Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 10
10 T f MIN N, fimmtudaginn 6. október 1960; GULLBRÚÐKAUP Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Þórarinn Einarsson og Guðrún Þor- valdsdóttir, Höfða á Vatnsleysu- strönd. Þórarinn er fæddur að Stóra-Nýja bæ í Krisuvik, en Guðrún að Lamba- stöðum í Álftaneshreppi í Mýrar- sýslu. Bæði eru þau • af tápmiklu bændafólki komin, enda hefur það ekíki leynt sér á liðnum árum, að þau tóku í arf þá eiginleika og mann kosti í rfkum maeli, sem verið hafa höfuðprýði og styrkur íslenzkrar bændastéttar fyrr og síðar í harðri baráttu og sókn til manndóms og sæmdar. Þau hafa aldrei verið mörg stór býlin á Vatnsleysuströnd en löng- um voru smábýlin þeim mun fleiri. Örlítill túnbleðill fylgdi hverju koti, sem ekki var algjör þurrabúð, og það var ekkert áhlaupavetik að vinna að túnrækt og auka grasnyt í úfnu hrauni. En með þrotlausri vinnu og óbilandi þrautsegju voru þó við þessi erfiðu skil'yrði þau afrek unnin, sem oftar mætti vitna til en gjört er, þá er brýna skal tii duks og dáða. Fyrir rúmlega 50 árum reistu þau Þórarinn og Guðrún bú í Bergs- koti, sem var eitt af þessum smá- býlum. Þar mun þá ekki hafa verið glæsilegt umhorfs, eða lífvænlegt og eitt kýrfóður gaf túnið af sér. En hvorugu þeinra hjóna uxu erfið leikamir í augum og þeim tókst að bæta þessa litlu jörð svo að undrun sætir. Síðar eignuðust þau einnig jörðina Höfða, sem var öllu minni en Bergskot, sameinuðu báð ar þessar litlu jarðir, en byggðu upp í Höfða, þar sem þau síðan hafa búið. Nú er hægt að hafa 12—14 nautgripi í Höfða og alimargt sauðfé að auki þar sem áður var knappur heyfengur fyrir 2 kýr. En baráttan í Höfða hefir ekki aðeins verið við úfið hraun, heldur engu síður við úfinn sæ og fast hef ir Þórarinn í Höfða sótt sjóinn allt frá fermingaraldri. Fimm börn hafa þau hjón átt og lifa þau öll. En þau eru Þorvaldur héraðsdómslög- maður i Reykjavík, Margrét hús- freyja í Minna-Knarramesi, Anna, verzlunarmær í Reykjavík, Unnur, húsfreyja í Borgarnesi og Ásta hús- freyja í Höfða. En auk bama sinna, hafa þau Guðrún og Þórarinn alið upp svo mörg fósturböm, að nokkru eða öllu leyti, að of langt yrði hér upp að telja. En þannig hefir það að jafnaði verið með þau hjón bæði, að þótt húsakosturinn í Bergskoti og í Höfða væri lengst af þröngur, þá var hjartarúmið ótakmarkað og hjá þeim sannaðist það áþreyfanlega, að þar sem það rúm er fyrir hendi, verður alltaf eitthvert ráð til þess að skjóta skjólshúsi yfir lítinn gest, sem að garði ber. Og fátt lýsir betur hjartagæzku þessara merku hjóna en það ástríki, sem hin mörgu fóstur- börn hafa hjá þeim notið í jafn ríkum mæli og þeirra eigin börn. Þolgæði og þrek, góðhugur og fómarlund, trúarstyrkur og bjart- sýni, hafa einkennt hálfrar aldar harða lífsbaráttu þessara merku mannkostahjóna og árvekni og sam- heldni í hverju starfi hefur veitt þeim sigur í hverri raun. Á síðast- liðnu ári tók dóttir þeirra og tengda- sonur við búforráðum hjá þeim, en í Höfða dvelja þau áfram og sveit- ungar þeirra og við vinir allir ósk- um þess að sú dvöl þeirra megi verða sem lengst, farsæl og björt, þeim stað, þar sem þau hafa svo mörg og glæst afrek unnið. Guð blessi þennan heiðursdag þeirra og.alla þekra daga. Garðar Þorsteinsson. Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda fund í Aðalstræti 12 kl. 20,30 í kvöld, föstudag 7. okt. Fundarefni: Fréttir af félagsstarfsemi, frú Sig- ríður Ingimarsdóttir. Frú Sigríður Thorlacius sýnir skuggamyndir frá Indlandi. Kósið í bazarnefnd o. fl. Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður í stúkunni Mörk í kvöld kl. 8,30 stundvíslega í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Grétar Fells flytur erindi: Meðan l'íkami sef ur. Frú Hanna Bjamadóttir syngur einsöng við undirleik Skúla Halldórs sonar. Kaffiveltingar á eftir. Utan- félagsfólk velkomið. MINNISBÓKIN NyrTURLÆKNIR er á sama stað kl. 18—8. Siml 15030. SLYSAVARÐSTOFAN á Heilsuvernd arstöðinnl er opin allan sólarhrlng inn. Næturvörður vikuna 1.—7. október verður í Vesturbæjarapóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 1.—7. október er Eiríkur Björnsson, sími 50235, Listasafn Einars Jónssonar, Hnitbjörg, er opið á miðvikudög- um og sunnudögum frá kl. 13,30 -15,30. Þjóðminjasafi. íslands er opiö á þriðjudögum, fimmtudög um og laugardögum frá kl. 13—15, á sunnudögum kl. 13—16. ÁRNAÐ HEILLA Sjötíu og fimm ára varð í fyrradag frú Guðrún Stefánsdóttir, HávaRa- götu 24, kona Jónasar Jónssonar, fyrrverandi ráðherra. — Hurðu, heldurðu að það væri DENINI ekki spennó að sjá þjóðsögurnar í /C A I A I I C2 I litmynd, á breiðtjaldi? LJ Æ |V| L_/\ LJ ÍZI I Helsinki 4. 10 til Ventspils og Riga. Selfoss fer væntanlega á morgun 7. 10 frá Hamborg til Reykjavíkur. Tröllafss fór frá Akureyri í gær- fcvöldi 5. 10 til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þaðan til Avonmouth, Rotterdam, Bremen og Hamborgar. Tungufoss kom til Reykjavíkur í morgun 6. 10. frá Hull. Skipadeild SÍS: Hvassafell kemur í dag til Gdynia. Amarfell er á Akranesi. Jökul'fell lestar og losar á Eyjafjarðarhöfnum. Dísarfell er .í Ólafsvík. Litlafell er í olíuflutningum á Norðurlandsliöfn- um. Helgafell' er í Onega. Hamrafell fór 2. þ. m. frá Hamborg áleiðis til Batumi. Eimskipafélag Islands h. f. Dettifoss fór frá Stykkishólmi um bádegi í dag 6. 10. til Patreksfjarðar, Bíldudals, Fi'ateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Hólmavíkur, Norður- og 4usturlandshafna. Fjallfoss kom til ántwerpen 6. 10. fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Fáskrúðsfirði í morgun 6. 10 til Aberdeen, Bremen og Tönsberg. Gullfoss fer frá Leith á morgun 7. 10. til Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá Reykjavík kl 20.00 í kvöld 6. 10. til New York. Reykjafoss fór frá Jose L. Sohnos 80 D R r K I Lee Falk 80 Slúlkan slapp. Fínt! Það var ekki okkur að kenna. Hún.... — Gott! •#$1 Srf ' — Við lief'ðum.... — Þegiðu, asninn þinn. Hann sagði „gott“. AIN'T VDU HEARDí — Jæja? Það er engan bíl að fá leigð- an innan 100 mílna. — Þú misskilur okkur. Við viJjum fá fá ÞINN bíl. — Og við viljurn fá þennan skipti- myntakassa. Getur komið sér vel. — Bíddu! — Hefurðu ekki heyrt, að viðskipta- vinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér? — Ó!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.