Tíminn - 01.11.1960, Page 7

Tíminn - 01.11.1960, Page 7
TÍMINN, þriðjudaginn I. nóvember 1960. 7 INC Styrkveitingar ríkisins til uppbyggingar landbúnaðar eru í formi hagkvæmra lánskjara fj árfestingarsjððanna Snarpar orðræður á Alþingi í gær um frumvarp Framsóknar- manna í efri deild um að ríkissjóður taki á sig greiðslu á er- r lendum lánum, sem hvíla á Ræktunarsjóði Islands og Bygg. ingarsjóði sveitabæja AU harðar umræður urðu í efri deild í gær, er frum- varp þingmanna Framsóknar manna í deildinni, þeirra Karls Kristjánssonar, Páls Þorsteinssonar, Ásgeirs Bjarna sonar, Ólafs Jóhannessonar, Sigurvins Einarssonar og Her manns Jónassonar, um að ríkissjóður taki á sig greiðslu erlendra lána, sem hvíla á Ræktunarsjóði og Byggingar sjóði sveitabæja, var til fyrstu umræðu. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- og bankar-'T - ^íí- herra var talsmaður stjórnar innar í málinu. Taldi ráðherr ann það mestu fjármálaaf- glöp síðustu áratuga að bænd ur skyldu ekki hafa verið látnir taka á sig gengisáhættu við lántökur úr sjóðnum og skuldir þeirra við sjóðina hækkaðar sem gengisfelling- unni svaraði. Ennfremur taldi ráðherrann það ekki ná nokk urri átt, að sjóðir þessir skyldu ekki Iátnir standa und ir sér sjálfir — en það má ekki skilja á annan hátt en þann, — að auk þess sem hændur tækju á sig gengistap sjóðanna skyldu útlánsvextir þeirra vera svo háir að ekki gengi á höfuðstólinn — út- Iánsvextir jafn háir og á hin um almenna lánamarkaði. Karl Kristjánsson 1. flm. fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Frv. sama efnis var flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki afgreiðslu í nefnd. Stjórnar sinnar lögðust á það með þagnarþunga. - Frv. er flutt að nýju, því að auðsætt virðist vera að stjórn in ætli ekkert að gera sjóðnum til hjálpar. Gengisfellingin stórhækkaði afborganir sjóðanna af erlend um lánum. Aldrei hefði verið ætlazt til annars en ríkið létti skuldabyrðum af sjóðunum öðru hvoru, þegar þörf kræfi, og það hefði verið gert undan farin ár. Sjóðir þessir hafa lánað út með helmingi lægri vöxtum, en þeir verða að greiða þau lán með sem þeir hafa verið látnir taka, til að geta haldið áfram starfsemi sinni. Ef sjóðirnir verða látn ir sitja með skuldirnar munu þeir étast upp á fáum árum. Ef frumvarpið nær samþykki er sjóðunum bjargað um hríð og þeir geta haldið áfram ó- breyttum stuðningi við upp- byggingu landbúnaðarins í landinu. Mestu f jármálaafglöp! Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðh. kvaddi sér hljóðs og sagðist vilja leiðrétta hrapalegar missagnir í grein areerð frumvarpsins og ræðu framsögumanns. Sagði hann að það væri al rangt að ríkið væri skyldugt til að létta skuldum af sjóðunum. — Aldrei hefði ver ið ætlast til þess að ríkis- st j órnir léttu byröunum af sjóðunum við og við. Hvergi væri um það getið í lögum um sjóðina. Sjóðirnir hefðu aldrei verið „látnir" taka lán. Þeir hefðu tekið þau sjálfir og yrðu að súpa seyðið af því. Sagði hann sjóði þessa gjaldþrota nú vegna þess að þeir hafi ekki lánað út fé með gengisklásúlu og bændur látn ir taka á sig gengisáhættu. Minnti hann á er vinstri stjórn in aflaði Ræktunarsjóði er- lend lán, að það hefði verið skoðun ráðherra Alþ.fl. og A1 þ.bandal. að gengisáhætta skyldi fylgja þeim lánum, sem sjóðurinn endurlánaði til bænda. Því hafi verið and- mælt af ráðherrum Framsókn arflokksins. Sagði ráðherrann að ekki nægði nokkurri átt, að sjóðirnir lánuðu út fé, án þess að lántakandinn tæki á sig gengisáhættu. Kvað hann rekstur þessara sjóða mesta fiármálahneyksli á íslandi síðustu áratuga. Það væru frá leit afglöp, að láta það viðgang ast að vaxtatap sjóðanna væru rúmar 4 milljónir á ári, vegna þess að þeir fengju minni vaxtatekjur af lánun- um, en sjóðir yrðu að greiða fyrir þau lán, sem sjóðunum væri aflað til starfseminnár. Ilhifur síðari kynslóða Karl Kristjánsson kvaddi sér hljóðs að nýju og taldi að ráðherrann hefði ekkert er- indi átt í ræðustól til að leið- rétta missagnir, því að þær væru engar, hins vegar hefði hann komið til að svala skaps munum sínum með köpruyrð um til landbúnaðarins. Sagði' hann furðules-t af ráðherra að halda því fram, að ekki hefði verið ætlast til þess að í'íkið hlypi undir bagga við og við til að létta byrðum af sjóð unum. Kveðið væri á um í lög um um útláns^exti sjóðanna og þeir ákveðnir belmingi lægri en almennir útlánsvext ir og lánin til langs tíma 20 —42 ára. Vaxtatap síóðanna væri því mikiö. Þaö ei+t getur samræmzt löggjöfinni um sjóð ina, að ríkið styrki þá við og! við, — annars myndu þeir éta sig upp. Þá minntist Karl á fullyrðingu ráðherrans um að sjóðirnir hafi lánað bændum með allt of góðum kjörum. Sagði hann að það væri viður kennt í raun í flestum lönd- um, að landbúnaðurinn þyrfti að búa við hagstæðari vaxta- kjör en aðrar atvinnugreinar. Aðrar framleiðslugreinar gefa skjótari arð og geta afskrifað framleiðslutækin fljótt. Bóndi sem tekur fé að láni til jarða bóta fær ekki skjótan arð af framkvæmdum sínum. Hann sker ekki upp full laun erfiðis síns. Það fellur í hlut síðari kynslóða. Það má því teljast eðlilegt að þjóðin taki þátt í kostnaðinum við landnáms- starfsemi hans. Sú ríkisstjórn, sem ætlar að þrengja kosti landbúnaðarins í þjóðfélaginu skilur ekki hlutverk sitt. Sú ríkisstjórn er kemur þessum sjóöum — sem eru haldreipi landbúnaðarins — í þrot fær slæm eftirmæli. ÓtvíræS skylda Hermann Jónasson tók næst j ur til máls, Sagði hann að allar ríkisstjórnir og undan- farin Alþing hefðu skilið skyldu ríkis- sjóðs í þessum efnum. Sjóðirn ir hefðu verið látnir lána út með lægri vöxt um en þeir hafa þurft að greiða fyrir lán til starfseminnar. Ætið hefur því verið fyrirsjáanlegt hvert stefndi. Alþingi og ríkis stjórnir hafa mótað þessa stefnu og hafa hlaupið undir bagga eftir þörfum og viður- kennt með því, hvaða stefnu ! ætti að hafa í þessum málum. Sjóðir þessir heyra undir Bún aðarbankann og hann er eign ríkisins. Ríkissjóður ber því ábyrgð á þessum sjóðum. Eru vextirnir of Iágir? Hermann ræddi síðan þá skoðun ráðherrans, að ekki væri rétt að lána út fé úr sjóðunum með svo lágum vöxt um og án gengisáhættu til ein staklinga,. Rifjaði hann stutt lega upp þróun þessara mála og minnti á hve aðrar bjóðir, sem hafa landbúnað. «r miklu lenera er á veg kominn en á ísland' veria mikium fiárhæð um til styrktar landbúnaði sínum. Fyrst voru teknir upp beinir styrkir til landbúnaðar ins hér, en síöan hafi að norskri fyrirmynd verið kom ið á fót sjóðum, sem lánuðu út með mjög lágum vöxtum til langs tíma. Það hefði verið talið heppilegasta formið á styrkveitmgum til landbúnað- arins á íslandi, þar sem allt þurfti að byggja upp frá grunni, ræktun og byggingar. Spurði hann ráðherrann, hvort honum dytti raunveru- lega í hug að unnt væri að komast hjá því að styrkja is- lenzkan landbúnað í einhverri mynd. Taldi hann furðulegt, að ráðherrann skyldi leyfa sér að telja að bændur hefðu átt að bera halla sjóðanna vegna gengisbreytingarinnar. Við- reisnin hefur komið einna þyngst niður á landbúnaðin- um að öllum öðrum ógleymd um. Ef gengisklásúla hefði fylgt fjárfestingarlánunum væri annar hver bóndi á ís- landi gjaldþrota. Stefnubreyting? Þeirri pólitík hefur verið fylgt undanfarna áratugi að efla bæri og styrkja landbún aðinn. Það hefur því verið sjálfsögð skylda ríkissjóðs að taka á sig skuldir fjárfestinga. sjóðanna. Ríkisstjórnir undan farinna ára hafa mótað lána ífölitík sjóðanna,. Spurði Her- mann menntamálaráðherrann hvort hann talaði í nafni Sjálf stæðisflokksins, er hann teldi að bændur ættu að taka á sig gengisáhættuna. Ekki háð stefnu ríkisstjórnar? Gylfi Þ. Gíslason tók enn til máls og fullyrti enn að stjórn ir sjóðanna væru sjálfstæðar og ekki háðar stefnu ríkis- stjórna. Það væri hrein glæfra mennska af stjórnum sjóð- anna að afla ekki tekna í sj óð inn svo ekki gengi á höfuð- stólinn. Sagði ráðherrann að hann teldi vissulega þörf á að styrkja íslenzkan landbúnað, en kvaðst ekki viss um að þetta væri heppilegasta form ið. Taldi hann ástand sjóð- anna nú ægiþungan dóm yfir stefnu Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson sagði að ráðherrann mætti ekki gleyma því er hann ræddi um bágan hag sjóðanna, að gengisbreyt invin, sem ráðherrann hefði beitt sér fyrir, hefði aukið skuldir sjóðanna um hvorki meira né minna en 90 millj. króna. Mótmælti Hermann enn, að sjóðsstjórnunum væri um að kenna, hvernig komið væri fyrir sjóðunum og full- yrðing ráðherra um að stjórn ir sjóðanna hefðu átt að afla tekna til að standa undir vaxtatapinu, væri furðuleg. — Taldi Hermann ekki úr vegi að Gylfi tæki að sér stjórn þessara sjóða og aflaði tekna til þeirra með þeim töfra- brögðum, sem hann hafði gef ið í skyn að til væru. Endur- tók Hermann að ákvörðunin um vaxtahæð útlána sjóðanna væri í höndum Alþingis og í höndum ríkisstjórna hverju sinni að afla þeim lána til starfseminnar. Lán úr sjóðun um væru styrkir til landbún aðarins. Það væri heppilegasta formið á styrkveitingum til uppbyggingar landbúnaðarins, vegna þess hve mikið þarf að byggja upp frá grunni. Styrk irnir felast í vaxtamismunin- um. Það verður að halda á- fram að styðja uppbyggingu íslenzks landbúnaðar og því ber ríkissjóði að taka á sig byrðar sjóðanna svo þeir nái tilgangi sínum. Á viðavangi Öðlist Iagagildi f sfðasta tölublaði ísfirðings er rætt um landhelgismálið og samningaviðræður ríkisstjórnar- innar við Breta. Þar segir m. a.: „Það mun flestum hafa fundizt sem gæfuleysi núverandi stjóm- arflokka ríði ekki við einteym- ing, þegar þeir — ofan á alla aðra óáran, sem þeir hafa leitt yfir landsfólkið — tóku sér fyrir hendur að eiga í samningamakki við þá einu þjóð, Breta, sem liafa fótumtroðið rétt okk.ar til 12 mílna fiskveiðalandhelgi, og hafa látið herskipaflota. sinn vernda veiðiþjófnað innan Iandhelginn- ar. Og ofan á þetta bættist svo, að yfir. þessu hraksmánarlega (Framhald á 2. síðu). Ðagskrá Állimgis Dagskrá neðri deildar Alþingis Þriðjudaginn 1. nóv. 1960, kl. 1.30 miðdegis. 1. Vega- og brúasjóður, frv. — 1. umr. 2. Sveitarstjóri, frv. — 1. umr. Dagskrá efri deildar Alþingis þriðjudaginn 1. nóv. 1960, kl. 1,30 miðdegis. 1. Ræktunarsjóður og Byggingar- sveitabæja, frv. — Frh. 1. nmr. 2. Bústofnslánasjóður, frv. — 1. umr. 3. Jarðgöng á þjáðvegum, frv. — 1. umr. 4 Fisveiðilandhelgi íslands, frv. — Frh. 1. umr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.