Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 1
/-------------------------- Framkvæmdum vlS landbrotiS til ræktunar fyrir hina fyrirhuguSu grasm jölsverksmiSiu Sambands isl. samvinnufélaga á Selfossi miSar vel áfram. 3 stórvlrkar vélar vinna aS plægingu og eru plægSir um 9 hektarar á dag og nú mun vera búiS aS brjóta rúma 80 hektara lands. í haust verSa plægSir samtals um 220 hektarar og þaS flæmi síSan grófherfaS. (Ljósm.: Jean Fontaine). s .......—...... Þyngstí dilkur vóg 27 kg. ísafirði, 6. okt. — Þyngsti dilkurinn sem slátrað hefur vcr- ið hér í haust lagði sig á 27 kg. og mun þáð vera einn hæsti fall- þungi á landinu i haust. Þessi dilkur var ór fé Hallgríms Jóns- sonar bónda að Sætúni í Grunna- vík. Hallgrímur slátraði alls 105 dilkum í haust, og reyndist með- alfallþungi þeirra vera 19.5 kg., svo að fleira á liann vænt 'en þennan cina dilk. G. S. Ekki vart mæðiveiki Elzta árgangi f jár í þremur hreppum Dalasýslu fargað í haust Ekki hefur orSsS varf viS mæSiveiki í fé þaS sem af er haustsins, aS því ei Sæmund- ur FriSriksson, framkvæmda- stjóri SauSf járveikivarna, skýrSi blaSinu frá í viStali í gær. Svo sem venja er til er vandlega fylgzt meS slátrun fjár og fé í réttum ef vera kynni aS mæSiveiki leyndist einhvers staSar, en til þessa hefur ekkert komiS fram, sem til þess bendir. Lungu úr sláturfé Þá eru athuguð lungu úr fullorðnu fé á sláturhúsum á öllum fjárskiptasvæðum og þar að auki á Vestfjörðum. Öll lungu, sem þykja athuga verð, eru send tilraunastöð- inni að Keldum til frekari rannsóknar. Þá er þess að geta að elzta árgangi fjár í Hörðudals- Miðdala- og Haukadalshrepp um í sunnanverðri Dalasýslu, (Framhald á 15. síðu). | Leitin að mæöiveikinni er fyrst og fremst fólgin i því að skoða fé í réttum á svæð- um þar sem helzt er hætta á aö hún geti leynst. Nýtt skólahús vígt á Húsavík Gera verður ráðstafanir taf- arlaust til bjargar útgerðinni Glæsileg bygging fyrir 300 nemendur barna og gagnfrætSaskóla Húsavík, 6. okt, — í þessari viku verða skóla- Húsavíkur settir, barnaskóli og gagnfræða- skóli, en eftir helgina hefja þeir starf í nýju húsnæði. Bygging skólahússins liófst fyrir sex ár- (Framhald á 15. síðu). Eins og kunnugt er, þá er útgerðin nú á heljarþröminni vegna efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar. Ef ekki verða þegar og þing kemur saman gerðar ráðstafanir til að rétta hlut hennar, þá er hreinn voði fyrir dyrum. Útgerðin er það afl í búskap þjóðarinnar, sem þyngst -hefur vegið um efna- hagsafkomu og ef hún stöðv- ast eins og nú er úilit fyrir, ef ekki verður aðgert í tíma þá verður algert hrun í þjóðar- búskapnum Á kjördæmis- þingi Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi voru erf- iðleikar útgerðarinnar teknir gaumgæfilega til meðferðar og gerði kjördæmisþingið ályktun um málið og benti á leiðir til að rétta útgerðina úr kútnum. Ályktun þmgsins fer hér á eftir- 1. ÞingiS lítur svo á, a3 hinar einstrengingslegu og vanhugsuðu efnahagsráðstafanir núverandi ríkisstjórnar hafi beint orðið þess valdandi, að aðalframleiðsluat- vinnuvegur þjóðarinnar, sjávar- útvegurinn, er nú kominn í slíkt fjárhagslegt öngþveiti, að til stöðvunar horfir, ef ekki er við brugðið með skjótum hætti. I Skorar þingið því á ríkisstjórn og Alþingi það er saman kemur 10. okt. 1960, að gera strax eftirfar- andi byrjunarráðstafanir: a. Lækka vexti af reksturs og stofnlánum útvegsins niður í það sem þeir voru fyrir gildistöku efnahagslaganna nýju. b. Auka reksturslán til útgerð- ar og fiskvinnslu, a. m. k. sem nemur áhrifum gengisbreyting- arinnar á aukinn reksturskostnað sjávarútvegsins í heild. c. Koma á meira samræmi milli nýfiskverðs og útflutningsverðs á fiski, m. a. með því að draga úr óhóflegum sölukostnaði á fram- leiðslunni, og lækka eins og fram ast er kostur vinnslukostnað, með aukinni tækni og hagfelldum lán- um til vinnslunnar. d. Lækka eða gefa eftir tolla á aðal rekstursvörum útvegsins. e. Veita útvegsmönnum aðstoð til þess að byggja upp aðstöðu til að vinna úr aflanum sem mest sjálfir. f. Endurskoða verðgrundvöll sjávarafurða, og stuðla að öðru leyti að hyggilegri skipulagn- ingu á málum sjávarútvegsins, þannig að útgerð geti borið sig í meðal ári. Sé útvegurinn lamaður til lengdar, eins og nú blasir við, hlýtur afkomumöguleikum al- mcnnings í landinu og rekstri þjóðarbúsins í heiid að vera stefnt í beinan voða. Þriðjungur Akureyringa í skóla Akureyri, 5. okt. — Menntastofnanir Akureyrlnga hafa veriS aS taka til starfa undanfarna daga, I gær var menntaskólinn settur og gagnfræSaskólinn á mánudag. Alls eru tæplega 2500 nemendur skráSir í skóla bæjarins I vetur, og nemur sú taia þriSja hluta bæjarbúa. í Menntaskólanum á Akureyri verSa 410 nemendur í vetur, og er þaS 30 fleira en í fyrra. Helmavist og mötuneyti eru fullskipuS, og komast færri aS en vilja. KennaraliS skólans er óbreytt. — í Gagn- fræSaskóla Akureyringa hefur fjölgaS um 60 nemendur, og eru þeir nú alls 505. Skólinn starfar í 22 bekkjadeildum, og á hann við mikil húsnæðisvandræði að etja. Fastakennarar skólans eru 22, stundakennarar 9, skólastjóri er Jóhann Frímann. — Þrír barna- skólar starfa á Akureyri og eru þar alls um 1200 nemendur. Þess utan eru tveir smábarnaskólar reknir á Akureyri með samtals 170 nemendum. — Iðnskóli Akureyrar er Húsnæðislaus, en skólabygg- ing er i undirbúningi. Á meðan starfar skólinn i húsakynnum Gagn- fræða- og Húsmæðraskólans. Nemendur eru 90, skólastjóri Jón Sigurgeirsson. — Húsmæðraskólinn á Akureyri sfarfar ekki, en þar eru allan veturinn haldin námskeið I matreiðslu, vefnaði og saumum. Þá starfar tónlistarskóli á Akureyri, og stunda þar um 50 manns nám. Skólastjóri er Jakob Tryggvason. E.D. Tóbaksþjófnaðurinn upplýstur - bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.