Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 11
T.ÍMINN, föstudaginn 7. október 1960, 11 sC rCZ rf~~ Hansahillur fást settar upp að eigin ósk. I Híbýladeild Markaðsins geta menn fengið f lestallt til heimilis- ins - og húsnæðið meS Ekki alls fyrir löngu mátti enn sjá glæsilegum dömu- klæðna'ði stillt út í sýningar glugga verzlunar einnar við Hafnarstræti. Nú gefur þar að líta ýmsa húsmuni. Einn .gluggi er borðstofa, annar •setustofa, enn einn svefn- herbergi. Það er híbýladeild Markaðsins, sem þama hef- ur verið til húsa undanfarn- ar vikur. í fljótu bragði mætti líta svo á, að þama væri um húsgagnaverzlun að ræða, eins og finna má víðar. En því fer víðs fjarri. Það verð ur mönnum ljóst um leið og þeir ganga inn í verzlunina. Þar stendur ýmislegt á vegg gegnt dyrunum, sem bendir til þess, hversu ólíkt starfs svið Híbýladeildarinnar er öðrum húsgagnaverzlunum. Fasteignasala. Eignaumsjón. Leigumiðlun. Byggingar- frmkvæamdir. Híbýlaskreyt- ingar. Við skrifborð þar fyrir neðan situr stúlka, sem er að gefa upplýsingar um íbúð. Sé gengið innar í búðina, kemur ýmislegt fleira » ljós. Þarna virðist ve'ra verzlað með margs konar listverk, málverk, veggteppi o. fl. Á svefnherbergisrúminu liggur teppi. Bak við borðstofusett ið stendur skermur. — Við seljum því sem næst allt, sem hér er inni, segir Axel Sigurösson, verzl unarstjóri. — Líka gólfteppi og lampa. Gólfteppin eru frá Vefaranum og Axminster, það hefur verið talsverð sala í þeim. Lamparnir eru er- lendir, nema þessi þarna, hann bendir á keilulaga loft lampa úr einhvers konar berki, frá Agli Bachmann. — Hvað um allt hitt. Fast eignasöluna og það? — Fasteignasalan gengur vel. Leigumiðlunin er hálf stir<5 enn. Það er alltaf nóg af fólki, sem vill leigja, en fáir, sem láta. Fólk, sem hef vur húsnæði til leigu, ætti að gera meira af því að hafa samband við okkur. Hér get ur það valið úr heilu hópun um af leigjendum, hér geta allir fundið rétta leigjand- ann. Þá yrði þetta á báða bóga. Svo sjáum við um bygging arframkvæmdir. — Útvegið iðnaðarmenn? — Já, hér kemur t. d. mað" ur, sem segir: Eg er að byggja, en ég hef ekki að- stöðu til að útvega mér iðn aðarmenn. Mig vantar einhvern til að byggja ar- inn, — o. s. frv. Þá sendum yið þá menn, sem vantar, fáum prósentur af kaupi þeirra, en byggjandinn þarf ekkert að borga fyrir milli- (Framhald á 15. síðu). — En húsgögnin, eru þau öll innlend? — Já. Frá Valbjörk, Hús-r gagnavinnsutofa S. G. i Hafnarfirði, og svo er Sindri að bætast við. Þau húsgögn verða í allt öðrum stíl en þau, sem hér eru fyrir. — Frá hverjum er teppið þarna á rúminu? — Frá Guðrúnu Jónasdótt ur. hún vefur þau. — Listaverkin? Gerir fólk sér almennt grein fyrir þvi, að hér eru til sölu listaverk? — Kannski ekki nóg. Þó hefur margt selzt, mest vegg teppi frá Barböru Ámason. Við höfum líka mottur frá henni, og málverk, hér er Jón Engilberts og Kristján Davíðsson. Meiningin er að vera allt- af með eitthvað sérstakt, eitthvað, sem ekki fæst hvar sem er. Eins og til dæmis þessa afríkönsku styttu úr íbenholt-viði, sem einn hinna innfæddu skar. Eitt- hvað sérstakt. Sýning Sveins Það gerist nú skammt högga í milli hjá Sveini Björns- syni. Á sýningu hans í Listamannaskálanum eru 77 mvnd ir, flestar unnar í olíu, og mega það kallast mikil afköst á ekki lengri tíma en liðinn er frá síðustu sýningu mál- arans. Svo sem á fyrri sýningum Sveins er teikningu og mynd byggingu ábótavant, málarinn hefur látið undir höfuð leggjast að aga þrótt sinn, litagleði og óhemju vinnuþrek, og eru þá taldir ókostir sýningarinnar, en hitt ótalið sem gleður augað: æskufjör Sveins, litagleði, kjarkur, og síðast og ekki sízt heilbrigt lífsviðhorf, en þetta eru þættir, sem með hverju ári verða fáséðari á sýningum ungra manna. Ég hef skoðað sýninguna fjórum sinnum og haft gam- an af, það gerir ferskleiki sumra myndanna, og máttug stemning annarra. Ég hef undrazt áræðið og skemmt mér við að skoða hvernig Sveinn stundum leysir mynd- fræðileg vandamál með instinktinu einu, og eins hvernig það bregzt honum í sumum myndanna Sveinn þarf nauðsynlega að fullnema sig í myndbygg- ingu og teikningu, það má læra, og þegar hann hefur gert það, munu eðliskostir hans. þetta sem ekki verður lært í skólum: fjörugt litaskyn, áræði og ódrepandi vilja- þrek, gera honum mögulegt að gera góða hluti. mjög góða. Á næstu sýningu Sveins vonast ég til að sjá fjör hans beizlað og agað, og ef sú von rætist, er rík ástæða til að hlakka til þeirrár sýningar. Jón Engílberts. Svefnherbergissett frá Húsgagnavinnustofu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.