Tíminn - 14.10.1960, Page 2
2
TÍMINN, föstudaginn 14. október 1960.:
Tómstundastarf Æskulýðs-
ráðs hefst á mánudaginn
Á mánudaginn kemur hefur
Æskulýðsráð Reykjavíkur
vetrarstarfsemi sína, og verð-
ur hún með líku sniði og und-
anfarna vetur. Reynt verður
að vanda að dreifa starfsem-
inni sem mest um bæinn, og
til að byrja með er hún á 9
stöðum.
Reksturinn verður í stórum
dráttum meg svipuðu sniði
og verið hefur, en þó er ein
nýjung nokkuð sérstæð. í
vetur verður sem sé byrjað
að segja unglingum til í skó-
'smíði, þannig að þeir geta
komið með skó, sem þarfnast
viðgerða, og fengið leiðbein-
ingar um viðgerð á þeim.
Sjóvinna
Vaxandi liður í starfi Æsku
lýðsráðs er sjóvinna. í henni
voru um 100 unglingar í fyrra
vetur, og í framhaldi af því
voru róðxaræfingar í vor, og
farnar róðrarferðir á b. m.
Auði, sem bærin léði í þeim
tilgangi. Útgerðin heppnað-
ist vel, og vissa er fyrir því,
að 40—50 unglingar sem þátt
tóku i 'Sjóvinnunni, voru á
sjónum í sumar.
Innritun
Sem fyrr greinir hefst starf
semin á mánudagin nkemur,
og fer innritun fram á sömu
stöðum og starfsemin, og eru
þeir, sem hugsa sér að taka
þátt í starfinu beðnir að snúa
sér til þeirrar bækistöðvar,
sem næst þeim er, til innrit-
unar. Þátttökugjald er kr. 25
fyrir tímabilið, og greiðist við
innritun.
Tómstundaheimilið að
Lindargötu 50
Ljósmyndaiðja mánudaga,
þriðjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga kl. 7,30. — Kvik
myndasýningar fyrir 11 ára
og yngri, laugardaga kl. 4,30.
— Frímerkjaklúbbar, 11 ára
og yngri kl. 5,30 og 77,30. 12
ára og eldri miðvd. — Tafl-
klúbbar, 11 ára og yngri kl.
4,30 og kl. 7,30. 12 ára þriðjud.
— Smíðaföndur þriðjudaga kl.
8.30. — Bókbandi þriðjudaga
kl. 7,00. — Flugmódelsmíði
fimmtudaga kl. 7,30. — Bast-
og tágavinna mánudaga kl.
7.30. — Bein- og homavinna
mánudaga kl. 7,30. — Filt- og
perluvinna mánudaga kl. 7,30.
— Radíóvinna. — Skemmti-
og fræðslukvöld verða’ viku-
lega fyrir þessa hópa.
Háagerðisskóli,
Bast- og tágavinna mánu-
daga kl 7,30. — Kvikmynda-
sýningar verða væntanlega á
laugardögum, auglýstar síðar.
Vogaskóli
Tómstundakvöld vikulega
meg ýmsum verklegum grein
um fyrir nemendur skólans.
Nánar auglýst í skólanum .
Miðbæjarskóli
Leikbrúðugerð og teikni-
flokkar verða á þriðjudögum
og fimmtudögum, kl. 7,30.
(innritun í þá verður þriðju-
dag kl. 7,30.
Víkingsheímilið
Frímerkjaklúbbur mánud.
kl. 5,30.
Kvikmyndasalur Austur-
bæjarskólans
Kvikmyndasýningar fyrir
börn verða á sunnudögum kl.
3,30.
Nánari upplýsingar veittar
á skrifstofn Æ.R. að Lindar-
götu 50, sími 15937, kl. 2—4
daglega.
Innritun verður á ofan-
greindum stöðum og tímum
alla næst.u viku.
Þessi mynd er frá tómstundastarfinu í fyrravetur, og sýnir ungan svein
við radioföndur. Myndina tók Haukur Sigtryggsson, formaSur Félags
áhugaljósmyndara, en hann veitir Ijósmyndaklúbb Æskulýðsráðs forstöðu
og leiðbeinir þátttakendum.
"" ',TrÆ>.V t s ■> y*~'-
Fréttir frá landsbyggöinni
Samvinna við skáta
Þá var höfð samvinna við
skátafélögin í Reykjavík s.l.
vor og fram eftir sumri um
tómstunda- og skemmtikvöld
í Skátaheimilinu við Snorra-
braut. Þar voru ýmis leik-
tæki, svo sem billjard, bob og
borötennis, og tvisvar í viku
voru skemmtikvöld með
skemmtiatriðum og dansi. Það
var mjög vel sótt. Þá vöktu
forráðamenn Æskulýðsráðs
athygli unglinganna á ferða
lögum FÍ og Farfugla í sam-
vinnu vig þau félög, og munu
margir unglingar hafa notað
sér ferðalög þeirra í sumar.
Golfskálinn
Bast- og tágavinna mánud.
kl. 7,30.
Ármannsheimilið við Sigtún
Bast- og tágavinna þriðjud.
kl. 7,30. — Horn- og beina-
vinna þriðjudaga kl. 7,30. —
Taflklúbbur þriðjud. kl 7,30.
— Frímerkjaklúbbur þriðjud.
kl. 7,30. - Fræðslu og skemmti
kvöld verða öðru hverju.
Melaskóli
Bast- og tágavinna miðv.,-
daga kl. 7,30. — Horn- og
beinavinna miðvikud. kl. 7,30. |
Vænni dilkar en átJur
Ólafsfirði, 12. sept. — Hér er
sama veðurblíðan og er það með
eindæmum að ekki hafi gránað í
fjöll að marki í sláturtíð. Næfur-
frost var hér tvær s.l. nætur en
nú er hlýviðri aftur. Slátrun lauk
hér s.l. föstudag. Slátrað var 2237
kindum. Dilkar voru heldur vænni
I en í fyrra. Vænsta dilkinn átti
Kristinn Sigurðsson og vóg hann
24 kg. Bezta meðalvigt átti Ár-
mann Þórðarson fyrrv. bóndi á
Þóroddsstöðum, 17,4 kg. Meðal-
fallþungi dilka hér á sláturhúsinu
var 14.7 kg. og er það 0.3 kg: betra
en í fyrra. — BS
áðartíma. Alls verður slátrað
um 7000 fjár. Hingað til hafa
dilkar verið heldur rýrari en
undanfarin ár, og er meðal-
fallþunginn ekki nema um 13
kg. Ekki vita menn gerla hvað
veldur, enda veðráttu ekki
kennt um. Halda sumir að
gróður á afréttum hafi fallið
óvenju snemma, enda óvenju
snemmsprottinn, og því hafi
féð ekki orðið betra. G.A.
Skólasetning í Nes-
kaupstaS
að selja óvenju marga báta
frá Neskaupstað, þrjá stóra,
70—90 lestir, og tvo minni.
Sumir þessir bátar eru seldir
af fjárhagserfiöleikum, en
aðrir útgerðarmenn eru að
skipta um bátana. Flestir
fara bátarnir héðan til Vest-
fjarða, Suðureyrar, Flateyrar
og Þingeyrar.
Forustumaður
íhaldsins féll
Fulltrúar á 27. þing A.S.Í.
Verkalýísfélag Presthóla-
hrepps, Kópaskeri
Jónas Þorgrímsson, til vara Þor-
steinn Jónsson.
Verkalýísfél. Þórshafnar
Aðalbjörn Arngrímsson.
Verkal.féí. Grýtubkkahr.,
Grenivík
Verkal.íél. Kaldrananeshr.
Drangsnesi
GuSmundur R. Árnason.
Verkalýísféh Hólmavíkur
Loftur A. Bjarnason.
Verkal.íél. Árneshrepps,
Djúpuvík
Samúei Jóhann Elíasson.
Uppgrip af kolkrabba
Ólafsfirði, 12. s,ept — Undan-
farna daga hafa allir smærri bátar
hér stundað kolkrabbaveiðar í
ákjósanlegu veðri. Aðalaflinn fæst
undan Gjögnim og í Hvalvatns-
firði .og Þorgeirsfirði. Afli hefur
verið ágætur. í fyrradag bárust á
iand 60—70 tunnur af kolkrabba,
iítið í gær og í dag 30—40 tunnur.
Þetta er mjög eftirsótt beita, og
afla bátar betur á hann en síldina
og hefur fiskafl1 mjög glæðzt síð-
&n farið var að beita krabba Guð-
björg fékk 11 les-tir í fyrradag og
8 í gær og Þorleifur Kögnvaldsson
7 lesíir í gær, en áður var aflinn
3—4 lestir. Krabbinn er frystur og
er gefið hátt verð fyrir hann, ein-
ar 4—5 kr. fyrir kg. — BS.
Rýrir dilkar
Breiðdalsvík, 10 okt. —
Slátrun hefur staðið yfir í
Breiðdalsvík, en verður ekki
lokið fyrr en eftir hálfsmán-
Neskaupstað, 10 okt. —
Gagnfræðaskólinn í Neskaup-
stað var settur sl. laugardag.
Nýr skólastjóri tekr nú við
stjóm skólans, Þórður Jó-
hannesson, í stað Odds Sig-
urðssonar, sem verið hefur
skólastjó.ri hér undanfarin
23 ár. Þá ræðst nýr kennari
til skólans, Pálmar Magnús-
son, í stað Garðars Sigurðs-
sonar, sem lætur af kennslu.
— Nemendur gagnfræðaskól
ans eru óvenju margir í vet-
ur, eða 70—80 talsins. Skólinn
starfar í mjög lélegum húsa-
kynnum, en nýtt skólahús er
í byggingu. Það kemst þó
ekki í notkun fyrr en í fyrsta
lagi að ári. y.s.
Margir bátar seldir
Neskaupstað, 10 okt. —
Um þessar mundir er verið
Um síðustu helgi kaus Vél-
stjórafélag Vestmanneyja
fulltrúa sína á Alþýðusam-
bandsþing. Tveir listar voru
í kjöri, annar á vegum íhalds
og krata, en vinstri menn
stóðu að hinum. Lista íhalds
ins skipuðu þeir Páll Schev-
ing og Einar Hjartarson, en
Alfreð Einarsson og Sveinn
Tómasson lista vinstri manna.
Úrslit urðu þau að vinstri
menn báru sigur úr býtum
með 16 atkvæða meirihluta,
og fengu báða fulltrúa sina
kjörna. — Þess má geta að
Páll Scheving er einn helzti
forustumaður - Sjálfstæðis
manna í Eyjum, formaður
Sjálfstæðisfélagsjns og vara
forseti bæjarstjórnar. Við síð
ustu kosningar til Alþýðusam
bandsþings sigruðu ihalds-
menn með 13 atkvæða mun.
S.K.
FriSbjörn Björnsson.
(Framhald á 15. síðu).
1
y
I
1
SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Hafnarstrætí 95
Akureyri.
Opin daglega í vetur kl, 13.30—19, nema mánu-
daga, lokað allan daginn. og laugardaga,
opið kl. 10—12.
i,
I
1