Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 16
m Stffinudaginn 9. október 1960. 527. bla». Suður-Afríka lýðveldi: Brezkir gramir Búar ánægðir Blökkumenn fá enga lausn mála og bilið mun breikka milli Búa og Breta Það er ekki á hverjum degi að fyrir augu ber hrút, sem er svo ríkuiega búinn hornum að hann hefur fengið tvö horn fyrir hvert eitt, sem venju- legir hrútar hafa. Þó er þetta aðeins til, og hér birtum við mynd af einum slíkum. Hann á heima á Háafeili i Skorradal. Ekki vitum við um aldur hans, en trúlega á hann ófáa afkomendur. (Ljósm.: Friðjón Árnason). Þann 5. þ. m. fóru fram kosningar í Suður-Afríku og voru atkvæði greidd um það, hvort Suður-Afríka skyldi gerast lýðveldi. Úrslit kosn- inganna urðu þau, að nokk- ur meiri hluti reyndist vera fylgjandi lýðveldisstofnun- inni. Nú hefur Henrik Ver- woerd forsætisráðherra landsins lýst því yfir, að stjórnin muni taka fullt til- lit til kosningaúrslitanna og ieggja fram á þingi í byrjun næsta árs frumvarp að lýð- veldisstofnun í landinu. Suður-Afríka hefur oft ver ið nefnd í fréttum undan- farna mánuði. Ástæðan til þess er flestum kunn. Þar í landi hafa orði'ð miklar kyn þáttaóeirðlir endn hörundis- dökkum mönnum mismunað geypilega af stiórnarvöld im landsins ,sem hafa beitt hinni mestu hörku til þess að koma stefnu sinni fram. Blökkumenn hafa gripið til óhæfuverka til þess að reyna að ná rétti sínum og stjórnin hefur svarað í sömu mynt. Porsætisráðherranum var sýnt banatilræði og fjölmarg ar þjóðir Afríku hafa sett við skipta- og ferðabann á Suður Afríku. Danir segia lætt kjðr íækki glæpum stdrlega Aldrei eins fámennt í fangelsum Danmerkur og nú Dönsk blöð greina frá því, að afbrotum fari mjög svo fækkandi : Danmörku. Um 3000 fangar eru nú í ríkis- fangelsum Danmerkur og eru það 300 færri en voru fyrir tæpum tveimur árum og frá stríðslokum hefur aldrei fyrr verið svo fámennt ■ fangelsum Ðanmerkur. Þetta nefur m. a. leitt til þess, að fangelsin eiga nú erfitt með að standa við .skudbindingar sínar í sam- bandi við verk, sem þau hafa tekið að sér til þess að láta fangana vinna Fyrir fáum árum var þetta alveg þveröfugt. Þá voru deil ur milli verkalýðsfélaga og ! fangelsanna vegna þess hve jhinir fjölmörgu fangar höfðu með vinnu sinni í fangelsun- 1 um mikil áhrif á vinnumark- | aðinn, en mikið var þá um atvinnuleysi í Danmörku. Víða pottur brotinn Danir ætla að afbrotum fari fækkandi vegna þess, að nú sé það ástand í landinu, að mönnum sé í lófa lagið að sjá sér farborða án þess að grípa til óhappaverka, Þá er það einnig orðið svo, að engum vandkvæðum virðist lengur bundið að fá vinnu til handa fyrrverandi föngum. Þeir leiðast því síður til af- brota á nýjan leik eins og reyndin hefur verið allt fram til þessa. Svipaða sögu mun vera að segja frá Noregi, en annaö er uppi á teningnum hvað snert ir mörg önnur lönd. Svíar eru önnum kafnir Við að byggja fleiri fangelsi til að koma afbrotamönnum sínum fyrir. Glæpir hafa mjög farið í vöxt í Englandi ojr hefur ekk tekizt að koma í veg fyrir þetta, þótt lögreglulið hafi verið stóraukið. í Bandaríkj- (Framhald á 15. síðu). Barátta hinna hvítu Kosningar þær, sem fram fóru í Suður-Afríku s. 1, mið- vikudag eru ekki beinn liður í kynþáttastefnu stjómarinn- ar þar, þótt hún grípi þar á viasan hátt inn í eins og verður komið að seinna í þess ari grein. Hér voru fyrst og fremst átök milli Búa, sem eru af hollenzkum uppruna, annarsvegar og hvítra manna af ensku bergi hins vegar. Búarnir eru nokkru fleiri en hinir og úrslit n eru eftir því. Búarnir voru hlynntir lýð- veldisstofnunni, en Bretam- ir andviigir henni. Blökku- menn höfðu ekki rétt til að greiða atkvæði í þessum kosn ingum. Þeir eru þó um 80% af íbúum landsins. Stefna stjómarinnar í kynþáttamál- am breytist ekkert við þessi úrsliít, svo blökkumennimir eru eins settir og áður og jafn vel verr eins og fram kemur hér á eftir. Það kemur ekki á óvart að dr Verwoerd forsætisráðherar skuli strox lýsa yfir að lýð- veldisstofnunni skuli fylgt eftir. Flokkur hans hefur alla tíð verið hlynntur slíkri lausn mála, sem myndi þýða að landið færi úr brezka sam- veldinu. Hinir brezku Ibúar landsins hafa verið andvigir lýðveldisstofnun af þessari ástæðu og þegar eftir lok kosninganna er kominn upp mikill urgur í liði þeirra og (Framhald á 2. síðu) Fðsturbörnin - hvar eiga þau að vera? Athyglisvert máí fyrir rétti í Danmörkn Ekkert er eðlilegra en for- eldrar líti svo á, að þeirra eig- in börn séu þeirra og engra annarra. En svona er það ekki alltaf. Yfirvöldin skerast oft í leikinn og ákveða hvað barn- inu sé fyrir beztu og þau geta tekið börn frá foreldrum sín- um ef þau ætla að foreldrarn- !r séu ekki fær um að aia þau upp sem skyldi. Barnaverndar- arnefndin hefur mikið vald. Úrskurði þeirrar nefndar er þó hægt að skjóta til dómstól- anna og hér á eftir segir frá slíku máli, sem nú er til með- ferðar í Danmörku. Hér er um að ræða ung hjón, sem ber'jast fyrir að fá fjögurra ára dóttur sína til sín að nýju. Barnið var tekið frá þeim meðan það var í vöggu og var í fyrstu haft á barnaheimili en síðan kom ið fyrir hjá barnlausum hjónum. Nú hefur farið svo, að fósturfor- eldrunum hefur þótt mjög vænt um litlu stúlkuna og vilja ekki af henni sjá og biðja urn að fá hana gefna. En foreldrar barnsins eru ekki á því. Þau vilja fá dóttur sína aftur og ekkert annað. Þekkti ekki foreldra sína Menn fá ekki að hlusta á réttar Kaldi Norðaustan kaldi, skýjað en úrkomulítið, hiti 6—9 stig. Gæti verið verra. höldin í þessu máli en augljóst virðist, að barnavemdamefndin hefur á sínum tíma haft rikar ástæður til þess að taika bamið frá foreldrum sínum. Foreldrar þess voru þá í miklum erfiðleikum og bjuggu m. a. ekki í mannsæm- andi íbúð. En síðan eru nú liðin fjögur ár og aðstæður ailar hafa breytzt. Nú eiga hjónin góða íbúð og erfiðleikar þeirra til þess að komast af í lífsbaráttunni eru að mestu úr sögunni. Barnið hefur á þessum fjórum árum átt gott heimili hjá fóstur- foreldrum sínum og notið þar mik illar umhyggju. Það hefur ekki vitað annað en fósturforeldrarnir væru pabbi og mamma og það get ur haft sínar óæskilegu afleiðingar ef það nú yrði tekið frá þessu fósturheimili sínu. Fósturforeldr- arnir segja einnig, að foreldrar barnsins hafi aldrei heimsótt það og ekkert viljað með það hafa þar til nú. Heim fil reynslu Foreldrar barnsins svara þessu á þann veg, að þau hafi ekki vilj- að ónáða barnið meðan barnaeftir litið taldi að þau væru ófær um að hafa það hjá sér. Þau vildu ekki láta barnið fá neina hugmynd um það að það ætti tvenna foreldra. Nú hafa dómstólarnir kveðið upp úrskurð í þessu máli. Hann er á þá leið, að barnið fari til for- eldra sinna til reynslu, ef barna eftirlitið samþykkir það. Eftirlitið hefur hins vegar hugleitt þetta í heilan mánuð án þess að gefa nokkuð ákveðið svar og neit| það þes'su er búizt við að það verði dæmt til að taka börnin frá fóst urforeldrunum og fá það í hendur sinna réttu foreldra til reynslu eins og fyrr getur. Of mikið vald? Mikill áhugi ríkir í Danmörku um hverju fram vindur í málinu. Þar eru margir þeirrar skoðunar, (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.