Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.10.1960, Blaðsíða 14
TÍMINN, sunnudaglnn 2. oktdbcr 1960. 14 upp aG flugvallarbygglngun- um. — Alsír! hrópaði flugþern- an. — Eg vil minna farþega tll Gambia á, að flugvélin heldur áfram efir nákvæm- le.ga tvo klukkutima, það er að segja klukkan sex. Hún lelt í kring um sig og brosti. — Það eru ungfrú Varing, hr. Brownless .... Hún nefndi þrjú nöfn í við bót. — Eg vil biða ykkur að koma í tæka tíð. Flugvélin get ur ekki undir neinum kring umstæðum beðið .... — Hún kallar hann Brovn- lee, hvíslaði Elísabet að Davíö. — Og ég kalla hann Soam es. Skiptir það nokkru máli? Fólk getur tekið sér annað nafn. — Hún virðist kannast við hann, hélt Elísabet áfram. — Eruð þér viss um að þér farið ekki mannavillt .... — Auðvitað þekkir hún hann. Þessar flugþernur eru á ýmsum leiðum. Eg býst við hún þekki hann frá írlands leiðinni. Þegar hann kom úr fangelsinu fór hann mörgum sinnum þangað. — Mig minnir þér segðuð hann væri nýsloppinn út úr fangelsi. — Ó, þetta kvenfólk! Davíð leit gremjulega á hana. — Heyrið þér nú, ungfrú Varing, þér hafið ekki gert annað en spyrja mig spurn inga síðan við hittumst .... — Þér byrjuðuö, skaut Elísabet inn í. — Já, og ég vildi óska að ég hefði ekki gert það. — Hvernig væri þá að skipta um umtalsefni, sagði Elísabet sáttfús. — Ágætt. Við skulum koma okkur út úr þessum bakar- ofni. Hann leiddi hana að útgöngudyrunum. — Hvert viljið þér fara fyrst? — Þér verðið að stjóma þvi, ég vil bara vera komin aftur fyrir klukkan sex, ann ars verðið þér að borga mitt uppihald hér þangað til að næsta ferð fellur. Eg á satt að segja ekki grænan eyri. — Ekkert að óttast. Bíðið hérna meðan ég næ í leigu- bíl. Hann gekk brott og Elísa- bet stóð kyrr og horfði á eft ir honum. Burðarmaður kom I með farangur Daviðs og settl við fætur hennar. Henni féll mætavel við Dav íð Carrington. Hann var frjáls mannlegur og alúðlegur og talaði við hana, eins og þau hefðu þekkzt lengi, og henni líkaði það ágætlega. Hún varð þess vör, að ein hver hafði numið staðar við hlið hennar og hún snerist á hæli. Maðurinn með silfur Nætur hvíta hárið lyfti hattinum. Hún gizkaði á hann væri á sextugsaldri, þótt hann hefði virzt eldri þegar hún sá hann í fjarlægð. — Hvernig líkaði yður flug ferðin, sagði hann kurteis- legri, djúpri röddu. — Ljómandi vel, sagði hún. Maðurinn brosti út i ann- að munnvikið. — Og þér haldið áfram til Gambia, heyrði ég, sagði hann. Þér eruð ungfrú Var- ing, mér heyrðist flugþernan segja það. — Já, svaraði hún. — Eg held áfram, ég ætla bara að sjá mig dálítið um í borginni. En ég verð komin aftur áð ur en vélin fer. Hann kinkaði kolli, tók upp sígarettupakka og kveikti sér í sígarettu. — Algeirsborg er falleg borg, sagði harm hugsi. — Eg hef komið hér nokkrum sinn um á verzlunarferðum mín um. Ef þér ætlið að setjast að í Gambia, legg ég til að þér dveljið nokkra daga í borginni áður. Hún er vei þess virði. Borgin er nefnd hjarta Marokkó og þér sjáið lítið á tveimur tímum. — Þér hafið ugglaust á réttu að standa, en ég verð I vís að halda áfram. Það er beðið eftir mér I Gambia. — En gætuð þér ekki sent þeim skeyti. Þér gætuð hafa tafizt. Elísabet leit hvasst á mann inn, furðn lostin yfir tilraun um hans að fá hana til að verða eftir í Alsír. — Kannski þér getið þá gef ið mér bendingu um, hvern ig ég á að afla mér peninga með því að slæpast og skoða borgina, hr. Brovnlee, sagði hún glaðlega. Hann hló. — Já, ferðafólkið verðnr víst 3. að borða og drekka eins og aðrir. Hvað fáið þér að starfa í Gambia? — Eg er hjúkrunarkona, sagði hún. — Og yður er ó- hætt að trúa því að hótel- dvöl og skemmtanir í Algeirs borg í nokkra daga er ekki innifalið í kanpinu. En maðurinn gafst ekki upp. Hann sagði hvetjandi: — En hvað með vin yðar? Gæti ekki hr....... ég man ekki, hvað hann heitir. Hann hikaði, eins og hann biði eft ir að Elísabet segði sér nafn Daviðs. Elísabet svaraði ekki, en bandaði frá sér með hendinni. — Kannski gæti hann ver ið yður hjivplegur. Eg veit raunar ekki hvað hann gerir, en hann á eflaust kunningja hér .... Elísabet yppti öxlum og vissi ekki almennilega hverju hún átti að svara. — Þér viljið þá ekki fara að mínum ráðum og vera hér i nokkra daga, ungfrú Varing. Hann lyfti hattinum í kveðjuskini um leið og leigu bill kom að. Svo sneri hann sér við og kom aftur til henn ar, og leit rannsakandi á hana. — Ef ég væri á yðar aldri, myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar. Eg myndi dvelja í Alsír í nokkra daga. Svo brosti hann, lyfti hatt inum enn og gekk í áttina að flugvélinni. Davíð hoppaði út Sunnudagur 2. október: 8.30 Fjörleg músik fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: — (10.10 Veðurfregnir). a) Pavane og Chaconne fyrir strengi eftir Purcell (Há- tíðarhljómsveitin í Lúzern leikur; Rudolf Baumgartn- er stjórnar). b) „Vatnasvítan” eftir Hándel (Fílharmoníusveit Lundúna leikur; Eduard van Beinum stjórnar). c) „Haust”, þáttur úr Árstíða konsertunum eftir Vivaldi (Luigi Ferro fiðluleikari og Virtuosi di Roma leika; Re- nota Fasana stjórnar). d) Sarabande og Badinerie eftir Coreili (Tékkneska fíl- harmoníusveitin leikur; Ant onio Pedrotti stjórnar). e) Tvö verk eftir Bach: 1: Kon- sert í a-moll fyrir fiðlu, pí- anó og flautu (Mieczyslaw Horszowski, Alexander Sch- neider og John Wummer leika). 2: Passacaglia og fúga í c-moll (Leopold Sto- kowski stjórnar hljómsveit- inni, sem leikur). 11.00 Messa í Neskirkju (Prestur: Séra Jón Thorarefisen. Organ- leikari: Jón ísleifson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: Þýzk sálumessa (Ein deutsches Requiem) op. 45 eftir Brahms (Elisabeth Griimmer og Diet- rich Fischer-Dieskau syngja með kór St. Hedwigskirkjunnar i Berlín; Fílharmoníusveit Berl ínar leikur; Rudolf Kempe stjórnar). 15.30 Sunnudagslögin. 16.30 Veðurfregnir. Færeysk guðsþjónusta (Hljóð- rituð í Þórshöfn). 17.00 Framhald sunnudagslaganna. 18.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar- son kennari): a) Ný framhaldssaga: „Ævin- týrið í sveitinni eftir ,Ár- Kr. Einarsson (Kristín Anna Þórarinsdóttir). b) Ólafur Jónsson syngur fjög- ur lög. c) Farið í heimsókn til Staf- angurs. (Leiðsögðumaður: Nils-Johan Gröttem kenn- ari). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: José Iturbi leikur á pianó. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Úr ljóðum Krist jáns frá Djúpalæk. — Jón úr Vör á viðtal við skáldið, sem einnig les úr ljóðum sinum á- samt Lárusi Pálssyni. 21..05 Tónleikar: Fjögur lög fyrir fiðlu og píanó eftir Josef Suk (Ginette og Jean Neveu leika). 21.20 „Klippt og skorið” (Gunnar Eyjólfsson leikari stjórnar þættinum). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög, að hálfu leyti kynnt af Hreiðari Átsvaldssyni dans- kennara. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 3. október: 8.00 Morgunútvarp (Bæn). 8.15 Tónleikar. 8.30 Fréttir. 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.25 Fréttir og tilkynningar. 12.55 Tónleika: Sumardans”. 15.00 Miðdegisútvarp. 13.00 og 16.00 Fréttir. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Kristján Kristjáns- son syngur íslenzk lög. a) Minning eftir Markús Krist- jánsson. b) „Sáuð þið hana systur mína” eftir Emil Thoroddsen. c) „Gleym mér ei” eftir Hösk- uld J. Ólafsson. d) „Þú ert“ eftir Þórarin Guð- mundsson. e) „Hríslan og lækurinn” eftir Inga T. Lárusson. f) „Söknuður” eftir Pál ísólfs- son. g) „Gígjan eftir Sigfús Ein- arsson. 20.50 Um daginn og veginn (Vignir Guðmundsson blaðamaður). 21.10 Tónleikar: Tékkneskar hljóm- sveitir leika vinsæl lög eftir Fi bich, Dvorák, Sinding, Schu- bert og Rismky-Korsakoff. 21.25 Upplestur: „Ópus eitt”, smá- saga eftir Björn Sveinsson Bjarman (Höfundur les). 21.40 Einleikur á píanó: Ab van Duu ren leikur verk eftir hollenzk tónskáld, Kor Kuiler, Willem Pijper, Peter van Anroy og sjálfan sig. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Við kornupp- skeru á Egilsstöðum (Gísli Kristjánsson ritstjóri). 22.25 Dönsk nútímatónlist: a) Tilbrigði fyrir einleiks- flautu eftir Nils Viggo Bent zon (Poul Birkeland leikur). b) Diverterende Musik fyrir fiðlu eftir Flemming Weiss (Ame Karecki, Herman Holm Andersen og Alf Pet- ersen leika). 23.00 Dagskrárlok. í Algeirsborg Eftir George Alexander EIRÍKUR VÍÐFÖRLI og FÓRN SVÍÞJÓÐS 30 Léttir Sviþjóðs á sér varla tak- mörk, er þeir nálgast skipið svo mjög, að sjá má útlínur þess. Norð mennirnir biða með öndina í háls inum —■ og sjá síðan sér til hugar- angurs að skipið skiptir um stefnu. Það er ekki skip Eiríks víðförla. Dagana sem á eftr koma, er Sví- þjóður viti sínu fjær yfir tíma þeim, sem farið hefur til spillis, Sörla í hag. Hann getur aðeins von að, að Eiríkur hafi þrátt fyrir allt náð ræningjunum, áður en komið var til Bohuslen. Þá væri það Eirík ur en ekki Svíþjóður, sem hefði bjargað Hrólfi og hann hafði þó svarið en það skipti meiru en eiðurinn, að drengur’inn frelsaðist og enn finnur Svíþjóður ylinn í hjarta sínu frá þeim degi, er hann stóð með litlu byrðina í fanginu. Sviþjóður! hrópar einn hermaður- inn skyndilega, sjáðu bátinn þarna! Allra augu rýna út í myrkrið til að sjá, hvort það er bátur eða fleki sem kastast fram og aftur á öldun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.