Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 7. október 1960. 3 Innbrotið í afgreiðslu Akraborgar: T óbaksþ jóf naður- inn upplýstur Fjórir unglingar sitja í varðhaldi 16 menn riðnir við málið Rannsóknarlögreglan hefur nú upplýst innbrotið, sem framið var í afgreiðslu Akra- borgar 28. sept. s. I., en þar var stolið 204 kartonum af vindlingum auk nokkurs magns af reyktóbaki og vindl- um. Þrír unglingspiltar, allir undir tvítugu, frömdu inn- brotið í félagi og hafa þeir setið í varðhaldi trá aðfara- nótt s. I. sunnudags, ósamt fjórða piltinum á svipuðum aldri, sem mun hafa reynt að selja tóbakið. Mál þetta er mjög umfangsmikið og alls 16 manns við það riðnir. 100 manns vinna hjá sláturhúsi R.S. SauSárkróki í ,gær. — Haust- slátrun hjá Kaupfélagi Skag firðinga hófst 14. sept. s.l. og áætlað er að slátrað verði 35 þúsundum fjár. Slátrun lýkur um 18. okt., en í gær hafði verið slátrað 27 þúsundum fjár. Vænleiki dilka er í meðallagi. Um 100 manns vinna hjá sláturhúsi kaupfélagsiiis og er sláturhússtj óri Friðvin G. Þorsteinsson. — í gær lestaði skipið Zero 130 lestir af hrað frystu dilkakjöti, sem skipið flytur til Svíþjóðar. Þess má geta að sláturhús K.S. er talið eitt bezta frystihús hérlend- is til þess að frysta kjöt til útflutnings. Eindæma veðurblíða hefur verið hér að undanförnu, logn og sólskin. Frostnætur hafa verið fáar og mildar. Þýfið er að mestu komið í leit- írnar en þó vantar 35 karton á að öilu sé skilað og er talið að ung- lingarnir hafi selt þau eða losað sig við á annan hátt. Hélt a3 það væri smygl! Piltarnir fluttu þýfið til og frá í bænum, suður til Hafnarfjarðar, rftur í bæinn og loks upp að Geit- h.álsi. Notuðu þeir töskur kodda- ver og annað slíkt til umbúða utan rm farangurinn. Leigubílstjóri Kosið í Fram á Sauðárkróki Á sunnudag og mánudag var allsherjaratkvæðagreiðsla í verkalýðsfélaginii Fram á Sauðárkróki, um fulltrúakjör á Alþýðusambandsþing. Tveir listar komu fram, A-li’sti bor inn fram af Sveini Sölvasyni og fleirum, og B-listi, borinn fram af meirihluta stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Úr- slit urðu þau að A-listi hlaut 90 atkvæði en B-listi 81. — Kjörnir voru Sveinn Sölvason og Jón Friðbjömsson og til vara þeir Skafti Magnússon og Kári Steinsson. Eins og kunnugt er hafa kosningar í verkalýðsfélaginu Fram á Sauðárkróki stundum verið með sögulegum hætti. Við stjórnarkjör í fyrrahaust skiptust félagsmenn í tvær svo hnífjafnar fylkingar að kjósa varð þrisvar sinnum. Úrslit tveggja fýrri kosninga urðu þau, að hvor listi um sig hlaut jafnmörg atkvæði. í hinni þriðju skar eitt at- kvæði úr. Úrslitin í kosning unum nú sýna glögglega að straumhvörf hafa orðið. Efna til mót- mælagöngu í dag i.okkur er viðriðinn málið og mun hafa ekið piltunum fleiri en eina ferð með þýfið. Ber bílstjórinn því \:ð að hann hafi ekki vitað að hér væri um stolið tóbak að ræða, heldur smyglað, enda hafi piltarnir sagt sér að svo væri! Eins og áður segir sitja piltarnir fjórir í varðhaldi. Málið er mjög umfangsmikið, en rannsókn er í þann veg að Ijúka. — h. r- Há sala Isborgar ísafirði, 6._okt. — ísafjarðar togarinn fsborg, seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýzka- landi í fyrradag. Afli skips- ins var alls 70 lestir, en af því reyndust 17 lejttir ónýtar. Það sem eftir var, eða' 53 lestir, seldust þó fyrir 59 þús. mörk, og er það geipihá sala, einkum þegar þess er gætt að mikill hluti aflans var isa. Þessl mynd er frá flóðunum. Fljóflð Creuse hefur flætt yflr bakka sína og flætt yflr bælnn Aubusson. Búlzt er vlð að úrkoma haldi áfram og hætta á enn frekari skemmdum af völdum flóðanna. Stórflóí á SuíJur-Frakklandi: Fólkið flýr unnvörpum Nokkrir hafa drukknað -irxítomBD! - 'q ooivl .iionuu. Rúmlega þrettán þúsundir manna eru nú á flótta í Suður- Frakklandi undan geysilegum flóðum — þeim mestu, sem orðið hafa í Frakklandi síðan árið 1921, Þessi flóð hafa þeg- ar valdið gífurlegom skaða og nokkrir menn hafa látið lífið en segja má, að ekki sé enn vitað með fullri vissu, hversu miklu tjóni flóðin hafa valdið. Að undanförnu hefur verið gífurleg úrkoma í Suður- Frakklandi og það hefur orð ið til þess að flestar ár hafa flætt yfir bakka sína. Heil þorp hafa bókstaflega farið í kaf vegna vatnsflaumsins og fólkið hefur leitað hælis á húsþökum og verið bjargað þaðan í þyrlum, sem sendar hafa verið á vettvang. Mannskaði og eyðilegging Eins og fyrr getur er ekki enn vitag um hversu tjónið ,af völdum flóðanna er orðið mikið. Hús hafa eyðilagst, brýr sópazt burtu og vegir og járnbrautir eru á kafi í vatni. Þá hafa slitnað rafmagns- og símalínur og stíflugarðar hafa brostið. Frá héraðinu Cahros ber- ast þær fregnir að margir hafi drukknað í flóðunum. Nokkur uppstytta var á flóða svæðinu í fyrradag en veður fræðingar spá því að ekki muni' líða á löngu unz taki að rigna að nýju og fólkið flýr unnvörpum. Rauða Moskva og Kreml Fyrir nokkru eru komin hér á markað rússnesk ilmvötn — en Rússar leggja nú orðið ekki síður áheizlu á framleiðslu snyrtivara en eidflauga og spútníka. En þessi ijmvötn hafa fyrst og fremst vakið athygli manna fyrir hin skemmti- legu nöfn, sem þau bera. Þar má finna tegundirnar Rauða Moskva, Kreml, Steinblómið, Fyrsti maí, Leningrad svo nokkur séu nefnd. Blaðinu barst eftirfarandi fréttatilkynning í gær: Á fundi miðstjórnar Sam- taka hernámsandstæðinga 5. þ.m. var ákveðið, að efna til hópgöngu um Reykjavík til að mótmæla samningum við Breta um landhelgi íslands. — Safnast verður saman á Arnarhóli kl. 6 e.h. í dag, og þaðan verður gengið um eft- irtaldar götur: Upp Hverfisgötu, Klappar- stíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Kalkofnsveg, yfir Skúlagötu, beygt til vinstri og gengið meðfram höfninni, upp Gróf, Vestur- götu, Garðastræti, niöur Tún götu, og staðmæmzt við Ráð herrabústaðinn. Forsætisráðherra, Ólafi Thors, og formanni íslenzku samninganefndarinnar, Hans G. Andeirsen, ambassador, hefur verið tilkynnt bréflega um mótmælagönguna, og þess óskað, ag þeir veiti viðtöku mótmælaályktun samtak- anna. Að göngu lokinni mun síð- an nokkur hópur manna standa mótmælavörð fyrir framan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, þar til Alþingi íslendinga kemur saman, verði samningaviðræðum ekki slitið eða þeim lokið fyrr. Vélskólinn settur Vélskólinn í Reykjavík var sett- ur s. 1. þriðjudag. Skúlastjóri, Gunnar Bjarnason, bauð kennara og nemendur velkomna til starfs á þessurn vetr'i. í vetur starfar skól inn I 6 bekkjardeildum. í rafvirkja deild verða 14 nemendur í fyrsta bekk og er það með mesta móti. í vélstjóradeild verða fimm bekk ir. — SI. þrjá vetur hafa nýsvein- ar í vélstjóradeild ver'ið talsvert yfir 40, en meðaltal nemenda sl. 14 ár er rúmlega 32 í fyrsta bekk. Aðsóknin í vetur losar því aðeins að vera helmingur af meðalaðsókn sl. 14 ára. — Nokkrar br'eytingar verða á kennaraliði skólans. Nokkr ir stundakennarar og einn fasta- kennari (Ingvar Ingvarsson) láta nú af störfum en þrír nýir kenn- arar bætast í hópinn. Bríet Héðins dóttir mun kenna þýzku og Runólf ur Þórðarson efnafræði. Þá kemur að skólanum nýr fastakennari, Jón Ármann Jónsson. — Verklegar æf- ingar í vélasal skólans verða aukn ar að miklum mun í vetur. Pe'ningarnir eru ekki komnir fram enn Eins og skýrt var frá hér í bæj- arfrétt á dögunum tapaði gamall maður tvö þúsund krónum á Lækj artor'gi. Var þetta ellistyrkur gamla mannsins, og var hann á leið með peningana í banka. Veg- farandi sá mann nokkurn taka pen ingana upp af götunni og halda á brott. Maður þessi hefur ekki enn gefið sig fram með peningana en rannsóknarlögreglan telur ekki enn ástæðu til að ætla að þeim verði ekki skilað. Fari hins vegar' svo, að maður sá, sem um ræðir, láti ekki frá sér \heyra innan skamms, þá má hann allt að eins búast við heimsókn lögreglunnar, enda hefur sjónarvottur gefið greinargóða lýsingu á honum og þekkir hann í sjón. Datt í stiga Laust fyrir kl, hálffimm í fyrri- nótt varð það sl'ys í Hafnarhvoli, að maður, Guðbjarni Ólafsson, datt í stiga og skarst á höfði. SjúkrabíU flutti hann á slysavarðstofuna. Fannst örendur í fyrradag var lögreglan kvðdd að húsi við Hringbraut hér í bæ, en þar hafði verið komið að látnum manni í íbúð sinni. Maðurinn bjó einn í íbúðinni. Ekki er blaðinu kunnugt um dánarorsök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.