Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 16
Þetta er frú McCleary með eplakökuna til Krustjoffs. Því miður var kakan orðin skemmd er hún barst forsætisráðherranum, enda héldu menn, að kökupakkinn innihéldi allt annað. Nauðsynlegar úrbætur á umferðinni í Evrópu Umferðasérfræðingar halda um þessar mundir þing í borg- inni Nizza í Frakklandi. Eru þar saman komnir verkfræð- ingar og lögreglumenn alls um 600 talsins til þess að ræða um umferðina í Evrópu. Flest lönd Evrópu eiga fulltrúa á þessu þingi og þeim hefur á lejðinni til fundarstaðarins gefizt tækifæri til að kynnast nokkru af því, sem þingið mun fjalla um. Flestir hafa nefnilega kom ig til Nissa í bifreiðum eftir þjóðvegum og þvi af eigin raun kynnzt í hverju ástandi umferðamál álfunnar eru og að nauðsynlegt er að gera róttækar skipulagsbreyting- ar, ef umferðamálin eiga ekki að lenda í skelfilegu öng- þveiti. Eins og nú er ástatt láta að j afnaði þrír menn líf- ið á klukkustund i bifreiða- slysum í álfunni. Hraði og tillitsleys' Það er annað og meira en auglýsingaskrum eitt, að menn eru kvattir til þess að líftryggja sig, er þeir hyggj- ast faxa í ökuferðir um álf- una. Sannleikurinn er sá, að yfirleitt tíðkast alltof hraður akstur á vegunum sem hvorki ökumenn né farartæki að öllum jafnaði standa undir. Það er ekki aðeins hraður akstur á hinnm breiðu og vel gerðu vegum álfunnar eins og t.d. í Þýzkalandi heldur einnig á þröngum og krók- óttum fjallvegum s.s. í Ölpun um. Þar gerast og oft þeir atburðir, sem í'á hraustustu menn til þess að skjálfa. Yfir leitt bera menn ekki við að aka með minni hraða en 100 km. á klukkustund og framúr akstur er oft mjög ógætileg ur og tillitssemin engin. Þingið í Nissa mun fjalla um hið alvarlega ástand, sem ríkir á vegunum í álfunni og gera tillögur til úrbóta. M.a. er talið sennilegt, að þingið leggi til, aö stórar og þungar bifreiðir s.s. langferðabílar og flutningabifrelðir aki á sérstökum brautum en einka bifreiðir á öörum. Meira kaupog frí um helgar Þórshöfn 29.9. Einkaskeyti til Tímans. — Verkfall verka- kvenna heldur áfram í Þórs- höfn og hefur staðið í 10 daga. Öll vinna j frystihúsum Þórs hafnar er lömuð vegna verk fallsins. Konurnar krefjast hækkunar á kaupi — vilja fá þrjár krónur á klukkustund í staö 2.65 króna og auk þess frí á sunnudögum. Atvinnu- rekendur telja sig ekki geta samið um þessar kjarabætur og heldur verkfallið þvi á- fram. (John). Húsið mun springa klukkan hálftólf? Reyndist gabb. Krustjoff voru aðems send bætiefni í formi eplaköku Bandaríska lögreglan á nú í miklum önnum í heimaland- inu og ástæðan til pessa er öll- um kunn. Nikita Krústjoff dvelst í New York og ýmsir vilja gjarna koma honum fyrir kattarnef. Eins og tram hefur komið í fréttum eigi alls fyrir löngu varð uppi fótur og fit með lögreglumönnunum s. I. laugardag. Það hafði nefnilega borizt pakki til höfuðstöðva sovézku sendinefndarinnar á allsherjarþinginu og lögregl- an hafði grun um, að í honum væri tímasprengja send Krústjoff til höfuðs En þegar pakkinn var opn- aður í bækistöðvum lögregl- unnar reyndist hann síður en svo innihalda sprengiefni. Krustjoff hefði tæplega orðið nokkuð illt af innihaldinu í versta tilfelli fengið í mag- ann, því honum var send epla kaka ásamt nokkrum línum. Reyndist aðeins gabb Það, sem olli taugaæsingi lögreglumannanna var hring ing frá hóteli því, sem Krust joff býr á. Þangað hafði ver- ið hringt snemma á laugar- dagsmorguninn og sagt * að tekizt hefði að koma fyrir sprengju 1 hótelbyggingunni og myndi hún springa laust fyrir klukkan hálftólf. Nú var allt öryggiskerfið sett 'í gang. í fullar þrjár klukkustundir var leitað að sprengjunni. Allt var í upp- námi, aukalið var kvatt út og umferð stöðvuð í nágrenni byggingarinnar, enda var mik ið í hættu. Væri sprengjan öflug, var ljóst, að hún gæti grandað fleirum en Krustjoff. En leitin að sprengjunni bar ekki árangur, Klukkan varð hálf tólf og ekkert bar við, dagurinn leið og ekkert varð tíðinda. Lögreglan hafði aðeins í höndunum einn pakka, merktan Krustjoff, og þegar sprenglærðir sér- fræðingar opnuðu hann kom þeim aðeins vatn í munn við að sjá ljómandi eplaköku. — Þægileg tilbreytni eftir allan spenninginn. Vopn friðarins Við nánari athugun reynd ist eplakakan vera komin sunnna frá Texas og sendand inn var kona nokkur að nafni Virginia McCleary, tæplega fertug húsmóðir. Nú hefur McCleary sagt nánar frá þessu öllu saman. Hún segist hafa skrifað Krustjoff og skorað á hann í kappræður um líf manna í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum. Síðar datt henni svo í hug, að senda honum eitt- hvað táknrænt fyrir líf banda rískra borgara og því sendi hún eplakökuna. Einnig kom hún fyrir tveimur bandarísk um fánum í pakkanum, gjöf til handa frú Krustjoff, sem á voru skráð boðorðin. Auk þess voru í pakkanum þrettán blýantsstubbar, sem áttu að tákna eldflaugar ásamt lend ingarstaö fyrir jpær. Loks fylgdu þessi orð: Amerika tekur áskorun yðar með þessum eldflaug- um, sem hlaðnar eru friðar vopnum. Styrkur Ameríku speglast m.a. í því, sem þér finnið undir miða þessum. Leynivopn friðarins. Var orðin meir Eplakakan komst auðvitað aldrei til Krustjoffs. Lögreglu vörður tók á móti pakkanum áður en hann kæmist í hans hendur og trúði hvorki að í honum væri eplakaka né held ur að hann kæmi frá Texas, þótt hvort tveggja væri á pakkann skráð. En þetta reyndist nú samt vera rétt, en lögreglan varð að senda þær athugasemdir til frú Mc Clearý, að kakan væri eigin- lega farin að glata lögun sinni og nefndist nú meö meiri rétti eplasósa og það væri éisinlega ólíklegt, að Krustjoff myndi leggja sér hana til munns en hann skyldi fá hana senda til sín. Skýjað Austan gola, skýjað, en milt og úrkomulítiS, sögSu þelr í 17000 í gærkveldi. Margt er líkt meö Sigtuna og Rvík Það kannast flestir fslend- lingar við danska töframann- inn Truxa sem komið hefur hingað til lands og leikið listir I sínar. Nýlega var þessi góði maður á ferð í Svíbjóð og var þá sjónvarpað, er hann ók með bundið fyrir augu um mjóar götur Sigtuna, sem er lítill bær í Svíþjóð. Þetta er út af fyrir sig ekk- ert merkilegt. Þetta er aðeins eitt af töfrabrögðum Truxa og hann mun hafa leikið það hér í miðbænum um árið. En út af þessum aksri Truxa í Sigtuna er kominn mikill kurr meðal sænskra lögreglu manna. Lögreglan í Sigtuna var farþegi Truxá í blind- akstrinum. Þykir sænsku lög reglunni þetta með öllu óvið eigandi. reglumennirnir í Sigtuna verði kallaðir fyrir rétt og látnir svara til saka, hvers vegna þeir hafi hætt að gegna skyldustörfum sínum til þess að taka þátt í sirkussýningu. Lögreglan telur félaga sína í Sigtuna hafa gert sænsku lögregluna hlægilega með framferði sinu og sjónvarps- áhorfendur hafi fengið al- ranga hugmynd um störf lög reglunnar. Engin reiði er í garð Truxa eða sjónvarps- stöðvarinnar. Það eru aðeins lögreglumennirnir í Sigtuna, sem ráðizt er á, enda hafði enginn veitt þeim leyfi til þess að skemmta sér í vinnu tímanum. Truxa hefur nú verið bann aður fyrirhugaður blindakst ur í Stokkhólmi. Sænska lögreglaai virðist sem sé vönd að virðingv sinni og er það vel en vonandi eiga lögreglumennimir í Sigtuna einhverja kollega sem skilja GerSi sig hlægilega Málið er nú komið á það stig að búizt er við, aö lög- þá og finna til samúðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.