Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 9
Bommdagian 9. oktéber 1960. 9 Á vegum útgáfunnar Menn og minjar í Reykjavík eru nýkomn- ar út í bókarforml bernskumlnn- ingar Kristins Guðlaugssonar á Núpi, en Flnnur Sigmundsson, landsbókavörður hefur búlð tll prentunar. Þá Núpsbræður Sig- trygg og Krlstin þarf ekki að kynna. Kristlnn lézt 4. sept. 1950 áttatíu og tveggja ára að aldri. í formála að bókinni segir Finn- ur, að Kristinn hafi unnið að ritun endurmlnninga sinnar síð- ustu árin en ekki lokið því verki. Þó hefðl hann að mestu verið búinn með bernskuminningar sinar. Um þær segir Finnur: „Bernskuminnlngar Kristilns fjalia elngöngu um fæðingarhér- að þeirra bræðra (en þeir ólust upp á Þröm ( Eyjafirði) og eru ekki ómerkur þáttur í sögu Eyja fjarðar frá tímum klárunnar og mjólkurtrogsins. Væntl ég þess, að gamlir Eyfirðingar unl sér vel við að rifja upp gamlar minn ingar í sambandi við þá sögu, sem hér er sögð, og að yngri kynslóðin gefi sér tóm til að Ihuga þær breytlngar, sem orðið hafa á lífskjörum héraðsbúa síð- an Þramarbræður slitu barns- skónum". TÍMINN birtir hér elna bernsku minningu af Kristni úr bókinni, en hún er raunar rituð af séra Sigtryggi bróður hans. W_______________________________/ ☆ „Hann er orðinn meira en 60 ára, viðbur'ðurinn, sem ég ætla að segja hér frá, en ég man hann eins vel eins og hann hefði skeð í gær, enda ætla ég ekki að skálda minnstu vitund inn í hann, heldur segja nákvæmlega atvik þau og orð sem urðu. Ég hef lengi ætlað að færa hana í ietur. Lítið sýnishorn af íífshög- um afdalabúa í landi voru á fyrri árum felst í honum, og mér þykir hér birtast „hulinn verndarkraft- ur“, sem oft má þreifa á, en of fáir gefa gaum, þegar rætt er um „tilviljanir". Ég verð fyrst að lýsa lítið eitt aðstæðum. Dalurinn liggur til suðuráttar, þrir bæir í honum austan árinnar, einn innarlega að vestan, sá yzti við mynni hans, ágætt heimili. Frá honum var framt að klukkutíma gangur til næsta bæjar. Sá dalhluti nefndist Reitur, mest notaður fyrir bit- haga. Voru þar nokkur ár höfð naut á sumrum, þau voru stund- um snakill, en jafnan höfð í hafti cg þeirra gætt svo sem hægt var frá umsjónarheimilinu. Þó kom það fyrir, ef eitthvert þeirra losn- aði, að það gerðist rásunarsamt. — Svo var það um eitt þeirra, grátt að lit. Það nagaði af sér höftin og var allmannýgt. Bærinn næsti var heimili mitt. Hann stóð á höfða fram með ár- gili dalsins. Var það gil mikið með berjabrekkum og stórum heyskaparhvömmum, en á milli þverhníptir hamrarnir fram að ánni. Hrikaútlit þess mun hafa valdið því, að bærinn hafði verið látinn snúa móti fjallshlíðinni. En yndislegt var niðri í því engu að síður. Rétt sunnan við höfðann, sem bærinn stóð á, gengu þrjú þver- gil upp til fjalls. Það briðja var mest, kallað Stóragil. Var al- manna- og heybandsleið yfir það nokkuð uppi í hlíðinni. Sunnan við það var hávaði nokkur eða leiti, nefnt Nesið. Þegar kom suður fyrir það, sást ekki til bæj- ar af almannaleið. Nokkru innar i dalnum gekk hjalli allmikill fram úr fjallinu. Miðhlíðis. Sá heim af brún hans. Uppi á hon- um voru slægjulönd nokkur, en erfiður heybandsflutningur það- an. Gekk framt að tveim klukku- tímum til ferðar heim og að heiman. Þegar viðburður þessi varð, var heimilisfólkið: Foreldrar mínir, við börn þeirra fjögur og ung- lingsstúlka, hjú. Ég var 10 ára, systir mín 8 ára, og tveir bræður yngri, annar fjögurra ára, hinn á fyrsta ári, kallaður þá „unga barnið“. Þegar verið var á engjunum, urðum við systkinin að vera heima. Ég átti að hafa gætur á úti við, en systir mín að annast unga barnið. Þó, þegar bundið var, varð ég að fara með hey- bandið, en hin biðu heima. Gekk ég með tvo hesta í taumi. Þegar heim kom, skriðum við undir baggana og hófum þá af klökk- unum með höfði og baki. Settist ég svo á reiðing Gamla-Grána og hélt til baka. Söng ég oft mér til skemmtunar á þeim ferðum. Nú var það einn dag seint í ágústmánuði, að verið var að binda framan af Hjalla. Ég flu’tti heim að vanda, en foreldrar mín- ir bundu. Slógu og rökuðu á milli, af því að svo lengi stóð á ferðinni. Það var staðið upp frá miðdeg- isverði. Faðir minn og ég fórum með hestana að láta upp bagg- ana. Svo fylgdi hann mér fram á Hjallabrúnina að aðalsneiðinga- götunni. Ég sá, að hann horfði vandlega heim, þegar hann kom fram á brúnina. „Hvaða skepna er þetta ljósleit, sem er að hlaupa um hólinn heirna?" spurði hann, „er það hestur?“ „Máske einhver sé kominn.“ anzaði ég. Svo leit hann eftir, hvernig færi á hestunum: „Jæja, farðu nú af stað, Tryggvi minn, og guð veri með þér.‘ Svo fór ég að teyma ofan sneiðingana, en faðir minn tór með orfið sitt. annars staðar fram af Hjallanum að slá þar, því að þe+ta átti að yera seinasta heybandsferðin þanr daginn. Þegar ég kom heim á Nes og sá heim, þá kom ég brátt auga á ijóslgitu skepnuna. Hélt ég enn það mundi hestur vera, en furð- aði þó ókyrrð hans og hlaup kringum bæinn. Ég sá að bærinn var opinn, en ekkert sá ég til systkina minna. Mér fór nú að detta í hug Grái-boli. sem át af sér höftin. Hélt þó enn áfram heim fyrir Stóragilið, svo Syðra- gilið og Ytragilið. Var þá ekki annað eftir en að fara ofan holtið og túnið, á að gizka 400 metra leið. Nú sá ég, að skepnan hvarf í lægðina ofan,við höfðann í átt- ina til mín. Þorði ég þá ekki lengra og réð af að snúa til baka. En þá mætti mér annar vandi: Hvað átti ég að gera við hestana með böggunum? Mér hafði oft verið sagt, að „láta ekki hestana standa undir, í öllum bænurn". Hélt ég það gæti máske skaðað þá. Og þegar ég minntist þess, að heybandsleiðin hinu megin í dalnum var allt að því helmingi íengri, þegar ílutt var ofan á háls, þá ályktaði ég. að hestar þyldu betur þungann gangandi en standandi. Úrræðin urðu því þau að teyma aftur hestana á leið til föður míns. Gamli-Gráni var í meira lagi tregur að snúa til baka* með bagga sína. Gekk mér því seint að draga hann Og þegar ég kom suður á Nesið og sá þangað, sem mér þótti nú eina hjálparvonin vera, þá gleymdi ég allri um- hyggju fyrir hestunum, sleppti taumnum og hljóp i ofboði beint þangað, sem ég vissi að faðir minn var að slá. En heldur brá mér í brún, þegar þangað kom. Ég sá að hann hafði slegið dálít- inn blett. Orfið lá upp við stóra þúfu og brýnið hjá. en föður minn sá ég hvergi Ég hleyp upp á Hjalla til móður minnar og tjái henni vandræðin. Hún vissi ekk- ert um föður minn frá bví hann fór að slættinum Við hlupum aftur þangað og sáum allt með sömu ummerkjum. Móðir mín horfði til bimins og tók nú þá ró- semi, sem henni var lagin. þegar vandi var á ferðum. Við lögðum af stað heimleiðis og hröðuðum okkur svo sem við máttum. Hest- arnir voru horfnir aftur af Nes- inu. Heima við Stóragil hittum við þá. Var anr.ar búinn að velta þar af sér böggunum. Heim að líta sáum við engin lífsmörk, héldum þó áfram, allslaus. Eina hugsunin mun hafa verið: Hvar eru bömin? Faðir minn hafði séð. þegar hestarnir komu aftur á Nesið með böggunum. En eigi gat hann greint, hvort ég var með eða ekki. Hann leggur þegar frá sér orfið og hleypur af stað, beint til hestanna. Fórum við því báðir sömu leið, en höfum einhvern veginn farizt hjá, ákafinn var svo mikill, að hvorugur tók eftir hinum. Hann kemur til hestanna, en sér mig hvergi. Hann kennir brátt Gráa-bola heima á túninu, býst jafnvel við að gánga fram á mig ósjálfbjarga eftir hann, því íremur sem nær kom bænum. Og hvað leið hinum börnunum? — Nú var faðir minn allslaus til varnar, teymir því með sér hest- ana í bráðina, heim fyrir Stóra- gilið. Gatan í því var ill og þurfti árlega aðgerðar, áður en farið var að fly+ja heybandið. Svo hafði það verið nú, og stóð síðan í þúfu á giibarminum járnkarl með hnefahnarli á efri enda, en kantaður hið neðra — gamall og góður fslendingur að smíð. Þessa kesju greip nú faðir minn í hönd og hljóp frá hestunum. Þegar heim kom var boli hálf- ur inni í fjóshlöðudyrunum að fá sér töðuhnoðra. Hann verður var við aðkomanda og snarast út, ræðst þegar á móti, leggur höfuð undir sig með dimrnri rödd. Fað ir minn var vel að afli og snar. Snýr hann þegar við járninu, testir hendur á köntunum, en slær með hnarlinum á vanga bola. Hrökklast hann dálítið á hlið, ætlar þó að renna á aftur. En þegar hann sér, að annað högg er þegar tilreitt, þá leggur hann á flótta. Var honum brátt fylgt úr garði. Viidi faðir minn rétt snöggvast líta fyrst * bæinn. Sér hann, að í bæjardyrunum eru diskar ^með matarleifum. Nú segir frá börnunum, sem heima voru. Þau áttu að hafa gætur á því, þegar ég kæmi með hestana, og helzt að vera komin út að fjárhúsi til þess að taka of- an með sér baggana. Nú var ma+- málstími, eins og áður var getið. Fóru þau því með diska sína og unga barnið fram í bæjardyr og snæddu þar, til þess að sjá til, ef ég kæmi á meðan. Þegar þau voiu langt komin að borða, heyra þau baulað úti. Syst- ir mín biður bróður okkar að fara út og reka kýrnar, þær muni vera komnar heim. Drengur færist heldur undan, segir sér heyrist þetta ekki vera hún Surtla, sem sé að baula, en hún var vön að hafa forustu og kynna komu þeirra. Slær þá ótta á systur okk- ar og leggur hún til, að þau fari ínn í baðstofu. Sjá þau þar út um glugga, hver gesturinn er. Gekk hann líka fcrátt í bæinn. En svo var háttað húsum, að göng nokk- ur voru inn úr bæjardyrunum. Við enda þeirra var hár stigi upp i baðstofuna, því að fjós var undir gólfi. Kemur þá boli inn að stigan- um og blæs mikið. Lengra komst hann ekki og varð að snúa út aft- ur eftir stund. Börnin höfðu nú valið sér stað uppi í rúmshorni í skugga, þar sátu þau rótlaus, systir mín með unga barnið í fanginu. Svo leið tíminn, líklega um tvær klukkustundir, að þau heyrðu ekkert annað en við og við gaul bola og hlaup hans. Loksins heyrðu þau rödd föður okkar neðan við s+igann: „Er nokkur inm?“ „Já, v'ð “ var svar- að. „Hvað mörg?“ „Þrjú.“ — „Vitið þið nokkuð um Tryggva?“ „Nei.“ — „Þið skuluð vera róleg þangað til ég kem aftur. Það verður rétt strax.“ — Svo fór hann út aftur að reka bola alveg burtu, eins og áður var getið. En þegar hann kom aftur frá því, þá stóðst það rétt á, að hann mætti okkur' móður minni í hlað- varpanum, er við komum ofan af Hjallanum. Var nú gengið í bæ- inn, og börnin komu fram úr fylgsni sínu. Geta má nærri, að hér varð feginsfundur og guði þakkað í hljóði fyrir lausnina. •— Helg alvara minnti á, hvernig þessi veiki þráður varðveittist af ósýnilegri hendi, þegar drottinn ætlar dagana fleiri. En brosað gátum við börnin að því, að þegar allt vat nú afstaðið, íann systir mín fisktuggu í munni sér, sem hún hafði verið komin að því að kyngja, þegar óttinn skall á, en þá gleymdist.“ Þannig er frásögn Sigtryggs. Af okkur bremur. sem kúrðum uppi í rúmshorni meðan þessu fór fram, var Friðdóra systir haldin mestri skelfingu, enda var hún elzt og skildi bezt, hvað í húfi gat verið. Hér reið það baggamuninn og frelsaði okkur, að boli ruddist ekki inn í bæjar- dyrnar áður en við urðum hans vör, því þá er sennilegt, að okkar tíagar hefðu verið taldir. Að þessu sinni kom það sér líka vel, að ég var ekki alveg laus við leti og hljóp því ekki af mér tærnar. þegar við heyrðum baulið og systir mín vildi senda mig til að vita, hvað kúnum íiði, sem hún hélt komnar heim. Ég man það líka, að mér heyrðist þetta baul ekki nákvæmlega eins og Surtlu- baulið átti að vera, og þó var það ekki ósvipað. Ekki man ég, hvort það var þetta sama kvöld eða daginn eft- ir, að faðir minn fór út í Garðsá og ræddi málið við Árna. Þótti honum mjög leitt, að til svo al- varlegra vandræða hafði komið. Lét hann þá þegar vinnumenn sína sækja nautið og setja það í hús. Þar fékk boli að dúsa í hálf- an mánuð. En á meðan var smíð- sð á hann járnhaft, svo að hon- um tækist ekki að naga það af sér, og kybbi, sem fest var um háls honum með járnkeðju. Með þessar heiðursorður fékk hann svo aftur að fara í hagann, og hafði hann hægt um sig eftir það. GRÁIBOLI, Frásögn af þeim Kristni og Sigtryggi GutJlaugs- sonum á Núpi — bernskuminning úr EyjafirÖi Kristinn Guðlaugsson Sigtryggur Guðlaugsson sem át af sér höftín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.