Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 13
TÍMIN N, sunnudaginn 9. október 1960. 13 Hafnaði stöðunni (Framhald af 11. síðu). — Hefurðu mikla ánægju af kammermúsik? — Já, það er einhver göf ugasta tegund tónlistarinn ar. Mér þykir ánægjulegt að áhugi fyrir henni skuli held ur vera að glæðast aftur. — Hefurðu kannski í hyggju að koma á því sviði sjálfur? — Ja, þér að segja höfum við nýlega stofnað kvartett á vegum Musica nova. — Þátttakendur auk þín? — Einar Sveinbjörnsson og Ingvar Jónasson með fiðlur, og Árni Arinbjarnar með lagfiðlu. — Og er byrjað að æfa? — Það er lítið, en stend- ur til bóta. — En ætlarðu þér kannski að halda hér tónleika á næst unni? — Ég get eiginlega ekki sagt neitt um það að svo komnu máli. — Hvað varstu látinn leika við lokapróf í skólan- um? — Haydn-konsertinn, Kad alevsky og 5. sólósónötu Bachs. . — Og þú hefur verið alveg ákveðinn í að koma heim? — Já, mig langaði heim, þrátt fyrir vellaunaða stöðu úti. — Hvaða staða var það? — Ég réði mig í Sinfóníu- hljómsveit Suður-Jótlands strax eftir próf í janúar, sem fyrsti cellóisti. Plestir með- limir hennar leika í Tívoli- hljómsveitinni á sumrin, þanig að hún hættir að starfa, um leið og Tívoli opnar á vorin. — Þú hefur þá kannski spilað í Tívoli líka? — Já, ýmist þar eða í Konunglegu kapellunni. — Gaztu haldið þessari stöðu áfram? — Mér stóð það til boða, já, en mig langaði heim, og konuna líka. (Pétur er kvæntur og á tvo drengi). — Og hvað tekur nú við hér? — Það er nú hljómsveitin, og svo langar mig til að kenna, ef mögulegt er, það er verst, að það eru tiltölu- lega fáir, sem hafa áhuga á því að leggja cellóleik fyrir sig. Páll Kr. Pálsson bað mig um að taka að mér cellódeild við Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, ef nemendur fengj- ust, ég veit ekki enn, hver árangurinn af því verður. Maður vonar það bezta. Það gerir blaðið líka fyrir Péturs hönd, og árnar hon- um alls góðs í starfi sínu í framtíðinni. S. tbúð óskast fyrir alþingismann. Forsætisráðuneytið Sími 16740 Blekkingum svárað (Framhald af 8. síðu). jafngilda 6% kauphækkun. En Kári gleymdi að geta þess að það var hvorki hann né félagar hans, sem mestan þátt áttu í að stofnaður var lífeyrissjóður, því allur undir búningur að því var unninn af þeim sem Kári kallar einu nafni „kommúnistar“. Kári deilir á núverandi stjórn í félaginu fyrir að hún hafi lítið gert í kaup- og kjaramálum frá þvi hún tók við félaginu fyrir sjö mán uðum og að hún hafi svikið gefin loforð um kjarabætur. Já, ekki virðist nú Kári hafa verið mjög svartsýnn á getu „kommúnistana“ fyrst hann virðist hafa ætlað þeim að vinna á sjö mánuðum upp aftur það sem hann og félag ar hans gátu ekki á þrem ár- um og þó heldur betur, því á þeim sömu árum heppnað ist Kára og félögum hans að gera trésmiði að lægst laun uðustu iðnaðarmönnum lands ins. Og þegar kemur að því að Kári á að svara, hvað sé helzta hagsmunamál tré- smiða í dag, svarar Kári að það sé krafan um vikukaup. Vissulega er krafan um viku Átthagafélög Austurlands hafá kaffisölu í Breiðfirðingabúð í dag, frá kl. 14.30—kl. 18 síðd til ágóða fýrir Björgunarskútu- sjóð Austurlands. Fjölmennið og styrkið gott málefni. FÉLAGSSTJÓRNIRNAR. kaup bæði þörf og sjálfsögð, enda rikir enginn ágreining ur um hana innan félagsis. En það athyglisverðasta við svar Kára er að það virðist alveg hafa farið framhjá hon um, að stærsta hagsmuna- mál trésmiða eins og allra annara launþega í dag er að snúast til varnar gegn því kaupráni sem stjórnarvöldin hafa framið á okkur og vinna upp kjaraskerðinguna sem við höfum orðið fyrir síðustu mánuði, það er tvímælalaust okkar helsta hagsmunamál nú, en til þess að svo geti orð ið verða trésmiðir að samein- ast um að senda vinstrimenn sem fulltrúa félagsins á Al- þýðusambandsþing en ekki þá menn sem virðast telja kjaraskerðingu síðustu mán- uði aukaatriði fyrir trésmiði. íhaldsandstœðingur. Greinargerð frá Grænmetisverzluninni (Framhald af 8. síðu). Grænmetisverzlun landbún- aöarins er ætlað að selja kart- öflur í heildsölu til verzlana í 50 kg. sekkjum og heildsölu- verðið er miðað við það. Það liggur því alveg Ijóst fyrir að Grænmetisverzlun landbúnaðarins getur ekki tekið á sig allan kostnað við pökkun, umbúðir, vélakostn- að og vinnu án þess að fá það uppborið í verðinu. K^upmenn gera hins vegar þær kröfur nú að þeir losni við ailan vinnu- og umbúðakostn- að af þessari nauðsynjavöru, en vilja þó halda 25—30% álagningu sem þeir hafa haft til þessa. Okkur er hins vegar ekki ljóst með hvaða rétti þeir geta krafizt þess að við séum skyld- ir til að taka við þeirri þjón- ustu sem þeir hafa innt af hendi, en þeir haldi óskertu hendi, en þeir haldi óskertu þvi verði, sem þeim hefur ver ið ætlað fyrir þessa þjónustu. Eitt rekur sig á annars horn í greinargerð kaupmanna- samtakanna í Morgunblaðinu sunnudaginn 2. ökt., stendur að það sé ekki rétt hjá mér, að ég hafi ekki vitað um sölu- bannið fyrr en fyrir tveim dögum. Um þetta má að vísu deila. Samtökin höfðu sent Grænmetisverzlun landbún- aðarins hótunarbréf dags. 7. sept. um að þeir myndu hætta sölu á kartöflum 1. okt. ef hún ekki hefði þær í „neytenda- pökkum“. En eins og fyrr segir vissum við ekki til að okkur bæri skylda til að taka við þessum störfum smása'la og þar að auki vissu þeir að við vorum alls óviðbúnir að taka við þessu og höfðum ekki möguleika á að leysa þetta starf af hendi, að svo stöddu, saman ber verðlag o. fl. sem fyrr getur. Auk þess höfðum við látið þá fylgjast með því að við vær um að fá húsnæði og myndum setja okkar vél í gang og hefja pökkun við fyrsta tækifæri. Það var því ekki fyrr en í lok síðustu viku að okkur var ljóst að kaupmönnum var al- vara með, að hlaupa frá þeim störfum, sem þeir hafa annast síðan verzlun með kartöflur hófst hér á landi. Hitt er svo annað mál, að vel má vera að smásalar fái of lítið fyrir að selja þessa vöru, miðað við núverandi verðlag í landinu. En úr því getur Grænmetisverzlun landbún- aðarins, því miður, ekki bætt, þar sem hún ræður engu um smásöhiálagningu á þessa vöru. í því efni er eingöngu við verðlagsnefnd landbúnað- arafurða að eiga, en mér er ekki kunnugt um, að leitað hafi verið eftir hækkun á smásöluálagningu á kartöfl- um í haust, hvað sem því veld ur. Jóhann Jónasson. Brauðristar Ryksugur Hrærivélar Höfum opnað aftur eftir breytingar og lagfæringar á verzluninni Vér getum nú boSið úrval ptærri og smærri heimilistækja. m a af hinum heimsþekktu vörumerkjum VVestinghouse og Frígidaire. GeriÖ svo vel. lítiÖ inn og kynnift yíiur vörugæðrn. Strdujárn Hafnarstræti 23 - Sími 18395 - Kæliskápar ■■ y i* Uppþvcttavélar 1IÉ V Sjálfvirka>- þvottavélar (laundromat) 1 I 8 | I 1 | | i I 1 1 I I I i I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.