Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, fðstudaginn 7. október 1960.
Mér er það í minni frá
fermingaraldrinum í þann
mund sem f leygar stökur tóku
ag gera sér hreiður í huga
mínum, að mér bárust til
eyma vildarvísur eftir ungan,
þingeyskan pilt á stúdents-
aldri. Eg þekkti hann ekki að
öðru en afspurn, en þótti gott
að heyra að hann væri frændi
minn, þótt skyldleikinn væri
ekki náinn. Eg heyrði menn,
sem ég vissi vísnaglögga,
fleygja þessum stökum milli
sín með kímnibros á vör og
leiftri í auga. Flestar voru
þessar vísur bogaskot af
snöggri bending að marki,
sem skjótt hafði borið fyrir
augu, en þær sátu fastar eins
og ör, sem hittir vel. Þær
lifðu — og lifa enn, þótt mark
baugurinn sé fölnaður og bog
sveigirinn hniginn.
Seinna kynntist ég Karli
ísfeld og batt við hann góð-
an kunningsskap. Eg las Svarí
ar morgunfrúr og ýmsar
snjallar þýðingar hans,
gladdi hug minn við góða
dátann Sveik og örlagakyngi
Kalevala. Alls staðar voru örv
ar, sem hittu. Eg naut margra
samverustunda við Karl í
góðu spjalli, og ég held að ég
hafi aldrei h'itt hann svo, að
ekki sæti eftir þann fund eitt
hvert vel valið orð í vitund
minni. Og þegar ég sá hann,
greip mig alltaf óljós til-
hlökkun.
Eg skildi að vísu af kynn
ingu minni við Karl, að ljóð-
Iínur hans sjálfs voru honum
einkunn:
Þótt skáldsins skýjahöll
sé skreytt með gulli öll
er lánið valt hjá lýði
• við loftkastalasmíði.
Annað var ljóst; þótt eitt-
hvað brysti á þau smiðstök,
átti hann sér kastala byggð-
an á bjargi af lífskímni sinni
og tungutaki. Þar var höfuð
ból hans en annað voru sel
hans ein. í samræmi við
þetta var öll hans gerð. Þrátt
fyrir bresti, sem gerðu ver
aldarlán hans valtara en
æskilegt var, brást trúnaður
hans við tunguna aldrei. Þar
átti hann ætíð gullfáinn
skjöld. Eg veit ekki hvort ég
hef kynnzt mörgum orðhag
ari mönnum. En hann var
ekki aðeins völundur á mál,
heldur einnig skapandi lista
maður. Hann hafði teygað
málkennd sína af gullaldar-
sögum og numið vel tungu-
tak þingeyskra frænda sinna,
þeirra Sands- og Fjalls-
manna, en hann gerði það að
málmi í eigin smiðju en ekki
að erfðafötum. Honum lék á
vörum hið stórbrotna, hreim
þunga gamla lag íslenzks
máls, en hann kunni einnig
manna bezt að slá nýjan
hljóm af þeim málmi. Fáir
kunnu betur að samhæfa
foma hending og nýjan
brag, láta gamlan merg og
ungt blóð renna saman í nýju
verki.
Kalavala-þýðing Karls ís
felds mun er stundir líða
þykja afreksverk, er lengi
heldur nafni hans á loft. Þar
fékk hann í hendur efni. sem
afli hans og hamri hæfði. —
Eftir liðinn dag getum við
harmað það, að hann skyldi
ekki oftar fá að vinna með
þeim hætti sem honum hæfði
INNING
KARL ISFELD
rithöf undur
að þýðingum góðra verka. Þá
hefði dagsverkið orðið ríkara.
En ég held, að þó sé óhætt
að segja, að svipa dagsanna
— jafnvel í erli blaðamennsk
unnar — hafi aldrei megnað
að reka hann til flausturs
eða hyskni í tökum á íslenzku
máli. Ef ég hefði þótzt sjá
þess merki í verki hans, held
ég, að mér hefði orðið á
munni: Nú er Karli ísfeld
brugðið. Mér fannst stundum,
að hann blótaði tungu sína
eins og sannheiðinn goði.
En nú er Karl vinur minn
allur, og þótt mér fyndist oft
ýmislegt andsnúið í fari hans
er þungt til þess að hugsa, og
mér koma í hug ljóðlínur
hans:
En tíminn slekkur öll vor
yndisljós.
og angan lífsins þverr úr
bragaleik.
A.K.
Vetrarkvöld á Akureyri fyrir
þrjátíu og einu ári, kyrrt og
dimmt. Allmargt fólk er á reiki
um Kaupvangstorgið- Allt i einu
heyrist söngur út am opinn
glugga hátt uppi. Það ei há og
björt tenórrödd, sem berst, fr]áls
og dálítið villt, út í náttmyrkrið.
Fólk staldrar við og hlustar á
sönginn, unz glugganum er lok-
að. Einhver skólapiltur hvíslar:
„Þetta er Karl ísfeld.
Þetta er fyrsta minning mín
um Karl. Mér finnst hún býsna
táknræn. Hann unni allri list og
sóttist eftir henni fremur öllu
öðru í lífinu. Lífskjör hans og
hæfileikar ollu hinsvegar því, að
hann hneigðist að einni list-
grein öðrum fremur, •jóðlistinni,
list orðsins, enda átti hann kyn
til þess. Hann var systursonur
skáldanna Guðmundar á Sandi
og Sigurjóns Friðjónssonar, og
bar töluverðan svip ættar sinn-
ar, bæði í yfirbragði og list. í
ljóðum sínum var hann skyldari
fínofinni lýrikk Sigurjóns, en
hann gat líka brugðið fyrir sig
kjarnyrðum Sandsbóndans. Þess
naut hann, þegar hann réðst til
glímunnar miklu við Kalevala.
f kjölfar söngsins við Kaup-
vangstorg sigldi löng kynning
okkar Karls. Á þeim árum naut
skáldskapur meiri virðingar
ungra manna en nú er. Við, ljóð-
hneigðir námssveinar, litum
mjög upp til skólaskáldanna og
sóttumst eftir samvistum við
þau. — Karl Isfeld var víst ekki
talinn neinn fyrirmyadarnem-
andi. Hann íéll illa að skólaag-
anum, og á skólanámið leit hann
sem óhjákvæmilegt tæki til að
komast lengra á braut skáldskap
ar og ritlistar. Samt varð hann
fljótt einna þekktastur skóla-
pilta. Hann var skáldmæltur og
ritsnjall, snjall leikari. fimur
glímumaður, manna orðheppn-
astur og skemmtilegur sam-
kvæmismaður. Það var ekki að
furða, þótt sótzt væri eftir fé-
lap;sskap slíks manns
Karl stundaði norrænunám i
Háskólanum nokkur missiri eftir
að hann kom suður, en hætti því
síðan og gaf sig upp frá þvi ó-
skiptan að ritstörfum, bókaþýð-
ingum og blaðamennsku. Hann
naut sín að mörgu leyti vel við
þessi störf. Hann var orðhagur
smekkmaður og afkastamaður
mikill. En hann þurfti að „skrifa
til að lifa', bjó löngum við ó-
hægan fjárhag og mörg ritstörf
hans urðu brauðstrit eitt Hann
hefði áreiðanlega kosið sér það
hlutskipti að geta gefið sig ó-
skiptan að eigin skáldskap í ljóði
og sögu. Hin góða aðstaða, sem
honum hlotnaðist við Kalevala-
þýðinguna var honum því kær-
kom'in.
Þótt Karl væri nokkrum árum
eldri en ég, urðum við nánir fé-
lagar og vinir, enda samstarfs-
menn um skeið. Og marga nótt-
ina sátum við saman yfir skál,
fyrr á árum, tveir einir, og rædd-
um um lífið og listina. Líklega
hafa fáir frætt mig meira um
kveðskap og fagrar bókmenntir
á þeim árum en hann. Hann var
líka allur i bókmenntunum og
lifði í þeirra heimi. Hann varð
ungur furðulega víðlesinn í inn-
lendum og erlendum skáldskap,
og smekkvísi hans var óbrigðul,
og hann fylgdist vel, með Hann
varð t. d. einna fyrstur manna
til að fagna nýtízkulegum kvæð-
um Steins Steinars.' og skilja
hlutverk hans í'íslenzkti Ijóðlist-
Karl ísfeld hlýtur að verða
minnisstæður persónuleiki þeim,
sem kynntust honum. Hann var
að ýmsu leyti einkennilega sam-
settur maður. f honum olönduð-
ust furðulega saman bohéminn
og aristokratinn — iistamaður-
inn og höfðinginn. Hann var
geysimikill bohéme i hugsunar-
hætti og lifnaðarháttum. Hann
unni frjálslegu lífi og hataði
smáborgaraleg höft. Samt var
honum stórlæti í blóð borið og
hann gat aldrei sætt sig við fá-
tæktina. Hann tamdi ser vissan
höfðingsbrag og unni munaði og
þægilegum lífsháttum Hann
var ætíð snyrtimenni i klæða-
burði og barst jafnvel á, ef hann ¦
átti þess kost.
Karl Isfeld hefði aldrei getað
fengið af sér að bera sítt lista-
mannahár eða flókaskegg, þótt
slíkt hefði verið tízka með skáld-
um á æskuárum hans. Llsthneigð
hans náði inn úr skegginu. —
Hann vann sér oft inn mikið fé,
en var fljótur að eyða því- Fyrir
honum voru f jármunir aska eins
og sýslunga hans, Einari Bene-
diktssyni. En ég markaði það af
ýmsu, að hann þráði, undir niðri,
meira veraldargengi en féll hon-
um í skaut. Og þessi tviskipting
í eðli hins látna vinar míns
minnir mig stundum á Bjarna
Thorarensen. Hefði Karl orðið
valdamaður og veraldarhöfðingi
eins og Bjarni, mundi honum
vafalaust hafa verið líkt farið
um margt. Hann hefði orðið
vandvirkur og samvizkusamur
embættismaður og unað auði og
völdum vel. En listamannseðlið
hefði alltaf öðru hverju brotizt
út eins og hjá amtmanninurn á
Möðruvöllum. Honum hefði
stundum kólnað uppi á jökul-
tindi hefðarinnar og orðið að
bregða sér á leik niður í gleði-
dalinn.
Stundum er talað um, að
menn lifi misjafnlega ört.
„Margoft tvítugur/meir hefir lif-
að/svefnugum segg/er sjötugur
hjarði," sagði Bjarni Thor. Karl
fsfeld svalg lífið í stórum teyg-
um, hann lifði ört. Hann fór eft-
ir lögmálinu gamla um „Wein,
Weib und Gesang," þráði öll
þessi gæði ungur og naut þeirra
í ríkum mæli, þótt hann hefði
sennilega sett það síðast talda,
listina, efst og metið það mest.
Minning Karls ísfelds lifir
með vinum hans. Hún vitjar
okkar á ókomnum árum eins bg
bjartur söngur, sem sveif um
opinn glugga út í norðlenzkt
náttmyrkur1 fyrir þrjátíu og einu
ári.
Ragnar Jóhannesson.
Trúarhugmyndir
(Framhald af 5. síðu).
plógar", sem dásamaðir höfðu ver
ið í áróðri, voru hreint ekki til.
Svefnleysinginn Karlinsky furðar
sig á því hvers vegna dauðinn er
ekki uppr'ættur af ríkinu.
Fósirið likisf fiski
Karlinsky veltir þó fyrir sér
vandamálinu um offjölgun mann-
kynsins. Hann hefur heyrt getið
um kenningar Malthusar og hefur
einhversstaðar lesið að fóstur
mannsins líkist fiski á vissu stigi
þr'óunarinnar. Hann hugleiðir mál
ið með þetta í huga: „Því skyldi
ríkið kasta á glæ mögulegU'm fisk-
birgðum. í hinni glæsilegu fram
tíð verður hægt að nýta fóstrið á
fiskstiginu. Með nákvæmnum
tækjum yrði hægt að losa þau úr
móðurkviði og láta þau lifa sjálf-
stæðu lífi í sérstökum vatnsbúrum.
Þar muni vaxa uggar og hreistur
á þeim undir eftirliti ríkisins. Og
síðan yrði komið á fót niðursuðu-
verksmiðju á næstu grösum. þar
sem fiskurinn yrði soðinn niður
í stórum stíl, þegar hann hefði
náð þroska. Sumum fóstrunum
yrði breytt í sardínur, öðrum í
síld eða þorsk, allt eftir því sem
við ætti. Og allt yrði þetla í sam-
ræmi við marxismann. Að vísu
yrði hér um að ræða mannát....
en á miklu æðra stigi en áður tíðk
aðist".
Ritstjórar Encounter hafa lýst
hinum dularfulla höfundi sögunn-
ar, „Abram Tertz" sem eins konar
Ilya Ehrenburg í útlegð, en hann
var mesti háðfugl og ádeilinn áður
en hann umhverfðist og gerðist al-
gert flokksþý. Og það þyrfti ekki
að koma mönnum neitt á óvart,
þótt Ehrenburg reyndist vera hinn
raunverulegi höfundur bókarinnar.
En hver sem höfundurinn er sem
leynist bak við dulnefnið „Abram
Tertz", þá ber bókin því augljóst
vitni, að höiundurinn fjallar um
mannleg vandamál af þvílíkri al-
vöru, að sýnilegt er að trúarhug
myndir finnast á svörtum markaði
í Sovétríkjum nútímans. Hann ber
fram spurningar, sem enn hefur
ekki fundizt svar við — hvorki
vestan né austan við járntjaldið.
Hin hógværa söguhetja dr. Rabin-
óvitsch, hefur grafið upp í vinnu
búðunum rýting með krosslaga
handfang. „Líttu bara á", segir
hann, „fallegur staður fyrir guð,
handfangið á banvænu vopni. Neit
arðu því? Guð var tilgangurinn og
svo gerðu þeir hann að meðalinu
— handfangi. Og rýtingurinn var
meðalið og hann gerðu þeir að
tilganginum. Það voru höfð enda-
skipti á hlutunum. Æ—æ—æ—æ!
Og hvar er rýtingurinn og guð nið
urkominn? Grafinn undir eilífum
snjó, hvort' tveggja!"