrópu Sólfaxi fór fyrstu förina til Amsterdam-1’ Nýtt skip til Sauðárkróks Sauðárkróki, 14. júlí. — Um miðjan dag í gær kom hingað nýtt fiskiskip, vandað að öll- um búnaði. Það er athyglis- vert að tveir af éígendum skipsins eru bændur sem ekki hafa fyrr fengizt við útgerð, en hinn briðji er skipstjórinn. Skipið fer á veiðar á næst- unni. Hið nýja skip, Pálína SK-2, er stálskip, 180 lestir að stærð og smíðað í Hargenfeld í Hollandi af fyrirtækinu Böero Veritas. Það er 32 metrar á lengd, ristir 2,9 metra og er búið öllum nýjustu leitar- og siglingatækjum, þar á meðal liósmiðunairstöð. Það gengur 11 s.iómílur og var rétta 5 sólar- hringa á heimleið frá Hollandi. Bændur gera út Pálína virðist mjög vandað skip enda er skipasmíðastöðin sem skipið byggði þekkt fyrir sérstaka vandvirkni. Skipstjórinn, Valdi- mar Friðbjörnsson, hefur dvalizt í Hollandi undanfarna fjóra mán- uði og fylgzt með gerð skipsins. Eigendur þess auk hans eru þeir Skarphéðinn Pálsson, Gili, og Har- aldur Ámason, Sjávarborg, en þeir eru báðir búandi menn og hafa ekki staðið í útgerð áður. — 12 manna áhöfn er á skipinu, en það fer á togveiðar á næstunni. Mun það leggja upp aflann hjá Fisk- iðju, Sauðárkróks. Margt manna fagnaði skipinu þegar það kom til hafnar. Forseti bæjarstjómar, Guðjón Sigurðsson bauð skipið velkomið og óskaði eigendum til hamingju. Auk hans töluðu Gunn- ar Guðmundsson oddviti á Reykj- um í Skarðshreppi, en þar er skipið skrásett, Jóhar.tn Salberg Guðmundsson sýslumaður og Gutt ormur Óskarsson. Haraldur Áma- son þakkaði fyrir hönd eigenda. G.Ó. í fyrrinótt hófst útflutning- ur á íslenzkum fiski flugleiðis. Fór þá Sólfaxi Flugfélags Is- iands með um 7 tonn af fiski áleiðis til Amsterdam, þar sem fiskurinn verður seldur til veitingahúsa og hótela. Jón Loftsson h.f. stendur að þessum útflutningi, og fór framkvæmdastj. fyrirtækis- Ins, Loftur Jónsson, sjálfur utan til að sjá um söluna. Er I ráöi að fara fleiTi slíkar ferðir á næstunni, ef vel tekst í þetta sinn. Fiskurinn sem fluttur er út, er mest rauð- spretta og koli, en einnig dýr ari ffsktegundir, lax, humar og rækja. — Markaður er góð ur erlendis fyrir ferskan fisk, ef tekst að koma honum ó- skemmdum utan. Hafa ýms- ir fleiri aðilar slíkan útflutn ing í huga, þ.á.m. útgerðar- menn I Vestmannaeyjum, sem fyrir skemmstu gerðu út menn til markaðskönnunar. Þá hefur heyrzt að fleiri að- ilar í Reykjavík hugsi sér gott til glóðarinnar ef þessi markaður opnast, en gott verð er í boði fyrir nýja vöru. Þernur í verkfall? Verkfall það sem þernur á skipum Eimskipafélags ís- iands höfðu boðað átti að hefjast á miðnætti í nótt ef samningar tækjust ekki áður. Höiðu þernurnar þá fellt að fresta verkfalli til 1. nóv. n. k. Samningafundir stóðu lengi dags í gær og enn í gærkvöldi. Þegar blaðið spurðist fyrir um sam- komulagshorfur á tíunda tíman- um stóð enn í járnum og var ekki vitað hvort gengi saman fyrir miðnættið. Höfðu þernur þá fallið frá kröfum sínum flesfum nema þeirri að fá hækkaða greiðslu af íæðiskostnaði farþega. Þernur á rkipum Eimskipafélags íslands eru 16 talsins. — Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi höfðu ekki borizt frekari fregnir af s-amning- unum, og var því ekki vitað hvort verkfall yrði um miðnættið. Utan úr heimi HerlitJ S.Þ. til Kongó Leopoldville, 14. júlí. — Til- kynnt var í dag, að innan sólarhrings kæmi til Kongó herlið Sameinuðu þjóöanna, skv. beiðni Kongó-stjórnar. Sænskur hershöfðingi, Van Horn, verður æðsti maður þess, en það verður eingöngu skipað hermönnum frá Afríku löndum, m.a. Ghana. Belgíska stjórnin hefur lýst yfir, að hún muni draga allt belgískt herlið til baka smám saman og byrja slíka liðsflutninga þegar er herlið S.þ. kæmi til landsins. Ríkisstjórn Katanga héraðs lýsti því yfir í dag, að hún myndi ekki leyfa herliði S.þ. að koma til þess lands- hluta. 1600 manna herlið frá Ghana bíður þess albúið að fara til Kongó. Koagó slítur stjórn- málasambandi Kongó-stjórn lýsti því yfir í dag, að hún hefði slitið stjórnmálasambandi við Belg íu. Belgir hefðu gert sig seka um ofbeldisárás á Kongó og ættu þeir eftir að svara til saka. Belgíustjórn hefur sagt, að henni hefði borið skýlaus réttur til að senda her til landsins hvítum mönnum þar til bjargar. Perú bo'ðar til fundar Perú-stj órn lagði til 1 dag, að utanríkisráðherrar Ame- ríkuríkjanna kæmu saman hið fyrsta til að ræða af- skipti þau er Rússar væru famir að hafa af málefnum Kúbu og ógnanir þær er slík afskipti hefðu i för með sér. Bandaríkjastjórn hefur fagn að þessari tillögu Perú. I Það varð umferðarstöðvun á Amager i Kaupmannahöfn, er álftahjón nokkur fóru á sunnudagsgöngu með alla fjölskylduna. Auðvitað fór fjölskyldan eftir umferðarregiunum og gekk yfir götuna, þar sem hún er merkt fyrir fótgangandi með hvítum strikum. Aldrei þessu vant var engin óþolin- mæði í þeim, sem urðu fyrir töfum, — það var enginn, sem þeytti hornið, heldur lék bros um varir manna og þeir virtust hafa nógan tíma í þetta sinn. Það er ekki sama hver það er, sem stöðvar umferöina. Frú Eichmann biíur um aíisto'ð Frú Veronica Eichmann, kona þýzka stríðsglæpa- mannsins er nú situr í fang- elsi Gyðinga, sakaður um milljónamorð á Gyðingum, sneri sér í dag til stjórnar- innar í Buenos Eires, og fór þess á leit, að stjómin leit- aði réttar síns á lögfræðileg- an hátt í sambandi við brott námið á Eichmann. Stjórnin hefur beðið þekkta lögfræð- inga að taka að sér málið. Symington varafor- setaefni? Flokksþing demókrata í Los Angeles átti í gærkvöldi að taka ákvörðun um framboð varaforsetaefnis flokksins. Síðustu fréttir hermdu, að lík legur frambjóðandi yrði Situart Symington, fyrrver- andi flugmálaráðh. í stjórn Trumans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.