Tíminn - 14.10.1960, Síða 5
5
T í MIN N, f östudaginn 14. október 1960.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórartnsson (áb.), Andrés
Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj Egill Bjarnason Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar- 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðian Edda h.f.
„Bráðabirgða-
söluskatturmn”
Á athugasemdum við fjárlagafrurnvarpið, sem ríkis-
stjórnin hefur lagt íyrir Alþingi. og er í senn hæsta fjár-
lagafrumvarp, sem þjóðin hefur séð og með minnstu
fjárveitingar sem ætlaðar hafa verið til opinberra fram-
kvæmda um árabii. segir m.a.
„Eigi verSur hjá því komizt til þess að tryggja halia-
lausan rekstur á árinu 1961 að 8% bráðabirgðasöluskatt-
urinn af innfluttum vörum verði í gildi árið 1961".
Eins og sést á orðinu „bráðabirgðasöluskattur" hafði
ríkisstjórnin það sér til afsökunar í fyrra, er skatturinn
var settur á, að betta væri aðeins bráðabiríðaráðstöfun
gerð í stundarne^ð og mundi alls ekki verða látin gilda
lengur en árið 1960, helzt ekki nenia hluta af því ári.
Um þetta voru höfð mörg orð og sterk loforð fram sett
af talsmönnum ríkisstjórnarinnar.
Þótt þessi ríkisstjórn sé satt að segja þekkt að öðru
fremur en halda heit sin, kom það nokkuð á óvart að
hún skyldi dirfast að brjóta svo skýlaus íoforð sem
þetta, og menn bjuggust ekki við því að sjá bráðabirgða-
söluskattinn“ í þessu nýja fjárlagafrumvarpi. En hann
er þar og sést að það er ekki til Dráðabirgða lengur,
heldur á að festa hann alveg í sessi, enda lýsir stjórnin
yfir, að hún geti ekki náð hallalausum ríkisrekstri án
hans.
Það virðist ekki eitt heldur alÞ — bókstaflega allt
— sem öfugt gengur við orð og heit ríkisstjórnarinnar í
þessari svonefndu „viðreisn". Hún er komin vel á veg
að valda allsherjarupplausn og stöðvun í atvinnulífi þióð-
arinnar, og síðan koma bein svik eins og þessi sem bein
afleiðing öngþveitisins.
Sparií járfrysting
og okurvextir
Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hafa þing-
menn Framsóknarflokksins í neðri deild flutt frumvarp
um að færa vexti' sama horf og áður. eða m. ö o. afnema
okurvextina, og að hætta að frysta sparifjáraukninguna í
seðlabankanum. Eins og öllum er Ijóst eru þessi tvö atriði
meðal hins svívirðiiegasta og hættulegasta í efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegirnir þoia alls
ekki okurvextina og fjölda einstaklinga er beinlínis stofn-
að í f járþrotahættu með þeim.
í greinargerð fyrir frumvarpinu, segir svo-
„Þetta frv. fjallar um ráðstafanir, sem knýjandi er að
koma í framkvæmd nú þegar til þess að draga nokkuð úr
því öngþveiti, sem fram undan er. En þær eru þessar:
Færa vextina í það horf, sem þeir voru, áður en efna-
hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru gerðar.
Hætta tafarlaust að draga sparifé landsmanna inn í
Seðlabankann út úr sparisjóðunum, innlánadeildum kaup-
félaganna og viðsk'iptabönkunum. Þessi aðferð er nú not-
uð til að þrengja að einstaklingum og atvinnutyrirtækjum
með tilbúnum lánsfjárskorti, sem byggist á því að frysta
helminginn af sparifjáraukningu landsmanna. Jafnframt
því lætur ríkisstjórnin Seðlabankann lána miklu minna
en áður út á verðmæti landbúnaðar- og sjávarafurða. Hef-
ur þetta gengið svo langt, að Seðlabankinn er látinn lána
semu krónutölu út á sjávar- og landbúnaðarafurðir og
áður þrátt fyrir verðhækkanirnar. og þar að auki er bann-
að að lána hærri heildaríjárhæð út á landbúnaðarafurðir
en í fyrra, þótt framleiðslan aukist.“
(
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
f
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
Fréttapistill frá New York:
Einvígi Nixons og Kennedys
Hlutur Kennedys hefur fariíS bainandi atí undanförnu
New York, 12. okt.
ANNAÐ einvígi þeirra Kenne
dys og Nixons í sjónvarpinu fór
fram á fimmtudagskvöldið var.
Þess hafði verið beðið með tals
verðri eftirvæntingu, þar sem
yfirleitt hafði verið álitið, að
Kennedy hefði veitt mun betur
í fyrra einvíginu og það orðið
til að styrkja aðstöðu hans og
veikja Nixon. Ýmsir merkir
biaðamenn sögðu, að yrðu úr-
slitin á sömu leið í síðara ein-
víginu, mundi það verða til
þess, að Kennedy næði alveg
forystunni í kosningabarátt-
unni og myndi þá sigra með
yfirburðum. Auðséð var líka,
að republikanar höfðu veruleg-
ar áhyggjur í sambandi við
seinna útvarpseinvígið.
Það hafði átt mikinn þátt í
því, að Nixon „tapaði" í fyrra
sjónvarpseinvíginu, að allt út-
lit hans virtist miklu lakara
en Kennedys. Hann virtist hor-
aður og þreytulegur og brosti
oftast uppgerðarlega og kjána-
lega í hvert skipti, sem hann
lauk við að svara spurningu,
þótt það væri ekki í neinu sam-
ræmi við efnið. Eftir á upplýst
ist að þetta hafði verið „sér-
fræðingunr" hans að kenna. Það
hafði verið talið rétt, að hann
liti út sem lífsreyndur rnaður
og þannig m. a. áréttað, að
hann hefði meiri reynslu að
baki en Kennedy,, en það er
einmitt eitt helzta áróðursefni
flokksbræðra hans. í samræmi
við þetta hafði hann verið mál-
aður með allskonar andlits
smyrslum áður en hann fór í
sjónvarpið. Svo hafði honum
verið ráðlagt að gleyma ekki
hinu „ameríska brosi“. En „sér
fræðingarnir" höfðu reynst hér
oflærðir, og útkoman varð sú,
að Nixon leit illa út og ýmsir
héldu, að hann væri eitthvað
lasinn eða orðinn uppgefinn í
kosnmgabaráttunni. Kennedy
hafði hins vegar neitað allri að-
stoð „sérfræðinganna“ og lagði
alla áherzlu á að koma tif dyr-
anna eins og hann var klæddur,
þó féllst hann á það á seinustu
Myndin til vinstri sýnir Nixon eins og hann birtist milliónum banda-
rískra sjónvarpsáhorfenda í fyrstu kappræðunni — fölur og tekinn.
Myndin til hægri var tekin skömmu eftir kappræSuna. Ekki er furða
þó aS stuðningsmönnum hans hafi fundizt nauösyn að fiikka upp
á hann í næstu sennu.
stundu að fara í bláleita skyrtu,
en hann hafði verið í hvítri.
TIL VIÐBÓTAR því, að Nix-
on hafði litið illa út í fyrra
sjónvarpseinvíginu, mislíkaði
flokksbræðrum hans einnig mál
flutningur hans. Nixon hafði
bersýnilega lagt kapp á að
leika hinn virðulega mann, sem
var hafinn yfir flokkadeilur.
Hann reyndi að gera sem
minnst úr málalegum ágrein-
ingi þeirra Kennedys. Þeir væru
raunverulega sammála um tak-
markið, en greindi á um að-
ferðir, og því skipti mestu að
velja þann þeirra, sem væri
reyndari og hæfari. Kennedy
valdi sér hins vegar sóknar'að-
ferðina, hann deildi á republik
ana, og hélt fram nausyn þess,
að tekin yrði upp meiri athafna
og framsóknarstefna ef Banda-
ríkin ættu ekki að dragast aft-
ur úr. Á margan hátt bar mál-
flutningur Nixons meiri vott
um hinn slynga og klóka mál-
flutningsmann, er hagar vel orð
um Sínum og kann að taka til
tilfinninga, eru málflutningur
Kennedys bar meiri vott um
mann, sem hefði áhuga fyrir
málefninu, hefði kynnt sér það
og gat dregið fram meginatriði
þess á svipstundu. Kennedy
sigraði ekki í fyrsta einvíginu
vegna þess að hann væri meiri
málflutningsmaður en Nixon,
heldur vegna þess að hann virt
ist hafa meiri og einlægari á-
huga fyrir málstaðnum.
ÞAÐ VAR auðséð í seinna
sjónvarpseinvíginu, að Nixon
hafði lært mikið af mistökunum
í fyrra einvíginu. Hann reyndi
nú ekki eins að leika hinn virðu
lega mann, er stæði ofan við
deilurnar, heldur veittist öðru
hvoru alihart að Kennedy og
var honum miklu meira ósam-
mála en í fyrra skiptið. Hann
gerði sér ekki sízt not úr því,
að 'með gagnrýni sinni væri
Kennedy að gera lítið úr Banda
ríkjunum og veikti með því að-
stöðu þeirra út á við. Þá leit
hann mun betur út en í fyrra
skiptið, og brosti nú nær aldr
ei. í heild var öll frammistaða
Nixons mun betri í seinna skipt
ið. Kennedy stóð sig líka sízt
lakara en í fyrra skiptið, en
Nixon hafði hins vegar bætt
sig.
Eftir þessi tvö sjónvarpsein-
vígi þeirra, finnst mér réttast
að segja, að Nixon væri slyng-
(Framhald a 13 síöu)
Nixon og Kennedy í sjónvarpinu — forsíðumynd úr siðasta Newsweek.
f
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
r
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
•v. V»v* V v»V*V»-
.«V.V»V»V»V»V.V«V*V*V*V»'’
\
\