Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 1
Áskriffarsíminn er
12 3 2 3
221. tbl. — 44. árgangur.
Sunriuflagur2.
ÓSKERTAR
12 MÍLUR
Eftirfarandi ályktun var
lögS fyrir útifundinn á Lækj-
artorgi í gær:
„Almennur útifundur hald-
inn í Reykjavík laugardaginn
1. október 1960, um land-
helgismáhð, telur, að Aiþingi
og þjóðin hafi fastmótað þá
stefnu í landhelgismálinu, að
samningar við einstakar
þjóðir um fiskveíðilandhelgi
íslands komi ekki ti! mála,
og að aldrei verði hvikað frá
lágmarkskröfunum um 12
mílna fiskveiðilandhelgi allt
umhverfis landið, án undan-
tekningar.
í tilefni þess, að ríkis-
stjórn ísfands hefur í clag
byrjað viðræður við fulltrúa
brezkra stjórnarvalda, skor-
ar fundurinn mjög eindregið
á ríkisstjérnina að halda fast
og óbifanlega við þessa
stefnu og Ijá í engu máls á
neinum undanþágum, né tak-
mörkunum frá 12 mílna
fiskveiðibndhelginni, hvorki
til lengri né skemmri tíma.
Fundurinn heitir þvl á
alla lanasmenn,- að standa
öruggan vörð um hagsmuni
þjóðarinnar í. landhelgismál-
inu og sýna með þvi erlend-
um ágangsöflum, að þjóðin
mun aldrei una neinum und-
anslætti né sérsamningum í
þessu lífshagsmunamáli þjóð
arinnar."
Álykturun verSur send for-
sætisráðherra.
Eins og kunnugt er, hefur fýilinn
þann undarlega útbúnaS frá nátt-
úrunnar hendi, aS hann getur spýtt
lýsi fram úr sér, og gerir þaS ef
honum þykir sér hætta búin. í hinn
staSinn getur hann ekki lyft sér til
flugs, ef hann sér eigi tii sjávar, og
má þá segja aS honum henti þessi
útbúnaSur mæta vel. Þessar myndir
voru teknar i Vík í Mýrdal fyrír
skemmstu, þar sem fýl hafSi „dagaS
uppi". Hvutti varS var viS fuglinn,
og einsetti sér aS ná á honum kverk-
taki og jafnvel snæða hann. Efri
myndin sýnir, hvar seppi bíður eftir
tækifæri til að stökkva að og
hremma fýlinn, en fýllinn er ekki síS-
ur ákveðinn í að selja líf sitt svo
dýrt sem auðið verðl. Vígahugurinn
leynir sér ekki. Á neðri myndinni er
hundurinn kominn það nærri, aS
fýllinn þykist ekki mun missa marks
þótt hann skjóti, miðar vandlega og
hleypir af! Eins og glöggt sést,
verður hvutti ókvæSa við þessa send-
ingu og hörfar undan, og ekki vitum
vér annað en fýllinn hafi sloppið úr
hundskjafti að þessu sinni
HUNDURINN
METRA
FÉLL 300
LIFIR t»Ö
Erindreki Sjálfstæðismanna á Austurlandi hefur undan
farin ár verið búsettur á NorSfirði og stundað starfa sinn
þaðan. Hann hefur nú sagt embættinu lausu, og er að taka
sig upp af staðnum, búinn að selja bifreið sína, hús og búslóð.
Eftirmaður hans hefur enn ekki verið ráðinn, enda munu
Sjálfstæðismenn hugsa sér nokkra skipulagsbreytingu á er-
indrekstrinum og er ætiun þeirra að setja erindrekann niður
á Egilsstöðum. Það er altalað eystra þessa dagana, að áform
íhaldsmanna sé að flytja fulltrúa sýslumanns á Eskifirði til
Egilsstaða, og muni hann síðan hafa bæði embættin á hönd-
um, fulltrúastarfið og erindreksturinn. Þetta fyrirkomulag
hefði þann augljósa kost með sér, að erindreki Sjálfstæðis-
manna á Austurlandi yrði á launum hjá ríkinu — og fengi
auk þess ferðakostnað sinn greiddan af opinberu fé.
Frá fréttaritara TÍMANS r
í Stvkkishólmi.
Fyrir skömmu áttu menn í
Helgafellssveit í ævintýralegri
glímu við forystusauði, sem
gangnamenn höfðu misst í
kletta í Ljósufjöllum. Annar
sauðurinn er enn í sjálfheldu
i klettunum, hinum tókst að
komast brott af sjálfsdáðum.
Er reynt var að handsama —
dauðan eða lifandi — sauð
þann, sem í sjálfheldunni er,
var hundi att upp í klettana.
Vindhviða feykti honum fram
af klettunum og féll hann nið-
ur eftir 100 metra háu stand-
(Framhald á 2. síSu).
Vísitölunni „hagrætt”
einu sinni enn
Blaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Hagstofu íslands, þar
sem skýrt er frá því, að kauplagsnefnd hafi í fyrradag ákveðið að
taka inn í vísitöluútreikning meðal útgjalda „vísitölufjölskyldunnar"
greiðslu beinna skatta, en þeir hafa ekki áður verið taldir með.
Vegna lækkunar beinu skattanna lækkar framfærsluvísitalan úr
105 stigum, sem hún hefði nú verið í 101 stig.
Þetta er haria furðuleg ráðstöfun, og virðist beiniínis til þess
gerð að hagræða vísitölunni. Meðan skattar þessir og útsvör fóru
sihækkandi, þótti ekki ástæða til að hafa þá með í útreikningi, en
(Framhald á 2. síðu).
Éngar kartdfiur i búðum - bis. 3
j