Tíminn - 14.10.1960, Síða 9

Tíminn - 14.10.1960, Síða 9
TÍMINN, föstudaginn 14. október 1960. BÆKUR OG HOFUNDAR Almenna bókafélagið hefur sent frá sér tvær mánaðar- bækur, Gróður jarðar eftir Knut Hamsun og Hugur einn það veit eftir Karl Strand. Gróður jarðar Gróður jarðár er september- bók félagsins og birtist í ís- lenzkri þýðingu Helga Hjörv- ar. Þessi skáldsaga er tví- mælalaust stórbrotnasta verk hins norska skáldjöfurs og sú bók framar öðrum sem færði honum Nóbelsverðlaun á sín- um tíma. Gróður jarðar er hetjusaga ísaks í Landbrotum og Ingigerðar konu hans. ísak er landnámsmaðurinn, braut- ryðjandinn sem aðrir menn fylgja. Hann brýtur land í einu máli um að sagan sé ein- hver fegursti óður sem jarð- ræktinni hefur verið kveðinn. H.G. Wells hefur kallað sög- una eitt af eftirminnilegustu verkum heimsbókmenntanna. Það er gleðiefni að hafa fengið Gróður jarðar í íslenzk- um búningi eftir langa bið og sennilegt að boðskapur hins norska skálds falli í góðan jarðveg hjá íslenzkum lesend- um. Þeir munu þekkja í svip ísaks í Landbrotum ýmsa þá þætti sem einkenna íslenzkt þjóðareðli. Hugur einn það veit Hugur einn það veit er al- þýðleg fræðibók um hugsýki og sálkreppur. Er þar gerð HAMSUN Tvær nýjar bækur frá A.B Karl Strand óbyggðum og gerir höfuðból í auðninni, sýnir af sér ódrep- andi dugnað og viljafestu. Norskur bændaleiðtogi hefur kallað bókina biblíu og flest'ir bókmenntafræðingar eru á skipulögð tilraun til að skýra uppruna, eðli og afleiðingar taugaveiklunar í lífi einstak- linga og þjóða. Lýst er hvernig rekja má uppruna þessara kvilla til margvíslegra orsaka og þó einkum til umhverfis barnsins, afstöðu foreldra og barna innbyrðis og þeirrar að- lögunarkröfu sem þjóðfélagið gerir til einstaklings. Einnig er drepið á helztu sjúkdóms- form taugaveiklunar, greint frá sállækningum og hlutverki lækna. Markmið bókarinnar er ekki að kenna lækningar, segir í formála, heldur auka skilning heilbrigðra og sjúkra á einu mesta vandamáli nú- tímans. Höfundur bókarinnar, Karl Strand læknir, lauk læknis- prófi frá H.í. árið 1941, hélt síðan til Lundúna og hóf framhaldsnám í geðlækning- um og taugasjúkdómafræðum. Hann hefur í mörg ár verið starfandi læknir við eina allra stærstu stofnun borgarinnar í geðvísindum. Karl Strand er kunnur íslenzkum lesendum af fjölda geina í blöðum og tímaritum. Orðið er frjálst: 9 Ástríiíur G Eggertsdóttir: Ketill syngur á ísafirSi ísafirði 12. okt. — Ketill Jensson óperusöngvari hélt söngskemmtun i Alþýðuhús- inu hér í gærkvöldi ísfirðing ar fjölmenntu á söngskemmt unina og var Katli tekið með miklum fögnuði og innileik. Varð hann að syngja mörg aukalög. Undirleik annaðist Skúli Halldórsson tónskáld, af alkunnri smekkvísi. Þeim félögum barst fjöldi blóm- vanda. Ketill mun halda söng skemmtanir víða um Vest- firði á næstunni. -Guðm. ......... ................................................................................................................................................■................... .. ■ . ... Takið undir móð iry konay meyja Þessi óvenjulega mynd var tekin á Akureyri fyrlr skömmu. Askja var að leggja af staS frá Torfunesbryggju vel hlaöin tunnum frá TunnuverksmiSjunni á Akureyri og áfangastaSurinn var Keflavík. Ljósm.: G. Kristinss. í 153. tölublaði Tímans, 13. júlí s.l., birtist miðvikudags- greinin .,Órar Undirheima" eftir Gretar Fells rith. og heið ursforseta Guðspekifélags ís- iands. Þar er vel haldið á mál- efni og penna. sem slíks manns er von og vísa Hann gerir í erindi þessu, mjög þósa grein fyrir siðleysi og hinni sívaxandi hættu, hinni mestu vá, nú, fyrir dyrum þjóðar vorrar, drykkjuskapnum! Honum er einn- ig ljóst hvar leiðina til úrbóta sé að finna. Hann telui' það eitt af hinum merkilegu hlutverkum kon- unnar, að vera vörður siðgæðis og siðfágunar hér á jörð, og hún hafi oft venð það, sem betur fer. Enn fremur segir hann: „Ég sé litla von um verulega siðbót á þessu sviði, meðan kven- þjóðin rís ekki upp til virkrar and stöðu gegn Bakkusi. Þess vegna vil ég skora á allar konur að ganga í lið með hinu góða málefni og taka að sér forystuhlutverk, sem þær geta haft og eiga að hafa í þessum efnum.“ Hann telur og, k.onurnar hafa mjög sterka aðstöðu til að vinna á móti áfengisnautn. Eitt dæmi vil ég færa hér til sönnunar þessum ummælum hans. Eflaust er enn mörgum í fersku minni „Bjórírumvarpið" sæla. Þá \ar Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði nýstofn- uð og tekin til starfa. Þá var undir r:.tuð ritari nefndarinnar og er því vel kunnugt um störf og sigur kvenna í þvi máli. Nefndin beitti sér fyrir samtökum kvenna um ailt land, að stemma stigu við nýrri áfengisáveitu yfir þjóðina, sem hún taldi vísa, ef frumvarpið um bjórgerð á íslandi næði fram að ganga. Mótmælum kvenna og félaga þeirra rigndi svo þétt yfir Alþingi, að það sá sér ekki annað fært en að fella frumvarpið, og hefur það sofið síðan. Þó við og við hafi borið á góma að vekja þyrfti það, en í slíku nefur aldrei verið nein alvara, sem betur fer. Það var ekki einungis að þannig forðaði kven- þjóðin allri þjóðarheildinni frá við bótarböli, heldur og var okkur konum færður heim sanninn um, \ úð okkur sé í lófa lagið, að kveða niður hveit óþrifnaðarmál á Al- þingi, jafnvel þó að konum sé að mestu leyti bolað þaðan út, ef eigi skortir samtök. Því skyldi ekki fullur helming- ur þessarar þjóðar — sem eru konur — með stærstu stétt þjóð- 'félagsins (húsmæðurnar) innan sinna vébanda, geta ráðið úrslit- um allflesti'a mála, ef þær aðeins beita mætti sínum? Að fenginni reynslu liggur þetta í augum uppi! Ábyrgð á herðum okkar kvenna er því afar mikil og þung — ei við lokum augunum ! íyrir, og jafnvel tökum þátt í þeim hrunadansi, sem nú er stiginn af þjóðinni, einkum af þeim ungu, því einnig hin unga mey, hin verð- andi kona og móðir. er tekin að dýrka Bakkus. Hættan hefur því vaxið mjög frá því sem áður var á meðan konan slakaði ekki á 1 „siðferðisklónni". í þessu sam- bandi koma mér í hug orð máls- metandi manns, er hann mælti í ræðu fyrir minni kvenna í hófi nokkru. „Tvimælalaust má þakka íslenzku konunni, að ekki hafa fæðst með þjóðinni fleiri fávitar eg aumingjar, og er það bindindis- semi hennar að þakka.“ En nú er öldin önnur, sem raun ber vitni. Heyrzt hefur frá stofn- unum, sem ætla má, að hafi nokk- uð fyrir sér í því, að hér á landi fæðist áberandi fleiri vangefin og vansköpuð börn en áður. Sé svo, cr slíkt ærið umhugsunarefni og vandamál, og hlýtur að eiga sínar orsakir. Öllum er ijóst, eða ætti að vera, að vínnautn, drykkjuskap ur, hefur farið mjög mikið í vöxt og ummæli mannsins. sem fyrr er gttið, eigi við rök að styðjast? Þar með er komið að því, sem er eitt allra alvarlegasta og segja má giæpsamlegasta atriði drykkjuskap Ástríður G. Eggertsdóttir. arins. En það er eyðilegging liinna komandi kynslóða, sem vangefnar, veikbyggðar fæðast, með veikleika rautnalífsins í blóði. — „Grísir gjalda, gömul svín valda “ Eins og þar stendur. Dagblöðin sögðu nýlega. „Áfeng- nsalan annan ársfjórðung ársins 1960 frá 1. apríl til 30. júní, nam 46 milljónum króna.“ Hér er um að ræða gífurlega fjárupphæð, sem nota hefði má'tt til stórkost- legra framkvæmda landi og lýð til biessunar. Fjárhagslegi missirinn er þó ekki alvarlegasta hlið máls- ins, heldur allar þær þjáningar, slys, sorgir og siðferðileg þrot, sem af slíku athæfi óhjákvæmilega leiða. Margt hefur verið bent á til úr- bóta áfengisbölinu, svo sem bann, breytt almenningsálit, meiri íræðslu í skólum um skaðsemi á- fengis og drykkjumenningar- kennslu hinna svokölluðu hóf- drykkjumanna! Seinvirkt og haldlítið mun allt þetta verða í reyndinni, aðeins gott með öðru betra. Það mun cngin leið til, fljótvirkari, afdrifa- ríkari, en sú er Gretar Fells sting- ur upp á, að konurnar taki málið í sínar hendur. „Móðurhönd, sem vögguvéin rækir, vegaljósið býr til fjærstu strandar.“ Segir íslenzka skáidið. Annar spekingur segir „Höndin, sem ruggar vöggunni, stjórnar heim- inum.“ Spakmæli þetta, lætur ís- lenzkur hugsuður sér ummælt. , Hér er um merkilegan sannleika rð ræða. Lítill efi er á því, að maðurinn býr lengi að hinum fyrstu áhrifum, sem hann verður fyrir í bernsku. Það er oftast hlut- verk móðurinnar eða að minnsta kosti konunnar, að veita börnun- um fyrsta uppeldið og fyrstu kennsluna í hinni merkilegu list að lifa í þessum heimi. Konan er fvrsti kennarinn. Að því leyti hef- ur fyrsti skóli vor allra verið kvennaskóli. Konan er sér þess — því miður — oft ekki meðvitandi, (Framhald á 13. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.