Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 6
T í MIN N, sumiudagwn 2. október 1960. Dansinn lengir lífið og heldur fólkinu ungu Rætt vií Rigmor Hansson danskennara um nýjustu dansana og dannskenslu Rigmor Hanson, dans- kennari, er nýkomin heim £rá útlöndum, þar sem hún hefur að vanda kynnt sér alalr helztu nýjungar í sam- kvæmisdönsum. Frú Rigmor á nú um tuttugu ára starf og merkt brautryðjanda- starf að baki í danskennslu, en hún fyigist enn vel með ölulm nýjungum, og er að hefja danskennslu sína á þessu hausti um þessar mundir. Danskennsla frú Rigmor hefur jafnan notið mikilla vinsælda, og hlotið ágætan orðstýr. Frú Rigmor Hanson er þó enn sem ung stúlka í hreyfingum og útliti, og þeg- ar tíðindamaður blaðsins hitti hana til þess að spyrja frétta úr utanförinni, varð honum fyrst fyrirað spyrja: — Hvað gerið þér til þess að halda yður svona ungri? — Ekki nokkurn skapaðan hlut svo að ég viti, svaraði Rigmor, nema það sé dansin- um að einhverju leyti að þakka. Ég hef lítinn tíma af- lögu, en þar sem atvinna mín er að dansa og kenna dans og ég er þar af leiðandi sí- dansandi, ' mætti kannske ætla, að eitthvað væri til í máltækinu, að dansinn lengi lífið og haldi fólkinu ungu. Að minsta kosti hljóta allir að hafa gott af því að dansa og sennilega er fátt betur til þess fallið að halda fólki ung legu og léttu á sér. — Fóruð þér víða í sumar? — Já, ég fór víða um Evr- ópu en dvaldi lengst í Róm, Kaupmannahöfn og London. — Hvað er nýjast að frétta úr heimi dansins? —." Alls staðar eru Suður- Amerísku dansarnir mest í tízku enn — sérstaklega rúmba, samba og foxtrot. Þá hefur komið fram nýr dans, upprunninn í Bandaríkjunum og nefnist „Madison“, og hef- ur náð mikilli hylli. Virðist svipaður áhugi fyrir honum þar vestra núna og á rokkinu, þegar það var efst .á baugi Þetta er fallegur dans, mjög RIGMOR HANSON fjörlegur en miklu stílfallegri en rokkið. Ég mun kenna hann ásamt öllum eldri samkvæm- isdönsunum I vetur, og einn- ig verða fleiri nýjungar á döf inni. — Hvenær byrjar dans- kennslan? — í næstu viku. Þá hefst danskennsla fyrir börn og unglinga, bæði byrjendur og framhaldsflokka. Innritun og afhending skírteina stendur yfir í Góðtemplarahúsinu þessa dagana. Þá mun ég einnig í vetur kenna hjónum og pörum, svo og smáhópum fólks, sem tek- ur sig saman til að læra dans. Er hægt að panta slíka einka- kennslu. Ég verð í Góðtempl- arahúsinu eins og undan- farna vetur. Innritun stendur yfir eins og fyr segir, og er 1 síminn 13159. A HENTUGUR PENNI Á HÓFLEGU VERÐI - skólapenni skrifstofupenni Lögun og gerð með séreinkennum Parker Mjög mjúkur raffægður oddur ............ ....... Endingargóður og sveigjanlegur fyiiir .......... Sterkt skaft og skel-laga ...................... Gljáfægð hetta, ryðgar ekki............. Parker SUPER ”21” penni Á ÞESSU VERÐI FÁIÐ ÞÉR HVERGI BETRI PENNA Ekkert annað merki getur jafnazt ... að útliti gæðum og gerð .. og þó er Parker SUPER ,.21“ seldur á ótrúlega lágu verði! Mörg útlitseinkenni. sem notuð eru af dýrari Parker- pennum eru sameinuð í endingargóðu efni og nákvæmri gerð. Hann er framleiddur til að endast árum saman, með áferðar- fagurri skrift og mesta styrkieika gegn brothættu og leka. Fæst nú með fínum oddbreiðum og fjórum fögrum skaftlitum. FRAMLEIÐSLA W*. THE PARKER PEN COMPANY 9-2121 ' V. Fljótshlíð — Reykjavík Sérleyf isferöir 1. okt 1960 fer vestur um land í hringferð 6. þ. m. Tekið á móti flutningi á mánudag til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð- ar og Akureyrar. Frá Múlakoti sunnudaga kl. 17, þriðjudaga kl. 9, laugardaga kl. 9. Frá Reykjavík sunnudaga kl. 21.30, miðvikudaga kl. 18, Laugardaga kl. 14. Sérleyfishafi. <§> MELAVÖLLUR BIKARKEPPNI K.S.f. Farseðlar seldir á miðvikudag. Mótmæla samningutn Hlégarður Mosfellssveit Hlutaveltan hefst kl. 3. í dag kl. 14 keppa Fram — Valur Dómari: Magnús V. Pétursson. Kl. 15.45 keppa Akranes - Keflavík Dómari: Guðbjörn Jónsson. Verð aðgöngumiða: Fyrir börn kr, 5.00. — Stæði kr. 20.00. Stúkusæti kr. 30.00 MÓTANEFNDIN. (\*V\'V*V*VVV'WVV*VW*V*V*V*WWV*V*N*>.*N.V*\ Fundur haldinn í Trésmiða félagi Reykjavíkur, laugardag inn 24. september 1960 mót- mælir harðlega þejrri ákvörð un ríkisstjómarinnar ag taka upp samninga við Breta um landhelgismálið og minnir í þvi sambandi á, að Bretar eru eina þjóðin, sem hefur áður reynt að svelta okkur ti hlýðni og reynt ag þvinya okk ur til undanhalds með ofbeld isaðgerðum, sem öll, íslenzka þjóðin fyrirlítur. Jafnframt skorar fundur- inn á Alþingi og rlkisstjórn að hvika í engu frá 12 milna fiskveiðilögsögu. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum utan einu. Engin núll. — Úrval góðra muna svo sem raf- magnstæki, lömb, kálfar, flugfar o m fl. Drekkið miðdegiskaffið í Hlégarði. Kvenfélag Lágafellssóknar. Útför mannsins míns Elíasar Júlíusar Eleseussonar, frá Skógum, Arnarflrðl, sem andaðist 27. sept., fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 4. okt. kl. 13,30. Vegna mín og annarra vandamanna. Hallfríður Jónsdóttlr. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.