Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 3
TytWINN, sunnudagmn 2. október 1960. 3 Formannsskipti í varnarmála- nefndinni Lúðvík Gizurarson héraðsdóms- lögmaður, sem í fyrra haust féllst á að gegna formannsstörfum í varnarmálanefnd um eins árs skeið í saimbandi við breytingar á skipun nefndarinnar, lætur af því starfi samkvæmt eigin ósk um þessi mán- aðarmót. Hefur Hörður Helgason sendi- ráðunautur tekið við formennsku varnarmálanefndar af Lúðvík. Jafn framt hefur Hörður verið settur deildarstjóii varnarmálanefndar utanríkisráðuneytisins frá 1. októ- ber 1960 að telja. Örlygur Sigurösson, listmálarl, hefur opnað sýningu í sýningarsal Guð- mundar Árnasonar á Týsgötu 1. Örlygur sýnlr 65 vatnslitamyndir, allt ný verk. Engar kartöflur í búöum í Reykjavlk Það er erfitt að trúa því. en frá og með deginum á morgun verða engar kartöflur seldar í verzlunum í Reykjavík, og er óvíst hve lengi það ástand iielzt. Ástæður eru fyrst og fremst þær, að því er Sveinn Snorrason, forsvarsmaður kaupmannasamtakanna, tjáði blaðinu 1 gær, að „kaupmenn og kaupfélög treystast ekki lengur til þess að borga með hverri einustu kartöflu, sem seld er.“ Sveinn skýrði m. a. svo frá: Grænmetissaian hefur um langan tíma látið i veðri vaka, að hún myndi taka upp pökkun á kartöfl- um. Þegar þetta dróst ár frá ári, gerðu kaupmennirnir ákveðnar kröfur um þetta, og ítrekuðu þær. Síðast var krafa gerð 7. sept., og þé gefinn frestur til 15. okt. Ef ekki yrði komið eitthvað jákvætt fram þá, yrði hætt að selja kartöfl- ur í búðum ' Reykjavík um þessi mánaðamót. Grænmetissalan hefur ölltaf svarað því til, að um hús- næðisskort væri að ræða. og svar- aði því enn nú. Þá var ekki um snnað að ræða en stöðva söluna. Það er gert bæði af fjárhags og hreinlætisástæðum. Uppvigtun á kartöflum er að mörgu leyti ekki hreinleg, og ýmsar verzlanir hafa ekki húsnæði til að uppfylia þær kröfur sem gerðar eru. Söluprósenta hérlendis á kart- öflum er mjög lág. Auk þess er þetta niðurgreidd vara, svo sölu- prósentan er reiknuð af tilbúnu verði en ekki af hinu raunveru- lega. Það munar miklu, hvort sölu- laun eru reiknuð af rúmri krónu eða fjórum ki ónum.Dæmi umpökk en á 1. fl. kartöflum í 1 kg. um- búðir: Hvert kíló af kartöflum verð ur að setja í l1/-. kg poka. til þess eð hægt sé að loka honum. Hver poki kostar 23 aura. Það gerir kr. 23.00 á tunnuna. Einn maður er iy2 tíma að vigta upp úr tunnu. Samkvæmt 2 launaflokki á hann r.ð fá kr. 38.13 með orlofi fyrir þann tíma. Varlega áætluð rýrnun er 5%, eða kr. 8,25 á tunnuna. Þetta gerir samtals kr. 69.38. Sölu- laun eru 32.19 kr. fyrir tunnuna, þannig að kaupmaðurinn greiðir kr. 37.18 með hverjum 100 kg. bara fyrir þessa þrjá liði. Þessi kostnað- ur minnkar eitthvað við stærri um- búðir, en ekki nema til þess að gera lítið. Nú mun Grænmetissalan hafa fengið eitthvert húsnæði, og pökk- unarvél á hún. Hún getur að vísu ekki annað eftirspurn í Reykjavík hvað þá víðar, en er ekki betra að hafa alla þcssa pökkun á sama stað, jafnvel þótt ekki sé um vél- pökkun að ræða, heldur en 300? Síðan sneri blaðið sér til Græn- metisverzlunar landbúnaðarins og fékk þar eftirfarandi upplýsingar: Það er rétt, að Grænmetissalan hefur allt frá stofnun haft hug á að byggja dreifingarmiðstöð, og pakka kartöflurnar þar fyrir verzl- anir. Fór það þess að leit að fá að byggja slíka miðstöð á landi sínu icn við jarðhús, en bæjarstjórn dró þetta á langinn þar til í fyrra- liaust, að hún gaf afdráttarlausa r.eitun fyrir því. Hins vegar skyldi Grænmetissalan fá að byggja slíkt hús, en þar sem bænum sýndist á •svæði sem skipulagt skal á næstu þremur árum. Sem sagt, það getur dregist í þrju ár að byggingarfram- kvæmdir geti hafizt. Það er rétt, að Grænmetissalan hefur nú tekið á eigu bráðabirgða- húsnæði, go á eina pökkunarvél. Bikarkeppnin heldur áfram fara þá fram tveir leikir. Fyrri leikurinn er milli Fram *og Vals, og ætti þaS að geta orðið skemmtileaur og tvísýnn leik- ur, einkum þar sem Valur hefur á að skipa öllum beztu leikmönnum sínum. og ætti að geta gefið Fram harða keppni. Þessi leikur hefst kl tvö. Strax að honum loknum leika hinir nýbökuðu fslands meistarar frá Akranesi við Keflvíkinga. Þótt Kefl/tvíkur liðið hafi fallið niður í 2. deild eftir íslandsmótið er ekki úti lokað að lekurinn geti orðið skemmtilegur. Keflvíkingar Er. eins og áður er komið fram, mun hún ekki fullnægja nema litl- um hluta eftirspurnar. Forráðamönnum kaupmannasam takanna mun nú vera orðið Ijóst, að ekki er við Grænmetissöluna að sakast um þetta mál, heldur er þefta mál sem Grænmetissalan og kaupmannasamtökin verða að leysa í sameiningu. Yeturliði sýnir á Selfossi Veturliði Gunnarsson list- málari opnaði í gær málverka sýningu í samkomusal Kaup- félags Árnesinga á Selfossi. Sýningin stendur aðeins tvo daga og lýkur henni því í kvöld kl. 11. — Veturliði sýn ir þarna um 80 olíumálverk og vatnslitamyndir. Flestar myndirnar munu vera til sölu. eiga nokkra unga, efnilega leikmenn, sem í dag fá tæki- færi til að leika í fyrsta skipti með liðinu í þýðingarmiklum leik, auk þess, sem hinir reyndari leikmenn liðsins verða að sjálfsögðu með. — Akurnesingar munu stilla upp sama liði og sigraði KR á dög unum. Þar sem hér er um bikar- keppni að ræða, og þar með útsláttarekppni, þarf að fá úrslit í leikina. Ljúki þeim með jafntefli eftir venjuleg an leiktíma, tvisvar sinnum fjörutíu og fimm minútur, verður framlengt, þar til ann as hvort liðið fer með sigur af hólmi. íslandsmeistararnir ieika við Keflavík Tveir bikarleikir á Melavelli í dag. Jón Kr. Gunnars son látinn laus Tveir bílar þrotabúsins seldir á uppbo'ði í fyrradag í fyrradag fór fram í Hafn- arfirði uppboð á tveimur bíl- um úr þrotabúi Jóns Kr. Gunnarssonar útgerðarmanns. Uppboðið fór fram fyrir utan skrifstofur bæjarfógeta að við- stöddu margmenni. Jón Finnsson, fulltrúi gegndi hlutverkí uppboðs- haldara. Seldur var Ford-vöru bíll ’54 og átti Landsbank- inn hæsta boðið, kr. 67 þús. Einnig var seldur Chevrolet- fólksbíll ’58 o.g var hann sleg inn Sigurði Haraldssyni, ung um Hafnfirðingi á 106 þús. kr. Bíll þessi er notaður Ieiðu bíll, sem hingað var fluttur frá New York, en nokkuð hef ur borig á innflutningi slíkra bíla að undanförnu. Laus úr gæzluvarðhaldi Jón Kr. Gunnarsson var lát inn laus í fyTrakvöld en svo sem kunnugt er hefur hann setið í gæzluvarðhaldi 1 Reykjavík að undanfömu. Talið var að rannsókn máls- ins væri komi ná það stig að gæzlu væri ekki lengur þörf. f viðtali við blaðið í gær sagði Gunnar Sæmundsson, fulltrúi bæjarfógeta í Hafnar firði, að fátt nýtt væri um mál Jóns að segja. Rannsókn er umfangsmikil og gera þarf nákvæma endurskoðun á bók haldi o.fl. —h. Dinus saga drambláta Við Háskóla íslands starf- ar nefnd, sem annast um út- gáfu fslenzkra handrita. Nýtt rit er að koma út á vegum nefndarinnar um þessar mundir, og er það upphaf að útgáfu á óprentuðum ridd- arasögum. Fyrsta sagan í flokknum er Dínus saga drambláta, en Jónas Krist- jánsson cand. mag. gefur út. Nefndarmenn skýrðu frétta mönnum frá þessari útgáfu í gær, og hafði Einar Ólafur Sveinsson prófessor orð fyrir þeim, en auk hans skipa nefndina prófessorarnir^ Al- exander Jóhannesson, Ólaf- ur Lárusson og Þorkell Jó- hannesson. Nefndin hefur starfað undanfarin fimm ár og er veitt til hennar hundr- að þúsund krónum árlega á Bndgekeppnin Einmenningskeppni Tafl og bridgeklúbbsins er nú lokið, og urðu úrslit sem hér segir: 1. Tryggvi Þorfinnsson 1480 2. Guðlaugur Níelsen 1478 3. Böðvar Guðmundss. 1441 4. Kristján Guðmunds 1425 5. Reimar Sigurðsson 1422 6. Gunnar Vagnsson 1414 7. Benóný Magnússon 1413 8. Björn Benediktsson 1410 9. Björn Kristjánsson 1380 10. Ingi Jónsson 1371 11. Vilhj. Aðalsteinsson 1366 12. Gísli Hafliðason 1357 13. Aðalst. Snæbjörnss. 1356 14. Bjarnl. Bjarnleifsson 1350 15. Ingi Eyvinds 1342 16. Guðm. Danlelsson 1339 Tvímenningskeppni félags ins hefst á morgun, mánu- daginn 3. okt., í Sjómanna- skólanum. fjárlögum. Útgáfustarf henn ar er tvíþætt, annars vegar gefnar út vísindalegar texta útgáfur og hins vegar ljós- prentuð handrit. Hefur nefnd in áður gefið út ljósprentun á tveimur handritum að íslendingabók og útgáfu Jak obs Benediktssonar á Skarðs bók. Merkar bókmenntir. Prófessor Einar sagði, að til væri mikið af óprentuð- um og óþekktum riddarasög- um, en nauðsyn bæri til að þær væru gefnar út og gerð- ar aðgengilegar vísindamönn um, og því hefði verið ráðist í þessa útgáfu. Þesar bók- menntir eru að ýmsu merkar, einkum fyrir skyldleika sinn við evrópskar miðaldabók- menntir og ærið viðfangs- efni fræðimönnum á því sviði. Verður þessari útgáfu riddarasagna haldið áfram á næstu árum. — Þá hefur nefndin í ráði að hefja út- gáfu rímna síðan fyrir siða- skipti, en sama máli gegnir um þær og sögurnar, að þær eru allmiklar bókmenntir, ó- kunnar og ókannaðar. Finn- ur Jónsson gaf út á sinni tíð allmikið af fornum rímum, og er nú ætlunin að halda því starfi áfram. Þá hefur nefndin á prjónunum út- gáfu á sýnishornum hand- rita. allmikið verk. í þessari útgáfu af Dfnus sögu eru prentaðar tvær af þremur gerðum sögunnar með stafsetningu handrita, en bókin hefst á ítarlegum inngangi eftir Jónas Krist- jánsson. Kvað Einar Ólafur Sveinsson útgáfuna svo trausta og nákvæma sem föng væru á og hefði útgef- andi unnið mikið og gott starf með henni. — ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.