Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 1
Líklegast talið, að sýkillinn hafi komizt
í mjölið á leiðinni út eða í geymslu á
áfangastað
Fyrir um það bii hálfum
öðrum mánuði var selt nokkuð
magn af síldarmjöli frá Rauf-
arhöfn til Finnlands, en stuttu
eftir að mjölið va» komið út
komu boð frá kaupendum um
það, að þeir vildu rifta kaup-
unum, vegna þess að í mjölinu
hefði fundizt sýkilS sem heitir
Salmonelia, en hann getur
valdið sjúkdómum bæði hjá
mönnum og skepnum. Fjórir
íslendingar fóru þegar utan
til þess að rannsaka þetta mál
nánar, og kom þá í Ijós að
þessi sýkill var í örlitlu broti
af því sem selt var, eða um
íveimur tonnum.
Salmonella er samheiti fyrir
svklaflokk, og geta sýklar þessir
valdið erfiðum og skæðum sjúk-
dómum hjá mönnum og ýmsum
dýrategundum. Sá sýkill, sem
þrífst í síldarmjöli, getur t. d. vald-
ið iðrakvefi hjá mönnum og bú-
peningi. Annar sýkill af þessum
sama flokki veldur taugaveiki eða
taugaveikibróður.
Salmonella berst með rottum og
öðrum meindýrum. Víða í heimin-
um er sýkill þessi landlægur, en
hérlendis hefur hans ekki orðið
vrrt. Blaðið hefur frétt á skotspón-
i.m, að einu sinni áður hafi sýkill
þessi fundizt í íslenzku síldarmjöli,
en þá eins og' nú ekki fyrr en eftir
að það var komið til annars lands.
Sterkar líkur benda því til, að sýk-
iilinn hafi komizt í mjölið á leið-
inni út eða ekki fyrr en komð var
á áfangastað.
Pappírspokar og striga
Sum lönd setja það skilyrði fyr-
ir kaupum á síldarmjöli, að það sé
í pappírspokum, en í þeim umbúð-
(Framhald á 2. síðu)
Hættulegur
mjöli seldu
sýkill í síldar-
til Finnlands
t----------------------------------------------------------------------
Veturinn fer senn aS ganga í garS og hefur þégar sent boðbera
sína á undan sér; næturfrost, haustrigningu og hvassviðri. Göturnar
í Reykjavík þekjast í gulnuSu laufi, en trén standa nakin eftir og
teygja nakta ásökunararma til himins. í svip náttúrunnar má lesa
eitthvað á þessa ieið: Sól, sumar, hvi yfirgefið þið okkur og gefið
okkur skammdegi og vetri á vald? Hví þurfum við enn að þrauka
af veturinn til þess að sjá ykkur á ný?
Myndin var tekin í Reykjavík nú einhvern síðustu daga, og sýnir
þessa stemningu glögglega. Skuggar húsanna, sem sífellt verða
lengri, teygja sig yfir götuna og mæta trjánum, en lauf þeirra, sem
áður var grænt og gróskumikið, liggur nú gult og fölnað á gang-
stéttinni. (Ljósm.: TÍMINN KM).
Áræðir stjórn-
in að semja?
Flestir eru með hugann
við samningaviSræður
Breta og íslendinga þessa
dagana. Menn trúa því
varla enn, að ríkisstjórnin
dirflst að semja við Breta,
svo andstætt et það vilja
þjóðarinnar. Samþykktir
félaga um þessi mál, koma
hver af annarri, og allar eru
þær á eina lundr — Samn-
ingar við Breta eru for-
dæmdir, og engin ályktun
hefur enn borizt, þar sem
mælt er með samningum.
Þjóðarviljinn í þessu
máli er svo skýr, að því
munu fáir íslendingar trúa,
fyrr en þeir sjá þau ósköp
svört á hvítu, að ríkisstjórn-
in þori að ganga svo gegn
þjóð sinni, leika hana svo
grátt, að semja við Breta,
eða Ijá máls á nokkurri
skerðingu á 1? mílna fisk-
veiðilandhelgi. Það er aum-
asta hlutskipti frjálsra
manna að láta berja sig til
hlýðni, og dómur sögunnar
um þá islenzku ríkisstjórn,
sem semdi þanntg af okkur
rétt í sjálfstæðismáli, mun
ekki verða glæsiiegur. Þjóð-
in vill þvi ekki trúa því um
þá menn, sem falinn hefur
verið trúnaður að þeir ger-
ist svo lítilsigldir Menn
vona þvi enn, að til slíks
komi ekki, en það er illt að
þurfa að búa y?ð ótta um
þetta mál lengi enn.
5jBE&SEt9SS3&5E!£É&
Akranesmálin:
Hundsar bæjarstjórn vilja
meirihluta kjósenda
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi greinargerð frá fund-
arstjórum og fundarboðend-
um hins almenna borgara-
fundar á Akranesi um bæjar-
stjóramálið.
Á bæjarstjórnaríundi á Akranesi
30. sept. s. 1. fluttu bæjarfulltrúar
Framsóknarflokksins og Sósíalista
flokksins svohljóðandi tillögu:
„Með vísun til þess, að ríflegur
meirihluti kjósenda hefur undir-
ritað áskorun um nýjar bæjar-
stjórnarkosningar í tilefni af fyr
irvaralausri uppsö'gn bæjarstjóra
og með því, að ekki liggur fyrir
samstaða um kjör bæjarstjóra og
hann enn ekki verið kjörinn, þá
samþykkir bæjarstjórn Akraness
að óska eftir leyfi ráðuneytisins
um að nýjar bæjarstjórnarkosning
ar fari fram svo fljótt sem við
verður komið“.
Forseti bæjarstjórnar Hálfdán
Sveinsson, bar þá fram svofellda
frávísunartillögu:
„Með því að vitað er, að á borg-
arafundi þeim, sem haldinn var á
Akranesi hinn 27. ágúst s. 1., var
því eindregið haldið fram af frum
mælendum og öðrum, sem að fund
inum stóðu, að gerðir meirihluta
bæjarstjórnar um að segja bæjar
stjóra upp starfi, hafi ekki við lög
að styðjast.
Það er ennfremur vitað, að þær
undirskriftir, sem vitnað er í, eru
að verulegu leyti byggðar á sömu
rökum. Nú «=r hins vegar upplýst,
eftir að dómur hefur fallið í máli
þessu, að uppsögn bæjarstjórans
var í alla staði lögieg, enda hefur
(Framhald á 2. síðu).
■sasíSBNWn:
mmœmsnGzx
Verðmætum fyrir á 2. hundrað þúsund stolið—bls. 3
Askrtffársfmirm er
1 2 3 2 3
227. tbl. — 44. árgangur.
ctr-:
Skrifað 09 skrafað
bls. 7.
Sunnudagur 9. október 1960.