Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, snnnndaginn 9. október 1960. H Pétur Þorvaldsson HAFNAÐI STÖÐ- UNNI, FÚR HEIM Rætt við ungan cellóleikara, sem nýlega hefur lokið námi hjá Erling Blöndal Bengtson við Konunglega tónlistarhá- skólann í Kaupmannahöfn Það er komið haust, og öll sú starfsemi, sem legið hefur niðri yfir sumarið, að hefjast á ný. Skólar hafa verið settir, námskeig haf- izt, haldnar sýningar, og Sin fóníuhljómsveit íslandiS er tekin til starfa. Það kom í ljós, þegar litið var inn á æfingu hjá henni, að eitt- hvað hefur bætzt við af nýj um andlitum, svo sem geng ur og gerist, önnur horfið. Einn hinna nýju starfs- krafta hljómsveitarinnar er ungur cellóisti, nýkominn heim frá námi. Pétur Þor- valdsson heitir hann, og hef ur lagt stund á cellóleik við Konunglega tónlistarháskól ann í Kaupmannahöfn und anfarin 5 ár. Því ber ætíð að fagna, þeg ar ungir tónlistamenn bæt- ast í hópinn, ekki sízt, þeg ar þeir geta fyllt skarð í hljómsveitinni, sem orðið hefði að skipa erlendum krafti ella. Blaðinu finnst því rétt að kynna Pétur nán ar og inna hann eftir ýmsu í sambandi við nám hans og starf. — Þú hefur dvalið nokk- uð lengi í Höfn. Hefurðu komið hingað út á milli? — Nei, aðeins einu sinni. Annars hef ég fengið at- vinnu á sumrin, spilaði tvö sumur á Hótel Egmont, sem er stúdentaheimili á vetr- um. — Hjá hverjum lærðirðu hér, áður en þú fórst? — Ég var í Tónlistarskól- anum, fyrst hjá Dr. Eden- stein, en síðar hjá Einari Vigfússyni. — En í Höfn? — Þar var Erlingur Blön- dal Bengtsson prófessorinn minn. — Ef hann er jafngóður kennari og einleikari, hef- urðu þá verið í beztu hönd- um. — Já, hann er einn af þeim fáu, sem sameina þetta tvennt. Ég gæti ekki hugsað mér betri kennara. Ég á honum sérstaklega mik ið að þakka, hann reyndist mér líka einstaklega hjálp- legur á alla lund, ef eitt- hvað á bjátaði. Það var sér Engiiherts sýnir í Kaupmannahöfn Me'Sal annars skreytiagar vi'S smásögur eftir Baldur Óskarsson, bla'Öamann Sýning Kammerateme í Den Frie í Kaupmannhöfn var opn- uð í gær. Meðal þátttakenda er Jón Engilberts, og sýnir hann sex myndir. í fyrra var hátíðasýning hjá Kammerat- erne og sýndi Jón Engilberts þá sjö myndir á tveimur veggj- um, þar á meðal ísland, mál- verk’ð sem nú hefur verið sett upp í Bæjarþingssalnum, sem þakti annan vegginn. Nú hefur plássið verið skammtað og hverjum málara ætlað að sýna fimm til sex verk. Engilberts sýnir nú meðal annars þrjár af níu mynd- skreytingum við smásögur eftir Baldur Óskarsson blaðamann, en þær koma á bókamarkaðinn um næstu mánaðamót. Aðrar myndir nefnast Kvöld við hafið, Haustið og sjötta verkið er frummynd að málverkinu ís- land, allt stór verk. Myndin hér að neðan er ein þeirra sem Eng- ilberts sýnir nú í Kaupmanna- höfn, ge-rð við smásögu eftir Baldur Óskarsson. Sýningin stendur til mán- aðarloka. stakt lán, að ég skyldi fá að læra hjá honum. — Hefur hann marga nem endur? — 8—10 við skólann, en auk þess marga einkanem- endur. Það vilja flestir kom ast til hans, og það er ótrú- legt, hvað maðurinn kemst yfir mikið. Svo kemur hann iðulega fram sem einleikari með hljómsveitum eða á sjálfstæðum tónleikum, bæði í Danmörku og um alla Evrópu og ofan á allt annað kennir hann í Svíþjóð líka, flýgur til Stokkhólms einu sinni á viku að jafnaði. — Stundarðu eingöngu cellóleik ,eða einhverjar aðr ar greinar jafnframt? — Ég var reglulegur nem andi og tók þvi allar skyldu greinar, sem fylgdu. Kenn- arar mínir voru flestir önd vegis menn hver á sínu sviði, sérstaklega vildi ég þó minn ast á kammermúsikkennar- ann, próf. Erling Bloeh, og hljómfræðikennarann, próf. Vegu Holmboe. Ég lærði sér staklega mikið hjá þeim báð um. Frh. á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.