Tíminn - 07.10.1960, Blaðsíða 9
9
TÍM.INN, föstudgginn 7. októbcr 1960.
★
„Efnahagsráðstat'anir ríkis-
stjórnarinnar koma hart
niður á bændum, ekki
síður en öðrum, um það
þarf engum blöðum að
íletta. Og það sem verst er,
þær leika narðast þá, sem sízt
skyldi, þá sem eiga í vök að
verjast, efnalitla bændur og
þá sem eru að reyna að koma
fótum undir búskap sinn”, hóf
Steingrímur Baldvinsson
'bóndi í Nesi í S-Þing. máls, er
fréttamaður Tímans hitti hann
fyrir nokkru.
— Vaxtahækkunin er kannske
versta hnefahöggið, hélt hann
áfram, — þótt flest annað í þess
um ráðstöfunum sé af sömu rót.
Segja má, að framkvæmdir
bænda, stækkun búa, ræktun og
framkvæmdir séu gersamlega
stöðvaðar, og ekki sé lengur um
neina teljandi uppbyggingu að
ræða. Bændur neyddust til að
hætta við vélakaup að mestu
þegar á fyrsta ári. Þessi aftur-
kippur er svo greinilegur, að
mönnum stendur ótti af. Búin
eru þó enn allt of lítil hjá flest-
um, og vöxtur þeirra þurfti að
halda áfram. En nú munu þau
fyrst standa í stað, en síðan er
samdrátturinn auðvitað fyrir-
sjáanlegur. ,
Ræktunarframkvæmdir hafa
verið mjög miklar siðustu ár,
og aðstaða til þeirra með stór-
virkum tækjum í sameign
ræktunarsambanda var orðin
mjög góð. En nú er ekki ann-
að sýnilegt, en þessi tæki
strandi. Rekstur þeirra er orð-
inn svo dýr, og bændur geta
ekki haldið áfram Ræktunin
er því að stöðvast, og hið sama
má segja um byggingar. En
búin geta ekki stækkað, nema
ræktun og byggingar haldi á-
fram. Fyrst kemur kyrrstað-
an, svo samdrátturinn og upp- ;
gjöfin. Sumir bændur sjá ekkij
annað skárra til fanga en gef-;
ast upp strax. Og ailir bera!
mikinn ugg í brjósti.
Verð landbúnaðarafurða til
neytenda hækkar vegna dýrtíð-
arinnar, þótt bændur fái engan
eyri þeirrar hækkunar. Alt
þetta eykur á vonleysi bænda og
sannfærir þá um, að ekki sé til
neins að berjast. Og svo hljóta
menn að gefast upp, og við það
eykst enn vonleysi hinna, sem
eftir eru í þunnskipaðri sveit.
Það er skaði að hverjum bónda,
sem hættir, og við það versnar
enn aðstaða í sveitinni til félags-
starfsemi og menningarlífs.
Þetta er í fáum orðum viðhorf
mitt til þessara mála
— Hvað segir þú um landhelg-
ismálið eins og nú er komið?
— Ég held, að mér sé óhætt
að segja, að viðhorf sveitafólks-
ins sé mjög einhuga og sterkt,
og ég gæti bezt trúað, að í sveit-
unum væri mönnum þetta mál
enn hugstæðara en í kaupstöð-
um. Ég veit satt aö segja ekki um
einn einasta mann í sveit, sem
vildi mæla með því að gefa eftir
einn einasta þumlung af þeirri
tólf mílna fiskveiðilandhelgi,
Sumir bændur sjá ekki annað ská rra en ganga frá búunum.
„Kyrrstaðan er komin - samdrátt-
urinn og uppgjöfin á næsta leiti“
sem við höfum. Ef til vill mætti
segja, að orða hefði mátt sam-
komulag við Breta áður en 12
mílurnar voru settar, en eftir
það kom það auðvitaö ekki til
mála, og allra sízt eftir ofbeldi
Breta. Ég tel, aö samningur við
Breta nú sé siðferðilegur ósigur
og ákaflega óheppilegt að ljá nú
máls á viðræðum við þá, hvað
þá meira, þvi samningaleið er
vitanlega ekki önnur til en til-
slökun, og verði enginn árang-
ur af viðræðum, er verr af stað
fariö en um kyrrt setið, því að
það hlýtur að hleypa nýrri
hörku í deiluna.
— Þér mundi þá finnast betra
að þola ofbeldi Breta áfram?
— Já, það væri betra Þeirra
hlutur mundi fyrst og fremst
versna við það, en íslendingar
höfðu sigurinn í hendi sér, ef
þeir eru nógu þrautseigir og hóg
værir. Og ég tel einnig, að auð-
vitað hefði alls ekki verið við
það unandi, að islendingar sem
meðlimur í Atlantshafsbandalag
inu hefðu horft á það þegjandi
til lengdar, að Bandarikin, sem
hafa hér varnarlið, hefðu haldið í
áfram að snúa sér aðeins undan,
þegar ein bandalagsþjóðin beitir
okkur slíku ofbeldi og hindrar
löggæzlu okkar, og við erum eina
þjóðin, sem fær þessa kveðju
Breta, þeirra sem sett hafa 12
mílna fiskveiðilandhelgj. Ég tel,
að fyrirlitningin og otbeldið,sem
felst í aðgerðum Breta gegn
bandalagsþjóð, sé miklu alvar-
legri en það tjón, sem af rán-
veiðum þeirra hlýzt.
Og ég tel, að hefðu Bretar
haldið ofbeldinu áfram' og
Bandaríkjamenn horft enn að-
gerðalausir á, hefðum við hlotið
að gera það Ijóst, að slíkum hátt
um í vinabandalagi unum við
ekki og getum ekki átt þar sam-
leið. Opinberu ofbeldi bandalags
þjóðar getum við ekki unað, og
hefði ekki úr rætzt, sem erfitt er
að trúa, ef einarðlega væri á
málum haldiö, hefðum við hlot-
ið að segja upp varnarsamningn
um og jafnvel ganga úr Atlants-
hafsbandalaginu.
Þetta hvort tveggja er mjög
rökstutt með nauðsynlegri sam-
stöðu vinaþjóða, en hvar er vin-
áttan, þegar ein bandalagsþjóð
ræðst á aðra með ofbeldi og önn
ur horfir aðgerðarlaus á Þetta
samstarf átti að tryggja sjálf-
stæði smáþjóða, en ekki brjóta
það niður. Ég tel, að andstaða
Rætt vií Steingrím Baldvinsson bónda
í Nesi í S.-Þing
sú, sem nú verður vart gegn her-
setu hér, stafi mjög mikið af
særðri metnaðarkennd manna í
landhelgismálinu.
Ég tel, að þrátt fyrir allt tal
um vináttu þjóða, hafi í fram-
komu Breta áþreifanlega sann-
azt orð Einars H. K\arans, en
hann segir einhvers staðar:
„Þú ert stórveldi, og stórveldi
Steingrímur Baldvinsson
hefir ekki annað siðgæðismat en
eiginhagsmuni.“ Og hvort sem
stórveldið er í austri eða vestri,
þá er það fyrst og fremst stór-
veldi og lítur á eiginhagsmuni.
Ég tel, að smáþjóð verði að gæta
ýtrustu varkárni í þvi að verða
ekki háð stórveldum, ekki aðeins
fjárhagslega, heldur einnig skoð
analega og siðferðilega. en þess-
arar varkárni hafi ekki gætt sem
skyldi hjá okkur Islendingum.
Að ganga einhverju stórveldi á
hönd skoðanalega og fylgja því
í einu og öllu er að taka á sig
ábyrgð fyrir afbrot þe?s og á-
virðingar.
— En telur þú ekki, að viss
samstaða sé eðlileg með þeim
þjóðum, sem Iíkast hafa stjórn-
skipulag og í nágrenni búa?
— Jú, samstaða er sjálfsögð
með þeim þjóðum, sem virða
sömu frelsishugsjónir og við og
búa við líkt skipulag, og við
hljótum allaf að standa þeim
nær en öðrum, sem hafa í þjóð-
félagsmálum þá háttu, sem eru
okkur framandi. En af okkar
hálfu verður forsenda slíkrar
samstöðu að vera sú, að vina-
þjóðirnar virði sjálfstæði okkar
til fulls og særi ekki þjóðernis-
metnað okkar. Vin skal í raun
reyna, og það er erfitt að tala
um samstöðu með þjóð, sem hef-
ir leikið okkur eins og Bretar, og
við hljótum enga virðingu, held-
ur aðeins fyrirlitningu hjá svo-
nefndum vinaþjóðum, ef við ger
um þeim það ekki fullljóst, að
vináttan verður að vera heil eða
engin. Og ég tel, að það spak-
mæli sé í fullu gildi, cg hafi
sannazt á Bretum, að við þurf-
um eins að gæta okkar fyrir vin
um okkar sem öðrum, og er allt-
af illt að fá um það svo áþreif-
anlegar sannanir. Og ég tel
einnig, að það sé vopnlausri
smáþjóð nauðsynlegt umfram
flest annað að blanda sér ekki
í hernaðarátök.
' — Telur þú það aðalkjarna
þeirra „samtaka herstöðvaand-
stæðinga", sem þú hefir átt hlut
að og stofnuð hafa verið?
— Ég tel þá hreyfingu miklu
víðtækari. Eg vil, að það verði
siðbótarhreyfing i þjóðfélaginú
og vinni m. a. að því að hvetja
þjóðina til afturhvarfs til þjóð-i
legri stefnu og meiri varðstöðu!
um þjóðareinkenni og þjóðar-
verðmæti, og ég tel, að of mikil
erlend áhrif bæði úr austri og
vestri séu slíkri stefnu hættu-
leg. Ég tek þátt í þessu vegna
þess, að ég tel tímabært að
reyna að spyrna við fótum og
hefja viðleitni til að skapa þjóð-
lega vakningu, og eðlilegt að það
llia gekk Gretti
Frá fréttaritara
Tímans í Ólafsvík
Dýpkunarskipið Grettir kom
hingað mánudaginn 26. sept.
en gat þó ekki athafnað sig
neitt fyrstu þrá. dagana vegna
óhagstæðs veðurs. Svo lagað
ist það, en er skipið hafði
annið rúman dag slitnaði belt
ið, sem heldur grafskúffunum
með þeim afleiðingum, að
skúffurnar hurfu allar í höfn
ina. Þar með varð skipið að
hætta vinnu um óákveðinn
tíma, og varðskipið Þór kom
á laugardaginn og tók Gretti
í slef suður. J.J.
beinist gegn hernum sem nær-
tækasta detmi í fyrsta áfanga.
— En finnst þér ekki varhuga-
vert að vinna með kommúnist-
um að þessum málum?
— Getur verið, en þetta er
ekki og á ekki að vera pólitísk
hreyfing, og í henni eru og eiga
að vera menn úr öllum flokkum.
Og auðvitað mega kommúnistar
ekki hafa þar nein undirtök eða
setja á hana flokksstimpil —
slíkt væri hættulegt. En ópóli-
tísk hreyfing getur heldur ekki
vísað mönnum frá vegna annar-
legra sjónarmiða í öðrum mál-
um. En ég endurtek það, að ég
vil ekki að kommúnistar nái
þarna neinum óeðlilegum ítök-
um til flokksþjónustu. Þessi
hreyfing á hvorki að vera á á-
byrgð flokka né handbendi
þeirra. Hún á að vera ópólitísk
og í henni eru menn úr öllum
flokkum.
— Ég vil minna á það, sagði
Steingrímur að lokum. að þótt
skoðanir séu skiptar um það,
hvort herinn skuli fara nú strax
eða ekki, held ég að varla nokk-
ur íslendingur vilji samþykkja,
að því sé slegið föstu, að erlend-
ur her verði hér um alla fram-
tíð. Ágreiningurinn er því aðeins
um tímasetningu brottfararinn-
ar. Flestir telja eðlilegt, að jafn-
an sé haft í huga að meta það,
hvort rétt sé að láta herinn fara
— um það getur varla verið mik
ill ágreiningur. Allir flokkar
hafa lýst yfir, að þeir vilji ekki
erlendan her til frambúðar á
friðartímum. Upp á síðkastið er
hins vegar ekki sýnilegt annað,
en stjórnarflokkarnir eða for-
kólfar þeirra séu farnir að gera
ráð fyrir framtíðarhersetu og
berjist blátt áfram fyrir henni.
Alþýðuflokkurinn að minnsta
kosti samþykkti þó 1956 að segja
upp varnarsamningnum, en nú
er engu líkara en Alþýðuflokk-
urinn og Sjálfstæðisfl. hafi blátt
áfram breytt um stefnu og séu
horfnir frá þeirri yfirlýsingu
sinni, að þeir vilji ekki erlend-
an her hér á friðartímum, og
telji það blátt áfram goðgá, að
uppi séu með þjóðinni umræður
um það, hvort unnt sé að láta
herinn fara eða ekki. Ég get
ekki betur séð en þeir hafi blátt
áfram svikið yfirlýsingar sínar
í þessu efni, og seta hersins hér
sé frá þeirra sjónarmiði klapp-
að og klárt mál, sem alls ekki
eigi að vega og meta á hverjum
tíma.
Starfsfólk KEA
heimsækir Húsavík
Húsavík, 5. október. — Síðast
liðinn sunnudag kom hópur
af starfsfólki KEA á Akur-
eyri í heimsókn til starfsfólks
Kaupfélags Þingeyinga hér.
Húsavík skartaði góðu veðri
og gestunum voru sýnd helztu
mannvirki í bænum og veitt-
ur beini. í fundarsal KÞ var
skotið á fundi gesta og heima
manna og voru þar fluttar
nokkrar stuttar ræður og
Egill Jónasson flutti gestum
gamankvæði. Þá var gengið
til kirkju og heimamenn og
gestir sungu saman • einn
sálm. — Heimsókn þessi var
góð nýbreytni í félagslífi
starfsmanna kaupfélaganna.
— Þormóður.