Tíminn - 27.10.1960, Blaðsíða 16
Los Paraguayos koma
í Framsdknarhúsið «
VélsmiSian HÉÐINN.
Tékknesk vélsýn-
ing opnuð í gær
Vélsmiíjan Hé'ðinn gengst fyrir umfangsmikilli
sýningu tékkneskra járnsmíða- og iínatfarvéla
I gær opnaði VélsmiSjan
Héðinn sýningu á tékkneskum
járnsmíða- og iðnaðarvélum í
húsakynnum sínum að Selja-
vegi 2. Sýning }>essi er hin f jöl-
breyttasta og gefur gott yfirlit
um framleiðslu Tékka á slik-
um vélum hin síðari árin.
Tékkneskii véifræðingar og
arkitektar settu sýninguna
upp.
Ein borvélanna á sýningunni.
(Franihald á 2. síðu)
Við opnun sýningarinnar í gær
sagði Sveinn Guðmundsson, að
vélsmiðjan Héðinn hefði tekið að
sér umboð fyrir tékkneskar járn-
smíðavélar og aðrar iðnvélar frá
því landi fyrir fjórum árum. Vél-
smiðjan hefði þekkt til framleiðslu
Tékka áður, þar sem árin 1945—46
hefðu tvær stærstu vélar Héðins
verið fluttar inn þaðan.
Þeir fengu No
belsverðlaunin
Svo sem kunnugt er af frétt-
um var tilkynnt í Stokkhólmi
s. I. fimmtudag. að ástralski
prófessorinn Sir Frank Mc
Farlane Burnet og brezki
prófessorírsn Pefer Bryan
Madawar hefðu hiotið Nobels-
verðlaunin í lækris- og líteðl-
ísfræði að þessu sinni í sam-
bandi við rannsóknir sinar á
ónæmi. Verðlaunin nema
225.986 sænskum krónum og
er þeim skipt milli vísinda-
mannanna tveggja.
Mikið hafði verið um það rætt,
hverjir hljóta myhdu verðlaunin
að þessu sinni. Nefndir höfðu ver-
ið m. a. Jonas Salk, sem fann upp
bóluefnið gegn mænusótt og Wolf-
gang R. Bergmann frá Kiel, sem
gert hefur mikilvægar uppgötvanir
' sambandi við hormónaframleiðslu
heiladinguKins.
Sir Burnet og Madawar eru ekki
í þeim hópi vísindamanna, sem
næstum daglega sjá nöfn sín á
siöum dagblaðanna en þeir eru vel
þekktir innan stéttar sinnar og
njóta þar mikils álits Vettvangur
þeirra hefur verið ónæmisrann-
sóknir. Sir Burnet er 61 árs að
aidri og er prófessor við háskól-
ann í Melbourne. Maaawar er hins
vegar aðeins 45 ára gamall próf-
essor í liffærafræði í Lundúnum.
Vísindameonirnir nafa stundað
þessar rannsóknir saman um ára-
fcil.
Á þriðjudaginn í næstu viku i
koma hingað til lands frægir |
fjórmennirgar, sem nefna sig I
Luis Alberto del Parana y su
trio Los Paraguayes. Þetta er
suðuramensk hljómsveit, sem
hefur getið sér svo mikla
frægð, að heimaland hennar
hefur látið alla meðlimina fá
diplomata vegabréf, þar sem
þeir eru nefndir „músík-
ambassadorar".
í sumar voru þcir á hinum
fræga danska skemmtistað Kyst-
ens Perle, og vöktu þar óskipta
athygli. íslendingur nokkur, sem
sá þá og heyrði þar, ljómaði allur*
í framan í gær, er hann heyrði að
þeir væru væntanlegir hingað til
lands, og sagðist aldrei hafa notið
betri skemmtunar af þessu tagi en
hjá þeim á Kystens Perle.
Harpa og 3 gítarar
Los Paraguayos er skipuð fjór-
um mönnum, þremur gítarleikur-
um og einum sem leikur á hörpu.
t’tvarpið mun eiga nokkur lög leik
in af Los Paraguayos á plötum, og
hefur leikið þau nokkuð að undan-
förnu við miklar vinsældir.
Víða um heirn
Luis Alberto del Parana y su
tno Los Paraguayos hafa farið vítt
um heim og alls staðar vakið
feikna hrifningu tilheyrenda. f
síðasta mánuði voru þeir í Finn-
iandi og fóru þaðan til Parísar, og
hinn 30. okt. munu þeir koma fram
í sjónvarpi í London. Daginn eftir
koma þeir hingað.
Á hverju kvöldi
Hér munu þeir skemmta í Stork-
klúbbnum, (Framsóknarhúsinu) á
hverju kvöldi í eina viku — nema
á miðvikudagskvöldið. Þá munu
sennilega verða haldnir konsertar
r.ieð Los Paraguayos en það hefur
ekki verið skipulagt til fulls. Los
Faraguayos munu koma fram
tvisvar á kvöldi, en fyiir, í milli
cg á eftir munu innlendir skemmti
kraftar koma ,fram Aðgangur
verður seldur, 45—50 krónur fyrir
manninn, en ef gestir vilja fá sér
mat verður aðgangseyririnn dreg-
irn frá matarverðinu
Aldrei dauð hlé
Storkklúbburinn hefur nú starf-
að í Framsóknarhúsinu í rúmar
þrjár vikur, og hefur starfsemin
gengið vel. Búdó sextett hefur leik
ið fyrir dansi, og í hléum hafa
ýinsir þekktir íslenzkir skemmti-
kraftar komið fram. Storkklúbbur-
inn mun kappkosta að hafa ein-
urgis góða skemmtikrafta, bæði
mnlenda og erlenda.
Los Paraguayos eru hinir fyrstu
erlendu, sem hingað koma en í
fcbrúar koma þrjár indverskar
dansmeyjar og sýna austurlenzkan
nijaðmadans (ekki ncktardans).
Munu þær hefja danssýningar í
vinstúku hússins, sem þá verður
fullgerð eftir gagngerðar breyt-
ir.gar.