Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 2
2 j1 í.tlNN, föstu.dagiim 7. oktébor jL960.J Þeir eru fullllíróar Frama Ingjaldur Gísli Sæmundur Grímur Óskar Hafliði Jónas ísaksson Brynjólfsson Lárusson Friðbjörnsson Sigvaldason Gíslason Sigurðsson Kosið í Iðju um helgina Listi vinstri manna er A-listinn Vinstrimenn sigruðu glæsilega í „Frama” íhaldið ærist Fulltrúakosningu 1 bifreiða- stjórafélaginu Frama lauk í fyrra- kvöld. Úrslit urðu þau að B-listi listi vinsíri manna, andstæðinga núverandi ríkisstjórnar, hlaut 232 atkvæði og alla menn kjörna. A-listi, listi meiri hluta stjórnar og trúnaðarmannaráðs hlauf 227 at- kvæði og engan kjörinn. Við fulltrúakosninguna 1958 hlaut A-listinn 293 atkvæði en B-listi 152. Morgunbiaðið og Alþýðublaðið skýra frá úrslitum kosninganna í gær. Kalla bæði blöðin B-listann „lista kommúnista", og segja að kommúnistar hafi hlotið alla full- trúana. Sýnir þetta bezt, að íhaldið og kratar eru nú að ærast út af fylgistapinu, því að þeir vita mæta- vel, að af 14 aðal- og varamönnum sem á lista vinstri manna voru, eru 9 Framsóknarmenn og þar af 4 af sjö aðalfulltrúunum. Einu rök íhaldsblaðanna við fylgistapinu eru hin gömlu rök razista: Þeír, sem eru á móti okk- ur eru komúnistar — kommúnist- ar! Fasistamarkið verður nú æ greinilegra á málgögnum stjórnar- f'.okkanna. Gagnrýni í formi álykt- ana á núverandi stjórnarstefnu segja þessi blöð að sé sett fram af „samsafni fífla“ og ef andstæð- ingar stjórnarstefnunnar, hvar í flokki sem þeir eru. vinna saman í kosningum, þá eru þeir allir með tölu kallaðir: Kommúnistar! Hverj- um er verið að þjóna með svona blaðamennsku? Guðmundur frá Mið dal sýnir á Akureyri í dag opnar Guðmuindur Einarsson frá Miðdal mál- verkasýningu í Landsbanka- salnum á Akureyri. Sýningin verður opnuð kl. 2, og stend ur hún aðeins í fjóra daga. Guðmundur sýnir 50 verk, bæði olíumálverk og vatns- litamyndir. — Guðmundur frá Miðdal hélt síðast sýn- ingu á Akureyri fyrir þrem- ur árum og hlaut þá mjög góða aðsókn o-g undirtektir. E.D. wm UTAU UR UE/MI Krústjoff skaut yfir markií Macmillan forsætisráðherra Breta kom heim frá allsherjarþingi S. Þ. í gærdag. Hann ræddi við fréttamenn á flugvellinum og sagði þar m. a. að þetta allsher’jarþing hefði verið viðburðaríkara og meira taugaæsandi en nokkuð ann að í sögu samtakanna. Hann sa-gð ist vona að þrátt fyrir allt myndi þetta þin-g fjalla um afvopnunar- málin eftir raunhæfum leiðum. Macmillan kvað Krustjoff ekki hafa náð settu marki á þinginu. Hann hefði skotið yfir markið. Honum hefði ekki tekizt að splundra S. Þ. og Kongómálið væri enn í höndum samtakanna, þrátt fyrir árásir Krustjoffs á aðgerðir S. Þ. suður þar. Macmillan sagði, að þegar Krustjoff hefði ver'ið farinn að~tala daglega, hefðu full trúarnir á þinginu eiginlega verið farnir að fá leið á honum. Macmillan sagðist ekki vita hver yrði árángur af viðræðum sínum við Krustjoff en hann vildi hins vegar undirstrika það, að tími væri til kominn að æðstu menn í kynþáttamálunum, þrátt fyrir úrslit þessara kosninga. Menderez fyrir rétt þann 14. Gursel forseti Tyrklands til- kynnti í gær, að hinn 14. þ. m. myndu hefjast í Tyrklandi réttar- höld í máli 500 stuðningsmanna stjórnar Menderez, sem steypt var vr stóli í vor. Meðal þeirra sem koma fyrir rétt eru Bayar fyrr- verandi forseti og Menderez fyrrv. forsætisráðherra auk nokkurra ráð- herra í s'tjórn hans. Allir eru þessir menn sakaðir um margs konar stjómmálaleg af- L-rot auk hermdarverka og ofsókna á hendur andstæðingum sínum. Þessir menn hafa setið í fangelsi frá því er byltingin var gerð. Franskir stúdentar hef jast handa Landssamband franskra stúdenta hefur tilkynnt að það muni hefja utifundi og aði'a baráttu til frið- vnar Alsír. Skora samtökin á verkalýðsfélögin og allt ungt fólk kunnugt er1. hitfust og ræddu ýmis mál, sem. *. , ,,, , .... . , , fyrirhugað hefði verið að riða á | styðja studentasamtokin i þess- toppfundinum í París s L vor en ‘ MikU ólga virðist nú vera j sa fundur for ut -um þufur sem Frakklandi vegna ást.andsins í ■ Alsír, listamenn hafa mótmælt her- þjónustu franskra borgara þar og hið opinbera beitt þessa menn harðvítugum gagnráðsföfunum m. a. svipt þá styrkjum. Þá haf-a og stuðningsmenn „fransks Alsír“ lát- íð að sér kveða og hótað öílu illu, ef Alsír verði slitið úr sambandi við Frakkland. Lýíveldi! SutSur-Afríku Nú er að m-estu lokið talningu at-kvæða í Suður-Afríku, en þar var kosið u-m, hvort landið skyldi gerast lýðveldi eða ekki. Enda þótt atkvæðatölur liggi ekki end- anlega fyrir er fullljóst, að lýðveld issinnar mun-u hljóta um 50 þús. atkvæða meirihluta. Það eru eink- um Búar í sveitum landsins, sem styðja lýðveldisstofnunina, en borgarbúar, s-em eru mestmegnis Bretar, eru andvígir henni. Blökkumenn, sem eru um 12 milljónir talsins og 80 af hundraði íbúa landsins, hafa ekki kosninga- rétt og þeir eygja engar úr'bætur V erkamannaf lokkshingið sambykkir afsal vetnis- vopna Flokksþing brezka Verkamanna- fiokksins, sem haldið er þessa dagana í bænum Scarborough, samþykkti í gærdag með naumum jneirihluta tillögu þess efnis, að Bretar afsali sér kjarnorku- og vetnisvopnum einhliða. Með þess- ari samþykkt hefur foringi flokks- ins á þingi Hugh Gaitskell hlotið mikið áfall, enda hefur hér verið felld hin opinbera stefna Verka- mann-aflokksins í landvarnamál- um. Það voru tvær tillögur, sem samþykktar voru í þessu efni, Önnur var borin fram af fulltrúum vélsmiða á þinginu og kvað á um, að Bretar afsali sér öllum vetnis- vopnum. Hin tillagan var flutt af íulltrúum flutningaverkamanna og þar lagt til að Bretar höfnuðu stefnu í landvarnamálum, sem byggðist á vetnisvopnum. Hin opinbera stefna miðstjórn- a r Verkamannaflokksins hefur verið sú, að halda áfram þátttöku í NATO og styðja þau samtök og afsala sér ekki vetnisvopnum með- an Rússar gerðu það ekki. Gait- skell varði þessa stefnu áður en tillögurnar komu til atkvæða í gær. Sagði hann Bretum nauðsyn- legt að haf-a vetnisvopn svo lengi sem Rússar og kvað tillögurnar beinlínis miða að því, að Bretar gengju úr samtökum vestrænna þjóða. Hann kvað flutningsmenn hræsnara eða þeir vildu treysta c.ngöngu á Bandaríkin en tillög- i urnar væru beinlínis ósk um að j ganga úr NATO. i Coussins formaður flutninga- vtrkamanna mælti fyrir tillögun- um. Hann kvaðst vera andvígur vetnisvopnum hver svo sem hefði þau með höndum. Bretar eiga að ganga á undan með að afsala sér þeím, sagði hann. Ef Rússar og Eandarikjamenn vilja láta til skar- ai skríða eigum við að segja við þá: Þið um ,það. Við erum ekki með. í þessu sambandi er þess eins r.ð geta, að flokksþingið samþykkti i fyrradag að miðstjórn. flokksins væri ekki bundin af samþykktum flokksþingsins. Gaitskell heldur því velli þótt h-ann yrði undir. AllsherjaratkvæSagreiðsla um kjör fulltrúa Í8ju, félags verksmiðjufólks, á 27. þing Alþýðusambands íslands fer fram á laugardag og sunnu- dag. Tveir listar hafa komið fram. A-listi, listi vinstri manna, andstæðinga núver- andi ríkisstjórnar og B-listi borinn fram af stjórn og trún- aðarmannaráði félagsins. Kosningin hefst kl. 10 á laugar- clag og stendur til kl. 7 e. h. Á sunnudag hefst kosning einnig kl. 10 f. h. og lýkur kosningu kl. 10 um kvöldið. A-listinn, listi vinstri manna, andstæðinga núverandi ríkisstjórn- ar er skipaður þessum mönnum: Aðalfulltrúar: Björn Bjamason, Sápugerðin Frigg, Einar Eysteinsson, Blindra- iðn, Arndís Kristjánsdóttir, Gefj- un, Guðbrandur Benediktsson, Víðir, Guðbjörg Jónsdóttir, Efna- laugin Glæsir, Guðlaug Vilhjálms- dóttir, Vinnufatagerðin, Halldóra Danívalsdóttir, Eygló, Johann Ein- arsson, Ölgerðin, Karl Magnússon, Málningarverksm. Harpa, Marta Þorleifsdóttir, Föt h.f., Rannveig Guðmundsdóttir, Últíma, Sesselja Halldórsdóttir, Nói, Sigiíður Otte- sen, Dúkur, Sveinn Vigfússon, Jón Loftsson, Vilborg Tómasdóttir, Eelgjagerðin, Þórður Guðmunds- son, Skógerðin, Sigurbjörn Knud- sen, Hreinn h.f. Víðir, Sigfús Brynjólfsson, Skó- gerðin, Sigurður Valdimarsson, Reyplast, Stefán Steinþórsson, Öl- gerðin, Þuríður Vilhelmsdóttir, Skírnir, Fanney Vílhjálmsdóttir, Oddný Þorvaldsdóttir, Lady. Varafulltrúar: Bogi Sigurðsson, Stálumbúðir, Guðmundur Erlendsson, Fálkinn, Guðrún Einarsdóttir, Eygló, Jó- hann V. Guðlaugsson, Svanur, Jó- hanna Auður Arnadóttir, Eygló, Ingibjörg Tryggvadóttir, Últíma, Katrín Þórðardóttir, Gefjun, Jakob Bragi Björnsson, Steinstólpar, Karl Eiðsson, Ölgerðin, Kristján Matthí- lasson, Freyja, Leifur Grímsson, Skoðanamunur á framtíð Norður- landaráðs HÖPN, 5. okt. — Einkaskeyti til Tímans). — Aftonbladet í Stokkhólmi gerir í dag að umræðuefni fund stjórnar Norðurlandaráðs, sem hefst í Harpsund á morgun. Blaðið segir, að ýmsir af ráðherrum sænsku stjórnarininar vilji takm-aaika starfssvið ráðsins til muna þar sem árangur- inn af starfi þess sé vafasam ur. Hins vegar séu svo aðrir, sem eru á andstæðri skoðun og vilja auka áhrifavald ráðs ins og gera það að virku afli á sviði norrænnar samvinnu. BLaðið telur sennilegt, að Tage Erlander forsætisráðh. Svía, muni bera fram miðlun artillögu í þessu efni og muni leggja til, að Norðurlandaráð verði framvegis kallað sam- an, þegar fyrir því liggi nægi lega mörg mál til úrlausnar. Erlander muni óska eftir frek ari tilveru ráðsins en vill tak marka nokkuð starfssvið þess. Aftonbladet segir enn- fremur, að ttin misheppnaða tilraun til þcss að stofna nor rænt tollabandalag hafi gert margan svartsýnan á hlut- verk Norðurlandaráðs. — Aðils. Áðalfundur FUF í Rvík Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja- vík verður haldinn í Framsóknarhúsinu miðvikudaginn 12. okt. 1960. Nánar auglýsf síðar. STJÓRNSN Almennur stjórnmálafundur aS Brón í Bæjarsveit og aSalfundur FUF Félag ungra Framsóknarmanna í Borgarfjarðarsýslu heldur aðalfund sinn n.k. sunnudag að Brún í Bæjar- sveit og hefst hann kl. 3 e.h. Að loknum aðalfundi kl. 4 hefst svo almennur stjórn- málafundur. Meðal ræðumanna eru Ásgeir Bjarnason, alþm., sem ræðir um efnahagsmál landbúnaðaríns, Haildór E Sig- urðsson, albm., sem ræðir um þingmál, og Einar Ágústs- son, sparisjóðsstjóri, sem ræðir um stjórnmálaviðhorfið álmennt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.