Tíminn - 14.10.1960, Qupperneq 1

Tíminn - 14.10.1960, Qupperneq 1
Áskríítarsíminn er 1 2323 231. tbl. — 44. árgangur. Einum of sniallt bls. 11. aníítát^ím Föstudagur 14. október 1960. Uppgrip í Eyjaf irði Nótabrúk fékk um 800 mál síldar Stöðugt er mikii síldveiði á innanverðum Eyjafirði og Ak- ureyrarpolli í síðustu viku bárust þar á landi um 1500 tunnur síldar, og mikil síld hefur lóðazt í firðinum í þess- ari viku. Uppgripaveiði var þar í gær. Laust ef:ir hádegi í gær fékk nótabrúk Kristjáns Jónssonar mjög stórt kast skammt austur af Odd- cyri, trúlega 500—800 mál. Mótor- báturinn Esfer var þá fenginn til hjálpar, og var verið að háfa úr nótinni fram eftir degi í gær. Þá íékk m.b. Garðar 150 tunna kast á Lyjafirði í gær, og þar hefur lóð- azt geysimikið magn síldar undan- farna daga. í gærmorgun landaði Garðar 36 tunnum af kolkrabba á Akureyri. Það var dagsveiði við Gjögur í mynni Eyjafjarðar en þar c-g í Þorgeirsfirði hefur mikil kol- krabbaveiði verið urdanfarið. Er krabbinn frystur lil betu á Akur- eyri', en margir bátar hafa veitt hann að undanförnu. Síldarútflutningur Síldin sem veiðist á Eyjafirði hefur sumpart verið fryst til beifu, en sumpart farið til niðursuðu í verksmiðju Kristjáns Jónssonar sem nú vinnur með fullum afköst- um. Nú hyggst Útgerðarfélag Ak- rreyringa frysta sild til útflutn- ings, en blaðinu er enn ekki kunn- ugt hvar helzt er markaður fyrir sildina. E.D. Hvernig standa lán- in hjá stjórninni? Eysteinn Jónsson hefur lagt fram á Alþingi fyrir- spurnir til fjármálaráðherra um íántökur ríkisins og vörukaupalán í Bandaríkjunum og til viðskiptamálaráð-w herra um lántökur erlendis. Alþingi heimilaði í gær þessar fyrirspurnir. Fyrirspurnirnar fara hér á eftir: I. Til fjármálaráðherra um lántökur ríkisins. 1. Hve mikið er búi'ð að borga inn til íslenzkra banka af umsömdu 6 milljón dollara láni í Bandarikjunum, og hve miklu nemur sú fjárhæð í íslenzkum krónum? Hefur ríkisstjórnin ráðstafað nokkru af lánsfé þessu umfram það, sem heimilað var í 22. gr. fjárlaga 1959? Er ríkisstjórnin að leita fyrir sér um nýjar lántökur, og ef svo eiv þá hverjar og í hvaða skyni? II. Til fiármálaráðherra um vörukaupalán í Bandaríkj- unum. . Hve mikll vörukaupalán (P.L. 480) hafa verið tekin samtals í Bandaríkjunum og hve mikið á þessu ári? Hve mikið af þessu fé verður til útlána innanlands? Hve mikið er búið að lána út innanlands og hverjum? Hvað er áætiað, að þessi vörukaupalán muni nema miklu til árs- loka og á næsta ári, og hvað verður til ráðstöfunar innanlands? Hyggst ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi fyrirætlanir sínar um ráðstöfun þessa lánsfjár innanlands? III. Til viðskipfamálaráðherra um lántökur erlendis. 1. Hve mikið fé hefur nú verið tekið að láni hjá Evrópusjóðnum og með hvaöa skilmála um endurgreiðslu? Hve mikið hefur verið tekið að láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og með hvaða kjörum? Hverjar lántökur opinberra aðila hafa verið leyfðar á þessu ári af bönkum og ríkisstjórn? 4. Hve miklu nema þær lántökur einkaaðila samtals, sem leyfðar hafa verið á þessu ári af rikisstjórn og bönkum? 2. 3. 2. 3. Slökkviliðið gengst nú fyrir brunaæfingum í skólum í Reykjavík og var þessi mynd tekin af einni slíkri við Barnaskóla Vesturbæjar á Öldugötu í gærmorgun. Krakkarnir bruna niður segldúksrennuna og hafa augsýni- lega gaman af. Efst standa skólastjórinn, Hans Jörgensson, og húsvörður, Ingimar Benedlktsson. (Ljósm.: TÍMINN KM). Síld gengur á sunnanmið Fjöldi báta í verstöðvumi sunnanlands er nú að búast til síldveiða, enda virðist síld nú vera að ganga á mið fyrir Suð- urlandi þctt enn standi hún nokkuð djúpt Nokkrir bátar hafa fengið dágóðan afla að undanförnu. Engir bátar reru í gær, cnda var þá stormur úli fyrir. í fyrra- dag reru pr'ír reknetabátar frá Akranesi, og fengu þeir 20—50 tunnur. Einn bátur, Höfrungur II, var með hringnót. og fékk hann 391 tunnu í einu kasti út af Eldey. Erfitt er þó að sækja síldina svo langt, eða fullar 80 mílur frá Akra- (Framhald á 15. síðu). IViorðbréfið: IVIagmjs kærður Sagf upp fyrirvaralausf Ákæruvaldið hefur nú höfð- að mál oegn Magnúsi Guð- mundssyni, lögregiuþjóni, fyr- ir að hóta lögreglustjóranum í Reykjavík, Sigurjóni Sigurðs- syni, í bréfi. Magnús er enn- fremur ákærður fyrir að hafa borið Sigurjón Ingason, lög- regluþjón, og Magnús Sigurðs- son, varðstjóra, röngum sakar- giftum. — Engin kæra kom fram vegna sknfa í tveimur blöðum bæjarins undir nafninu Borg- ari. — í gærdag héldu fjórir lögregluþjónar heim til Magn- úsar og færðu honum upp- sagnarbréf frá lögreglustjóra. Bréf lögreglustjóra hljóðaði svo: í framhaldi af bréfi mínu dagsett 4 apríl s.l. tilkynnist yður hér með, að yður er vikið að fullu fró störfum í lögregluliði Reykjavíkur frá og með deginum í dag að telja. Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri. Frumsýning Akureyri, 13. okt. — Á sunnudagskvöld n.k. frumsýn ir Leikfélag Akureyrar gam- anleikinn Pabba, en hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir 9 árum og hlaut þá mikl ar vinsældir. Jónas Jónasson setur leikinn á svið, og hefur leikfélagið æft undir hans stjórn undanfarnar sex vikur. Aðalhlutverkin leika þau Björg Baldvinsdóttir og Jón Kristinsson, en leikendur eru alls 15, þar af 9 nýliöar sem lítið eða ekkert hafa leikið áður. — Fleiri nýjungar eru á döfinni í skemmtanalífi Akureyringa með haustinu og sú nýjust að Hótel KEA hefur fengið vínveitingaleyfi. Hófust vínveitingar sl. sunnu dag. Menn hefur allmjög' greint á um hvort vín skyldi veitt á hótelinu og dróst mjög að endanleg ákvörðun yrði tekin. Þetta varð þó úr, en vín verður aðeins veitt í sal hótelsins, enginin bar settur upp. E.D. Krustjoff ærist á Allsherjarþinginu - bis. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.