Tíminn - 14.10.1960, Side 11

Tíminn - 14.10.1960, Side 11
Þetta er kannske einum of snjallt? X ★ Hrrrolllvekja! Taugav eikluSu f ólki rá<$lagt a<S silja heima. Börn fá ekki aíigang Alls ekki! (Nema þau komist inn af siáSf.sdáÖum ) Æsispennandi! Gleymist aldrei. FáiÖ ytiur hroll. Einn á dag og heilsan í lag. Svitnií! GlenniÖ upp augun! Skjálf iÖ frá hvirflí til ilja! — Það á að fara að sýna hroll- vekju í Austurbæiarbíói, ósvik- inn brezkan hroll með ísienzkum ieikurum, eða svo sagði Reynir Heiðar Oddsson, afsakið Heiðar- Oddsson (sonur Heiðar-Odds), um daginn. Eða vai það kannski misskilningur? Kannski drama eða helgileikur? Látum oss glugga í textann: Rup: Hvar er lykiliinn? Bran: Það man ég ekki. Hvers vegna ætti ég að muna það? Uppi á lofti liklega Rup: Upp.i? Bran: Já, a ég að sækja hann? Rup: Nei, sleppum því! Ég nota skörunginn. (Hringlar í skör- ung.) Það er verst að. það fer illa með kisruna (Þögn.) Á ég að gera það? rÞögn.) Er ekki betra að selja fram lykilinn? Bran: (Sleppir sér.) Hérna er lykillinn. (Fleygir honum.) Hana, skoðaðu i kistuna og farðu bölvaður Rup: Takki (Fer að fitla við lás- inn.) Nei, vertu kyrr, Brand- on kyrr segi ég! Bran: Þú skait ekki gá í kist- una, Rupert! Þú sérð eftir því. Rup: Þá er að hætta á það. (Handfjatlar lásinn, opnar hann og lyftir lokinu lítið eitt. Svo skellir hann lokinu skyndilega niður. Rupert stynur:) Viðbjóður Viðbjóð- ur! Þetta er sjálfsagt hrollvekja fyrir alla fjölskylduna. (For hele familien.) Meðalhrollvekja. Taugaveikluðu fólki ráðlagður aðgangur. Sérstakur barnaafslátt ur veittur á sunnudögum. Sýningin er nú auglýst um gjörvallan bæinn, svo látandi: ? x, með svörtum stöfum á rauðu Milljónerasynirnir, Erlingur Gíslason og Heiðar-Oddsson. Baldur Hólmgeirsson og Erlingur Gíslason ræða um glæpinn, Heiðar-Oddsson liggjandi bak við. (Ljósm.: KM) spjaldi. Spurningarmerkið á miðju og exið neðst í horninu hægra megin. Skýringarauglýs- ing væntanleg. Þetta er kannski einum of snjallt, heldur Heiðar- Oddsson, eða einum of lítið. Slíkt er álitamál. Og leikurinn sjálfur, hann heitir „Snaran“. Höíundur erPat- rick Hamilton, Breti. Æfingar standa yfir uppi hjá Marteini við Laugaveginn. Við höfum orð ieikstjórans, Þorvarðar Helga- sonar, fyrir því að leikurinn hafi verið sýndur Bretum margsinnis allt frá 1930, og fleirum jafnvel og jafnan slegið í gegn, þvert í gegn. Síðan hafi verið gerð kvik- mynd eftii leiknum og sýnd í Austurbæjarbíói fyrir tveimur árum. Bakgrunnur leiksins er glæpur sem framinn var af tveimur am- erískum milljónerasonum árið 1924, kallaður „glæpur aldarinn- ar“. Misskilningi á kenningum Nietzsches, rótleysi styrjaldarár- anna og öíugsnúningi í kynferðis málum var kennt um. Hvað um það, þá gerðust milljónerasyn irnir sekir um manndráp, og hefur mikið verið rætt og ritað um það tiltæxi þeirra og komizt að fyrrgreindum og jafnvel enn flóknari niðurstöðum án þess að leiða neitt í ljós sem verulegu máli skipti nema það sem var sannað í málinu: að piltur einn var dauður og milljónerasynirnir höfðu drepið hann. Eða „hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Milljónerasynina leika þeir Er- lingur Gíslason og Heiðar-Odds- son. Með önnur hlutverk fara: Kristbjörg Kjeld, Eiríkur Eiríks- son, Valdimar Lárusson, Baldur Hólmgeirsson og Gestur Pálsson. Steinþór Sigurðsson málar leik- tjöldin. Fyrsta sýning vei'ður þann 19. þessa mánaðar, og þeir sem sýna kalla félagsskap sinn „Vetrar- leikhúsið 1960“. Þetta verður sjálfsagt barn í brók þegar þar að kemur. — b. ó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.