Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, sunnudaginn 2. október 1960. wm — Jahá. Aríemus Ward: KVEKARAR Baldur Oskarsson þýddi Kvékarar eru undarlegasti trú- flokkur’, sem ég hef nokkru sinni fyrir hitt. Auðvitað hafði ég heyrt menn tala um íþá og auðvitað hafði ég séð þá með þessa barðabreiðu hatta sína og sloprokka en aldrei haft náin kynni af þeim og ég hafði litið á þá sem vangefna þar sem ég hafði aldrei sfaðið aug- liti til auglitis við neinn þeirra, og hafi ég ein- hvern tíma gert það, þá hafa þeir sjálfsagt verið búnir eins og venju legir hvítir menn og ég ekki þeikkt Þá. En ólíklegustu 'hlutir geta komið fyrir jafnvel á nítjándu öldinni. Þannig festi ég hest og vagn um dimma nótt og í ferlegu hvassviðri, og þá varð óg tilneyddur að flýja á náðir kvekara. Við strituðumst áfram þarna í forinni og skítnum, þegar ég kom skyndilega auga á mikið Ijós fram- undan. Ég gaf bestinum smá upp- frískun með svipunni og var hrátt kominn _gð húsinu þar sem ljósið brann. Ég barði og maður kemur til dyra, langur og alvarlegur og sléttur í fr'aman. Það var yfirkvek- arinn sjálfur. — Heira kvekari, sagði ég, hér bafið þér einn viliuráfandi sauð fyrir framan yður og hann biður yður um húsaskjól. — Jahá, sagði kvekarinn og gekk á undan mér inn í húsið, en annar kvekari var sendur út til að hirða hest og vagn. Alvarleg kvinna, sem mest líkt ist baunagrasi frá því í fyrra sveip- uðu í stóran mjölsekk kom inn og spurði hvoxf ég væri svangur eða þyrstur. Ég svaraði: — Ekki laust við það, og hún fór sína leið en ég reyndi að hefja samræður við gamlingjann. — Yfirkvekarinn, er ekki svo? spurði ég. — Heilsan góð? — Jahá. — Hvaða laun hefur nú yfirkvek ari, þegar hann er útlærður — eða veitið þér kannske þjónustu yðar ókeypis? — Jahá. — Kignir mikið í kvöld. — Jahá. — Bölvans ófærð ef hann held- ur svona áfram. — Jahá. — Má ég ’gerast svo djarfur að spyrja, hvað hafið þér nú þurft að borga fyrix' þennan skringilega sloprokk, sem þér eruð í, með saumalaunum og öllu þess háttar? — Jahá. Ég þagði um stund og hugsaði með mér að ég skyldi gera mig kumpánlegan við hann svo ég sió hann á öxlina og rak upp skelli- hlátur og sagði við bann að hvað jahá-menn snerti ætti hann ekki sinn líka í víðri veröld. Hann hoppaði upp eins og ég hefði skvett skolpi í fésið á hon- um, gaut augunum til mín á ská og sagði: — Þér eruð syndug sál! Og svo fór hann út. Um leið rak kellan í mjölsekkn- um inn höfuðið og tilkynnti að hinn þreytti ferðalangur gæti nú fengið hressingu og ég sagði að ef hún ætti við mat þá segði ég ekki nei takk, og svo elti ég hana inn í næsta herbergi. Ég settist við borðið og kellan í mjölsekknum hellti upp á te. Hún sagði ekki orð og í fullar fimm mínútur heyrðist ekkert hijóð nema feimnislegt tikk í gamalli klukku sem stóð í einu horninu. Það var steinhljótt og ég varð órólegur og mér fannst ég verða að segja eitthvað við kellu, annars mundi ég springa. Svo ég segi við hana si srvona: — Mér skiist að það sé andstætt kenningum ykkar, fröken, að ganga í hjónaband? — Jahá. — Svo karlmenn og kvenfólk lifa þá út af fyrir sig? — Jahá. — Það er nú svolítið skrýtið, segi ég þá og geri mig eins blíðan í máii og framast er unnt, að svona falleg stúlka eins og þér hafið aldrei verið fastsett. (Ath.! Hún var yfir fertugt og Ijótari en nokk ur fuglahræða en ég mátti til að skjalla haha). — Ég er ekkert fyrir karlmenn, sagði hún stutt í spuna. — Árakomið. Segið það ekki. Ég held að þeir hafi nú sína þýð- ingu fyrir mannkynið. Ég skil eig inlega ekki hvernig við gætum verið án þeirra. — Við konui'nar mundum klára okkur mikið betur ef það væru engir karlmenn! — Þér verðið að fyrirgefa en það 'beld ég nú að væri skrambi óheppilegt. Það væri óeðlilegt íl hæsta máta. — Ég er hrædd við kar'lmenn, sagði hún. — Það er nú alveg ástæðulaust, fröken. Þér hafið ekkert að óttast. — Hér stöndum við utan við hina syndumspilltu veröld. Hér er- um við frjáls. Við erum bræður og systur. Við giftumst ekki og höfum þar af leiðandi engin fjöl- skylduvandamál, enga eiginmenn, sem skammast við konurnar sínar og engar eiginkonur, sem rífast við sína menn. Hér eru engin börn sem gera okkur lífið leitt. Ekkert sem gerir’ mann nervusan hér. Eng in syndsamleg hjónabönd. Kannske þér vilduð gerast kvekari? — Ne-ei, segi ég, það held ég ég kæri mig ekki um beinlínis. Ég hafði nú hesthúsað eins mik- inn mat og mér var þægilegt og ég hallaði mér aftur á bak í stóln- um og fór að stanga úr tönnunum á mér með gafflinum. Kellingin gekk út og skildi mig eftir einsaml an með klukkunni. En ekki hafði ég lengi setið áður en yfii'kvekar- inn rak skallann inn úr gættinni. — Þér eruð syndug sál! sagði hann og svo tuldraði hann og hvarf. Rétt á cftir komu tvær ungar 'kvekarapíur inn, eitthvert það fallegasta kvenkyn sem ég hef nokkurn tíma séð. En náttúr'lega voru þær klæddar í sams konar mjölsekki og kerlingarafmánin, sem ég hitti fyrst og silkimjúkt hár þeirra að mestu leyti faliði undir stórum, hvítum höfuðklútum sem konur annax's setja ekki á sig nema þær séu í ekkjustandi. En augun glóðu eins og demantar og kinnarnar voru með rósablæ og þær ’hefðu getað fengið mann til að henda grjóti í ömmu sína, þó þær hefðu aldrei nefnt það. Þær fóru að taka af borðinu um leið og þæi’ skotruðu til mín augunum af og til, og ég varð alveg snar í buxunum. Eg var svo uppnuminn, i að ég gleymdi Betsy Jane og óg segi rótt si svona: — Hvernig hafið þið það elskurnar mínar? — Ágætt, takk, sögðu þær al- varlegar. — Hvar er gamlinginn? spurði ég lágr'i röddu. — Um hvern eruð þér að tala — bróður Úría? — Ég meina hann þarna fugl- inn, sem kallar mig syndara. Það kæmi mér ekki á óvart að hann héti Úria. — Hann er farinn að sofa. — Þá skulum við gei'a svoldið að gamni okkar, elskurnar atnínar, segi ég. — Hvað segið þið um mömmu- leik? — Bruð þér kvekari? spurðu þær. — Ne-ei, elskumar mínar, ég er nú ekki búinn að skrýðast slop- rokknum en ég mundi nú vera með ef allar væru eins og þið. Ég er nokkurs konar bráðabirgðakvek- ari. Þær voru svo leikfullar og vildu aldrei hætta, þótt þær væru dá- lítið feimnar til að byrja með. Ég kenndi þeim mömmuleik og sitt- hvað fleira og við skemmtum okk ur prýðilega, en við pössuðum nátt úrlega að bafa lágt, svo að gaml- inginn skyldi ekki heyra. Þegar við hættum segi ég si svona: — Finnst ykkur, elsfcurnar mínar, að við ættum að kyssast einn saklaus an koss áður en við skiljumst? — Jahá, sögðu þær og það sagði ég l£ka. Svo fór ég upp að sofa. Og ég hef víst verið búinn að blunda svona í hálftíma, þegar ég vafcna við eitthvert buldur við dymar. Ég settist upp í rúminu og nudd- aði stírumar úr augunum og þá sé ég það sem nú skal greina: Yfir- 'kvekarinn s téð í gættinni og Ihélt á stóru kerti. Hann var í emgu öðm en náttserknum, sem flaxaðist um fæturna á honum eins og flagg í stormi. Hann sagði: — Þér eruð syndug sál! og svo tuldraði hann og fór. Ég sofnaði aftur og mig dreymdi ég var á flótta með báðiar sætu kvekarapíumar fyrir framan mig á hestinum. Mér fannst hestræfill- inn alveg vera að sligast rétt við túngarðinn heima hjá mér í Bald- ins ville og Betsy Jane kom út að taika á móti okkur með gusu af sjóðheitu vatni. Yfirkvekarinn vakti mig snemma. Hann sagði að hressing biði mín niðri. Svo sagði hann að ég væri syndug sál og fór tundi’andi sína leið. Á leiðinni gegnum forstofuna þangað sem maturinn var fram- reiddur rakst ég á yfirkvekarann (Framhald á 12.Víðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.