Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, sunnudaginn 9. októbcr 1960. Brezkir gramir (Framhald af 16. síðu). beðig um, að landinu verði haldið innan brezka samveld isins. Slæmt samkomulag í raun og veru skiptir það ekki svo ýkja miklu máli, hvort Suður-Afríka er i brezka samveldinu eða ekki. Hæstiréttur Breta verður ekki lengur æðsti dómstóll landsins eins og nú er. Sam bandið milli Suður-Afríku og Bretlands hefur alla tið ver- ið heldur stirt. Hvítir menn í landinu virðast oftast hafa verið sammála í afstöðunni til blökkumanna þar en þeim hefur aldrei komig of vel sam an innbyrðis. Hollendingarn ir, Búarnir, gerðust fyrstu innflytjendur til landsins en Bretar náðu þar síðar fót- festu. Búamir vildu engin samskipti eiga við Bretana, sem komu til landsins þótt þeir gætu allt eins flutt til Kanada eða Ástralíu. Búarnir hrökkluðust því norður á bóg inn og stofnuðu ríki sín 1 Oranje og Transvaal Bretarnir létu hins vegar Búana ekki í friði þar, Þessi héruð reyndust vera auðug að ýmsum málum og brezk- ir innflytjendur vildu leggja héruðin undir sig. Það kost- aði harðvítuga styrjöld um aldamótin siðustu. Árið 1910 stofnaði svo Church hill Suður-Afríkusambandið. Hugmynd hans með þessu var ag reyna að skapa með þessu svipað ástand í Suður-Afríku og í Kanada, þar sem fransk ir menn og enskir lifðu í sátt o<? samlyndi. En þetta hefur ekki tekizt. Frönsku innflytj endurnir í Kanada urðu á- gætir þegnar m. a. vegna þess að þeir gátu ekki sætt sig við meðferð landa sinna heima í Frakkla^idi á konungs fjölskyldunni i frönsku stjórn arbyltingunni. En þessu var ekki á sama veg farið með Búana. Þeir hafa aldrei sætzt við Bretann þótt þeir hafi ekki eilíflega stritt við hann. þar suður frá. T. d. var það svo í báðum heimsstyrjöldun um, að það voru aðeins brezk ir menn í Suður-Afríku, sem gegndu herþjónustu á vegum brezka samveldisins. Búamir komu þar hvergi nærri. Sigur fyrir Búa Enda þótt Suður-Afríka ger ist lýðveldi breytir það engu um efnahagssambönd lands- ins við Bretland. Bretar eiga miklar námur í landinu og mikið af gulli og demöntum frá Suður-Afríku ér selt í Lundúnum. Þetta mun ekki breytast a. m. k. ekki fyrst um sinn. Hins vegar hefur stjórn stjórn Suður-Afríku mátt þola margs konar mótlæti, vegna stefnu sirinar í kyn- þáttamálunum sem aðili að brezka heimsveldinu. Stjórn- in hefur mátt þola margar harðar ákúrur frá Nehru og Nkrumah svo einhverjir séu nefndir, en þeir eru báðir for svarsmenn þjóða, sem eru í brezka samveldinu. Meg lýð- veldisstofnuninni losnar dr. Verwoerd við að sit>a til borðs með þessum mönnum. Hann getur því betur unnið að framkvæmd skilnaðarstefnu sinnar í kynþáttamálunum. Með lýðveldisstofnuninni mun og stjórn dr. Verwoerd vilja vikja frá gömlum orð- um MacMillans forsætisráð- herra Breta um það, að nýr vindur berist nú um Afríku og verði ekki stöðvaður. Stjórn arherrar Suður-Afríku munu berjast gegn hvers konar fríð indum til handa blökkumönn um eins lengi og þeir geta. Úrslit kosninganna þýða því vafalaust það, að blökku- menn mega vænta harðari meðferðar og jafnframt það, að bilið mun ekki minnka milli Búanna og hinna brezku íbúa ladsis. Heilbrigði - Hreysti - Fegurð Afiraunakerfi Atlas 30 æfingahréf metJ 60 skýringarmyndum. Heilbrigði — Hreysti — Fegurð Þetta er bezta og fljótlegasta að- ferðin til að fá mikinn vöðvastyrk, góða heilsu og fagran líkamsvöxt. Engin áhöld. fingatími 10—15 mín. á dag. .Árangurinn mun sýna sig eftir viku. Bókin kostai kr. 120.00. Pantið bókina strax i dag. Hún verður send um hæl. Utanáskrift okkar er: Heilsurækt ATLAS Pósthólf 1115 Rvík Undirrit, . . oskar að sér verði send bókin Heilsurækt Atlas Nafn ........................ Heimili ..................... AkranesmáliS (Framh. af 1 síðu). hann fallizt á það sjálfur með því að áfrýja ekki dómnum. Nýjar kosningar eru því aðeins lögiegar að meirihluti bæjarstjórnar komi sér ekki saman um kjör bæjar- stjóra. Slíkur ágreiningur er ekki fyrir hendi að svo komnu máli. Af framansögðu sér bæjarstjórn sig ekki geta orðið við áskorun þeirri, sem hér liggur fyrir, og tekur því fyrir næsta mál á dag- skrá“. — Tillaga þessi var sam þykkt með 6:2 atkv. einn Sjálf- stæðisfulltrúi sat hjá. Vegna borgarafundarins á Akra nesi 26. ágúst s. 1. viljum við und irritaðir leyfa okkur að mótmæla frávísunartillögu þeirri, sem meiri hluti bæjarstjórnar Akraness sam þykkti á fundi sínum þann 30. sept. s. 1. þar sem því er haldið fram, að frummælendur borgara- fundarins hafi lagt á það megin áherzlu, að gerffir meirihluta bæj- arstjórnar um aff segja bæjarstjóra upp starfi hafi ekki viff lög aff styffjast", og að undirskriftirnar séu byggðar á sömu rökum. Þetta er alrangt og eingöngu sagt í blekk ingaskyni. Ræðumenn borgarafund arins átöldu það siðleysi, að segja bæjarstjóra upp starfi fyrirvara- laust og án allra saka, er aðeins væri bæjarfélaginu til álitshnekkis og tjóns. Alveg sérstaklega kom það fram, að hér voru frekleg svik framin af hálfu Alþýðuflokksins, þar sem fulltrúar hans hefðu verið kjörnir á sameiginlegum lista með tveimur öðrum flokkum og þá hafi jafn- framt verið kosið um bæjarstjóra efni þríflokkanna. Tillaga borgara fundarins var svohljóðandi: „Almennur borgarafundur á Akranesi — haldinn í Bíóhöllinni 26. ágúst 1960, samþykkir að skora á bæjarstjórn Akraness að falla frá samþykktri tillögu, er flutt var af fulltrúum Alþýðuflokksins á síð- asta bæjarstjórnarfundi um að víkja Daníel Ágústínussyni bæjar stjóra úr starfi. Að öðrum kosti verði bæjar- stjórnarkosningar látnar fara fram nú þegar“. Tillaga þessi var síðan. send bæjarstjórninni daginn eftir. Krafa borgarafundarins var ein- föld og án allra lögskýringa þessi: Afturkallið uppsögnina eða látiff kosningar fara fram. Undirskriftirnar eru staðfesting 1030 kjósenda á Akr'anesi eða 53% kjósenda á þessari kröfu borgárafundarins. Það er frekleg og ósæmileg aðdróttun að kjósend um bæjarins, að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Því mótmælum við harfflega. Akranesi, 7. okt. 1960. F. h. hins aknenna borgarafundar. Guffjón Hallgrímsson fundarstjóri (Sign.) Adam Þorgeirsson fundarstjóri (Sign.) Hvort bæjarstjóri áfrýjar dómn um er þessu óviðkomandi og er okkur ekki kunnugt um hvort hann gerir það eða ekki, enda enn tími til þess. Á hitt viljum við þó benda í þessu sambandi, að áfrýjun frestaði ekki innsetningu og dómur hæstar'éttar kæmi vart fyrr en eftir langan tíma. Hins vegar voru höfuð ásakanir bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins ómerktar og málskostnaður felldur niður. Hvers vegna áfrýja ekki bæjarfull trúar Alþýffuflokksins til aff freista þess að fá áburff sinn staðfestan? Ennfremur er vert að geta þess, að bæjax'stjóri hlýtur að fara í skaða bótamál. Ef það færi svo að hon- um yrðu dæmd full laun út kjör tímabilið, orkar þá ekki uppsögn hans mjög tvímælis lagalega séð? Við teljum að almenningur í bæn um líti svo á. Eftir dómi borgar- fógetans getur meirihluti bæjar- stjórnar aðeins „hafnað störfum bæjarstjóra", en um bótarétt vegna uppsagnarinnar fjallaði rétt urinn ekki. Það er annað mái. Nú hefur rúmur meirihluti kjós enda á Akranesi hafnað störfum bæjarstjórnarinnar. Okkur þykir það furðu gegna og mjög einræðis legt ef bæjarstjórnin ætlar að hafa þann meirihluta að engu og trúum því ekki enn. Og eitt er víst. Það þarf haldbetri rök fyrir slíku gerræði en þau, sem fram koma í nefndri dagskrártillögu og mótmælt er hér að fr'aman. Akranesi, 7. okt. 1960. F. h. fundarboðenda hins almenna borgarafundar, Halldór Þorsteinsson. (Sign.). Þessi greinargerð er send öll- um dagblöðunum til birtingai'. Auglýsið í Tímanum Dömur athugiö Þurrkhettan vi(S hárþurrkuna sparar tíma og erfiði Er fyrir allar gerðir af hárþurrkum. Fæst nú þegar á eftirtöldum stöðum: í REYKJAVÍK: Verzl. S.Í.S. Austurstræti 10 Véla & Raftækjasalan Bankastr 10 Verzl. Hekla Austurstræti 14 Verzl. Ljós h/f Laugaveg 20 Verzl. Regnboginn Bankastræti 7 Verzl. Luktin Njálsgötu 87 Verzl. Raforka Vesturgötu 2 Rakarastofa Péturs & Vals Skóravörffustig 10 f HAFNARFIRÐI: Stebbabúð. I VESTMANNAEYJUM: Verzl. Framtíðin. Á AKUREYRI: Kaupfélag Eyfirðinga. VERKSMSBJAN SIGNA. Pósthólf 958. Fósturbörnin (Framh. af 16. síðu). að barnaeftirlitið hafi of mikil völd. Samkvæmt lögum þess getur það t. d. ákveðið að ekki megi taka barn frá góðu fósturheimili til foreldra sinna að nýju, enda þótt þeir hafi þá orðið allar að- stæður til þess að sjá barni sínu farborða. Það er víða svo, að for eldrar geta ekki séð fyrir börnum sínum sem skyldi fyrstu árin og koma þeim þá í fóstur. En þetta þýðir ekki að erfiðleikarnir þurfi að vara endalaust og ekki rætist úr. Fólk gefur því ekki börn sín en margir vara sig ekki á því, að með því að láta þau í fóstur er tekin sú áhætta að missa þau, þótt fran\ vindi til hins betra í eigin málum. Barnaeftirlitið getur ekki tekið fyrir foreldraréttinn en það getur metið á hverjum tíma, hvar það telur barninu bezt fyr'ir komið. Síldarmjöl (Framhi af 1. síðu). um er auðvelt aff sjá, hvort nokk- urt meindýr hefur komizt í mjöliff. önnur lönd endurhita allt mjöl sem keypt er, því sýkill þessi drepst viff ákveffiff hitastig. ísland hefur til þessa haft sérstöffu aff því leyti, að a.m.k. sum viffskiptalönd hafa ekki krafizt þess, að mjöl héffan væri í pappírspokuin og jafnvel ckki taliff nauffsynlegt aff endur- hita íslenzkt síldarmjöl, því þaff hefur haft mjög gott orff á sér. Brugðu skjótf við Það var því ekki aff furða, að framleiðendum sildarmjöls brygði i brún, en fréttir þessar komu frá Finnlandi. Þó’rffur Þorbjarnarson frá Fiskifélagi fslands, dr. Sigurð- ur Pétursson gerlafræðingur, Sig- urður Jónsson forstöffumaffur SR og Friffrik Bertelsen, umboðsmaff- ur finnska fyrirtækisins. fóru þeg- ar út og gerðu nauðsynlegar ráff- stafanir. Kröfffust þeir þess, að ný sýnishorn yrðu tekin af öllu mjöl- inu, og var það gerf. Sú rannsókn leiddi það í ljóst, sem sagt er hér að framan, að Salmonella var ekki nema í litlum hluta af magninu, eða um tveimur tonnum. Enginn sýkill hérlendis Að fenginni þeirri niðurstöðu var hafin rannsókn á öllu mjöli sem hér heima var, og heft á eftir- lifi með því, sem þó var mjög ná- kvæmt fyrir. Engin merki Salmon- ellu fundust við þá rannsókn. Er að sjálfsögðu brýn nauðsyn til þess að slaka hvergi á því eftirliti, því hætta sú, sem stafar af sýklinum, þótf ekki væri í nema örfáum sekkjum, er hverjum manni aug- Þós. Er þess skemmst að minnast er taugaveikibróðir kom upp í kúm á Bakka á Seltjarnarnesi fyrir 6 árum, og fjöldi manns veiktist. Var talið, að þar væri að verki Salmon- eila, er borizt hefði með roftum, ' þótt það yrði aldrei fullsannað. Er blaðið vann aö' því að afla sér upplýsinga um þetta mál, tal- aði það m. a við Sigurð Jónsson, íorstöðumann SR. Vildi hann sem nvinnst um þefta tala og sem fæst- ar upplýsingar gefa, kvað þetta engan blaðamat, og auk þess væri of langt um liðið síðan þetta var. (Hálfur annar mánuður), til þess að það væri frétfnæmt. Einnig tal- • aði blaðið við Þórð Þorbjarnarson, vijdi hann heldur ekkert segja, og kvað bezt fyrir alþjóð að um þetta yrði þagað. Blaðið leggur það hér með undir dóm lesenda, hvort fréttir sem þessar eiga erindi til almennings cða ekki. Blaðið telur, að fréttir um útflutningsvörur þjóðarinnar eigi nokkurt erindi til manna, ekki ‘hvað sízt þegar hér er um að ræða vöru, sem einnig er seld hér- londis og notuð til skepnufóðurs. Sannar fréttir og ýtarlegar eru lík- legastar til að kveða niður kvik- sögur, er á kreik komast. — S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.