Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, gmmn4agfain 9. okfaSfaey lgflBL Fimmtugur á morgun: Sýning Sólveigar Eggerz / t Um þessar mundir held- ur ung, reykvísk húsmóðir, frú Sólveig Egaerz Péturs- dóttir sýningu i Bogasaln- um á um 80 vatnslitamynd- um. Þetta er fvrsta sjálf- stæða sýning listakonunn- ar, ef frá er talin sýning á nokkrum myndum í glugga Morgunblaðsins. Á þessari sýningu fyllast menn ekki lotningu, eins og þar sem haldinn er hrika- legur dómsdagur yfir öfug- snúinni veröld, en gestinum líður vel, eins og þar sem fegurðin ræður ríkjum. Listakonan þekkir takmörk sín og leitar fegurðarinnar einnar af alvöru og næm- um skilningi. Myndirnar eru margar stílhreinar og sannfærandi í einfaldleika sínum. Þær bera það með sér að þær eru til orðnar af innri þörf og listrænni ástríðu. Viðfangsefni frú Sólveig- ar eru margbreytileg. Marg- ar myndanna eru frá Reykjavík og nágrenni, all- margar úr Borgarfirði, frá Þingvöllum, Akureyri eða æskustöðvum listakonunn- ar, Svarfaðardal. Reykjavíkurmyndirnar eru margar ágætlega unnar t. d. „Tjörnin í Reykjavík" (mynd nr. 47), „Vonar- stræti“ (mynd nr. 25), „Mýrarhús" (mynd no. 57), „Gamli bærinn á Gríms- staðaholti" (mynd nr. 52) og „Suðurgata 29“ (mynd nr. 42). Landslagsmyndirnar eru þó sá hluti sýningarinnar sem ótvíræðast sýnir hæfi- leika listakonunnar til inn- lifunar. Náttúrustemmn- ingar hennar eru einlægar og í þeim er leitazt við að lyfta tilverunni í æðra veldi; — nálgast hið idíala. Beztar þessara mynda eru að mínu viti „Grábrókar- hraun“ (mynd nr. 29), sem mér finnst bezta mynd sýn- ingarinnar, „Fossvogur" (mynd nr. 51), „Laxapoll- ur“ (mynd nr. 39), „Við sjó“ (mynd nr. 78), „Fjárhús" (mynd nr. 71) á einnig heima í úrvalsflokki. Það er ástæða til að óska frú Sólveigu til hamingju með þessa sýningu. Yfir henni allri hvílir léttur og geðþekkur blær. Látum „séniunum" eftir að halda, að öll „sönn“ list sé af- skræming og dýrkun Ijót- leikans. Það er þeirra mál. — En án þeirrar listar, sem leitar fegurðarinnar, yrði veröldin eyðimörk. Almenningur hefur tekið þessari sýningu vel og um 40 myndir hafa selzt. Gunnar Dal. BJARNI JÓHANNSSON, framkvæmdastjóri, Siglufirði Á morgun , 10. október, er Bjarni Jóhannsson, útsölu- stjóri Áfengisverzlunar ríkis- ins á Siglufirði, fimmtugur, en hann er fæddur að Auð- kúlu í Arnarfirði 10. 10. 1910, sonur Jóhanns Jónssonar, skipstjóra frá Lónseyri og konu hans Bjarneyjax Frið- riksdóttur. Mig langar til að biðja Tím ann fyrir stutta afmælis- kveðju til þessa vinar míns og samherja, þar sem ég get ekki verið meðal afmælis- gestanna, sem án efa verða margir. Vinátta okkar Bjarna Jó- hannssonar er orðin aldar- fjórðungs löng og hófst, er hann fluttist til Siglufjarðar. Það var mikill ávinningur fyr ir Siglufjörð að fá þennan vestfirzka víking í bæinn. Lög reglan þar — en sem yfirlög- regluþjónn hóf hann fyrst starf sitt á Siglufirði — fékk liðstyrk i þessum herða- breiða og karlmannlega manni. Karlakórnum Vísi bættist góð rödd og góður fé- lagsmaður, Framsóknarflokkn um ötull og traustur baráttu maður, en Bjami hefur jafn- an haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann sá það fljótt sem ung ur sveinn vestur í Amarfirði, að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Bak við hvern veg, hverja brú, sem byggð var og hvem skóla sem reistur var, lá þrotlaus • barátta áhuga- samra manna. Honum var það snemma Ijóst í hvaða flokki hann vildi berjast fyrir áhugamál- um sínum og skipaði sér ung ur í raðir Framsóknarmanna. Hann á nú sæti i miðstjórn Framsóknarflokksins og er formaður Framsóknarfélag- anna á Siglufirði. Hann hef- ur einnig gegnt bæjarfull- trúastörfum á Siglufirði og setið í stjórn Síldarverksmiðj unnar Rauðku, Rafveitustjór^ og verið stjórnarformaður í Mjólkurbúsnefnd Siglufjarð- ar. Beitti hann sér fyrií því, að ræktun á Hólslandi var mjög aukin og bætti það hag búsins verulega. Eftir að Bjami lét af störf um sem yf irlögregluþj ónn stofnaði hann sitt eigið fyrir tæki á Siglufirði og rak það um skeið, eða þar til hann tók a® sér forstöðu útibús Á- fengisverzlunar ríkisins í Siglufirði. Við hvert það starf, sem Bjarni hefur unnið, hefur hann sýnt fyllstu trúmennsku og dugnað. Þvi treysta hon- um allir, sem til hans þekkja. Á bessum tímamótum minn ist ég ánægjulegs samstarfs við Bjarna. Eg minnist hins trausta vinar og góða drengs, sem jafnan er reiðubúinn að leysa hvers manns vanda. Bjami Jóhannsson er kvænt ur hinni ágætustu konu, Guð laugu Þorgilsdóttur — er hún manni sínum samhent í hjálp fýsi og höfðingsskap. Eg sendi þeim hjónum báð um beztu kveðjur og ámaðar óskir frá mér og fjölskyldu minni. Jón Kjartansson. MINNING: Tomas Qlafsson frá Firði Laugardaginn 1. þ.m. lést á Elliheimilinu Grund i Reykjavík Tómas Ólafsson frá Firði í Mjóafirði þar var hann fæddur 6. sept. 1873, sonur hjónanna Katrínar Sveinsdóttur frá Kirkjubóli í Norðfirði og Ólafs bónda Guð mundssonar frá Urriðavatni í Fellum á Héraði. Tómas ólst upp í Firði í stórum sistkyna- hóp við vanaleg sveitastörf og sjósókn. Snemma hneigð- ist hugur hans meira að sjón- um. Á uppvaxtarárum hans voru mestu síldveiðiár Norð- manna á Austfjörðum og var Mjóifjörður þá talinn næst mestur síldarfjörður þar eyst ra. Skiptu síldarskúturnar oft mörgum tugum, sem lá þar síð ari hluta sumars og fram á haust. Þetta fjöruga veiðilif lokkaði hinn unga svein. Um tvítugsaldur fór hann til Nor- egs og stundaði þar síldveið- ar. Rétt fyrir aldamótin kom hann heim og var þá við línu veiðar á „Eiríki”, litlu gufu- skipi sem frændi hans Þor- steinn Jónsson frá Kirkju- bóli gerði út fyrir Austfjörð- um. Aldamótaárið útskrifaðist Tómas úr Sjómannaskólan- c -.................... um hér í Reykjavík. Árið eftir giftist hann Guðríði Magnús- dóttur frá Ánanaustum, hinni ásjálegustu konu. Settust þau að á Vesturgötu 35 hér í Reykjavík og áttu þar heirna þangað til þau fluttust aust- ur að Firði í Mjóáfirði 1914. Þau eignuðust tvo syni, Magnús, sem er afgreiðcbi- maður í Áfengisverzluninni í Nýborg og Rúnar, sem dó á unglingsaldri. Konu sina missti Tómas 1931. Var hann þá sjálfur farinn á heilsu og hefur síðan verið á vegum Magnúsar, sonar síns, nú siðustu fjögur árin hér í Reykjavík. Eftir að Tómas settist að hér í Rvík var hann lengst af stýrimaður og skipstjóri á skútum héðan. Hann var með Geir Sigurðssyni skip- stjóra við reknetatilraunir hér í Faxaflóa skömmu eftir aldamótin. Hafði kynnst þeim síldveiðum í Noregi. Síðustu árin, sem hann bjó hér í Reykjavík stundaði hann mest farmennsku og fór þá vða um höf. Eftir að hann fluttist aust ur stundaði hann vélbátaút- gerð á Hornafirði margar ver tíðir og var með þeim fyrstu, sem það gerðu. Þótti hann þá oft sækja fast sjóinn. Tómas var gjörvilegur mað ur á velli og fríður -aýnum. Fasið rólegt og karlmannlegt. Hann kunni jafnt að vera með háum sem lágum, og að hlýða sem .að skipa fyrir. Hann var hversdagsprúður og orðvar. Þegar allt lék í lyndi geisl- aði gleðin um hann svo að allt virtist bjart, hvernig sem um hverfið var. Þegar honum hljóp kapp í kinn eða örðugleikum eða hættum var að mæta, var VILLEHAMMER Dr. HARDY DUNHILL Reykjarpípur eru þær beztu. VERZLUNIN BRISTOL Bankastræti. — Sími 14335. — Pósthólf 706. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Sýning á vatnslitamyndum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur í Bogasalnum er að ljúka. Opin í dag kl. 11—22. hann einbeittur og eldsnar. Hvergi naut hann sín betur en á sjónum, einkum þegar veður var viðsjált. Þá óx hann við hverja raun. Athygl in sívökul, ráðin alltaf til- tæk. Skipanirnar stuttar, skýr ar og svo ákveðnar að mað- ur hlíddi þeim umsvifalaust. Nú er þessi gamli sægarp- ur fallinn í valinn. Hans hljóm mikla rödd hljóðnuð og haun hvílir nú við hlið systkina sinna í heimagrafreitnam í Firði í Mjóafirði, þar sem hann var jarðsettur í fyrra dag. Ólafur H. Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.