Tíminn - 14.10.1960, Síða 8
8
TÍMINN, föstudaginn 14. október 1960.
Höfundur böka um
háttvísi, látin
Nýlega er látin i Bandaríkj-
unum 86 ára gömul kona, Em-
ily Post a8 nafni Hún skap-
aði sér algera sérstöðu um
Emily Post
marga áratugi vegna þess
mikla álits, sem bækur henn-
ar, blaðagreinar og síðar út-
varpsþættir um háttvísi nutu.
Var nafn hennra eins konar
dularfullur leiðarvísir um
hvað þætti við eiga hverju
sinni í framkomu manna.
Emely Post gaf út fyrstu bók
sínaum háttvísi árið 1922 og þótti
nýmæli, að hún skrifaði þar um
æskilega framkomu fólks við venju
leg skilyrði daglegs lífs, ekki að-
eins í samkvæmum og á tyllidög
um. Góðir mannasiðir, sagði hún,
byggjast á því að særa ekki aðra
og ergja að óþörfu og vera blátt
áfram og tilgerðarlaus. Háttvísi er
undirstaða auðveldrar sambúðar’
allra manna.
f áratugi svaraði Emely Post
fyrirspurnum um háttvísi í 200
blöðum og tímaritum. Þar að auki
ritaði hún skáldsögur, ferðasögur'
og matreiðslubók. Eitt af síðustu
viðfangsefnum hennar var að
brýna háttvísi fyrir bílstjórum.
Svartur frumbyggi
hlýtur listverðlaun
I Ástraliu var fyrir nokkru
efnt til samkeppn: um mynzt-
urteikningar handa vefnaðar-
iðnaöinum. Sigurvegari varð
einn af hinum svörtu frum-
byggjum, Mawalan a3 nafni.
maður um fimmtugt, bú-
settur á trúboðsstöð fyrir
austan Darwin Alls voru
þátttakendur í keppninni
um 500.
Villtir fílar í, girðingu.
Fílasmölun í síðasta sinn
í desember næst komandi
verður í síSasta sinn smalað
villfum fílum í bambusskóg-
unum í Mysore í Indlandi.
Slík smölun hefur annars farið
fram um það bil tíunda hvert
ár, en nú á að byggja stórt
orkuver í á, sem rennur þarna
um, svo að stórt landssvæði
mun hverfa undir vatn.
Indversk blöð segja, að
marga muni fýsa að horfa á
þessa smölun, sem fer fram
meg þeim hætti, ,að mörgum
hundruðum manna, sem bú
settir eru á þessu landssvæði,
er stefnt saman, þar á meðal
sporrekjendum, sem nánast
eru enn villimenn, en eru
þaulkunnugir lifnaðarhátcum
fílanna. Sporrekjendurnir
leita uppi fílana, gera síðan
smölunum aðvart, þeir skipa
sér í stóran hring umhverfis
hjörðina og hefja skarkala
mikinn, sem fælir fílana *
hnapp. Dag og nótt halda
smalamir vörg um hið á-
kveðna svæði, kynda bál að
næturlagi og sjá til þess að
fílamir komizt hvergi bartu
Yfirmenn veiðanna koma ríð
Fílar reknir út i fliót.
andi á tömdum fílum og
smátt og smátt er' hjörðinni
þröngvaö að vaði á ánni
Kapini. Þar sitja áhorfendur
á örugg/im stöðum handan ár
innar og skemmta sér við að
sjá hjörðina hrakta út í ána,
en upp úr henni komast þeir
hvergi nema inn í sterka girð
ingu, sem lokast á eftir þeim.
Næstu nætur eru fílamir
lokkaðir með ilmandi grasi og
sykurreir í smærri girðingar,
sex eða átta í senn og að
morgni fara fílatamninga-
menn ríðandi á fílum inn i
girðingarnar, hrekja einn fíl
í senn út í horn og króa þá
af þar til búið er að koma
sterkum hamfjötrum um háls
þeirra, búk og fætur. Þannig
fjötraðir eru viltu filarnir
reknir á tamningasvæðjð og
þaðan fara þeir ekki fyrr en
þeir hafa sætf sig við að lúta
boði og banni mannanna,
þessarar smáveru, sem er eins
og fugl á baki þeirra.
Fílasmölunin tekur að jafn
aði fjóra til fimm sólarhringa.
Kiæði með mynstri Mawien.
Mawalan heldur enn þeim
sið forfeðra sinna að „fara á
ról“ svo sem tvo mánuði á
ári og sleppir þá algerlega
þeim fáu venjum hvítra
manna, sem hann hefur til-
einkað sér og lifir af lands-
ins gæðum eins og forfeður J
hans hafa gert frá alda öðli.!
Kunnur ástralskur rithöf- J
undur, Alan Marshall segir j
um Mawlan: „Hann líkist um J
flest frumstæðum villi-:
manni og er tvímælalaust
bezti frumstæði listmálarinn
í norðurhluta landsins. Með
aðstoð túlks sagði hann mér,
að hann hefði málað margar
myndir á hellisveggi í liéraði
sínu. Seinna sýndi hann mér
hvernig hinir frumstæðu lista
menn fara að því að mála
á trjábörk Hann fletti stórri
barkarflís af tré og hélt henni
yfir eldi á meðan hún var
aö rétta sig. Svo lagði hann! fuglana í héraði Mawlans. —
hana á jörðina og fergði með Eins og venjulega notaöi
steinum í marga daga, þá J hann liti, sem hann vinnur
var flísin flöt og hægt að sjálfur úr leir og fyrir pensil
mála á hana“. j hafði hann trjábörk og mjóa
.... . ! grein, sem hann batt á manns
Mynstuiteiknmgm sem hár Einnig notaði hann krit
verðlaunin fékk táknar viili arliti, sem forstjóri listasafns
ins hafði látið útbýta meðal
: listamannanna. Tuttugu frum
byggjar tóku þátt í sam-
j keppninni, en áhugi hefur
! farið vaxandi í Ástralíu fyrir
j list frumbyggjanna og ýms
mynstur, sem byggð eru á
myndum þeirra eru afar vin
sæl.
Mawlan
Tvær ár brúa^ar
Hvammssveit, 11. okt. —
Tvær ár hafa verið t/úaðar
í Hvammssveit nú í haust,
Hvammsá og Hafnará, og er
vinnu að Ijúka við seinni
brúna þessa dagana.
/