Tíminn - 29.09.1960, Page 14

Tíminn - 29.09.1960, Page 14
14 T f MIN N, fimmtudaginn 29. september 1960. Svo var þa'ð eitt sinn á fögru júlíkvöldi. Eða var það 1 ágúst eða september? Það var að minnsta kosti fallegt kvöld, og það skiptir mestu máli. Stóri skemmtigarður- inn í Nevaslippe var auður og yfirgefinn. Grænar grein ar trjánna voru eins og knippl ingakögur við sólarlagið. Að þessu sinni hétu örlögin Ketty. Þau fundust. Clo bjóst við að hitta Ketty, og Fil bjós við að hitta Kety. Fil var með tvo franka í vasanum og vænti þess að sjá háðsglott leika um varir Clotilde. Clotilde var fyrir- fram ákveðin í að vera köld og óhræranleg, og vænti þess að sjá háðsglott leika um var ir Filimarios. Þess vegna heilsúðust þau stuttlega, næst um eins og féndur. — Gott kvöld, ungfrú Troll. — Gott kvöld, herra Dublé. — Þetta hlýtur að vera mis skilningur. Eg átti ekki von á að hitta yður, sagði Fili- maro hryssingslega. — Eg átti heldur ekki von á að hitta yður, svaraði Clo þvermóðskulega. Fil hneygði sig lítillega og gekk hnarreystur í burt. Á þessu andartaki sátu hr. Dublé sálugi og frú Dublé sál. á fölskylduskýinu og sáu hvað fram fór. — Sonur þinn er bölvaður asni, mín kæra frú Dublé. — Það er rétt hjá þér, hann er óttalegur kjáni, sagði frú Dublé sáluga, en svo brosti hún og bætti við: — Nú skulum við fara Tom. Og litla skýið lagði af stað eftir purpurarauðum kvöld- himninum, en herra Dublé sálugi hló meira en hann hafði gott af. — Hefurðu nokkurn tíma séð nokkuð eins skemmtilegt, góða mín? — Já, þetta var skemmti- legt, því varla var Filimario kominn tvö skref burtu frá Clotilde, þegar hann snar- snerist á hæli og hljóp til hennar, sem stóð stíf af undr un. Hann greip báðum hönd um um höfuð hennar og kyssti hana eins og ástfang- inn, óttalegur kjáni. EFTIRMÁLI Það var fjölmennt í brúð- kaupsveizlunni. Þar voru Gi- orgino de Ludabelle, frú Ketty de Ludabelle, Settambre og | GIOVANNI GUARESCHI | Clotilde Troll I / vm I 1 | 41 Pio Pis, sem nú var kominn heim frá Ameríku í heilu lagi. Og herra Dublé sálugi ljóm- aði allur. — Dubléarnir unnu! Ef mér missýnist ekki, heldur Fili- mario í dag hátiðlegt brúð- kaup sitt með hinni ríku Clot ilde Troll. Þar af leiðandi get ur hann gefið kanil I 6 hundr uð milljónirnar þínar og lax- eroliuna. Frú Dublé sálugu fannst það fyrir neðan ' virðingu hennar að svara. Þótt Fili- mario hefði orðið að afneita sér um sexhundruð milljón- irnar vegna olíunnar, hafði hann höndlað hamingjuna, og það var meira virði — eða hvað? Nýgiftu hjónin eyddu hveiti brauðsdögunum um borð í Dolpungnum, og það voru dá- samlegir hveitibrauðsdagar. — Eg hef alltaf elskað þig, sagði Clotilde. — Eg hef líka alltaf elskað þig, sagði Fil, — en ég skildi það ekki. Mér varð það seint ljóst, en ekki of seint. Eftir langa sjóferð sneru Dublé hjónin aftur til Neva- slippe, og settust að í fallega húsinu, sem herra Troll gaf þeim í brúðkaupsgjof. Eftirmálœeftirmáli Svo var það einn morgun- inn, að Filimario lá í rúminu ennþá. Clotilde var farin á fætur, og var eitthvað að sýsla í húsinu. Allt i einu kom hún inn til hans, draum fögur í smárósótta morgun- kólnum sínum. > Þetta var fagur vormorg- unn, og hún hélt á bakka, með litlum bikar á. — Fil drekktu þetta. Þú hef ur gott af því, sagði hún og brosti. Filimario leit með skelf- ingu á glasið: — Hvað er þetta? spurði hann tortrygginn. — LaXerolía. Það bézta, sem hægt er að drekka á Vorin. Þú þarfnast þess, Fii. Filimario hristi höfuðið. — Eg skal aldrei nokkurn tíma smakka svoleiðis djöf- uls óþverra, sagði hann og reiðin gneistaði af honum. Clotilde roðnaði, og tárin stóðu í augum hennar. — Fyrirgefðu, Filimario, hvíslaði hún örvæntingarfull. — Eg vil bara það, sem þér er fýrir beztu. Fyrirgefðu mér, ef ég hef reitt þig til reiði. Þegar Filimario sá þetta fallega andlit baðag í tárum, fannst honum hann vera mesta illmenni, sem sól þess arar jarðar hefur nokkurn tíma skinið á. Clotilde, sagði hann hrærð ur, — réttu mér bikarinn. Með hræðslusvip rétti Clo honum bikarinn. — Clotilde, þú veizt, hvað ég hata þennan bölvaðan ó- þverra, ég neitaði að drekka hann þegar móðir mín skip- aði mér það, og þú veizt manna bezt, hvað þessi and- skotans laxerolía hefur kost að mig, En látum svo vera. Hann lokaði augunum og tæmdi bikarinn i einum teyg. — ... Þegar þú biður mig um það, get ég ekki neitað því. Clotilde rak upp litið gleði hróp, dró tald til hliðar, og þar á bak við voru Dik lög- fræðingur og vitnin tvö. — Nú hafið þér drukkið laxerolíuna, og arfurinn er yðar frá og með þessum degi, tilkynnti lögfræðingurinn, Filimario leit ávítandi á Clotlde, en hún strauk blítt yfir hár hans. — Þú verður að skilja það, Filimario, hve hræðilegt það var fyrir mig að hugsa sem svo: Hann giftist mér bara til þess að losna við að drekka laxerolíuna . . . Filimario yppti öxlum. — Hún var raunar ekki sem verst, og þegar allt kemur til alls hef ég sennilega gott af henni. Móðir mín hafði kannske rétt fyrir sér, þegar öllu er á botninn hvolft. Eftirmálœeftirmálaeftirmáli. Clotilde faðmaði Filimario fyrst lengi og innilega, þegar Dik og vitnin tvö voru farin, og siðan fór hún aftur inn í litla einkaherbergið sitt, þar sem beðið var eftir henni. — Mamma, hrópaði Clotilde og ljómaði af gleði. — Þá er það búið! Guði sé lof! Nú get urðu aftur fengið þessar 15 milljónir, sem þú lánaðir mér. — 16 milljónir, barnið gott, leiðrétti frú Troll. — Það voru komnar fimmtán, þegar þú fórst til Ameríku kostaði eina miiljón. En þeim peningum var ekki kastað á glæ, barnið gott. — Það dásamlegasta er, að ég elska hann í raun og veru, sagði Clotilde með grátstaf- inn í kverkunum, og hún gal opnaði gluggann og fyllti lung un áfergjulega með hreinu og tæru morgunloftinu. Þetta var nú meiri sagan! Það er bara eins og maður- inn sagði, þegar hann lagði á flótta til Austurlanda: — Vitlausir karlar eru til um allan heim, en eins vitlausir og konurnar .... ! ENDIR Slátrun að Ijúka Fagurhólsmýri, 26 sept. — Sauðfjárslátrun er nú að mestu lokið í Öræfum. Nokkr um kindum verður þó enn slátrag nú í vikunni og eins nautgripum. Rúmlega 2000 fjár hefur verið slátrað til þessa, og er það ívið meira en undanfarin ár. Er fé í góðu meðallagi. Kjöt og slát- urafarðir eru fluttar fiugleið is frá Öræfum eftir því sem það verður tilbúið, og hafa verið daglegar flu^erðir hing að undanfarið. Mun flutning urinn frá Öræfum nema um 65 tonnum hingað til og er enn ekki lokið. Flugvélarnar flytja bændum ýmsar nauð- synjar austur og þó mest af tilbúnum áburði til vorsins. S.A. Fimtudagur 20. september: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni", sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um velferð barna (Jó- hann Hannesson prófessor). 20.55 Einsöngur: Imre Pallo syngur ungversk lög eftir Béla Bartók og Zoltan Kodály. 21.15 Þáttur af Gísla Sigfússyni bónda í Meðalnesi (Gísli Helga- son í Skógargerði flytur). 21.35 Einleikur á píanó: Victor Mer- sjanoff ieikur Paganinietýðu.r eftir Franz Liszt. 22.00 Fréttir og veðurfregnir, 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana“ eftir Graham Greene; XXVI. (Sveinn Skorri Höskulds son). 22.30 Sinfóntókir tónleikair: Sinfónía nr. 10 eftir Sjostakovitsj (Fíl- harmoníusveitin í Varsjá leik- ur; Bohdan Wodiczko stjóm- ar). 23.25 Dagskrárlok. Björgunarskúta Austfjarða Árni Vilhjálmsson fulltrúi Austfirðinga í stjóm Slysa- varnafélags íslands var ný- lega á ferð austanlands, þar sem hann sat ársfund björg- unarskúturáðs Austfjarða. Mi unarskútusjóðs Austfjarða. Mikill einhugur rikti á fund inum og áhugi' fyrir að fylgja björgunarskútumálinu fram til sigurs. Fjársöfnunin til skipsins nemur nú samtals kr. 560.000.00. í sambandi við fundinn var rætt vlð allmarga útgerðarmenn og forráða- menn fiskvinnslustöðva, verka lýðsfélög og vinnuveiteijdur um þátttöku í söfnuninni og var því hvarvetna vel tekið. Sem fyrr kom það greinilega í ljós áhugi og fómfýsi kvennadeildanna um málið, enda hafa þær staðið í fremstu línu við söfnunina. Björgunarskúturáðið saknar þess að geta ekki haft nán- ara samband við afskekkta staði á söfnunarsvæðinu en hyggst ráða bót á þvi með sér stökum sendimanni næsta ár. EIRÍKUR YÍÐFÖRLl og FÓRN SVÍÞJÓÐS 27 Eiríkur víðförli stendur eins og negldur við klettinn, þegar hann heyrir hróp sonar síns á hjálp. Skip faans er yfirfullt af erlendum hermönnum, sem þegar hafa yfir- bugað þá fáu Norðmenn, sem eftir voru, og ruddalegar hendur hafa þrifið til Ervins. Eiríkur bregður svérði og skundar til strandar’ með menn sína. Áður en hann kemst til sti'and- arinnar, heyrist farópað: — Nemið staðar, Norðmenn og hugsið ykkur um, áður en þið hefj- izt handa. Eiríkur hikar, hann hugsar um örlög Ervnis, en þá held ur Sörli áfram og hlær hæðnis- lega: — Ef þún stígur skrefi framar, verður elsku sonur þinn drepinn á þínu eigin skipi. _— Þú kallar mig morðingja og barnaræningja? Láttu mig þá sýna þér, að þú hafir rétt fyrir þér, að ég verðskuldi þær nafngiftir. Kast- aðu sverði þínu og komdu til son- ar þíns, og skipaðu mönnum þín- um að vera kyr’ri, þar sem þeir eru, — vegna sonar þíns!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.