Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 5
T í MIN N, stumudagnm 2. október 1960. ' .. ........................ .......... .......... -s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj. Egill Bjaænason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. - ...........................— ------- ■ ------- ■ -» Erfiðleikar sildarútvegsins Afkoma síldarútvegsins veldur mörgum áhyggjum um þessar mundir. Nú á haustnóttum fer það eins og verða vill, að margir reynast vitrir eftir á. Nú telja ýmsir, að bjartsýnin hafi verið of mikil s. 1. vor. Að of margir hafi farið á síld í sum- ar. Að of miklu hafi verið til þess kostað. Eins og sakir standa nú er freistandi að fallast á skoðanir af þessu tagi, og vel getur verið, að þeir hafi nokkuð til síns máls, sem svo mæla. Hitt er víst, að ef veiðarnar hefðo gengið eftir óskum, hefði nú kveðið við annan tón. Og á s. 1. vori bar ekki mikið á úrtölum. Það er ekki og verður víst aldrei hægt að reka síldveiðar án áhættu. Svipað má segja um sjávarútveginn í heild og raunar þá atvinnuvegi, sem lengst hafa verið stundaðir hér á landi, þó myndi það þykja saga til næsta bæjar, ef íslendingar hættu að stunda sjóinn, enda almennt talið, að ekki sé betri kosta völ á þessu eylandi og þótt víðar sé farið. Hjól tímans heldur áfram að snúast Á næsta vori mun aftur að því koma að taka ákvarðanir i sambandi við síld- ina. Vel er, að framsýnir menn, glöggir og góðgjarnir, noti tímann til umþenkmga um þessi mál, því að þá mun enn verða þörf þekkingar og hollra ráða. Þ? kynm það t. d. að vera athugandi, hvort ekki sé íiægt að gera meira verðmæti úr síldinni en nú er gert, eftir að hún er komin á land. Um það efni var á síðasta Alþingi samþykkt tillaga írá Framsóknarmönnum og ríkisstjórninni falið að sinna því máli. En það, sem nú liggur fyrir er að ráða eftir megni fram úr þeim vanda, sem skapazt hefur á þessu sumri. Það er kunnugt, að afli síldveiðiskipanna á s. 1. sumri var mjög misjafn. Sum skip hafa sáralítmn afla fengið, og mörg hafa ekki aflað fyrir tryggingu. Þess hefur verið vænzt, að hlutatryggingasjóður hlypi undir bagga og veitti aðstoð til að gera upp við skipshafnirnar sem eiga sjóveð í skipunum. Á því eru þó ýmsir erfiðleikar og þá ekki sizt sá, að síldveiðideildma skortir fé. Þetta mál mun nú hafa verið í athugun hjá sióðsstjórni/mi og ríkisstiórnmni í nokkrar vikur eða síðan síldveiðinm lauk og hefur enn ekki verið ráðið til lykta svo að kunnugt sé Sumir telja, að ríkisstjórnin hiki við að veita sjóðnum aðstoð af ctta við, að henni kunni að verða borið á brýn að hafa brugðizt vfirlýstri stefnu sinni og hinu nýja efnahagskerfi. Um það efni má sjálfsagt lengi þrátta. Hitt er víst, að fiskar sjávar- ins haga ekki göngu sinm eftir efnahigskerfum. En síldarútvegurinn á ekki aðeins erfitt með að greiða skipshöfnum kauptryggingu. Erfiðleikarnir — þegar frá er tekin sjálf aflatregðan — stafa að verulegu leyti af stórhækkuðu kaupverði hinna nýju skipa og af hinum mikla veiðarfærakostnaði á þessu sumri. Verðhækkun varð mikil á þessu ári, er, auk þess er nú um að ræða hjá miklum hluta flotans nýjar gerðir veiðarfæra og kostn- aðarsamari en fyrr í samræmi við bætta veiðitækni. Það mun ekki ótítt, að keypt hafi verið veiðarfæri á eitt skip íyrir 700—800 þús. kr. Þessi veiðar+æri munu yfirleitt hafa verið keypt fyrir bráðabirgðalán Slík lán er ógerlegt að borga upp af hluta útgerðarinnar á einu sumn, nema um óvenjulegan afla sé að ræða. Á síðasta Alþingi flutti Jón Skaftason alþm. tillögu til þingsályktunar um athugun á möguleikum til að skipu- leggja sérstaka lánastarfsemi í sambandi við verðmikil veiðarfæri, sem ætla má að hafi þá endingu að þau geti talizt veðhæf. Var gert rað fyrir að s'ík lán yrðu veitt til nokkurra ára, miðað við endingu hiutaðeigandi veiðar- færa. Ríkisstjórnin og tiokkar hennar gátu þá ekki á það fallizt, að samþykkja þá tillögu. Nú mun varla verða hjá því komizt að gefa þessu máli gaum. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / ------------ Fréttabréf frá S.Þ.: ----------- Skoðanamunur forsetaefnanna Eru Bandaríkjamenn ánægðir metS ríkjandi ástand eía ekki? 5 / / / / / / / / / New York, 28. sept. NOKKRU EFTIR að flokk- arnir útnefndu forsetaefni sín í sumar, varð það að samkomu- lagi milli þeirra og helztu sjón- varpsstöðva Bandaríkjanna, að þau skyldu halda fjóra sameig- iniega fundi, er væri sjónvarpað um öll Bandaríkin. Fyrsti slíkur fundur þeirra Kennedys og Nixons fór fr'am síðastl. mánu- dagskvöld. Hans hafði verið beð ið með mikilli eftirvæntingu og síðan hefur verið rætt mikið um hann. Án efa hefur hann orðið til að auka áhuga manna í sambandi við forsetakosning- talsvert vanta á, að þeir hafi persónuleika þeiira Stevensons og Eisenhowers. Þetta finnst mér og álit fiestra, sem ég hef talað við. Vel má samt vera, að þeir séu ekki síður hæfir til forsetastarfa en þeir Steven- son og Eisenhower. Ef litið er á málflutning þeiri'a Kennedys og Nixons í kosningabaráttunni, er hann harla ólíkur og er það ekki sízt Kennedy, sem á þátt sinn í því. Rauði þráðurinn í málflutningi Kennedys er sá, að hann sé ekki ánægður með Bandaríkin að Roosevelt hafi þótt góður ná- ( granni í Suður-Ameríku vegna . / þess, að hann hafi verið góður / nágranni í Bandaríkjunum sjálf / uifi. / Af hálfu Kennedys er lögð / áherzla á, að kosningarnar snú- / ist meira um stefnur en pei'són / ur. / MÁLFLUTNINGUR Nixons / er á allt aðra leið. Hann lýsir / ánægju sinni á ástandinu í / Bandaríkjunum eins og það er / í dag. Aðalatriðið sé að halda ) í horfinu og vinna friðinn. Þjóð / in þurfi ekki að leggja neitt / harðara að sér en nú sé gert. / Siónvarpsviðræður forsetaefnanna vöktu mikla athygli. arnar, en annars hafa þær horf ið í skuggann undanfarið vegna þeirra atburða, sem hafa verið að gerast á þingi Sameinuðu þjóðanna. Fundur þessi fór fram með þeim hætti, að fyrst fluttu for- setaefnin stutt ávörp. Síðan lögðu blaðamenn fyrir þá spurn ingar. Að lokum fluttu þeir svo kveðjuorð. Svo fljótt var skipt um efni spurninganna, sem að- allega fjölluðu um innaniands- mál, að aldrei kom til verulegra umræðna milli forsetaefnanna. Að mínum aómi stóðu bæði forsetaefnin sig aUvel. Svör Kennedys voru þó öllu gleggri og hnitmiðaðri og báru þess vott, að hann er fljótur að hugsa og rökvís. Nixon hafði hins vogar öUu betri framsetn- ingu og var því ekki síður sann færandi. Hann lenti öllu meira í varnarstöðu og yfirleitt reyndi hann mjög til þess að gera sem minnst úr ágreiningi þeirra Kennedys. Takmarkið væri hið sama hjá báðum, en þá deildi á um aðferðir. Aðferð Kennedys myndi leiða til meiri ríkisaf- skipta og ríkisútgjalda. Kenn- edy svaraði með því að sýna fram á, að stefna Nixons myndi leiða til þess, að Bandaríkin stæðu í stað. Rétt væri að halda ríkisafskiptum í hófi, en óttinn við þau mætti ekki leiða til kyxr stöðu og kreppu. Samkvæmt frásögnum blað- anna, virðast þeir fleiri, er telja að Kennedy hafi veitt held ur betur og sjónvarpsfundurinn hafi því orðið til þess að styrkja hann. Þess þurfti hann líka með, því að fram að þessu hafa sigurhorfur Nixons virzt held- ur betri. Það virðist hafa hjálp að honum, að fólk áliti hann reyndari en Kennedy, og því hæfari til forustu, Ég átti þess kost að fylgjast með þeim Eisenhower og Stev- enson í sjónvarpi 1952 og 1956 Þótt mér geðjist aUvei að þeim Kennedy og Nixon, finnst mér eins og þau séu í dag. Það riki kyrrstaða inn á við, en undan- hald út á við. Hann segii nauð synlegt að treysta landvarnirn- ar, auka framlög til opinberra framkvæmda, stórbæta skóla- kerfið, auka sjúkra og ellitrygg ingar, hækka lágmarkslaun vei’kafólks og útrýma fátækt og skorti. Þetta þurfi ekki að auka ríkisútgjöldin hlutfallslega, því að aukin framleiðsla muni auka tekjur hins opinbera, án hærri skatta. Aðalatriðið sé, að Banda ríkin fari að sækja fram að nýju heima fyrir, en hætti að standa í stað, m. a. vegna íhalds samrar fjármálastefnu. Höfuð- skilyrði þess, að Bandaríkin geti haft áhrif út á við, sé ein- mitt það, að þau geti sýnt góð an árangur heima fyrir. Kenn- edy reynir á flestan hátt að tefla sér fram sem arftaka Roosevelts í amerískum stjórn- málum. Sú setning, sem hann segir einna oftast, er á þá leið, Það sé óþarft að auka framlög- in til hermála og það beri að sýna gætni í því að auka önnur útgjöld. Það sé ekki annað en blekking, þegar Kennedy sé að tala um, að kyrrstaða ríki i Bandaríkjunum og þau séu að dragast aftur úr. Með slíku tali sé aðeins verið að leggja Krust- joff vopn í hendur. Undir hinum ólíka málflutn- ingi þeirra Kennedys og Nixons hefur mér oft verið hugsað til þeirra Churchills og Chamber- lains fyrir heimsstyrjöldina síð ari. Málflutningur Nixons minn ir talsvert á Chamberlain, sem taldi allt í bezta lagi, en mál- flutningur Kennedys að ýmsu leyti á Churchill, sem taldi hættu á ferðum og bregðast þyrfti við henni, þótt það kost aði nokkrar fórnir og aukið framtak. (Framhald á 12. síðu). Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er háð af miklum krafti á báða bóga. Hér er Kennedy, forsetaefni demókrata að ráðfæra sig við tvo nána samstarfsmenn þá Johnson varaforsetaefni og Stuart Symington frá Missouri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.