Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 11
11 jHgfeftH N N, simnudaghm 2. október 1960. Steinleir og listamaður ListamatSur, sem vill halda í sköpunarverk sitt, er bjnrjaíur at5 deyja, segir Waistel Cooper. í dag lýkur í sýningarsal Ás- mundar við Freyjugötu sýningu, sem frekar hljótt hefur verið um, þótt hún hafi vakið þeim mun nreiri athygli þeirra, sem hana hafa séð. Það er Waistel Cooper, sem sýnir þar ýmis konar muni úr steinleir. ásamt Sveini Kjarval sem sýnir ftúsgögn, sem hann hef ur teiknað. Waistel er S’kozkur' listamaður, sem á sínum tíma stofnði hér á landi keramikgerð- ina Laugarnesleir, ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur, Gesti Þorgríms- syni og Dolindu Tanner, og er mörgum fsiendingum kunnur frá dvöl sinni hér þá, ekki sízt held- ur vegna kennslustarfa sinna við frístundamálaraskólann. Hann er fæddur í Ayr í Skot- landi árið 1920. Hann stundaði fyrst nám í málaralist við lista- háskólann í Edinborg, en starf- aði síðan sem listmálari í Ayr og London. Hingað til lands kom hann 1947, þá til að mála. Það var ekki fyrr en hér, að hann fór að sýsla við leirgerð. — Eg hef ekki getað hætt því siðan. i — Hefur þú þá ekkert málað síðan? — Jú, einstaka sinnum. En leirgerðin krefst mikils tíma, Það verður ekki hægt að gera mikið annað, þegar út í þetta er komið á annað borð. — Svo móta ég stundum líka myndir í leir. Nei, ég steypi þær ekki, heldur brenni, eins og leir- munina hér. — Hvað tekur það langan tíma frá því að þú byrjar á hlut, þar til hann er fullgeiður. — Það getur skipt vikum. Þetta tekur allangan tíma. Walstel Cooper — En vinnurðu þá ekki að nokkrum hlutum í einu? — Það kemur fyrir, að ég vinn að formi, sem tekur mig heilan dag að ná. En stundum get ég unnið nokkra hluti í einu. — Glerhúðuniin? Eg experi- mentaði lengi með alls konar öskublöndui, þar til ég náði því, sem ég vildi. Waitsel nær í nokkra vasa og ker til að sýna mér muninn á glerungi ui viðarblöndu og öðr- um jarðefnum. Leirmunir Waitsel hafa þá sér- stöðu, að hafa einungis glerung að innan, en hrjúfa áferð að ut- an, flestir hverjir. Þeir skiptast algerlega í tvc hópa, hvað liti snertir. Annars vegar brún-hvít litbrigði, hins vegar sviar't-hvít eða grá. Þarna eru stórir munir og litlir, belgvíðir vasar, lág ker, kynjaverur í ílátslíki, litlir bakk- ar með ámáluðum fingerðum pensilmynaum. Waitsel tekur hausinn af hárri dömu, — eða öllu heldur tappann úr hárri flösku. — Sjáðu þennan, segir hann. Eg var búinn að reyna svo lengi við hann, og var aldrei ánægður. Svo kom einhver að heimsækja mig, og ég stóð með leirinn á milli handanna, og á meðan að hann talaði við mig, og þegar mér var iitið niður næst, var þetta orðið til. Ósjálfrátt. Eg hef oft rekið mig á það áður, að það er eins og maður nái því helst sem maður vill, með því að láta stjórnast af einhverri innri hvöt, heldur en að brjóta heilann og reyna sig. Hann snýr tappanum fyrir sér. Þetta er snotrasta kven- höfuð, snúningur í hnakkanum, eins og af hári undnu í hnút. — Það hefur talsvert selzt, segi ég og horfi á rauðu kringl- óttu deplana á miklum fjölda leír munanna. — Já, iujög mikið. miðað við aðsókn, 60 munir af 124. En því miður tiltölulega lítið af stóru hlutunum. í London væri þetta öfugt. Á sýningu í London hefðu stóru munirnir selst fyrst. Við tölum um mun á sýningum hér og ýmsum öðrum stöðum, þegar þarna ber að hjón, sem segjast vilja kaupa annan tveggja stærstu vasanna. — Er ekkert eifitt að slíta sig frá því, sem maður hefur skapað? segi ég að lokum. Hann virðist næsum undrandi. — Nei, ég lít á það sem hreina nauðsyn. Það hvetur mig til að vinna meira. Þegar listamaður er farinn að halda í sköpunarverk sín, er hann byrjaður að deyja.. Listaverkið er aðeins eftirlíking þess, sem er hér inni fyrir, hann leggur hendina á barm sér. Eg álít, að sumir listamenn geri sér ekki nægilega grein fyrir því, hversu nauðsynlegt það er að láta frá sér verk sín. Með því efl ir maður sköpunarmátt sinn. En eigi menn erfitt með að slíta sig frá þeim, hlýtur það að benda til, að þetta er að dvína, hann bankar á brjóst sér. Listamaður- inn að deyja. — Ferðu með það aftur, sem ekki selst hér? — Nei nei, ég skil allt eftir. — Erfitt að flytja bað? — Ekki mjög. Það er mikil vinna að pakka því niður, en það má pakka því þétt, steinleirinn þolir mikinn þrýsting. Hann er harðari en stál og álíka sterkur og steypt jára. — Þú ætlar ekki að setjast hér að aftur? — Mig langar að koma aftur og vinna hér, en nú hef ég leir- brennsluna mína úti, sem ég hef komið mér upp sjálfur, svo að ég mundi varla koma til langdval ar. En ég vil koma aftur, oft, eins oft og hægt er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.