Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, sunnudaginn 2. október 1960. Ketill Jensson syngur eftir fimm ára hlé Ketill Jensson óperusöngv ari, laeldur söngskemmtun í Gamla Bíó n.k. þriðjudag, kl. 7,15. Ketill kom fyrst fram sem einsöngvari árið 1948 með Karlakór Reykjavíkur. í ársbyrjun 1949 hélt hann til Ítalíu til söngnáms, kom heim í árslok 1951 og hélt sín ar fyrstu söngskemmtanir með aðstoð Fritz Weisshappel í Gamla Bíó í febrúar 1952. Fór síðan tvívegis aftur til ftalíu til frekari' söngnáms og í febrúar 1955 hélt hann aftur söngskemmtanir í Gamla Bíó með aðstoð Fritz Weisshappel. 1957 fékk hann styrk frá Menntamálaráði til söngnáms í V-Þýzkalandi og dvaldist þar 3 mán. Meðan Ketill var við nám á Ítalíu söng hann m.a. aðal tenór- hlutverkið (Egardo) í óper- unni Luciá di Lammermoor eftir Donnizetti í Ravello Porro, sem er bær skammt frá Mílanó. Hér heima hefur hann sungiS i óperunni Leðurblakan eftir J. Strauss og óp. Cavalleria Rusticana eftir Mascani í Þjóðleikhús- inu og við fjölda mörg tæki- færi bæði í Reykavík og úti á landi. ÆFT AF KAPPI Undanfarin ár hefur Ketill ekki haSft aðstæður til að helga sig söngnum sem skyldi vegna þeirrar atvinnu, sem hann hefur stundað og sem ekki mun vera einsdæmi með al söngvara hér á landi. Það er nú að ósk og áeggjan margra vina og kunningja Ketils Jenssonar, sem finnst of hljótt hafi verið um hann undanfarið, að hann nú eftir nær fimm ára hlé hyggst gefa bæjarbúum tækifæri til að hlýða á söng sinn eftir að hafa í sumar æft af kappi með aðstoð Skúla Halldórs- sonar tónskálds, sem og mun leika á hljóðfærið undir söng Ketils á þriðjudaginn kemur kl. 7,15. — Á efnisskránni eru mörg lög eftir erlenda og inn lenda höfunda. Næstkomandi mánudag, hinn 3. október, mun Mann- réttindadómstóll Evrópu taka fyrir mál vegna samskipta írska ríkisborgarans Gerard Lawless og lýðveldisins fr- lands. Er það fyrsta málið, sem dómstólinn fær til með ferðar. í dóminum eiga sæti 15 dómarar, og munu 7 þeirra fjalla um Lawless-málið, þeirra á meðal íslenzki dóm- arinn, Einar Arnalds, borgar dómari. Er hann farinn til Frakklands að þessu tilefni. Mannréttindadómstóll Ev- rópu var settur á fót skv. á- kvæðum í mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins, en ís- land hefur fullgilt þann sátt mála. Einstaklingar og ríki, sem telja að sáttmálinn hafi verið brotinn, geta sent sér- stakri nefnd, Mannréttinda- nefnd Evrópu, erindi þar að lútandi. Nefndin fjallar um málin og getur vísað þejm til dómstólsins. Fulltrúi ís- lands í mannréttindanefnd- inni er Friðjón Skarphéðins- son, fyrrverandi dómsmála- ráðherra. írinn Lawless var í sveit- um írska lýðveldishersins (IRA). Var hann handtek- Landssal íhalds og krata Þeir sigla til lands og semja. Sigur hjá Bretum fenginn. Tókst þeim laglega að lemja til lags við Moggadrenginn. Og Gröndal i gegnum sáu guðsvolað furðufés, sem hræríst í Ijótu og lágu lifsstríð! um Akranes. — Árnesingur. inn i heimalandi sínu og hnepptur í varðhald 11. júll 1957. Sat hann í varðhaldi um fimm mánaða skeið án þess að vera nokkurn tíma leiddur fyrir dómara. Taldi Lawless, að með þessu hafi mannréttindasáttmálinn ver ið brotinn. — Aðalvörn ír- lands er sú, að um brot hafi ekki verið að ræða, þó að al- mennt eigi að færa þá, sem handteknir eru, fyrir dómara án tafar. Byggist þessi skoð- un írlands á því, að lýðveldis herinn sé ofbeldisflokkur og að starfsemi hans hafi skap- að hættuástand. Eru ákvæði um það í mannréttindasátt- málanum, að á hættutímum megi gera ráðstafanir, sem fara í bága við almenn á- kvæði hans. Meirihluti mannréttinda- nefndarinnar ákvað að skjóta málinu til dómstólsins, og mun munnlegur málflutning ur hefjast á mánudaginn. Fer hann fram í heyranda hljóði Mannréttindadóm- stóllinn situr í Strasbourgh. Dómsforseti, þegar Lawless- málið kemur fyrir, verður Frakkinn Cassinn. Hundurinn og hrúturinn (Framh. af 1. síðu). bergi og siðan 200 metra eftir skriðu — en lifði samt. Nánari tildrög eru þessi: Er leitarmenn í innanverðri Helgafellssveit voru. í göng- um 19. sept. s.l. misstu þeir tvo forustusauði í kletta efst í norðanverðum Ljósufjöll- um. Það mun vera fremur fá- títt að kindur haldi sig svona hátt á þessum stöðum, enda Hundurinn Spori — á ba tavegi venjulega fönn þar, en vegna hins góða sumars má nú heita þarna snjólaust. Ekki munu gangnamenn hafa reynt að nú sauðunum niður að sinni, enda mjög erfitt um allar aðstæður og tvísýnt að ná þaðan kindum lifandi. Sauðir þessir eru frá innsta bænum 1 Helgafellssveit, Kárastöðum, og er annar svartur en hinn móhöttóttur. Nokkrum dögum seinna varð bóndinn á Kárastöðum var við þann svarta á heim- leið og fór hann einn saman. Þótti þá sýnt að eitthvað myndi hafa hent þann mó- höttótta. Á þriðjudaginn var fóru svo fjórir menn velbúnir og Fyrsta mál mannréttindadómstólsins: Fimm mánaða varð- hald án dóms- t MaÓurinn heitir „Lawless“ og er írskur Dansskóli RIGMOR HANSSON Samkvæmisd anskennsla hefst í næstu viku. fyrir börn, unglinga og full- orðna. Byrjendur og framhald. Einnig hjónaflokkar og smáhópar. Upplýsingar og innritun í síma 13159. Drykkjarker í fjós fyrirliggjandi. BÚVÉLADEILD *'V*,V«X*V‘V*V»V‘,V»V»,V*^A*V»'N.«‘V'V*X*'V*V*X*,W •\.»V«V»V*V*V*V»> Vísitalan Framhald af 1. síðu. nú þegar þelr lækka, eru þelr teknlr me3 og þá miðaS vlð eln- hverja hugsaða tölu áSur. Þetta skiptir launþega auðvitaS litlu, þar sem engin vfsitölu- uppbót er greidd, en eigi að slður gerð til þess að villa um fyrir fóikl og láta lífskjaraskerðinguna sýnast minni en hún er í raun og veru. Fyrst belnu skattarnir voru ekkl hafðir með í vísitölu áður, er undarlegt að taka þá inn núna. Fundur í Framherja FélagiS Framherji heldur fund sunnudaginn 2. október kl. 2 e. h. í Edduhúsinu. DAGSKRA: 1. Einar Ágústsson talar um efnahagsmál. 2. Félagsstarfið í vetur. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega Takið með ykkur nýja félaga. STJÓRNIN. hugðust ná þeim höttótta lif andi eða dauðum. Einn þeirra var góð skytta, vel vopnum búinn. — Þeir fóru úr byggð í góðu veðri, en er þeir komu til fjalla var skollið á suð- austan rok og því illt að at- hafna sig. Klaki er þarna nær upp úr og því hætt við að mönn- um skriki fótur. Þeir fundu þó sauðinn brátt og var hann á langri sillu eða klettabekk og hátt standberg fyrir neð- an. Athuguðu þeir fjn:st mögu leika á því að klífa upp á tindinn hinum megin í þeirri von að geta þaðan sigið nið ur til sauðsins, en leið sú reyndist með öllu ófær. Var þá helzt fyrir hendi að skjóta sauðinn þar sem hann var, þótt færi væri nokkuð langt. Með þeim félögum var stór og duglegur hundur, Spori, Svelgsstöðum, og kom þeim í hug að senda hann upp, því líklegt væri að hann mundi koma sauðnum niður, ef hann kæmist til hans. Gekk þetta vel í fyrstu, en er hann hafði nokkuð farið gekk á snarj/ur rokhnútur og feykti honum á hliðina. Missti hundurinn þá fótanna og féM niður standbergið, 100 metra, og valt síðan eftir skriðu 200 metra og lá þar sem dauður. Þegar sauðurinn sá til ferða hundsins tók hann á rás hærra í bergið og var ekki 1 skotfæri úr því. Urðu menn irnir þá frá að hverfa. Mennirnir þóttust hafa séð merki þess, að svarti sauður tnn hefði klifið upp á tind- inn og komizt austur af hon- um niður. Sá höttótti myndi hafa ætlað á eftir honum en hrapað niður og þá hvesst og hann ekki lagt í það aftur, enda stærri kind og þfngri á sér. Mennirnir hafa hug á að fara aðra ferð innan skamms. En ef fönn eða frost gerir er talið ófært upp til sauðsins. Af hundinum er það að segja, að hann komst til með vitundar innan skamms og var studdur eða borinn til byggða. Hafði hann hlotiB slæm sár, en er nú á bata- vegi. K.B.G. Áralöng átök (Framh. af 16. síðu). fram og Nagalandsmenn á- kæra indversku hermennina fyrir hryðjuverk en þeir segja aftur á móti, að Nagalands- menn fari um með ógn og skelfingu og eiri engu, sem ekki vill ganga þeim á hönd. Blaðið vill meina, að eng- inn vafi sé um sannleiksgildi frásagna Phizo um hryðju- verkin, en bætir hins vegar við, að indverska stjórnin hafi upp á siðkastið verið mót tækileg fyrir gagnrýni. Fram til þessa hafa aðeins indversk ir blaðamenn fengið að fara inn í héraðið en á þessu kunni ð verða breyting nú í haust, segir blaðið, og væntanlega verður þá allur sannleikur- inn leiddur í Ijós. Er enginn efi á því, að frétta um ástand og gang mála í Nagalandi svo og viðbrögð brezku stjórn arinnar vekja mikla athygli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.