Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 7. október 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Tilbúin íhaldskreppa Þegar Morgunblaðið er að myndast við að berja í bresti þess vandræðaástands, sem skapazt hefur vegna síðustu efnahagsráðstafana, er það helzt á takteinum. að það sé ekki von að betur gangi enn, eða að mikill árangur af „viðreisninni“ sé enrt sjáanlegur, því að viðskilnaður vinstri stjórnarinnar hafi verið svo óskaplegur, allt í strandi og hruni. Þennan söng á að tóna nógu oft, svo að fólk fari að trúa þessu sem sannindum, og íhaldið geti þannig skellt skuldinni af eigin afglöpum yfir á aðra, sem áður stjórnuðu málum þjóðarinnar. Allir, sem nokkur kynni hafa af þessum málum vita þó að þessi söngur um viðskilnað vinstri stjórnarinnar er tilhæfulaus frá rótum. Staðreyndir eru augljósar í því máli, og þær eru þessar. Þegar vinstri stjórnir. fór frá fyrir áramót 1958—59 var verulegur greiðsluafgangur hjá rikissjóði, eða um 60 millj. kr. og á honum lifði íhaldsstjórn krata blátt áfram árið 1959, bjargaði sér með því að éta hann upp. Skekkjan í efnahagskerfinu um þessi áramót var held- ur ekki meiri en 'svo, að til þess að tryggja rekstur at- vinnuveganna þurfti aðeins að færa til baka nokkur vísi- tölustig, sem beinlínis höfðu myndazt vegna kauphækk- unar þeirrar, sem Sjálfstæðisflokkurinn barði fram með hinni einstöku kauphækkunarbaráttu sinni. Það var viður- kennt af hagfræðingum. að með því var unnt að tryggja sömu lífskjör og kaupmátt launa og verið hafði í febrúar 1958. Einmitt á árinu 1958 hafði orðið mikil framleiðslu- aukning hjá þjóðinni vegna þeirra nýju atvinnutækja. sem þá voru nýkomin i gagnið og einmitt v’egna þess var unnt að halda lífskjörunum uppi. En það fékkst ekki að afnema þau fáu vísitölustig, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti sök á. Meira að segja eftir að núverandi ríkisstjórn tók við og hafði lokið sinni athugun mála, lýsti forsætisráðherra því yfir, að ekki vantað) nema 250 millj. til þess að jafna skakkann í efnahagskerfinu og tryggja rekstur atvinnu- veganna. En í stað þess að byggja á þeim grunni og snúast við því að rétta þennan 250 millj. kr skakka í efnahagskerf- inu, skellti stjórnin á 1100 millj. kr. álögunum. vaxtaokr- inu, samdrættinum og gengisfallinu. Með þv? var kreppt svo að atvinnuvegunum og allri upnbyggingu þjóðarinnar, að nú blasir hörð kreppa við og sjávarútvegurinn er bíátt áfram á heljarþröm. Framleiðsluaukningin var stöðvuð að yfirlögðu ráði. Það var búin til sreppa og öngþveiti tii þess að gamla og úrelta íhaldsstelnan fengi aftur að njóta sín til hagsbóta fyrir einkagróðann. En það er alveg vonlaust verk að kenna fyrrverandi ríkisstjórnum eða ráðum vinstri stefnunnar um þetta eins eg Mbl. er að burðast við Hér er um að ræða beimagerða og tilbúna íhaldskreppu þeirrar ríkisstjórnai sem nú situr við völd 1 landinu. Einsdæmi Á Akranesi situr bæjarstjórn sem meiri h'uti borgar- anna hefur lýst vantraust1 á og raunar rekið trá völdum. Hún virðist ætla að sitja ue hunza kröfur meir’ hluta borg- ara um nýjar kosningar Slíkt lýðræði hefur ekki áður ríkt hér á landi, og aldrei mun hafa serið bæjarstjórn sem meiri hluti borgaranna hefur rekið Það er sams konar lýðræði og settir væru í bæjarstjórn beir frambjóðenaur, sem ekki hefðu náð kosningu. Trúarhugmyndir á svörtum markaði Bókin er eiginlega heimspekileg dæmisaga og er um marga hluti óvenjuleg. Höfundurinn er óþekkt ur og er það honum raunar fyrir beztu. „Abram Tertz“ er dulnefni hans en þessu nafni hét söguhetja, Gyðingur, í söngleik, sem skaut upp kollinum í Moskvu, þegar stjórnarvöldin efndu til gyðingaof- sókna órið 1952 og settu á svið „læknasamsærið“ gegn Stalin. Handrit bókarinnar var smyglað úr Rússlandi í hendurnar á and- kommúnistískum pólskum flótta mönnum í Frakklandi. Sögumaður kveðst vera skurð- grafari í nauðungarvinnubúðum við Kolyma-fljótið, en búðirnar eru næstum mannlausar vegna ný- legrar sakaruppgjafar — „við vor- um ekki eftir nema tíu þúsund — allir hættulegir glæpamenn“. í bitrum hæðnistón lætur hann sem svo að hann hafi rifið handritið að sögunni í tætlur og skolað því niður úr salerninu. Það fannst þó aftur fyrir árvekni Tolya og Vitya, tveggja leynilögreglumanna, og þeir límdu það saman aftur þolin- móðir og þrautseigir. Þeir eru liðs menn í „hernum ósýnilega“, sem hefur fundið upp sérstakt nálar- augakerfi til að fylgjast vökulu auga með heimuglegustu athöfnum borgaranna. „Sósíal-súrrealismi" „Réttur settur“ birtist fyrst í enska tímaritinu Encounter í janú- armánuði síðast liðnum og var flokkað undir „sósíal-súrrealisma“ af ritstjórum tímaritsins. Sú flokk un er réttmæt. Söguþráðurinn er nokkuð flókinn en ein helzta sögu- hetjan er bolsamellan Marína, sem gift er Globov, opinberum saksókn ara, sem er talandi tákn um þá manngerð, sem helzt kemst til valda í Sovétskipulaginu. Einnig er sennilegt að Marína sé hjákona Karlinskys, en hann er heimspeki- lega sinnaður opinber verjandi. Marína lælur framkvæma á sér fóstureyðingu af engu öðru tilefni en því að þunginn mundi afskræma vaxtarlag hennar. Globov verður óður af bræði, þegar kona hans skýr’ir honum frá þessu á rudda- legan hátt og brýtur hann þá allt og bramlar í ibúð þein-a hjóna nema afmælisgjöf eina — brjóst- mynd af Hinum Eina, Meistaran um (þ. e. Stalín). Hún bjargast á undursamlegan hátt! í hefndar- skyni sendir Globov lækni einn, sem hann grunar um fóstureyðing una í nauðungarvinnu í Kolyma- búðirnar. í rauninni er þó læknir inn saklaus og kemur það heim v ft hið sannsöguiegv læknasam- særi í tíð Stalíns. Þöglir drykkjumenn Höfundurinn, „Tertz". lýsir á snjallan og eftirminnilegan hátt einkalífi hinna uggvænlegu og grimmu leynilögreglumanna. Hann lýsir nokkrum þeirra í sam- kvæmi. þar sem þeir eru að skeirccr og eiga frí. Stalin og aðdáendur árið 1937. í framtíöinni verðuir mannát á æðra stigi „Því meir sem þeir drukku, því þögulli urðu þeir. Aðrir gestir urðu háværir og ofsafengnir, en þeir sátu þögulir og hreyfingar- lausir . Globov féll vel við þessa menn, sem hálf veröldin óttaðist .. Blaðasnápar við vestræn blöð fóru villur vegar þegar þeir lýstu þessum mönnum sem grimmdar- seggjum og glæpamönnum. í raun inni var ekki hægt að hugsa sér viðfelldnari menn . Einn hinna háttsettari, sem var trúað fyrir þýð Leynist llya Ehrenburg bak við dulnefni höfundar? ingarmestu málunum, notaði tóm- stundir sínar til að sauma út og bródera.... “ Krabbi í eldspýturr. í andstöðu við kyrrlátlegt yfir- bragð þessara manna lýsir höfund ur upplausn og óánægju almenn- ings í Sovétríkjunum. „Hetjuöld okkar gengur stolt hergöngu yfir andlit jarðar og hristir hlekkina". Alls kyns móðursýki grípur um sig, ofsóknarhræðsla og ótti við njósnara. Orðrómur er á kreiki um að „krabbameinsbakterium hafi verið smyglað inn í landið og lætt í eldspýtur og dreift um land allt af erlendu stórveldi (þú stangar milli tannanna, lasm. með eldspýtu og áður en þú veizt af hefur krabb inn heltekið þig. Óvinirnir hafa sent okkur einhverja geimgeisla, sem valda því að einungis stúlku- böin fæðast í framtíðinni (herinn okkar hlýtur að hverfa með tíman- um))“. Á einum stað í sögunni gerir embættismaður gys að hugsjóna- manni: „Þið siðbótarmenn! Ég geri ráð fyrir að þið viljið helzt velviljaðan sósíalisma, frjálst þrælahald....?“ Það er hugsjónin sem heldur vöku fyrir tveimur söguhetjunum, Seryozha stúdent og Katya unnustu hans. Seryozha dreymir um kommúnisma hins r.ýja heims, þar sem þvottakonur fengju hæstu launin. Ráðherrar aftur á móti fengju lítilfjörleg laun svo þeir ættu engra hagsmuna að gæta. Peningar, pyndingar og þjófnaður mundi hverfa. En eins og aðrir hugsjónamenn, sem dreym ir um Útópíu, er boðskapur hans fullur ósamkvæmnis: Þeir, sem neita að hlýða skipuninni um að særa ekki tilfinningar náungans, verða skotnir. Rússnesk rckfræöi Þessi bylting gegn byltingu er vitaskuld dæmd til að mistakast og Seryozha lendir um síðir í sömu nauðungarvinnubúðum og dr. Rabinovitch, læknirinn, sem neitað hafði að framkvæma fóstur eyðinguna. Þá hafði unnusta stúd- entsins svikið hann í tryggðum. Samt sem áður er hann trúr hug- sjón sinni og heldur fast við „Mark miðið“. Dag hvern krefst Seryozha þess að fangarnir sameini brauð- skammta sína einungis til þess að deila þeirn út aftur að kvöldi. Það er reglan sem gildir, lögmálið, seg ir hann óður af rússneskri rök- fræði. Og það er reyndar hin rúss nesku séreinkenni sálarlífsins, sem fanga hug hins vestræna lesanda fremur en innihaldið í rökræðum persónanna. Spurningar til lifenda Níhilisminn skýtur upp kollin- um, þessi fylgifiskur rússnesks þjóðaranda; undir ísþaki Sovét- skipulagsins lifir andinn. Að því leyti er þessi prédikun í skáldsögu formi frá Sovétríkjunum góðs viti. Hún er að því leyti ólík Dr. Zhi- vagó, sem ekki var ætlað annað hlutverk en vera líkræða bylting- arinnar. Þessi bók aftur á móti varpar fram spurningum til þeirra sem lifa. Hún sýnir fram á að hættulegustu andstæðingar Sovét- skipulagsins eru þeir, sem trúa einlæglega á hina upprunalegu hugsjón kommúnismans um alls- herjar lífshamingju. í bókinni eru erfiðar heimspeki- þrautir skýrðar með einföldum stuttum dæmisögum. T. d. glatar Seryozha trúnni á guð (Stalín) þegar hann fer út að sá kartöflum með félögum sínum á akrinum og' kemst að raun um að „rafmagns- (Framhald á 8. dðu). „Auðvitað verður heimsbylt ing. . . Nú velgi ég upp snarlið handa þér,” sagði amma Seryoszha, sonarsunur gömlu konunnar rússnesku hefur lát- ið í ljós einhvern efa um trúar- brögð ríkisms og amma leitast við að sefa hann og sannfæra á þann kunnulega og óbylt- ingarlega hátt sem ömmum er títt um heim allan. Þau eru söguhetjur í skáldsögunni „Réttur settur“, sem ef til vill er markverðasta skáldsaga sem borist hefur frá Rússlandi síðan byltingin varð fyrir 43 árum. Nýrri skáldsögu eftir óþekktan höfund smy gla'Ö frá Sovétríkjunum. Hún hefur vakiÖ geysilega athygli vestan tjalds

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.