Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, simnudaginn 9. október 1960.
— Afsakið, monsieur, vilduð?
þér færa stólinn.
Davíð leit um öxl.
— Sjálfsagt.
Hann dró stólinn nær borð-
inu og um leið varð hann var
við að einhverju var stungið í
brjóstvasa hans.
En Elísabet hafði einnig séð,
hvað monsieur Elgarde gerði.
Hún hafði snúið sér við í sömu
andrá og sá að Davíð ýtti mið-
anum gætilega lengra ofan í
vasann.
— Ert þú ekki sammála,
Davíð? spurði John.
— Sammála hverju? spurði
Davíð með uppgerðarglaðværð
í rómnum.
— Að þetta kvenfólk okkar
er ómögulegt. Ég sting upp á
við yfirgefum þær og fáum
okkur aðrar betri.
— Já, þú hefur lög að mæla.
Davíð reis á fætur.
— Afsakið mig andartak.
— Náðu í þjóninn í leiðinni,
sagði John. Áður en við skræln
um upp.
— Ég skal gera það, svaraði
Davíð.
Elísabet hafði ekki augun af
Davíð. Hún sá hann ryðja sér
braut og ganga ákveðnum
skrefum að barnum. Hann
sagði eitthvað við barþjóninn
og Elísabet sá litla manninn
með bartana þrengja sér upp
að hlið hans.
Davíð virtist alls ekki taka
eftir manninum, sem stóð við
hlið hans, en Elísabet sá að
maðurinn setti eitthvað á bar-
borðið og Davíð leit flóttalega
í kringum sig, áður en hönd
hans luktist um eitthvað, sem
í fjarlægð virtist vera umslag.
Barþjónninn setti bakka
með fjórum glösum fyrir
framan hann. Davíð tók eitt
og Elísabet sá að augu hans
og litla mannsins mættust í
speglinum og þeir hneigðu
örlítið höfuðið eins og þeir
væru að heilsast.
Svo snerist Davíð á hæli,
greip bakkann og kom aftur
að borðinu. Hinn maðurinn
leit ekki um öxl, en stóð kyrr
við barinn.
John leit hlæjandi upp, þeg-
ar Davíð kom.
— Tókstu eftir þessari
frönsku, sem var að koma inn.
— Hvort ég sá hana, sagði
Davíð og brosti.
— Tókst þú eftir litla Frakk
anum, sem gekk hérna fram
hjá rétt áðan, sagði Elísabet
og beindi tali sínu að Maríu.
Hann stendur við barinn
núna.
Marla leit við.
— Þessi með bartana. Geðs-
legur maður, ó, hvað mér lízt
vel á hann.
Davíð leit einnig við.
— Glæsilegur maður, það er
satt, þótt hann sé ekki hár í
loftinu.
— Frakkar eru kurteisir og
glæsilegir, sagði John. — Mér
virðist hann svo einmanaleg-
ur. Farðu og spurðu, hvort
Nætur
John og Maria sáttu kyrr og
horfðu á þau.
— Þau klæða hvort annað,
sagði John. Ég vona þau skelli
sér í hjónaband.
— Ég vona það líka, sagði
Maria og dökk augu hennar
glömpuðu. En ég myndi nú
samt vilja vita meira um
Davíð.
— Hvað til dæmis, sagði
John og fékk sér sígarettu.
— Nú, hvaðan hann fær
peninga — hváð hann gerir.
John blés frá sér reykjar-
mekki, og var óþolinmóður á
svip.
Algeirsborg
— Davið, talaðu nú í alvöru.
Tókstu það á leigu.
— Það er alveg satt, sagði
hann og horfði á stúlkuna
við hlið hans. Mjúkt ljóst hár-
ið ljómaði í daufu tunglsljós-
inu og hann starði heillaður á
hana.
— En hvers vegna?
— Af því mig langar til að
búa eins nálægt Maríu og
John eins og unnt er .... og
hann brosti .... af því að
jafnvel það bezta er ekki nógu
gott handa þér, litla ástin mín.
Hann lagði höndina utan
um hana og sagði lágt.
— Ég hef ekki beðið þig að
giftast mér — ekki almenni-
lega.
Svo hikaði hann og horfði
fast á hana.
— Þú vilt það — þú vilt gift-
ast mér, er það ekki?
Og rödd hans titraði af ást
og þrá.
Elísabet færði sig fjær hon-
Eftir George Al
hann vilji ekki koma og setj-
ast hjá okkur, Davíð?
Elísabet horfði beint í augu
Davíðs, þegar hann svaraði:
— Nei, hvaöa vitleysa, bjóða
algerlega ókunnugum manni
að setjast hjá okkur. Það dett-
ur mér ekki í hug. Honum
fyndist það bara uppáþrengj-
andi. Ég þekki manninn alls
ekki neitt.
Andlit hans var svipbrigða-
laust, þegar hann mælti þetta
og Elísabet var gripinn ó-
stöðvandi kvíða ....
— Ertu nú viss? Davíð
hugsaði hún örvæntingarfull.
Mér þætti fróðlegt að vita,
hvað þið eruð að bralla saman.
— Viltu dansa? spurði Davíð
og hún hrökk upp úr hugleið-
ingum sínum.
— Já, takk sagði hún.
— Ég dansa eins og fíll,
sagði hann og brosti stríðnis-
lega. — Kannske við ættum að
láta tryggja á þér tærnar áð-
ur én við byrjum.
Hann dansaði yndislega og
hún gleymdi sér í faðmi hans.
Létt og leikandi svifu þau um
dansgólfið og hræðsla hennar
og tortryggni hvarf eins og
dögg fyrir sólu. Hún vissi bara,
að hún var hjá honum og
henni fannst undursamlegt að
vera svona nálægt honum.
Þannig hafði það verið frá
fyrsta augnabliki.
xander
8.
— Heyrðu, sagði hann og
tók undir höku hennar. — Þú
ert yndisleg. En þú átt það
sameiginlegt með kynsystrum
þínum, að þjást af brennandi
forvitni. Þú skalt hugsa um
þig og það sem þér viðkemur
og láta annað eiga sig.
— En það sem snertir Elísa-
betu má ég lika vita.
— Ó, nei, ljúfan mín, alls
ekki. Og hún er ekkert smá-
barn og getur vonandi séð um
sig. Hvað ætlastu til að hann
geri — sýni þér sparisjóðsbók-
ina sína.
— Þú skilur ekki konur,
elskan mín, sagði María blíð-
lega.
Lagið var tii enda leikið og
Elísabet og Davíð komu að
borðinu og leiddust.
8. kafli
Elísabet og Davið stóðu við
hliðið að lágu húsi, og horfðu
heim að því.
Fyrir neðan þau lýstu ljósin
í borginni eins og í ævintýra-
landi. Bifreið Johns ók niður
veginn og brátt varð allt hljótt
nema hvað vindurinn bærði
mjúklega laufin á trjánum.
Elísabet horfði löngunar-
fullum augum heim að húsinu.
um.
— Davíð, þetta er brjálæði.
Við höfum ekki þekkzt nema
fjórtán daga.
— Nítján daga, leiðrétti
hann.
— Gott og vel, þá eru það
nítján dagar.
Hún sneri sér að honum.
— Og hvað vitum við hvort
um annað? Hún hristi höfuð-
ið. Ég fékk að vísu frest til að
fara til Gambia, en ég get ekki
dregið það endalaust.
Hann breiddi út faðminn
móti henni.
— Þú veizt vel að þú ferð
aldrei til Gambia, Elísabet.
— Og hvers vegna ekki?
— Af því að þú elskar mig
jafn mikið og ég elska þig. Af
því að þú ætlar að giftast mér.
— Davíð! sagði Elísabet á-
sakandi.
— Nú, er þetta ekki rétt.
— Davíð, það er dálítið, sem
mig langar að spyrja þig um
.... það er bara svo erfitt að
.... að koma orðum að því.
Ég .... mig langar til að
vita ....
— Nú, sagði hann og dró
seiminn. — Hefurðu áhuga á
að vita, hvernig fjáraflaleið-
um væntanlegs eiginmanns
þíns er( háttað. Hvernig ég
vinn mér inn fyrir mat, sagði
hann og brosti.
Hún hrukkaði ennið.
— Ég átti ekki beinlínis við
það. En .... en ég hlýt að eiga
rétt til að vita, hvað þú hefur
.eiginlega fyrir stafni.
Hann bandaði frá sér með
hendinni.
Sunnudagur 9. október:
8,30 Létt lög fyrsta hálftíma viik-
unnar.
9,00 Fréttir.
9,10 Vikan framundan.
9,25 Morguntónleikar.
11,00 Messa í Laugarneskirkju
(Prestur: Séra Kári Valsson á
Rafnseyri. Organleikari: Krist
inn Ingvrasson).
12.15 Hádegisútvarp.
14,00 Miðdegistónleikar.
15.30 Sunnudagslögin.
18.30 Barnatími (Helga og Hulda
Valtýsdætur).
19,25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar: Rosa Spier og Phia
Berghout leika á hörpu.
19,40 Tilkynningar.
20,00 Fréttir.
20,20 Dýraríkið: Jóhannes skáld úr
Kötlum spjallar um kúna.
20,45 Tónleikar: Sónata í g-moll fyr
ir knéfiðlu og píanó eftir
Chopin (Erling Blöndal Bengts
son og Kjeld Bækkelund leika).
21.15 Heima og heiman (Haraldur
J. Hamar og Heimir Hannes-
son sjá um þáttinn).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög: Heiðar Ástvaldsson
danskennari kynnir þau þrjá
fyrstu stundarfjórðungana.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 10. okt.:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12,55 Tónleikar: „Sumardans".
13.30 Útvarp frá setningu Alþingis.
a) Guðsþjónusta í Dómkirkj-
unni (Prestur: Séra Bjarni
Sigurðsson á Mosfelli. Organ-
leikari: Dr. Páll ísólfsson).
b) Þingsetnin-g.
15,00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Lög úr kvikmyndum.
19,40 Tilkynningar.
20,00 Fré-ttir.
20.30 Tónleikar: Svíta nr. 3 í D-dúi
eftir Bach (Kammerhljómsveit
in í Stuttgart leikur; Karl
Munchinger stjórnar).
20,50 Um da-ginn og veginn (Helgi
Sæmundsson ritstjóri).
21.10 Tónleikar: Atriði úr óperett-
unni „Maritza g-reifafrú" eftir
Emmerich Káiman (Sari Bara-
has, Rudolf Schock o. fl. flytja
ásamt kór og hljómsveit undir
stójrn Wilhelms Schuchters).
21.30 Upplestur: „Hvar er Stína“?
smásaga eftir Þórunni Elf-u
M-agnúsdóttur (Höfundur les).
22,00 Fréttir og v-eðurfregnir.
22.10 Erindi: Um ömefni í Norð-
' firði; síðari hluti (Bjami Þórð
arson).
22.25 Kammertónleiikar: Strengja-
kvart-ett í F-dúr eftir Anton
Bruckner. — Koeckert-kvartett
inn og George Schmid leika.
23.10 Dagskrárlok.
EfRÍKUR
VÍÐFÖRLI
og
FÓRN
SVÍÞJÓÐS
36
Pum-Pum tekst að róta nægilega
mikilli mold frá til þess að þeir
Svíþjóður geta óséðir gægzt yfir
hæðarbrúnina. Raddirnar, sem
þeir heyrðu, koma frá kofa, ekki
langt frá staðnum, þar sem þeir
li-ggja.
Fyrir framan kofann situr sterk
legur maður með Hrólf í skauti sér
og matar litla barnið óvönum
höndum. Annar maður, óbrotinn í
klæðaburði, kemur nú út og hróp
ar glottandi: — Ragnar hinn
grimmi, sjóræningjakonungurinn,
er farinn að leika öm-mu. Ra-gnar
lítur kuldalega til mannsins, sem
flýtir sér að fullvissa hann um, að
þe^a hafi aðeins verið grín. — í
sama bili líta þeir báðir upp við
skröltið í steini, sem rennur niður
hæðina.
— Hvað var þetta? spyr Ragnar
og þeir leggja við hlustirnar. —
Áreiðanl-ega aðeins rotta — það
er urmull af þeim hér. En segðu
mér, hvenær heldur'ðu að hann
verði kominn með lausnargjaldið?