Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 9
9 t sunnudagiiin 2. október 1960. — SKRIFAÐ OG SKRAFAB — „Frami að láta éta $ig“ - ÁS neyta signrs ela Mta lágt - EinMiga vilji ^jóðarinnar og Al- Jjingis á að ráða í landhelgismálinu - Niðurlægjandi samningar um íslenzka landhelgi við Breta - Sögulegi órétturinn írá Genf afturgenginn í Reykjavik? Á að opna landhelgina og íhinda hendur okkar í framtíðinni? - Félagssamtök borgara kölluð „samsafn fífla“. ... sem þótti frægS aS fóSra þig og framt aS iáta éta sig ... Það fer varla hjá því, að ýmsum komi í hug þessar Ijóðlínur Þor- fsteins Erlingssonar úr kvæði hans am gamla ijónið, þegar hugsað er . til samningaviðræðna þeirra, sem rr.ú eru að hefjast milli ríkisstjórn- ar fslands og brezku ríkisstjórnar- innar um iandhelgismál íslands. í kvæðinu um gamla ljónið er rakin gömul og ný harmsaga hins hrjáða og smáa, sem undirokun vanans hefur leikið svo grátt, að hann er ekki fær um að njóta sig- urs síns. Þóít „gamla ljónið“ lúti lágt, og sé ekki lengur fært um að hremma, færir gömul vanmáttar- kennd annarra því bráðina. Það er gamla sagan um þann, sem gömul áþján heldur enn í heljargreipum, þótt böndin séu losuð, áminning um það, að ekki er nóg að slíta fjötur eða bægja ljóni frá, ef fólk- ið skortir manndóm til að r.jóta sigursins og standa á eigin fótum en b;ður áfram um þann „írama að láta éta sig“. Þetta minnir á, að sjálfstæðisbarátta er ætíð tvíþætt, barátta við erlent valdaljón og styrking þess sjálf- stæðisvilja cg sjálfstrausts, sem ckki telur það frama að láta éta sig, og er hið síðamefnda miklu þýðingarmest. Sigursaga eða niðurlæging Þegar íslenzkir valdamenn ganga r.ú til samninga um sjálfstæðismál Islendinga við „gamla ljónið“ eftir pð því hafði verið bægt frá með , hrumar klær og auðan góm“, fer ckki á milli mála að þeim hefur elnað sú áþjánarsýki, sem telur það frama að láta éta sig. Sú þjóð, sem beitir slíkum mönnum til for- ystu hefur satt að segja tæplega öðlazt sjálfstæði. Sannleikurinn um þessi mál er sá í dag, að eigi nú svo að fara, að þjóðin glopri niður þeim sigri, sem hún var búin að vinna í landhelg- ismálinu, þá eiga þeir atburðir sér aðeins hliðstæðu á döprustu stund- um liðinnar fslandssögu, þegar vanmáttarkenndin bugaði svo ís- lenzka valdamenn, að þeim fannst irægð að fóðra erlenda þjóðhöfð- ingja „og frami að láta éta sig“. Þá hefur ein glæstasta sigursaga þjóðarinnar smúizt í ömurlega nið- urlægingu. íslenzka þjóðin mun ekki horfa þegjandi fram á þann veg, enda er landhelgismálið og sjálfstæði Islands samtvinnaðir þræðir. Einhuga þjóð Á ófrelsisdögum þjóðarinnar samdi húsbóndavaldið um land- helgi íslands við Breta og hleypti botnsköfum þeirTa upp að land- steinum árið 1903. Sá nauðungar- samningur gilti þangað til þjóðin hafði öðlazt sjálfstæði og sagði honum upp. Eftir það færði hún ,út f'skveiðilandhelgi sína í samræmi við alþjóðalög, fyrst í fjórar mílur samfara lokun flóa og fjarða og siðan í 12 mílur, í krafti þeirrar yfirlýsingar laganefndar Samein- uðu þjóðanna, að 12 mílna fisk- veiðilandhelgi bryti ekki í bága við Meirihluti brezku samninganefndarinnar kom til Reykjavíkur ( fyrra dag með flugvél. Þarna sjást frá vlnstri: B. Engholm, fulltrúi i fiskimálaráðuneytinu, R. H. Mason íslandsmálasérfræðingurf brezku stjórnarlnnar, Patrick Reilly, formaður nefndarinnar, ungfrú J. Gutteridge rltari, A Savage og loks lengst Stewart sendiherra Breta hér og Hendrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, sem tók á móti nefndinni. Að baki sést Brian Holt vararæðism. neinar alþjóðareglur, enda höfðu þá um tveir tugir þjóða tekið sér siíka landhelgi eða stærri. Allar þjóðir viðurkenndu og virtu þessa lnndhelgi okkar í verki, nema Bret. si. sem sendu togara sína í her- skipavernd inn í íslenzka land- helgi, hindruðu íslenzka löggæzlu með vopnavaldi og stofnuðu ís- lonzkum mönnum hvað eftir ann- rð í lífshættu með framferði sínu. Fór svo fram um hríð. íslenzka þ]óðin fordæmdi þetta atferli ein- huga og stóð i órofa heild um land- helgi sína. Hvað eftir annað komu fram einróma yfirlýsingar almenn- ings og stjórnarvalda um það, að a’drei yrði vikið frá 12 mílunum, aldrei látið undan ofbeldi Breta og ailra sízt samið við þá um íslenzka landhelgi. Alþingi áréttaði þennan einróma þjóðarvilja síðast með samhljóða ályktun vorið 1959. Bretar skörkuðu í landhelgi allán þennan tíma, en viðurkennt var að veiðar undir herskipavernd væru óhugsandi til frambúðar og friðun m'ðanna um 90% þrátt fyrir þetta. Bretar hlutu ámæli og óvirðingu rnargra þjóða fyrir herskapinn gegn vopnlausri smáþjóð, samtím- is sem þeir létu 12 mílna landhelgi I ússa afskiptalausa, en íslendingar samúð og virðingu annarra þjóða að sama skapi. | Höfðu unnið sigur Þannig stoðu málin þegar Genf- srráðstefnan hófst í maiz s. 1. ís- lendingar hófðu raunar unnið sigur í málinu. og sá sigur var Llátt áfram innsiglaður og viður- kenndur með úrslitum þeir-ar ráð- stefnu. Þar biðu þau ríki, sem vildu setja alþjóðalög um minni fiskveiðilandielgi en tólf mílur, fallnaðarósigur, og 12 mílur okkar og annarra voru þar með tryggðar. Þar með færðist málið á nýjan áfanga, út fynr tólf mílurnar, eins og Hermann Jónasson sagði að lok- inni ráðstefnanni. Allt virtist raunar leika í lyndi f.yrir íslendingum. Þeir höfðu unn- ið fullan sigur. Bretar áttu þann kost einan að sigla brott með laf- andi skott c'ða halda áfram hinu tdgangslausa sargi með herskipum > landhelgi, sjálfum sér til skaða cg skammar með fyrirsjáanlega uppgjöf og smán. íslendingar höfðu í hendi sér að neyta þessa s:gurs og V.efja baráttuna fyrir næsta áfanga, meiri útfærslu. Ekkert nema löngun íslenzkra valdamanna sjálfra til þess að láta éta sig, gat dregið sigurinn úr hendi okkar. Ekkert hafði styrkt og treyst sjáitstæðisvitund þjóðar- innar eins mikið og það að hún fann, að hún gat haldið sínum hlut gegn hinu brezka ofbeldi. Það vakti alveg nýja trú á getu þjóðar- innar til sjálfstæðis. Sögulegi órétt- urinn Á Genfarxáðstefnunni varð það siðasta viðspyrna Breta á undan- haldinu að fallast á svonefnda bræðingstillögu Bandaríkjamanna eg Kanada þar sem gert var ráð fvrir 12 míína fiskveiðilandhelgi en jafnframt „sögulegum rétti“ um árabil til handa þeim þjóðum, sem áður hefðu stundað veiðar við slrendur ríkja, er tækju sér 12 milur. Því var þegar lýst yfir af liálfu íslendmga og margra ann- arra, að þetta væri eitt hið fráleit rsta, sem fram hefði komið i mál- inu, þar sem það fæli einniitt í sér verðlaun til þeirra, sem tramið hefðu ránveiðar við strendur ann- aira ríkja. íslendingar töldu, að það riði einmitt mest á því, að kveða niður „sögulega réttinn" á Genfarráðstefnunni. í lokaatkvæðagreiðslu féli tillag- an á einu at.r’æði, atkvæði íslands. Meira að segja Morgunblaðið mannaði sig upp í það að fagna því með þessari stórfyrirsögn. „Sögu- Iega óréttinum bægt frá“. Allir fögnuðu fallr hans sérstaklega, og ailir munu þá hafa talið það frá- leitast af öllu, að íslendingar inundu nokkurn tíma ganga til samninga á grundvelli hans. Undanhaldið En eftir heimkomuna af Genfar ráðstefnunni fer að bera á hinum undarlegustu viðbrögðum íslenzkra stj'órnarvalda í landhelgismálinu, fráhvarfi og undanhaldi í ýmsum myndum, sem endaði með því, að ríkisstjðrnin tilkynnti í júlí í sum- ar, að hún hefði fallizt á samn- ingaviðræður við Breta. Þetta kom sem reiðarslag yfir þjóðina, enda voru þar þverbrotnar marggefnar yfirlýsingar stjórnar- flokkanna um að ekki kæmi til mála að semja við nokkra eina þjóð um landhelgismál íslands, allra sízt við Breta. Ríkisstjórnin sagði: Þgð er dónaskapur að tala ekki við mennina, og það kostar ekkert. En þjóðin vissi betur. Hún fann og vissi, að það var vansæm- andi að setjast að samningaborði við ofbeldisþjóðina, og samningar jafnvel þótt ekki kæmi til undan- sláttar voru stórhættulcgir, því að ef þeir yrðu árangurslausir, hlyti að færast mjög aukin harka í deil- una og Bretar mundu beita her skipum sínum af miklu meiri hörku en áður. Hér var því í senn um a.ð ræða sViksemi og ráðleysi íslenzkra stjórnarvalda. Þjóðarviljinn segir til sín Eftir þetta tók samþykktum fé- laga að rigna yfir ríkisstjórnina, og a’ls staðar voru þær á eina lund — mótmæli gegn viðræðunum við Breta og aigert bann við nokkurri skerðingu á 12 mínunum umhverf- is landið allt. Talsmenn stjórnar- innar létu sér hægt, kváðu fjarri lagi að nokkurt lát væri á þeim, viðræðurnar aðeins gerðar til að reyna að koma í veg fyrir frekari árekstra á íslandsmiðum. Menn voru farnir að vona að stjórnin hefði séð sitt óvænna og mundi ekki þora annað en standa við hinn íslenzka málstað. En nú er komið að viðræðum, og þá kemur í ljós, að stjórnin ætlar sér að semja. Eftir viðræðu- fand MacmiÞans og Ólafs Thórs er Bjami Benediktsson dómsmálaráð- lierra sendur fram i Sjálfstæðis flokknum til þess að boða tíðindin og freista þess að sætta flokks- menn við undanhaldið. Fundurinn var mjög boðaður en reyndist ekki sóttur nema sæmilega, og mestmegnis aldrað fólk, sem tók boðskap Bjarna heldur þunglega. Unga fólkið lét sig alveg vanta. Á fundinum sagði Bjarni, að aamningar mundu verða miðaðir við það að tryggja framtíðarviður- kenningu 12 mflna landhelgi. — Skýrara var varla hægt að segja, hvað í vændum væri. Markmiðið er að opna landhelgina fyrir Bret- um, hleypa þeim innað sex mílum í nokkur ár — kannske 5—10 — gegn því að þeir viður'kenni 12 mílurnar einhvem tíma síðar. Það er bræðingstillagan frá Genf með „sögulega réttinum“, sem gengin er aftur og er nú sá grundvöllur, sem íslenzka ríkisstjórnin byggir á til samninga. Nú finnst mönn- um heldur Iftið orðið úr steigur- læti Mbl. um að sú tillaga hefði fallið á atkvæði íslands, og að sögulega „óréttinum" hefði verið bægt frá. Til hvers var að bægja honum frá i Genf, ef íslenzkir full- trúar fara heim til þess eins að Ieiða hann til gildis í Reykjavík? Ef að þessu ráði — sem virðist felast í orðum Bjarna — verður horfið og samið við Breta á þessum grundvelli, viðurkenna Islendingar „sögulegan rétt“ en Það þýðir eins konar afsal á rétti til frekari útfærslu, girðir fyrir næsta áfanga í friðun landgrunns ins alls. Með slíkum samningum mundi ríkisstjórain því ekki að- eins glopra úr hendi okkar unn- um sigri heldur einnig binda hend- ur okkar í framtíðinni. Við höfum 12 mílna fiskveiði- landhelgi og þurfum engan að biðja um hana, þaðan af síður að semja um hana undir fallbyssu- kjöftum. Obkar hlutverk nú er að sækja lengra út. En í stað þess eigum við víst að gera það fyrir Breta að afnema 12 mílna fiskveiðilandhelgi um sinn gegn heiti um að endurheimta hana aftur einhvera tíma síðar! Hvað er að biðjast eftár þeim „frama að láta éta sig“, ef það er ekki þetta? Þessum vinnubrögðum mót- mælir þjóðin einum huga. Hún hefur lýst yfir skýrt og skorinort hvað eftir annað og gerir það enn, að ríkisstjórnin hefur enga heimild til að semja um nokkra skerðingu á 12 mílna fiskveiði- landhelgi umhverfis landið allt, hvorki til lengri eða skemmri tírna. Hún krefst þess, að staðið sé við marggefnar yfiríýsingar og (Framhald á 10. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.