Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 16
 221. bUV. Fann stúlkumynd og sveik fé af hjóna- bandsfúsum mönnum Það væri mikil synd að segja, að menn gætu ekki lát ið sér detta eitt og annað í hug til þess að reyna að græða penniga. Henning Jörgensen heitir rúmlega tví tugur danskur hljómlistar- maðru. Dag nokkurn, er hann gekk um göturnar fann hann mynd af einhverri stúlku og varð það upphaf að ævintýri, sem hefur þó nú fengið fremur dapurlegan endi. Jörgensen datt nefnilega það snjallræði i hug að — hafa milligöngu meðal karla og kvenna, er vildu kom ast í það heilaga, en ættu erfitt með að bera sig eft- ir björginni. Hann hóf þvi næst að aug- lýsa í blöðum i Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þar sem hann sagöist geta komið mönnum í kynni við undur- fagrar stúlkur í giftingarhug leiðingum. Tóm svik. En í rauninni stofnaöi Jörgensen enga miðlunar- skrifstofu. Hann lét aðeins gera fjölmargar eftirprent- anir af mynd þeirri, er hann fann á götunni á sínum tíma og sendi hana öllum þeim, sem settu sig í samband við *iinn. Það var hins vegai nauðsynlegt fyrir þá, sem njóta vildu meðalgöngu hans að greiða honum sem svarar allt að 100 krónum fyrirfram og margir virtust ágirnast meyjuna, sem myndin var af og ekki leið á löngu þar til Jörgensen hafði tekið á móti nær 1100 óskum um meöal- göngu til þess að komast í samband við stúlkuna. En auðvitað gat þetta ekki gengið lengi. Svikin komust brátt upp. Jörgensen hefur (Framhald á 15. síðu). Bandaríkjamenn farið frá Kúbu Rát$leggur bandaríska utanríkisráðuneytib Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefir látið þau boð út ganga til Bandaríkjamanna á Kúbu, að það væri skynsam legt að fara burt frá eynni vegna stöðugrar áreitni, sem Bandaríkjamenn verða fyrir af hálfu eyjarskeggja. Á Léttskýjað Allt bendlr til þess að sól- skinið, sem var í gær, haldi áfram í dag. Veður- stofan spálr stilltu veðrl og léttskýuiðu með köflum. Kúbu eru nú u. þ. b. 4000 Bandaríkj amenn. Segir í tilkynningu ráðu- neytisins um þetta mál, að frá því í ársbyrjun hafi nær 50 Bandaríkjamenn á Kúbu lent í höndum öryggissveita stjórnar Castros og verið haldið í gæzlu dögum sam- an án þess að fá nokkra vit- neskju um hvers vegna. Ýms ir blaðamenn frá Bandaríkj- unum hafa orðið að þola sömu meðferð. Óöryggi. Nýjasta dæmið um óöryggi bandarískra borgara á Kúbu er það, að fyrir nokkrum vik- um var ráðist að bandarískri konu og tveimur sonum henn ar, þar sem þau voru í bif- reið. Löregla var nærstödd, en gerði ekki minnstu til- raun tii að koma fólkinu til aðstoðar. Þá segir ráðuneytið, að all ar hefðbundnar diplómatisk- ar reglur hafi verið brotnar gagnvart bandaríska sendi- herranum og sendiráðinu á Kúbu. Skora Bandarikin nú á aðrar þjóðir í Ameríku að ráðleggja einnig landsmönn- um sínum á Kúbu að halda heimleiðis frá eynni. Árlöng átök við uppreisnarmenn ÞaS er ekki ýkja langt síð- an, aS litlar fréttir var að fá frá fjarlægum stöðum og því erfitt að fylgjast með því, sem þar gerðist. Enda þótt þetta sé breytt, er það þó svo enn, að ýmislegt, sem gerjst með fjar- fægum þjóðum, höfum við enga hugmynd um. Flestir vita, að Indverjar eiga í landa- mæraþrætu við Kínverja en hitt mun færri hafa vitneskju um, að Indland á við uppreisn- armenn að stríða innanlands. Stutt er síðan, að Nagaland, sem er hrjóstugt fjallahérað í norðaustur hluta Indlands, var gert að sjálfstæðu ríki. Þetta var gert í þemi tilgangi af hálfu stjórnarvalda lands- ins að frðþægja hina 400 þús. íbúa héraðsins, sem um ára- bil hafa sífellt stutt kröfu sina um sjálfstæði með áeirð nm og blóðsúthellingum. Hins vegar hefur sjálfstæðisveit- Á korti þessu sést staða Nagalands merkt dökkum lit. ingin ekki dugað svo sem vænst var. Komið hefur til al varlegra átaka milli ind- verskra hermanna og Naga- landsmanna og foringi þeirra Phizo, segir að Nagalands- menn muni halda baráttunni áfram. Algert sjálfstæði Phizo var á sínum tíma í Lundúnum og ræddi þá við blaðamenn. Þetta var eftir að héraðið hafði fengið sjálf- stæði. Phizo sagði við blaða- mennina, að þetta sjálfstæði væri engin lausn. Nagalands- menn, sagði hann, láta sér ekki nægja sjálfstjórn í ríkja sambandinu vig Indland. Nefnd sú frá Nagalandi, sem um þetta samdi við stjómina í Nýju Dehlí, var ekki skipuð fulltrúum fólksins, hélt Phizo áfram. Við vilum og láta rannsaka til hlítar þau of-1 beldisverk, sem á okkur eru{ borin og við viljum láta er- lenda fréttamenn koma til Nagalands til þess að kynna sér ástand mála þar. Stöðug hryðjuverk Nagalandsmenn tala sitt eigið tungumál og hafa mjög sérstæða menningu. Þegar Indland vars sjálfstætt ríki innan brezka samveldisins 1947 óskuðu íbúar Nagalands eftir því, að indverskir her- menn kæmu ekki til héraðs- ins í stað þeirra brezku, sem þá voru á förum. Þessu var Nagalands-héraði haldið lokuöu og leynf margra ára átökum og hryðjuverkum. þó ekki sinnt og hófust strax væringar með heimamönnum og hinum indversku hermönn um — fyrst að vísu mjög smá vægilegar en síðar alvarlegri. Á árinu 1954 kom svo til blóðsúthellinga og óeirðirnar mögnuðust um allan helming. Upp frá þessu má segja, að ekki hafi verið friður í land inu. Um þessa atburði hefur flestum verið lítt k'iiinugt. Á blaðamannafundinum í Lundúnum krafðist Phizo þess af indversku stjórninni, að hún söðvaði blóðsudrell- ingamar og hann skoraði á aðrar þjóðir að taka afstöðu í málinu. Phizo lagði fram skrá yfir 27 hryðjuverk, sem hann seg ir, að indverskar hersveitir hafi framið í landinu. Eitt hið alvarlegasta skeði í nóv. 1954, þegar hermennirnir hálshjuggu 60 manns i hérað- inu þar á meðal bæði konur og börn. Þetta gerðist í borg- inni Yengpang og húsum og ökrum eytt. Skömmu síðar umkringdu indverskir hermenn þorp nokk uð í héraðinu og ráku íbúana saman eins og fé í rétt, réð- ust síðan að konum og naðg- uðu þeim. Lokað land Brezka blaðið „Observer“ hefur ritað grein í sambandi við þessa frásögn Phizo. Seg ir blaðið, að ekki ætti að vera erfitt að komast að raun um, hvort ásakanir Phizo séu rétt ar eða ekki en hins vegar sé það svo, að allt frá árinu 1955 hafi Nagaland verið lok að. Það er ljóst, segir blaðið, að ófriður ríkir og það er at hyglisvert, að Indiandsstjórn NEHRU — er hann ábyrgur fyrir hryðju- verkunum? hefur viljað halda átökunum leyndum fyrir umheiminum. Enginn fær að heimsækja hér aðið — jafnvel trúboðum er visað frá. Allt bendir þetta til þiiss, að Indilandsstjórn telji sig hafa eitthvað til að fela. Times segir, að enn sé of fljótt að segja uiz, hvort sú leið, sem indverska stjórnin hefur valið, reynist heilla- drjúg, (Hér er átt við þá á- kvörðun, að veita Nagalandi sjálfstæði innan indverska ríkisins), þrátt fyrir þau um- mæli Phizo, að hún gangi ekki nógsamlega langt. Opnað í haust Times heldur hins vegar áfram og segir, að miklu blóði hafi verið úthellt í héraðinu og að grimmdin sé takmarka laus. Baráttunni er haldið á- (Framhald á 2. síðu). Þetta er Phizo foringi uppreisnarmanna í Nagalandi gegn indversku stjórninni. Nagaland hefur nú fengið sjálfstæði innan indverska ríkisins en Phizo telur það enga lausn og segir baráttuna halda áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.